Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 21 Bazar Kvenfólagsins Heimaeyjar veröur í dag kl. 14.00 að Hallveigarstööum. Siesta Key Sarasota, Florida, USA Staðsett viö Mexíkóflóa í hinni fallegu og sólríku Sarasota. 2 svefnherbergi, 2 baöherbergi. Smekk- lega búiö húsgögnum. Hvítur sandur og strönd. Sundlaug, tennisvellir. Frábærir veitingastaöir og margir golfvellir í nágrenninu. Skrifiö SSVR, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581, eöa hring- iö í (813) 349-2200. Fionsborg Skolastjori Jens Rahhek Pedersan Skrifiö eft r stundaskra. SnogfMtf Foíkehatikok) or norraenn lýöháskóH sem ruef yflr ýmts norraBn vlðfangsefnl t.d. getur þú valiö 6 mllll margra tUboAa: hljómllst. bókmenntir, vefnaAur, kera- mik. samfAiagsfrasAt. sátfraaAI o.fl. Þú munt hitta marga nemendur frá hlnum NorAurtöndunum. FartA verAur í kynnlsferAtr. Námskeiðstímabil: 2. nóv. — 24. apríl eöa 4. jan. — 24. apríl SNOGH0J NORDISK FOLKEH0JSKOLE DK 7000 Fredericia Höfum jafnan fyrirliggjaíidi Bridgestone vetrarhjólbarða í flestum stærðum, bæði venjulega (diagonal) og radial. Öryggið í fyrimimi með Bridge3tone unair fcílnum. 25 ára reynsla á íslandi. Hjólbarðaþjöocs^un, Fellsmúla 24, R. Hjólbarða»9<5ó*n i.f. Skeifunnl 1. Hjólbarðaþj. Björna fk Þórðar, Vatnsne3v. iá Ketlavík. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON ÞING- og ríkisstjórakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrri viku urðu ekki sá ósigur fyrir Kepúblikanaflokkinn og stefnu Reagans sem spáð hafði verið en þrátt fyrir það verða úrslitin að teljast nokkurt áfall. Að vísu má það heita venja, að flokkur forsetans tapi í kosningum, sem fram fara á milli forsetakosninga, en ekki þó jafn mikið og repúblikanar máttu setta sig við að þessu sinni. Repúblikanar héldu meirihluta sínum i öldunga- deildinni en hins vegar juku demókratar meirihluta sinn i fulltrúadcildinni um 24 seti og unnu að auki sjö ríkisstjóraembætti úr höndum repúblikana. Sá ósigur kann að verða repúblikönum mjög afdrifarikur á næsta ári því að i forsetakosningum skiptir stuðningur ríkisstjóranna jafnan miklu máli. Ikosningunum sl. þriðjudag var fyrst og fremst tekist á um efnahagsstefnu Reagans og atvinnuleysið í landinu, sem nú er um 10% af vinnufærum mönnum. Það kom því ekki á óvart, að repú- blikanar fóru helst halloka í þeim ríkjum þar sem atvinnuleysið er mest en þau eru jafnframt meðal þeirra fjölmennustu. Með það í huga er einnig Ijóst, að ósigur repúblikana er í raun meiri en breytingar á styrk flokkanna á þingi gefa til kynna. Opinberlega bera Reagan og samstarfsmenn hans sig vel þrátt fyrir kosningaúrslitin og segjast staðráðnir í að hvika hvergi frá settu marki. Á bak við tjöldin og í liinkaviðræðum játa þeir hins veg- ar, að erfiður tími sé framundan, enda er vitað, að stjórnin hyggst beita sér fyrir enn frekari niður- skurði á fjárveitingum til félags- mála en fara um leið fram á aukin útgjöld til hersins. Fram til þessa hefur Reagan tekist að sigla á milli skers og báru í fulltrúadeild- inni og notið við það fulltingis hægrisinnaðra demókrata en nú er jafn víst, að sú staða sé ekki lengur fyrir hendi. Ronald Reagan lýsti því yfir strax eftir forsetakosningarnar 1980, að hann vildi hafa gott sam- starf við þingmenn beggja flokka við úrlausn þýðingarmikilla mála og eftir kosningarnar sl. þriðjudag Atvinnuleysisvofan lagði sitt lóó á metaskálarnar í kosningunum sl. þriójudag og kann að ráða úrslitum í forsetakosningunum á næsta ári. fiest atriðin í efnahagsmálapakka forsetans, t.d. skattalækkun í þágu iðnaðarins og niðurskurður á framlögum til félagsmála, hafa þegar verið samþykkt í þinginu. Bandaríkjamenn og raunar öll heimsbyggðin verða því enn um sinn að bíða og vona, að Reagan hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði í kosningabaráttunni á dög- unum, að „fvrstu sólargeislarnir hafa brotist í gegnum skýjabakk- ann“ og að brátt verði aftur vor í dal í bandarísku efnahagslífi. Efnahagsmál og atvinnuleysið voru eins og fyrr segir meginstefið í kosningabaráttunni en í henni var líka slegið á ýmsa aðra strengi, sem ekki hefur kveðið mikið að fram til þessa. Umhverf- isverndarmenn, sem hafa með sér skipuleg samtök eins og kollegar þeirra í Evrópu, studdu nú í fyrsta sinn ákveðna frambjóðendur og undantekningalítið voru þeir i hópi demókrata. Eftir kosningarn- ar hreyktu talsmenn aukinnar umhverfisverndar sér af því að hafa náð 73—80% árangri hvað varðaði þá frambjóðendur, sem þeir studdu. Eitt þeirra mála, sem hafa verið ofarlega á baugi í Bandaríkjunum en Reagan og hans menn minntust hins vegar lítið á í kosningabar- áttunni, er tillagan um að stór- veldin stöðvi framleiðslu kjarn- orkuvopna nú þegar. Efnt var til allsherjaratkvæðagreiðslu um þessa tillögu í níu ríkjum og í átta var hún samþykkt. Talsmaður Hvíta hússins vildi að vísu lítið gera úr þeim niöurstöðum en aðrir telja hana stefnumarkandi þar sem demókratar séu tillögunni al- mennt fylgjandi og líklegt sé að þeir muni skipa næstu rikisstjórn í Bandaríkjunum. Svertingjar í Bandaríkjunum hafa lengi átt undir högg aö sækja Bandarísku kosning- arnar áfall en ekki ósig- ur fyrir stefnu Reagans sagði Thomas O’Neill, talsmaður demókrata í fulltrúadeildinni, að f'okksmenn hans væru „fúsir til samstarfs við forsetann". Það samstarf mun þó verða enn frekar en áður i anda demókrata sjálfra og þeirra mála, sem þeir berjast fyrir. Ágreiningur fiokkanna s.lýst cinkum um tvö meginatriði, sem eru útgjöldin til félagsmála, en þau vilja demókratar auka eða a.m k. halda óbreyttum, og fjár- voitingar til varnarmála. Á valda- tíma Reagans hafa fjárframlög til hermála verið stóraukin og það er fyrst og fremst því að kenna, að nú stefnir í methalla á bandarísku fjárlðgunum, 175—180 milljarða dollara, þvert ofan i fyrri orð og eiða Reagans sjálfs í kosningabar- áttunni 1980. Þegar Reagan lagði fram i fulltrúadeildinni fyrsta og róttækasta frumvarpið um niður- skurð á fjárveitingum til félags- mála var það samþykkt með að- eins sex atkvæða mun, 217 gegn 211, og rétt er einnig að minna á, að frumvarp demókrata um að stórveldin bæði yrðu hvött til að hætta framleiðslu kjarnorku- vopna var fellt með aðeins tveggja atkvæða mun. Ef þessi mál eða ðnnur koma til afgreiðslu nú, er liklegt, að útkoinan verði með öðr- um hætti. Viðbrögð erlendis við kosninga- úrslitunum í Bandaríkjunum eru flest með sama hætti. Jafnt i Vestur-Evrópu, meðal banda- manna Bandaríkjanna, og i kommúnistaríkjum Austur- Evrópu eru þau afdráttarlaust Flest bendir hins vegar til öruggs sigurs demókrata í forsetakosning- unum á næsta ári túlkuð þannig, að bandarískur al- menningur hafi sagt nei við þeirri efnahagsstefnu, sem kennd er við Ronald Reagan. Það er kannski heldur ekki að undra því að Bandaríkjamarkaður og ástand efnahagsmála í landinu eru sá burðarás, sem efnahagur annarra þjóða hvílir að meira eða minna Ieyti á. Gífurleg fjárframlög til hermála í Bandaríkjunum eru eins og fyrr segir helsta ástæðan fyrir methalla á fjárlögum stjórnarinn- ar, en hann segja margir hagfræö- ingar að sé undirrótin að þeim háu vöxtum, sem verið hafa í Banda- ríkjunum sl. ár og flestar eða allar aðrar þjóðir stynja undir. Af þess- um sökum ekki síst binda menn erlendis verulegar vonir við aukin áhrif demókrata og liklega valda- töku þeirra í forsetakosningunum á næsta ári. Óbreytt fjárframlög til varn- armála eða jafnvel nokkur niður- skurður eru líklegustu afleiðingar kosninganna enda auðveldast að koma þeim við. Að öðru leyti eru ekki miklar breytingar fyrir- sjáanlegar, hvorki í utanríkismál- um né innanlandsmálum, þar sem og því hafa margir furðað sig á því hve sinnulausir þeir hafa verið um samtakamátt sinn i kosningum. Að þessu sinni varð á því nokkur breyting. Kosningaþátttaka þeirra var nú betri en oftast áður í sam- bærilegum kosningum og er ástæðan fyrir því augljós. Af ein- stökum þjóðfélagshópum hafa svertingjar orðið verst úti í efnahagssamdrættinum; atvinnu- leysið meðal þeirra er þrefalt það, sem er hjá hvítum löndum þeirra, eða meira, og niðurskurður á framlögum til félagsmála hefur bitnað hvað harðast á þeim. Af þessum sökum geta demókratar verið öruggir um almennan stuön- ing þeirra í næstu forsetakosning- um. Að undanförnu hafa repúblik- anar verið að láta sig dreyma um sigurvissa samkomu í Texas á næsta ári þar sem forsetafram- bjóðandinn yrði valinn undir ör- uggri handleiðslu William Clem- ents, eins af eftirlætisrikisstjórum Ronald Reagans. t kosningunum sl. þriðjudag var Clements hins vegar, ðllum að óvörum, felldur úr embætti og nú horfa repúblikanar með ugg til framtíðarinnar. Til þess benda lika öll teikn að þeir muni verða að sjá á eftir valda- taumunum í hendur demókrötum og í veg fyrir það virðist ekkert geta komið nema veruleg umskipti til hins betra í bandarísku efnahagslífi. Hverjar sem skoðan- ir Bandaríkjamanna eða annarra eru á Ronald Reagan vildu trúlega flestir, að sú yrði þróunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.