Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 Skálmöld á N-írlandi Bclfasl. Al\ — MIKII, morö- og oCbcldLsalda hefur gengiö yfir Norður írland síðustu vikurnar. Einn af hápunktunum var hroöalegt morö hins 48 ára gamla Joseph Donegans 25. október síöastliöinn. A meðfylgjandi símamynd Al' má sjá lögreglumenn fjarlægja lík Donegans frá fundarstaö þess, í húsasundi í Belfast. Leyst úr klóm mannræningja Kómahorg, 5. iM>vt*mb«*r. Al*. FIMMTÍII sérþjálfaöir lögreglumenn geröu áhlaup á fjölb ýlishús noröur af Rómaborg og frelsuöu 19 ára dóttur auöugs kaupsýslumanns úr klóm mann- ræningja í cinni íbúöinni þar. Jafnframt voru handteknir átta menn, sem aðild eru taldir ciga aö mörgum mannránum. Stúlkan, Maria Luisa Aehille, lenti í klóm mannræninKja 22. september. Rændu þeir henni í námunda viö heimili hennar og kröfuðst þriggja milljarða líra í lausnargjald, en það jafngildir tveimur milljónum dollara. Stúlkunni var haldið í mann- ræningjahreiðri í borginni Tarqu- inia, en hópurinn, sem stóð að rán- inu, er kenndur við Sardiníu. Alls hafa 32 ítalir lent í klóm mann- ræningja á árinu, en 19 þeirra hafa verið frelsaðir. Aflétta Bandaríkja- menn refsiaðgerðunum? Wa-shmglon, 4. nóvcmbcr. Al*. ITALSKA ríkisstjórnin undir forystu forsætisráöherrans Spadolinis, hefur gefiö Bandaríkjastjórn í skyn, aö hún sc reiöubúin aö festa kaup á bandarískum flugvélum aö verö- mæti einn milljarður dollara, ef Bandaríkjamenn fallast í staðinn á aö aflétta refsiaögerðum vegna stuönings ítala og fleiri Kvrópuríkja viö gasleiösluna miklu sem veriö er aö leiöa frá Síberíu til Vestur- Evrópu. Bandaríkjastjórn meinaði bandarískum fyrirtækjum að selja Rússum tæki og varning til smíði leiðslunnar miklu, þá setti stjórn- in á svartan lista hjá sér sex fyrir- tæki á Ítalíu, í Bretlandi, Vestur- Þýskalandi og Frakklandi vegna yfirlýsinga þeirra um að virða bannið að vettugi. Hafa umrædd fyrirtæki ekki fengið vörur frá Bandaríkjunum síðan. Til aðgerða þessara gripu Bandaríkin í mót- mælaskyni við herlögin í Póllandi. „Lausn er á næstu grösum, ég vonast til þess að Bandaríkin af- Iétti refsiaðgerðum sínum á næstu dögum," sagði Spadolini, sem heldur til Frakklands á næstu dögum. Þar ætlar hann að ræða við Mitterand Frakklar.dsforseta 12. nóvember um efnahagssam- vinnu Frakklands, Ítalíu og Bandaríkjanna. Veður víða um heim Amsterdam Aþena Beirút Berlin Buenos Aires CMcago Dyflinni Frankfurt Qenf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn London Los Angeles Madrid Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Ósló Parfs Pekíng Rk> de Janeiro Rómaborg San Franeisco Singapore Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Toronto Vancouver Vínarborg 12 skýjað 18 skýjaó 24 helösklrt 8 heiöskirt 20 skýjaö 0 snjókoma 12 skýjaö 9 skýjaö 6 skýjaö 4 heióakírt 25 rigning 21 heiöskirt 23 haióskirt 11 skýjaö 14 skýjaö 27 heiöskirt 19 helöskírt 20 skýjaö 27 heióskírt 5 snjókoma 29 heiösklrt 22 skýjaö 12 skýjaö 14 skýjaó 14 skýjaó 39 skýjaó 19 heiöskfrt 21 heiðskfrt 32 heföskfrt 7 heiöskirt 24 heióskfrt 17 skýjaó 9 rignfng 7 snjókoma 7 skýjaö Tékkóslóvakía: Andófsmenn óttast ofsóknir V»», 5. nóvcmbrr. Al*. ANDOFSMENN í Tékkóslóvakíu óttasl nú mjög að kommúnistaflokkur- inn sæki til saka ýmsa þá sem hafa leyft sér að gagnrýna stjórnvöld þar í landi. Forseti landsins og formaöur kommúnistaflokksins, Gustaf Husak, er á förum til Austurrikis í opinbcra heimsókn dagana 16.—18. nóvember og andófsmennirnir óttast aö aögeröirnar komi í kjölfarið á heimsókn- inni. Til stóð að Husak færi til Austurríkis á síðasta ári, en Austurríkismenn lýstu yfir litl- um áhuga á að taka á móti hon- um er um 30 andófsmenn voru handteknir í Tékkóslóvakíu og helmingur þeirra settur í varð- hald án réttarhalda skömmu áð- ur en Husak átti að koma til landsins. Ástæðan fyrir ótta andófs- mannanna er sú, að beiðnum þriggja úr hópi andófsmanna fyrir að fá að flytjast úr landi hefur verið ýtt til hliðar um stundarsakir, nánar tiltekið til áramóta. Áður hafði þeim Karel Kyncl, Karel Bartosek og Jan Mlyrnarik verið lofað að mál þeirra yrðu tekin til umfjöllunar á næstu dögum. Þetta þykir and- ófsmönnum benda til þess að yf- irvöld hafi í hyggju að draga þá fyrir rétt þrátt fyrir allt og þau telji að úr því sem komið er, sé ekki svigrúm fyrir Austurrík- ismenn að hafna heimsókn Hus- aks. Einn þremenninganna, Mlyrn- arik, hefur þegar verið sviptur tékkneskum ríkisborgararétti, en slíkt gengur sjálfkrafa yfir alla Tékka sem sækja um að flytja burt. Mlyrnarik hefur hins vegar ekki fengið réttindi sín á ný þrátt fyrir að hann sé síður en svo á förum frá Tékkóslóv- akíu á næstunni. Baskar myrtu hershöfðingjann Madrid, 5. nóvembcr. AP. AÐSKILNAÐARHREYFING Baska á Spáni lýsti í gær á hendur sér ábyrgö á morðinu á herforingjanum Victor I.ago Roman, sem skotinn var til bana á götu í Madrid í fyrradag. Minningarathöfn fór fram í Madrid í gær og fjölmcnnti herinn þar til aö votta virðingu sína. Þar mættu einnig ekkja Romans og átta börn hans. I dag stóð til að flytja líkamsleifar hershöfðingj- ans til heimabæjar hans, La Cor- una, en þar verður hann jarðsett- ur á næstunni. Tvær sprengjur sprungu í Baskaþorpinu Quipuzcoa í gær, en manntjón varð ekki. Síðast er fréttist hafði enginn lýst ábyrgð- inni á hendur sér. Hins vegar not- aði aðskilnaðarhreyfingin tæki- færið er hún tók á sig ábyrgð á morði Romans, og lýsti því yfir að hún bæri ábyrgð á sprengjuárás- um á tvo lögregluflutningabíla í Vitoria 31. október síðastliðinn, er einn lögreglumaður beið bana og sjö aðrir særðust. Sovétríkin: Andrei Sakharov bannað að tjá sig Moskvu, 5. nóvember. AP. SOVÉSK stjórnvöld hafa varaö nóbelshafann Andrei Sakharov við og skipaö honum að hætta að tjá sig opinberlega að því haft var i dag eftir konu hans, Yelenu Bonner. Sakharov átti á sínum tíma einna mestan þátt í smíði sovésku vetnissprengjunnar en hann var rekinn í útlegð til borgarinnar Gorky í janúar 1980 vegna þess, að hann fór hörðum orðum um inn- rás Sovétmanna í Afganistan. Kona Sakharovs kvað saksóknar- ann í Gorky hafa sagt manni hennar að hafa hljótt um sig eða að eiga að öðrum kosti á hættu lögsókn fyrir að brjóta í bága við fyrirmælin í útlegðardómi hans. Yelena sagði, að í dóminum væri engin slík ákvæði að finna, Sakh- arov hefði aðeins verið sviptur vegtyllum sínum og verðlaunum. I fyrri viku sakaði Sakharov rússnesku öryggislögregluna um að hafa svæft sig og rænt og einn- ig skoraði hann á frammámenn á Vesturlöndum að koma rússneska andófsmanninum Shcharansky til hjálpar. Sagnfræöingurinn Edward Carr látinn ('amhridjic, 5. nóvember. AP. ENSKI sagpfræöingurinn Edward H. Carr lést í gær, miövikudag, aö heimili sínu í Caml ridge aö því er s >giv í tilKyuningu, sem frá fjölskyldu hans barst í dag. Carr var níræöur að aldri þegar lát hans bar aö höndum. Carr hóf starfsferil sinn í bresku utanríkisþjónustunni en varð síðar aðstoðarritstjóri The Times of Ijondon, 1941—46. 1945 byrjaði hann á „Sögu Sovétríkj- anna“, verki, sem lengi á eftir að halda nafni hans hátt á loft enda talið eitt merkasta framlag ensks sagnfræðings á þessari öld. Það fjallar um sögu Sovétríkjai-na á árunum 1917—1929 og er upp á 6.000 blaðsíður, í 14 bindum og kom það síðasta út árið 1978. Carr kenndi stjórnmálafræði við Oxford-háskóla á árunum 1953-55 en þá fór hann til síns gamla skóla í Cambridge. Árið 1961 gaf hann út ritgerðasafnið „Hvað er saga?“, sem varð mets- ölubók og þótti það mjög merki- legt með bók um slíkt efni. Ensk blöð og einkum The Times minn- ast Carrs í dag og segja, að með honum sé góður maður genginn og merkur sagnfræðingur. Franski leikstjórinn Jacques Tati látinn Pa. ís, 5. nóvcmbcr. AP. JACQUES Tati, franski leikarinn og leiktjóri mvndarinnar „Mon 0-i<le“ sem vnnn Oskarsverölaun seni l.esta erlenda myndin árið 1958, lést í d?f af völdum blóötappa í lungum, sam- kvæm» fréttum frá vinum hans i.g aöstandendum. Tati hóf feril sinn sem skenimti- kraftur, en sneri sér að kvikmyndaleikstjórn á fjórðs i if - tug aldarinnar. Fyrir utan „Mcn Oncle“ var hann sennilega kunn- astur fyrir kvikmyndir sínat „Monsieur Hulot’s Holiday , sem hlaut fyrstu verðlaun gugi iýi.- enda á kvikmyndahátíðinni i Cannes 1953, „Playtime", „Traffic" og „Holiday". Leikstjórinn, sem í rain hét Jacques Tatischeff, fæddist 9. október 1908 í Le Peqo, skammt fyrir utan l’arís. Honum hefur < ft verið líkt við Buster Keaton i>p Charlie Chaplin, og sjálfur sagðist hann vera mikill aðdúandi þ< .rr« beggja og ætti þeini miki’ í.5 þakka. Tati notaði tákn, hljóð og lát- hragð oft í stað orða til að kitla Máturtaugar áhorfenda, en mynd- ir hans urðu aldrei mikil söluvara og hann var ávallt í fjárhags- krtggum og átti erfitt með að Lármagna myndir sínar. Laganna verðir á eftir Thatcher I nscnnda, Mcxikó, 5. nóvcmbcr. AP. MARK Thatcher, sonur Thatchers forsætisráöherra Bretlands, var sett- ur bak viö l..s og slá um stundarsak- ir • dag fyrir of hraðan akstur, en laganna verðir ehu hann uppi fyrir of hraðan akstur um aðalgötu borg- arinnar Enscnada Thatcher var þátttakandi í kappakstri, en ók á 65 kílómetra 1 raða um götu þar sem há- r. arksh.raði er 40 kílómetrar á klukkustund. Hann var færður til iiiwstu lögieglústöðvar, en var lát- inn laus eflir skamma stund og hélt keppni éfram. Hlaut hann sekt að upphæð 75 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.