Morgunblaðið - 06.11.1982, Side 19

Morgunblaðið - 06.11.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 19 „Græddur er geymdur eyrir“ Eftir Halldór Jóns- son, verkfræðing Meðfylgjandi er ljósmynd af bankabók. í júní 1945 var innistæða á henni 50 kr. í október 1982 var höfuðstóllinn tekinn út með vöxt- um. Upphæð þessi reyndist vera 12,92 nýkrónursem er um 26-föld innistæðan í gömlum krónum. Mikil barátta hefur verið háð til verndar kaupmættinum á þessum tæpu 40 árum. Margar fórnir verið færðar og margir glæstir sigrar unnizt, að því er foringjarnir segja. Þá var innistæðan jafngildi sjö og hálfrar klukkustundar vinnu verkamanns, en þá var kaupið 6,71 kr./klst. Það sem tekið var út úr bókinni í október jafn- gildir ekki hálfrar stundar kaupi verkamanns. 1945 kostaði kókin að mig minnir, 50 aura. Nú kostar hún 4,25 kr. 100 kók urðu að 3 á 37 árum í vörzlu bankans. Laglegur þorsti það. Kaupmáttur tímakaupsins 1945 var 13 kók. Nú er hann um 9 kók á klst. Tímakaupið var um dollari 1945. Nú er það um 2,4 dollarar en dollarinn er bara svipur hjá sjón, fallinn um %; lof sé leiðtogum fólksins! Málsvarar „hinna lægstlaun- uðu“ eru núna upphafnir af ábyrgðartilfinningu þegar þeir eru að útlista nauðsyn væntanlegs kaupráns, 1. desember, fyrir verkalýðnum. Og Dagsbrún aug- lýsir bókmenntakynningu í Morg- unblaðinu, líklega til þess að leiða huga verkamanna frá hinu ómerkilega kjaraþrasi. Enda mun Guðmundur Jaki upptekinn við að bjarga landinu niðri á þingi, með „vinsamlegu ríkisvaldi". Ætli sé hægt að vinna næstu kosningar á íslandi með því að lofa: „Samning- ana í gildi"? Á sparibyssunni minni gömlu frá þessum tíma standa þessi orð, skráð með gullnu letri á skinn: „Græddur er geymdur eyrir“. Hún er tóm, enda lærði ég fljótt að stinga hana upp. Halldór Jónsson “• — " " 1 Ctukw ' J .. Inmtarna Kr. >. Kvittun 1 * : - •Vr - • Wrm r 3S* 1- LSo - Uu /i ,én - JÍSiÍAK JV - \nJ fc 9 ft /O c* vStíh' 'tz Jl /3 /1 92 1 oUxt /9 - Q.. 1 - L_ .. íp’- D' Ovsíl, : • $ CGúD 1 - t CKU .iUl • Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Skagfirðinga Síðastliðinn þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenning- ur. Bestu skor fengu: Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 140 Birgir Isleifsson — Sigmar Jónsson 137 Óli Andreasson — Sigrún Pétursdóttir 128 Guðmundur Þórðarson — Jón Andrésson 125 Þriðjudaginn 9. nóvember verður spiluð síðasta umferð barómeter-keppni. En 16. nóv- ember hefst hraðsveitakeppni. Sveitaformenn tilkynni þátttöku til Kristjáns Blöndal í síma 40605 og er hann jafnframt keppnisstjóri. Einnig tekur Sig- mar Jónsson við skráningu í símum 16737 og 12817. Vegna væntanlegrar spilamennsku við önnur bridgefélög er æskilegt að sem flestir mæti til keppni. Bridgefélag Reykjavíkur Að loknum fjórum umferðum í aðalsveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Sævar Þorbjörnsson 68 Jón Hjaltason 66 Karl Sigurhjartarson 64 Þórarinn Sigþórsson 61 Runólfur Pálsson 50 Þórður Möller 49 Aðalsteinn Jörgensen 48 Jóh Þorvarðarson 42 Næstu tvær umferðir verða spilaðar nk. miðvikudag og eig- ast þá m.a. við í seinni umferð- inni sveitir Sævars og Karls. Athygli þátttakenda á mótinu er vakin á því, að þar sem um- ferðir í mótinu verða fleiri en spilaáætlun félagsins gerði ráð fyrir verður bætt við kvöldi þriðjudaginn 23. nóvember. Bridgefélag Selfoss Staðan í Höskuldarmótinu, eftir 2. umferð 28. október 1982: Kristján Gunnarsson — Gunnar Þórðarson 389 Sigurður Sighvatsson — Vilhjálmur Þ. Pálsson 373 Bjarni Sigurgeirsson — Oddur Einarsson 365 Steini Þorvaldsson — Garðar Gestsson 361 Sigfús Þórðarson — Kristmann Guðmundsson 360 Páll Árnason — Leifur Eyjólfsson 345 Valgarð Blöndal — Auðunn Hermannsson 340 Gylfi Gíslason — Ólafur Týr 338 Hrannár Erlingsson — Erlingur Þorsteinsson 333 Magnús P. — Hermann Þ.E. 331 Þorvarður Hjaltason — Sigurður Hjaltason 330 Brynjólfur Gestsson — Leif Österby 325 Hvammstanga Guðmundarmót félagsins var haldið 30. október sl. með þátt- töku 26 para frá Akureyri, Siglu- firði, Sauðárkróki, Skagaströnd, Blönduósi, Hólmavík, Borgar- nesi og Borgarfirði auk heima- manna. Spilaður var barómeter undir röggsamri stjórn Guð- mundar Kr. Sigurðssonar. Verð- laun voru gefin af Lyfjasölu Haraldar Tómassonar Hvamms- tanga, auk þess sem spilað var um silfurstig. Úrslit: Jón Sigurbjörnsson — Valtýr Jónass. Siglf. 126 Aðalbjörn Benediktsson — Eyjólfur Magn. Hvammst. 120 Hólmsteinn Arason — Unnsteinn Arason B.nes. 118 Jón Arason — Þorsteinn Sigurðss. Bl.ós. 104 Sigurður Magnússon — Þórir Leifss. Borg.f. 75 Gunnar Sveinsson — Kristófer Árnason Sk.str. 66 Guðjón Karlsson — Rúnar Ragnarss. B.nes 63 Baldur Ingvarsson — Eggert Levy Hvammst. 58 Eiríkur Jónsson — Þorvaldúr Pálmas. Borg.f. 39 Guðmundur Árnason — Níels Friðbj.s. Siglf. 37 Hans Magnússon — Hrólfur Guðmundss. H.vík 35 Guðjón Pálsson — Jón Guðmundss. Hvammst. og Borgarnesi 33 Bridgefélag V-Hún. ^slano _ 1982_ Fyrir hádegi ki. 9.30 ísland — Finnland ki. íi.oo Noregur — Danmörk Eftir hádegi Kl. 15.00 Svíþjóð — Finnland r ki. i6.i5 Island — Danmörk Sunnudagur 7. nóvember Fyrir hádegi ki. 9.30 Noregur — Svíþjóð ki. n.oo Danmörk — Finnland Eftir hádegi Kl. 14.30 ísland — Svíþjóð ki. 15.45 Noregur — Finnland ? HANDKNATTLEIKSSAMBAND ISLANDS NORÐURLANDAMEISTARAMOT PILTA í HANDKNATTLEIK í LAUGARDALSHÖLL 5.-7 NÓV 1982

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.