Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 45 ^L?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS m ^ n"!/JA7T^ Hvet þessa ungu stúlku til að vanda mál sitt Keykjavíkurkona skrifar: „Velvakandi. I Morgunútvarpinu á mánudag eða þriðjudag var ung stúlka að leita frétta í spjalli við fólk á Fæð- ingardeildinni, sem var ágætt, utan þess hvernig hún hagaði máli sínu á íslenzku. Hún sagði eitt- hvað á þessa leið: Nú eru allir feð- urnir flognir úr hreiðrinu (vænt- anlega feður barnanna sem fædd- ust um nóttina). En úr hvaða hreiðri voru þeir, fullorðnir menn og feður, að fljúga? Hún skildi greinilega ekki hvað það táknar að ungarnir fljúgi úr hreiðrinu. Líka spurði hún: Hvað margar áttu? Hefur væntanlega átt við: Hve margar eignuðust börn í nótt eða hve margar fæddu í nótt? Og fleira í þeim dúr. Nú vil ég hvetja þessa ungu stúlku til að reyna að vanda svolítið mál sitt, þegar hún er komin í fjölmiðil og orð hennar berast út um allt land, þá er ég viss um að hún getur bætt úr þessu. En úr því ég er farin að nefna Fæðingardeildina, langar mig til að bæta því við að þær góðu fréttir glöddu mig, að veira sú sem herj- aði á ungbörnin, hefði látið undan síga og ekkert barn veiktist leng- ur. Þetta getur alltaf komið fyrir, og var brugðist við af skynsemi, með því að einangra deildir. En það vakti mig og dóttur mína til umhugsunar um orð sem sögð voru þegar umræður voru um að leggja Fæðingarheimili Reykjavíkur niður vegna þess að ekki væri nægilega góð nýting á því eða leggja það undir Fæð- ingardeild Landspítalans. Þá sagði Elín Pálmadóttir í borgar- stjórn í varnarræðu fyrir heimilið m.a. sem rök fyrir því að það ætti að starfa áfram sjálfstætt á veg- um Reykjavíkurborgar, að alltaf gætu komið upp farsóttir á hvaða sjúkradeild sem væri, og því væri brýnt að eiga í önnur hús að venda. Nú væri svo komið að eng- „Og ég held að það sé áfram skynsamlegt að hafa í öryggisskyni tvær stofnanir þar sem hægt er að fæða i Reykjavik, jafnvel þótt þurfi að greiða eitthvað með þessum nýju gestum sem eru að koma í heiminn hér i borginni. Við skerum ekki við nögl er við tökum á raóti öðrum gestum. ar Ijósmæður væru starfandi úti í bæ, og hvar ættu konur þá að fæða og fá hjálp ef eitthvað slíkt kæmi upp á einu fæðingardeildinni í Reykjavík. Dóttir mín, sem á von á barni, rifjaði þetta upp fyrir mér af þessu gefna tilefni. Og ég held að það sé áfram skynsamlegt að hafa í öryggisskyni tvær stofnanir þar sem hægt er að fæða í Reykja- vík, jafnvel þótt þurfi að greiða eitthvað með þessum nýju gestum sem eru að koma í heiminn í Reykjavík. Við skerum ekki við nögl er við tökum á móti öðrum gestum." Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: Rætt var um viðhorf til hvers annars. Rétt væri:... um viðhorf hvers til annars. Þessir hringdu . . . Hvers vegna eru glerin svona dýr? Gísli Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér fannst mjög athyglis- vert að lesa greinar Gísla H. Kolbeins og Fokus hf. um gler- augnaverð, í þættinum hjá þér í dag (fimmtudag). Tollurinn skýrir að vísu nokkuð þennan mikla verðmismun í dönsku versluninni og hjá Fokus hf., en mér fannst verðið hjá dönsku versluninni nokkuð hátt, þó að ég viti ekki nákvæmlega hvers konar gler þarna var um að ræða. Eg lenti í því í fyrra að þurfa að kaupa gler í Bandaríkj- unum fyrir einn af nemendum mínum. Ég gekk beint inn í verslun þar vestra og keypti glerið (+2,5) og það kostaði 11 dollara, eða um 170 krónur á núgildandi gengi. Glerin tvö, sem Gísli H. Kolbeins ræðir um, kosta hér 2.210 krónur, og það kemur ekki fram, að hér hafi verið um nein sérstök gler að ræða. Til samanburðar má einn- ig nefna, að ég keypti heil gler- augu í Bandaríkjunum fyrir ári síðan, með vönduðum umgjörð- um, meira að segja með plast- linsum, sem eru mun dýrari en glerlinsur, og með þreföldum fókus, sem einnig hleypir verð- inu mikið upp, auk þess sem eng- ar línur voru á milli — og það út af fyrir sig er mjög dýrt. Sem sagt þetta voru dýrustu gleraugu sem hægt var að fá og þau kost- uðu með öllu saman 179 dollara, sem er á núgildandi gengi, u.þ.b. 2.775 kr. — eða litlu meira en glerin tvö sem nafni minn keypti í Fokus. Þetta var fyrir rösku ári, og verslunarstaðurinn var Manhattan í New York, sem þykir ekki sérlega ódýr staður. Það er ekkert launungarmál, að það er almennt álit, að verð á gleraugum sé mjög hátt hér á landi, og það eru mjög margir sem hafa gert eins og ég, að hafa með sér vottorð og önnur gögn og nota tækifærið, þegar farið er til útlanda, til þess að kaupa þar gleraugu. Á þessum vörum er frjáls álagning hér hjá okkur og kemur þetta háa verð illa heim og saman við það sem kaupmenn eru alltaf að segja, sem sé að frjáls álagning tryggi eðlilega samkeppni, í krafti eftirspurnar- innar. En þá kemur rúsínan í pylsuendanum og leynir sér ekki í svarinu frá Fokus hf., að þrátt fyrir frjálsu álagninguna er „sama verð á glerjum í öllum gleraugnaverslunum á íslandi, sem reiknaö er út af Félagi gler- augnaverslana á íslandi". Þó er það vitað mál, að þessi fyrirtæki kaupa glerin inn á mismunandi verði. Er ekki beinlínis verið að lýsa því yfir með þessu svari frá Fokus hf., að þarna sé um einok- unarhring að ræða, sem hirði ekkert um samkeppni eða hag neytenda, heldur aðeins hags- muni þeirra sem að honum standa? Ég skora á Fokus hf. að birta verðútreikninga með glerj- um þeim sem um er rætt í fyrr- nefndum greinum. Einnig mætti fylgja með útskýring á því, hvernig á því getur staðið, að sama verð er á þessum vörum hjá öllum gleraugnaverslunum á landinu, þrátt fyrir mismunandi hagstæð innkaup og frjálsa álagningu. Með því að gera skýra grein fyrir þessu hvoru tveggja gerði Fokus hf. okkur ljóst, hvort það er vegna tolla og að- flutningsgjalda sem svo hátt verðlag er á gleraugnavörum hér á landi — eða hvort það er af öðrum orsökum. Fyrirtækinu hlýtur að vera mikið í mun, að ljóst sé, hvort veldur. Dagsetningarnar væntanlegar Ljósmyndavöruverslunin Hans Petersen gaf Velvakanda þær upplýsingar, vegna fyrirspurnar ljósmyndaáhugamanna á Akur- eyri um prentun dagsetninga aftan á myndir, að nú þegar væri farið að árita myndir úr nýju diskmyndavélunum. Áætlað væri að gera það einnig við allar aðrar myndir sem unnar væru hjá fyrirtækinu, en ekki hægt að segja til ym, hvenær það yrði. ct^Sda OG EFNISMEIRA BLAÐ! BRÉFiN HANS ÞÓRBERGS SVIPMYND Á SUNNUDEGI: HANS-JOCHEN VOGEL VIÐTAL VIÐ PÉTUR GUÐ- MUNDSSON, KÖRFU- KNATTLEIKSMANN HRÆRINGUR EL ALAMEIN — SIGUR MONTGOMERYS í EYÐIMÖRK- INNI FYRIR 40 ÁRUM „SUMUM FINNST ÉG STÓRSKRÝTIN“ — SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR, FIDLULEIKARi DÁLEIÐSLA OG LÆKN- INGAGILDI HENNAR BLÓÐHITI, UM KVIKMYNDINA BODY HEAT JÓN í ALSÍR TOTTENHAM MEZZOFORTE Á DROTTINSDEGI — VELVAKANDI — POTTA- RÍM — Á FÖRNUM VEGI REYKJAVÍKURBRÉF Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.