Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 Eiríkur Magnússon Skúfslœk — Minning Fæddur 22. desember 1931 Dáinn I. nóvember 1982 Á þeim velmegunartímum sem íslenska þjóðin býr nú við getur hver íslendingur gert sér vonir um að lifa til hárrar elli, því tölfræði- legar athuganir hafa sýnt að hvergi í heiminum er meðalaldur fólks hærri. En það er eitt hvað tölfræðin segir að við getum vænst og annað hvaða hlutskipti forlögin hafa ætlað okkur. Sjúk- dómar og slys gera ekki boð á und- an sér og setja iðulega strik í þann reikning sem að öðrum kosti sýndi enn hærra meðaltal. Ótímabær dauði fólks sem enn er í blóma lífsins og gæti átt mörgu ólokið á sinni starfsævi er jafnan harms- efni allri þjóðinni. Þess vegna leggjum við svo mikið kapp á að reyna að fyrirbyggja sjúkdóma sem ógna lífi fólks, fækka slysum og lækna þá sem sjúkir eru. Og miklu höfum við áorkað þótt enn sé mikið óunnið. Aðeins tveimur sólarhringum eftir að þjóðin hafði tekið á saman og gefið rausnarlega til nýrrar leitarstöðvar Krabbameinsfélags Islands, um síðustu helgi, lést sveitungi okkar og vinur, Eiríkur Magnússon, bóndi á Skúfslæk, Villingaholtshreppi, úr þeim erf- iða sjúkdómi, krabbameini, aðeins fimmtugur að aldri. Sjúkdómssaga Eiríks er ekki löng. Nú, aðeins um ári eftir að hann kennir fyrst sjúkdómsins, er hann allur. Eftir að hann hafði gengist undir erfiða skurðaðgerð á liðnu vori duldist engum sem hann þekktu hver alvara væri á ferðum, þótt í lengstu lög væri haldið í vonina um að hann fengi aftur bata. Okkur er sagt að ein besta hjálpin í baráttu við illvíga sjúk- dóma séu bjartsýni, von og trú. En þar er hægara um að tala en í að komast, enda duga þau meðul sjaldnast ein sér, þótt miklu skipti til að gera mönnum erfiðar raunir léttbærari. En þessu til viðbótar hafði Eiríkur á að skipa öflugum bandamanni í baráttunni við sjúk- dóminn, sem er eiginkona hans, Ásta Ólafsdóttir frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöilum. Og sá mikli styrkur sem hún veitti manni sín- um í erfiðri sjúkdómsbaráttu er fágætur og ómetanlegur. Þau Eiríkur og Ásta hafa átt saman tuttugu ár í hjónabandi og búið rausnarbúi á Skúfslæk þann tíma. Heimili þeirra er annálað myndarheimili, sem best hefur sést á því að til þeirra hefur tíðum verið leitað þegar á hefur legið að koma barni í fóstur til lengri eða skemmri tíma. Og þau hafa líka jafnan haft pláss fyrir fleiri börn en sín eigin þótt húsrými væri ekki nema í meðallagi. Börn þeirra Eiríks og Ástu eru fjögur talsins, þrír mannvænlegir piltar og ein efnileg lítil stúlka. Synirnir eru: Magnús, 18 ára, Árni, 16 ára, og Olafur, 14 ára, allir í skóla á Selfossi. Systir þeirra, Halla, er aðeins fimm ára gömul. Eiríkur Magnússon fæddist 22. desember 1931, sonur hjónanna Ingibjargar Gísladóttur (d. 1963) og Magnúsar Eiríkssonar, bónda á Skúfslæk. Eiríkur var þriðji í röð- inni af fimm systkinum; eldri en hann eru Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, og Skúli, járnsmiður á Selfossi, elstur þeirra systkina. Yngri eru Halla, húsmóðir í Syðri- Gróf, og Grétar, vinnuvélstjóri á Selfossi. Eiríkur tók við búi af föður sín- um fyrir tæpum tuttugu árum, að móður sinni látinni, og hefur stundað þar búskap óslitið síðan, en áður hafði hann fengist við sitt + Móðir mín, MARGRÉT TÓMASDÓTTIR, Hamrabergi 12, áður Grettisgötu 58B, andaðist föstudaginn 5. nóvember 1982. Fyrir hönd systkinanna. Kriatinn Karlsson. Móöurbróðir minn, Í PÁLL EINARSSON fyrrv. húsvöröur. Hátúni 12, lést í Landspítalanum aö morgni 5. nóvember. Fyrir hönd ættingja. Erna Hallbera Ólafsdóltir. t Eiginkona mín og móðír okkar, SIGFRÍO BJARNADÓTTIR, HeiAi, Reyöarfiröi, lést í Sjúkrahúsinu Neskaupstað 4. nóvember. Garöar Jónsson og synír. t Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts HELGU SIGURÐARDÓTTUR, Ðarmahlíö 6, og heiðruöu minningu hennar. Sérstakar þakkir færum við lækn- um og hjúkrunarfólki á deild 1B í Landakotsspítala. Guöjón Guömundsson, Erla Guðjónsdóttir, Egill Egilsson, Auöur Guöjónsdóttir, Rúnar Guöjónsson, Hrafnkell Guöjónsson, Guölaug Jónsdóttir, Helga Guöjónsdóttir, Thomas Kaaber, Guörún Sóley Guöjónsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson, og barnabórn. af hverju, m.a. unnið við viðgerð- arstörf. Eiríkur var laginn smiður og hagur bæði á tré og járn, og kom það sér oft vel í búskapnum, sem og reynsla hans af vélum og vélaviðgerðum. Búskapurinn stóð traustum fótum hjá Eiríki og lýsti bæði dugnaði og útsjónarsemi í hvívetna, auk þess sem heimilið lýsti af þeirri öryggiskennd sem skaphöfn hans mótaði, en hann átti í ríkum mæli þá þrjá eigin- leika sem eftirsóknarverðir mega teljast hverjum manni: góðvild, reglusemi og skapfestu. Kynni okkar Eiríks hófust fyrir fimm árum þegar við hjónin réð- um okkur til kennslustarfa hér í sveit. Hann var formaður skóla- nefndar og hreppsnefndarmaður, allt þar til í sumar að hann baðst undan endurkjöri vegna veikinda sinna. Það var mikil gæfa fyrir okkur að Eiríkur skyldi gegna þessu starfi á þeim tíma sem við réðum okkur að skólanum og þá ekki síður fyrir börnin í sveitinni. Eiríkur og þau sem með honum störfuðu í skólanefnd sýndu starfi skólans mjög mikinn áhuga og vildu að hann hefði öll skilyrði til að veita menntun sem jafnaðist á við það sem best þekktist í þétt- býli. En eins og allir vita er víða talsverður aðstöðumunur að þessu leyti. Breytingar á námsefni og kennsluháttum, samfara breyt- ingum á skólakerfinu, hafa leitt til þess að margir grunnskólar í fá- mennum sveitum hafa dregist mjög aftur úr, og hafa ekki haft sama kennsluefni á boðstólum og skólar í þéttbýli eða haft ráð á að búa sig út með dýr kennslutæki. það skiptir því miklu að skól- anefndir sýni þessum málum skilning og taki fljótt við sér þeg- ar slíkar breytingar ganga yfir. Fyrsta haustið sem við störfuð- um hér var t.d. keyptur nýr myndvarpi fyrir skólann, tæki sem þykir sjálfsagt í öilum nú- tímaskólum, en kostar drjúgan skilding. Ég spurði Eirík hvort honum þætti þetta ekki dýrt tæki. Hann svaraði því til að það færi eftir því hvernig á það væri litið. Sjálfum þætti honum það alls ekki dýrt: „Þetta kostar sömu upphæð og ég fer með í mjöl handa kúnum á einni viku.“ Þannig var Eiríkur. Raunsær, jákvæður og gamansamur ef því var að skipta. Það er mikill missir að slíkum mönnum. Hér væri vissulega ástæða til að segja fleira af starfi Eiríks að félagsmálum, en rúmsins vegna verður það ekki gert nú. Þó langar mig að geta þess að áður en sjónvarpið barst út í sveitir landsins var víða mikil leiklistarstarfsemi, og var svo einnig í Flóanum. Þar þótti Eirík- ur heldur en ekki liðtækur á sviði og minnast margir sveitungar okkar þess enn og brosa í kampinn þegar þeir sjá hann fyrir sér í Ævintýri á gönguför. Þar kom sumsé í ljós að þessi alvarlegi maður gat brugðið ærlega á leik ef því var að skipta. Þann leik vildi ég gjarnan hafa séð. Nú þegar Eiríkur er genginn er hugur okkar hjónanna fullur þakklætis fyrir það hvernig hann reyndist okkur alla tíð, bæði í starfi okkar og persónulegum kynnum. Ástu og börnunum og Magnúsi afa þeirra á Skúfslæk sendum við okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Kúnar Ármann Arthursson Minning — Sigur- páll Þorsteinsson Fæddur 14. nóvember 1893 Dáinn 29. október 1982 I dag, laugardaginn 6. nóvem- ber, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu afi minn, Sigurpáll Þorsteinsson. Hann lést í Land- spítalanum að morgni 29. október eftir tæplega mánaðarlegu á sjúkrahúsi. Hann fæddist í Flögu í Breiðdal, 14. nóvember 1893, sonur hjón- anna Þorsteins Jónssonar bónda og konu hans, Ingibjargar Frið- björnsdóttur. Þau hjón eignuðust þrjá syni. Þeirra elstur var Frið- björn, bóndi í Vík í Fáskrúðsfirði. Sigurpáll ólst upp í foreldrahúsum ásamt bræðrum sínum, en föður sinn missti hann innan við ferm- ingu. Á unga aldri lærði hann að vinna öll algeng störf sem til féllu í sveit á þessum tíma, en um tví- tugsaldur fór hann til náms í söðlasmíði á Akureyri og síðar á Höfn í Hornafirði. Þeirra tíma minntist hann oft með glöðum hug, því hann hafði ætíð yndi af að kynnast fólki og umgangast það. En til átthaganna hélt hann að afloknu námi og hóf þar aftur störf við búskap og söðlasmíði eins og tök voru á. Smíðisgripir þeir sem hann bjó til þóttu hinir mestu kjörgripir. 18. júlí 1918 var mikill ham- ingjudagur í lífi hans, en þá kvæntist hann Rósu Jónsdóttur frá Eyjum í Breiðdal. Þau hófu búskap á því ári á Ósi í Breiðdal í sambýli við bróður Rósu, Sigurð, og konu hans, Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Þeim hjónum Rósu og Sigurpáli varð fjögurra barna auðið, fyrir átti Rósa eina dóttur, Huldu, með unnusta sínum, Emil Guðmunds- syni, en hann lést úr berklum árið 1915. Hulda er gift Birni Björns- syni bónda, Birkihlíð í Skriðdal. Elst þeirra barna var Anna, kenn- ari, dáin 1974, gift Magnúsi Þórar- inssyni, kennara, dáinn 1967, Bergur múrari, kvæntur Rósu Reimarsdóttur, búsett í Reykja- vík, Guðbjörg gift Sigtryggi Run- ólfssyni, húsasmið, búsett í Reykjavík og yngst er Nanna, gift Hilmari Elíassyni, húsasmið, nú búsett í Svíþjóð. Auk þeirra fimm systkinanna ólu þau upp tvö dótt- urbörn sín, þau Jón Guðlaug Sig- tryggsson, bifreiðarstjóra, búsett- ur í Reykjavík og Sigrúnu Sig- tryggsdóttur, gift Emil Karlssyni húsasmið, búsett í Mosfellssveit. Á Ósi ólu þau upp börn sín og bjuggu þar til ársins 1937 að þau fluttust að Hóli í sömu sveit. Þar reistu þau sér nýtt ibúðarhús, ennfremur voru byggð upp öll úti- hús á jörðinni. Það var mikið átak á þeim tíma, því flytja varð allt byggingarefni frá Breiðdalsvík á hestum um 20 km leið. Um margra ára skeið var hann póstur í Breiðdal og var ætíð farið á hest- um með póstinn þegar fært var, annars gangandi. Hann var mikill hestaunnandi og átti hann marga góða hesta um dagana. Haustið 1954 brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur. Hann fékk vinnu við byggingu Vestur- bæjarapóteks og síðar sem lager- maður eftir að apótekið hafði tek- ið til starfa, þar vann hann í rúm- lega 20 ár eða þar til hann hætti störfum, þá kominn á níræðisald- ur. Hann minntist ætíð veru sinn- ar í Vesturbæjarapóteki með miklum hlýhug. Eftir að til Reykjavíkur kom bjuggu þau lengst af á Nesvegi 63 ásamt syni sínum og tengdadótt- ur. Á því heimili ríkti sérstakur samhugur og hlýja alla tíð. Þar nutu gömlu hjónin sérstakrar um- önnunar sonar síns og tengdadótt- ur sem annaðist þau, mikið til rúmliggjandi hin síðustu ár, af einstakri kostgæfni til hinstu stundar. Rósa andaðist í mars 1978, tæplega níræð. Sambúð þeirra varði því hartnær sextíu ár. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp fyrstu ár ævi minnar á heimili þeirra afa og ömmu á Hóli, en foreldrar mínir bjuggu þá í sambýli við þau. Á heimili þeirra var gestum ætíð vel fagnað, mál- efni hvers tíma rædd af hrein- skilni og hispursleysi. Ég og fjölskylda mín þökkum afa góða samfylgd og biðjum góð- an Guð að vísa honum veginn á hinni framandi strönd. Undir þessa bæn mína veit ég að aðrir niðjar hans og ástvinir munu taka. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi." Páll R. Magnússon Þessi fátæklegu orð sem hér fara á eftir eru skrifuð í minningu afa okkar, Sigurpáls Þorsteinsson- ar, sem lést á Landspítalanum fyrir rúmri viku. Ég held að allir sem til þekktu geti samglaðst honum nú, í þeirri vissu að í því ríki, sem hann nú dvelst í, líði honum vel. Það er eins og forsjónin hafi tekið í taumana, því sama dag og hann lést átti hann að ganga undir erfiða aðgerð vegna sjúkdóms sem hafði bakað honum miklar þrautir. En þrátt fyrir það að innst inni getum við nú öll samglaðst hon- um, það er ekki annað hægt en að staldra við í huganum og líta til baka yfir farinn veg og rifja upp þær góðu minningar sem við eig- um um hann. Við bræðurnir, sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp með honum, þökkum all- ar þær björtu samverustundir sem nú lífa í huga okkar og munu verða okkur gott veganesti um ókomin ár. Bjarni, Sigurpáll, Bergur. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.