Morgunblaðið - 15.02.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 15.02.1983, Síða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 37. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 Prentsmidja Morgunblaðsins Leitin að fórnarlömbum fjöldamorðingjans: Fundu mannabein í bakgarði húss Lundunum, 14. febrúar. Al*. NOKKUR brot úr beinagrindum fundust í morgun er sveit sjö lögreglu- manna hélt áfram greftri í bakgaröi húss vid Melrose Avenue í Crickle- wood í leit að allt að 14 fórnarlömbum fjöldamorðingjans í Norður- Lundúnum. Garðurinn hefur verið vettvangur leitar og rannsókna frá því á föstudag. Sérfróðir vísindamenn reyna nú að koma brotunum heim og saman ef það mætti verða til þess, að unnt yrði að bera kennsl á einhver fórnarlambanna. Tal- ið er að þau hafi verið myrt á undanförnum 8 árum. Beinin, sem fundust í morgun eru talin hafa legið í jörð i a.m.k. þrjú ár. Að sögn lögreglunnar beinist rannsókn málsins nú aðallega að því að reyna að bera kennsl á fórnarlömbin ef þess er nokkur kostur. Hugsanlegt er að ein- hver svör fáist strax á morgun, en biðin eftir niðurstöðum gæti allt eins tekið hálft ár. Þegar hefur verið afskrifað, að hægt verði að bera kennsl á nokkur fórnarlambanna. Maðurinn, sem grunaður er um að standa að baki morðun- um, er Dennis Nilsen, 37 ára starfsmaður við atvinnumiðlun. Hann var handtekinn á fimmtu- dag. Lögð hefur verið fram ákæra á hendur honum fyrir morð á eina fórnarlambinu, sem unnt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Sovéskur njósnari gripinn Róm, 14. febrúar. Al*. FJÖRUTÍU og sex ára starfs- niaður sovéska flugfélagsins Aeroflot, Victor Pronine, var í kvöld handtekinn í Róm vegna gruns um njósnir, að því er tals- maður lögreglu sagði. í fréttatilkynningu vegna handtökunnar var frá því skýrt, að í eigandi míkrófilmu- fyrirtækis í Genóva hefði verið handtekinn í tengslum við þetta mál. Pronine, sem starf- að hefur í Róm í hálft ár, var handtekinn, en engin formleg ákæra lögð fram að svo stöddu. Engar upplýsingar hafa enn fengist um hvers konar njósnir Pronine er grunaður um, en í tilkynningu lögreglunnar sagði að mikilvæg hernaðarleyni- skjöl hefðu fundist í fórum Rússans. Kyprianou endur- kjörinn á Kýpur Nikósíu, Kypur, 14. febrúar. Al*. SPYROS Kyprianou vann öruggan sigur í forsetakosningunum gríska meirihlutans á Kýpur, sem haldn- ar voru um helgina. lllaut hann rúm 56% þeirra tæplega 308.000 atkvæða, sem greidd voru. Hinir frambjóðendurnir tveir hlutu mun færri atkvæði. Kyprianou tók við embætti forseta 1977 í kjölfar dauða Makariosar erkibiskups. Úrslit kosninganna þýða, að Kyprianou verður forseti næstu fimm ár. Um leið fékk hann um- boð til að halda áfram að leita lausnar á vanda eyjarskeggja, sem skipst hafa í tvö aðskilin samfélög Grikkja og Tyrkja á eynni. Ariel Sharon leggur hér hönd á öxl eins samstarfsmanns síns ( ísraelska varnarmálaráðuneytinu, er hann kom þangað í gær til að kveðja. Slmamynd AP Begin þvertekur fyrir friðarviðræður við PLO — Arens tekur við embætti varnarmálaráðherra Jerúsalom, 14. febrúar. AP. MENACHEM Begin, forsætisráðherra ísraels, sagði í dag á fundi með sendinefnd frá Evrópuþinginu, að ekki kæmi til greina af hálfu ísraela að eiga viðræður við PLO, eða einhverja stuðningsmanna þeirra, um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hótaði því í opnunarræðu sinni á fundi þjóðarráðs Palestímumanna í Algeirsborg seint í kvöld, að halda baráttunni gegn ísraelum áfram þar til réttlætinu hefði verið fullnægt og friði náð. Sagði Arafat baráttunni ekki lokið fyrr en fáni Palestínumanna yrði dreginn að húni í Jerúsalem. Begin fór þess á leit við þingið í ísrael í dag, að það staðfesti af- sögn Ariel Sharon úr embætti varnarmálaráðherra. Moshe Ar- ens, sendiherra ísraela í Wash- ington, staðfesti í dag að hann tæki að sér embætti varnarmála- ráðherra. Tekur hann við embætti á næstu dögum. Þingið samþykkti þessar breytingar á stjórninni með 61 atkvæði gegn 56 í atkvæða- greiðslu í kvöld. Sharon kvaddi samstarfsmenn sína í varnarmálaráðuneytinu með virktum í dag og var ekki laust við að tár hrytu af hvörmum sumra við atburðinn. Við brottför sína lýsti Sharon því yfir, að menn I.ÍTT miðaöi í samningaviðræðum um brottflutning erlends herliðs frá Líb- anon á fundi samningsaðila í Khalde í dag. Hefur annar fundur verið boðaö- yrðu ekki dæmdir eftir þeim emb- ættum, sem þeir gegndu. „Ég hef ekki beðið ósigur," sagði Sharon. Eins og áður hefur komið fram verður Sharon áfram í ríkisstjórn Begins, en sú ákvörðun hefur kom- ið illa við nokkra meðlimi frjáls- lynda armsins í Likud-bandalag- inu. Þeir hyggjast þó ekki standa í vegi fyrir eðlilegu stjórnarstarfi á neinn hátt. ur á fimmtudag og verður hann hald- inn ísrael. Skömmu áður en fundinum lauk Enginn árangur af samningaviðræðum Khaldo, Boirút og Alj'cirsborjí, Fyrrum forsætisráðherra Afgana á fréttamannafundi: Segir Sovétmenn hafa komið fjölda SS-20 eldflauga fyrir í landinu Islamabad, Pakistan, 14. febrúar. AP. FRELSISSVEITIR Afgana segjast í þriðja sinn á aðeins tveimur mán- uöum hafa gert eldflaugaárás á flugvöllinn í Jalalabad og valdið umtalsverðu mann- og eignatjóni. Samkvæmt heimildum á Pesh- awar í Pakistan, skammt frá afgönsku landamærunum, var síðasta árásin gerð á föstudag. Segjast frelsissveitirnar hafa orðið 38 mönnum að bana og eyðilagt fjórar vopnum búnar þyrlur. Á meðal þeirra, sem létu lífið, voru að sögn þrír sovéskir ráðgjafar. Flugvöllurinn í Jalalabad er innrásarliði Sovétmanna mjög mikilvægur vegna vopna- og birgðaflutninga um hann. Er hann talinn annar mikilvægasti flugvöllurinn í landinu og eru mjög öflugar varnir við hann. Alls munu um 80 manns úr frelsissveitunum hafa tekið þátt í árásinni. Ekki var getið um manntjón í herbúðum þeirra. Mohammed Yussof, fyrrum forsætisráðherra Afganistan, sem nú heldur til í Munchen, sagði á fréttamannafundi um helgina, að Sovétmenn hefðu komið fjölda SS-20-eldflauga fyrir í landinu, auk þess sem þeir hefðu víða grafið neðanjarðar- byrgi og stækkað flugvelli. Sagði Yussof þessar aðgerðir ekki beinast gegn frelsissveitum Afgana heldur fyrst og fremst vera til þess að styrkja stöðu þeirra í landinu með frekari að- gerðir í huga. Sagði hann ljóst, að Sovétmenn stefndu að því að ná yfirráðum yfir Persaflóa og þar með ná olíulífæðum til Vest- urlanda á sitt vald. hélt Philip Habib, sérlegur sendi- maður Bandaríkjastjórnar í Mið- austurlöndum, áleiðis til ísrael eftir fjögurra daga fundahöld með líb- önskum ráðamönnum. Haddad majór lýsti því yfir í dag, að hann hefði fært út mörk yfir- ráðasvæðis síns í suðurhluta Líban- on. Næði yfirráðasvæði hans nú allt norður fyrir hafnarborgina Sídon, þriðju stærstu borg Líbanon, og er nú um fjórðungur alls landsvæðis í Líbanon. „Það er engin ástæða til að lýsa yfir stofnun ríkis nú, það hefur löngu verið gert,“ sagði Haddad í dag. Ríki Haddads nýtur stuðnings ísraela og 1500 manna her hans fær hergögn frá þeim. Þjóðarráð Palestínumanna, eins konar útlagaþing þeirra, kom sam- an til vikufundar í Algeirsborg í dag. Hlutverk fundarins er að reyna að samræma viðhorf full- trúanna 360 til Fez-áætlunarinnar, sem samþykkt var í Marokkó í haust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.