Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982
47
Um helgina fer fram í Laugardalshöll Norðurlandamót pilta í handknattleik og voru fyrstu tveir leikirnir á dagskrá í gærkvöldi. ísland vann Noreg
20—18 og síðan léku Svíar og Danir en viö getum ekki greint frá úrslitum frá þeim leik þar sem blaðíð fór snemma í prentun í gær. Fyrsti
leikurinn í dag er kl. 9.30 f.h. og síöan verða spilaðir þrír aðrir leikir í dag og fjórir á morgun. Ljómmynd Emiiía Bíorg Bjornsdótiir.
Sigur gegn
um í fyrsta
ÍSLENSKA unglingalandsliðið í
handknattleik sigraði þaö norska
í gærkvöldi í fyrsta leik Noröur-
landamóts unglinga í handknatt-
leik sem fram fer nú í Laugar-
dalshöllinni í Reykjavík. íslensku
piltarnir skoruöu 20 mörk gegn
19 mörkum Norðmanna. í hálfleik
var staðan 10—9 fyrir ísland.
Leikur liðanna í gær var mjög
hraður og á köflum gekk leik-
mönnum beggja liöa illa að ráöa
viö leik sinn og mikið sást af mis-
tökum. íslensku piltarnir komust í
3—0 í upphafi leiksins en Norö-
menn jöfnuöu metin. Undir lok
hálfleiksins var norska liöiö meö
forystuna, 9—7, en áöur en flaut-
aö var til hálfleiks höfðu íslensku
piltarnir náð eins marks foryustu. í
síðari halfleik var hart barist. Jafnt
var á öllum tölum upp aö 14. En þá
náöi norska liöið tveggja marka
forystu, 16—14. Meö harðfylgi
tókst þó íslenska liðinu að jafna
metin þegar þrjár mínútur voru eft-
ir af leiknum og ná forystunni,
19—18. Þá voru aðeins tvær min-
útur eftir af leiknum, Norömenn
sóttu og komust í gott marktæki-
færi en Gísli Felix Bjarnason varöi
mjög vel eins og svo oft í leiknum.
i síöustu sókn sinni fékk íslenska
liöiö vitakast og besti leikmaöur
liðsins, Hermann Björnsson, skor-
aöi örugglega og innsiglaöi sigur-
inn.
Leikur íslenska liðsins í gær-
kvöldi var nokkuð gloppóttur, sér í
lagi þó varnarleikurinn. Sóknar-
leikurinn var sæmilegur á stundum
en datt þess á milli alveg niöur.
Hætt er viö aö róðurinn veröi erfiö-
ur hjá íslensku piltunum á móti
Svíum og Dönum. En takist liöinu
að vinna Finna í dag þá er liðið
öruggt meö þriöja sætið i mótinu.
Norðmönn-
leik íslands
Besti maður íslenska liösins í
gærkvöldi var Hermann Björns-
son, Fram. Hann skoraöi 10 mörk,
flest eftir gott einstaklingsframtak,
er hann meö krafti sínum reif sig í
gegn og skoraöi. Gísli Felix varöi
mjög vel í markinu þrátt fyrir aö
vörnin hafi veriö slök.
Mörk íslenska liösins skoruðu:
Hermann Björnsson 10, Þorgils
Óttar 2, Óskar Þorsteinsson 2,
Jakob Sigurðsson 2, Jóhannes
Benjamínsson 1, Geir Sveinsson 1,
og Karl Þráinsson 1. — ÞR.
Nýr greinaflokkur:
Fræg knattspyrnufélög
í BLADINU á morgun hefur göngu
sína nýr greinaflokkur undir
nafninu fræg knattspyrnufélög.
Fyrsta greinin fjallar um enska
félagið Tottenham Hotspur og
síðan mun hvert félagið reka ann-
að og er ætlunin aö þessi þáttur
verði i sunnudagsblööum Morg-
unblaðsins á næstunni.
Þá má geta þess að í blaðinu á
morgun verður ítarlegt viðtal viö
Pétur Guðmundsson, körfuknatt-
leikskappa.
Síðari leikurinn
ræður úrslitum
— unglingarnir leika á miðvikudag á írlandi
Síðari leikur íslands og írlands
í Evrópukeppni unglingalands-
liða 1982—1983, fer fram í Dublin,
miövikudaginn 10. nóvember og
hefst kl. 20.00.
Fyrri leikurinn, sem var á Laug-
ardalsvelli 6. október sl. endaöi
sem kunnugt er með jafntefli, 1:1.
Þaö lið sem hefur betur úr þess-
um tveim leikjum, kemst í úrslita-
keppnina, sem fer fram í Eng-
landi í maí á næsta ári. Unglinga-
landsliðinu var boðið að leika vin-
áttulandsleik við Noröur-íra,
fimmtudaginn 11. nóvember, og
fer leikurinn fer fram í Belfast eg
hefst kl. 14.30.
Haukur Hafsteinsson, ungl-
ingalandsliðsþjálfari, hefur valið
eftirtalda pilta til aö taka þátt í
þessum tveimur leikjum.
Markmenn:
Friörik Friöriksson, Fram,
Birkir Kristinsson, ÍBV.
Aörir leikmenn:
Engilbert Jóhannesson, ÍA
Guöni Bergsson, Val
Ingvar Guömundsson, Val
Jón Sveinsson, Fram
Magnús Magnúsosn, UBK
Stefán Pétursson, KR
Hlynur Stefánsosn, ÍBV
Ólafur Þóröarson, ÍA
Pétur Arnþórsson, Þrótti
Siguröur Jónsson, ÍA
örn Valdimarsson, Fylki
Halldór Áskelsson, Þór
Steindór Elísson, UBK
Steingrímur Birgisson, KA
Hermann Björnsson var besti leikmaður íslenska liösins í gærkvöldi,
skoraði 10 mörk og lagði öðrum fremur grunninn að sigri liðsins.
Ljósmynd Emilía Björg Björnsdóttir.
„Taugaóstyrkir í fyrsta leik“
„ÞETTA mót leggst bara vel i
mig. Það var þýðingamikið fyrir
okkur að vinna sigur í fyrsta
leiknum. Viö vorum taugaóstyrkir
svona í upphafi en það lagast. Viö
nýttum heldur ekki tækifærín
nógu vel. Viö munum leggja
áherslu á að sigra Finna í dag,“
sagöi fyrirliði íslenska liðsins,
Þorgils Óttar. Viðar þjálfari sagð-
ist vera hóflega bjartsýnn á getu
liðsins. Hann sagði að liðið tæki
einn leik fyrir í einu og þaö væri
gott að vera kominn meö einn
sigur. Næst eru þaö Finnar, sem
við verðum aö sigra, sagði Viðar.
— ÞR
Haukasigur í jöfnum leik
HAUKAR unnu Grindavík í 1.
deildinni í körfubolta meö 79
stigum gegn 63 í Grindavík í
gærkvöldi. Staöan í hálfleik var
36—39.
Leikurinn var jafn framan af en
svo sigu Grindvíkingar fram úr og
höföu forystu í leikhléi.
í síðari hálfleiknum var mjög
mikil barátta í Haukunum og söx-
uöu þeir hægt og bítandi á forskot
heimamanna og komust svo yfir
og sigruðu. Bæði liö sýndu nokkuö
góöan körfubolta og var leikurinn
skemmtilegur og spennandi.
Pálmar skoraöi 24 stig fyrir
Hauka, Dakarsta Webster 18 og
Hálfdán 7. Saises geröi 28 stig fyrir
Grindvíkinga og Ingvar var meö
15. ingvar
Jóhann Ingi kemur
með lið Kiel hingað
Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrr-
um landsliðsþjálfari, mun koma
hingað til lands með þýska lands-
Hðinu í handknattleik sem leikur
gegn íslendingum 20. og 22. des-
ember, og fylgjast með leikjum
liöanna.
Með honum í förinni veröur
framkvæmdastjóri Kielarlíðsins
og munu þeir undirbúa komu
Kðsins hingað til lands í sept-
ember á næsta ári.
• Kristján Arason
Kristján Ara
vildi ekki til
Þýskalands
Jóhann Ingi Gunnarsson
þjálfar sem kunnugt er Kiel í
v-þýsku Bundesligunni.
Fyrir keppnistímabilið
reyndi Jóhann aö fá Kristján
Arason stórskyttu úr FH til
liðs við félagiö en Kristján
gaf honum afsvar þá.
Kristján gæti þó átt eftir
að fara utan síðar en Ijóst er
að það veröur ekki í vetur.
Nafninu breytt
í Þórshamar
Á ADALFUNDI Shotokan-
karatefélagsins aö Hótel
Loftleiðum sunnudaginn 31.
okt. sl., var ákveðið að
breyta nafni félagsins í „Kar-
atefélagið Þórshamar", og
var það gert aö ósk íþrótta-
bandalags Reykjavíkur
vegna fyrirhugaörar inn-
göngu karatefélagsins í
bandalagið, en skilyrði fyrir
inntöku félagsins er m.a. að
breyta nafninu vegna þess
aö „Shotokan" samræmist
ekki íslensku máli. Var nafn-
ið „Þórshamar" einróma
samþykkt, enda getur varla
veriö um rammíslenskara
nafn að ræða.
Stjórn félagsins skipa nú
Karl Gauti Hjaltason formaö-
ur, Sigrún Guðmundsdóttir
ritari og Karl Sigurjónsson
gjaldkeri. í ritnefnd Frétta-
blaðs félagsins (Karate-
blaöið) voru kosin Gísli
Klemenzson ritstjóri og
Helga Einarsdóttir, og Þórð-
ur Antonsson í ritnefnd.
Bikarkeppni
SSÍ1. deild
BIKARKEPPNI í sundi í 1.
deild veröur haldin í Sund-
höll Reykjavíkur dagana
26.—28. nóvember. Keppt
verður í greinum skv. reglu-
gerö sem samþykkt var á
sundþíngi 1982.
Þátttökutitkynningar
skulu berast skrifstofu SSÍ
fyrir 12. nóv. 1982 á skrán-
ingarkortum og skulu þátt-
tökugjöld fylgja skráningu,
kr. 10.00 fyrir hverja skrán-
ingu.