Morgunblaðið - 15.02.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983
15
hér vildi hann starfa og landið
sjálft þurfti hans sannarlega með.
Nú þakka ég allar samveru-
stundir okkar Helga með okkar
kæra vini. Svíum þakka ég fyrir að
sjá af Ingu til okkar Islendinga.
Betri lífsförunaut gat Sigurður
Þórarinsson hvergi fundið.
Líney Jóhannesdóttir
Kveðja frá
bekkjarsystkinum
Á björtum vordegi þann 6. júní
1931 söfnuðust 15 ungmenni sam-
an fyrir utan Menntaskólann á
Akureyri, festu hvíta kolla á nýjar
stúdentshúfur og héldu niður Eyr-
arlandsveg „niður í bæ“ eins og
það var kallað. Minnir mig, að
fyrst væri förinni heitið á ljós-
myndastofu en síðan þágum við
heimboð höfðingshjónanna
Bjarna Jónssonar útibúsbanka-
stjóra og Sólveigar konu hans og
dætra þeirra, en tvö okkar, sem
stúdentsprófinu lukum, höfðu
dvalið á því heimili lengst af
menntaskólagöngu sinnar. Fyrir
tæpum tveimur árum átti þessi
hópur þannig 50 ára stúdentsaf-
mæli. Á þessari hálfu öld hafði
hópurinn þó þynnst verulega,
þannig að aðeins 9 af 15 voru þá
eftir á lífi. Við ákváðum að minn-
ast afmælisins með því að heim-
sækja gamla skólann við uppsögn
hans er nýstúdentar voru útskrif-
aðir, þótt því miður gætu ekki all-
ir komið því við að fara. En Sig-
urður Þórarinsson var til þess
sjálfkjörinn að veita hópnum for-
ystu og flytja skólameistara,
Tryggva Gíslasyni, og gamla skól-
anum árnaðaróskir okkar. Gerði
Sigurður það á þann létta og
skemmtilega hátt sem honum var
lagið. Við höfðum þá venju að
koma saman a.m.k. á 5 ára fresti
og jafnvel oftar, einkum síðustu
árin. Þegar Sigurður tók lagið við
þau tækifæri eða sagði skemmti-
legar smásögur ef aðstæður leyfðu
ekki iðkun sönglistar, fannst
okkur félögum hans sem hin
æskuglöðu stúdentsár væru ekki
enn með öllu horfin „í hafsjó fyrri
tíðar". Sjálfsagt má kalla það
sjálfsblekkingu og nú, þegar Sig-
urður er allur, dylst vafalaust
engu okkar lengur að „nie kehrst
du wieder goldne Zeit, so froh und
ungebunden".
Þessar línur eru aðeins kveðja,
ekki æviminning, og verða því ekki
tíunduð afrek Sigurðar, hvorki
sem vísindamanns né listamanns.
En á báðum þessum sviðum var
Sigurður þegar á unga aldri orð-
inn þjóðkunnur fyrir verk sín og
það í nokkuð öðrum og dýpri
skilningi en á við um flesta þá,
sem sæmdarheitið „þjóðkunnur
maður“ er notað um. „Þjóðkunn-
ur“ vísindamaður telst jafnan sá,
sem hlotið hefur viðurkenningu
starfsbræðra sinna innlendra og
erlendra fyrir framlag sitt og öðl-
ast titla og virðingarstöður í sam-
ræmi við það. En sjaldnast eru
það fleiri en fámennur hópur sér-
fræðinga sem þekkja verk þeirra
og njóta þeirra.
En vísindamaðurinn Sigurður
Þórarinsson var ekki eingöngu í
miklum heiðri hafður af starfs-
bræðrum sínum, innlendum sem
erlendum, heldur fylgdist allur al-
menningur jafnan af áhuga með
því sem frá honum kom, hvort
heldur var í ræðu eða riti um ís-
lenzka náttúru og náttúrusögu.
Ekki hygg ég að skýringin á
áhuga almennings fyrir rannsókn-
um Sigurðar og niðurstöðum
þeirra sé sú, að fræðigreinar þær,
sem Sigurður helgaði lífsstarf sitt,
landafræði og jarðfræði, séu í
sjálfu sér „alþýðlegri" en hverjar
aðrar vísindagreinar. Hinn al-
menni áhugi fyrir vísindastörfum
Sigurðar á að mínum dómi öðru
fremur rót sína að rekja til þess
eiginleika hans að setja mál sitt
fram á einfaldan og auðskiljanleg-
an hátt og þannig, að þeim sem á
hlýða eða lesa, finnst þetta snerta
sig og áhugamál sín persónulega.
Mér koma í þessu sambandi í
hug atvik frá eigin reynslu. Um
langt árabil höfðum við Sigurður
verið beðnir að halda erindi á
kynningarnámskeiði fyrir erlenda
stúdenta, sem haldið var árlega á
Laugarvatni. Dagskráin var jafn-
an í nokkuð föstum skorðum og
var erindi Sigurðar um náttúru
landsins oftast næst á eftir mínu
erindi. Ef tími minn leyfði, gaf ég
mér alltaf tóm til þess að hlýða á
erindi Sigurðar, jafnvel ár eftir ár.
Uppistaða erindisins var eðlilega
jafnan hin sama en alltaf fannst
mér eitthvað í þeim nýtt. Fannst
mér mikið á þeim að græða, einnig
frá sjónarmiði eigin fræðigreinar,
því að í erindunum var skýru ljósi
brugðið yfir það, hversu hagsaga
og náttúrusaga landsins eru
tengdar.
En Sigurður var ekki eingöngu
þjóðkunnur vísindamaður, heldur
einnig listamaður. Listamaðurinn
á að vísu jafnan greiðari aðgang
að huga og hjarta almennings en
vísindamaðurinn. En fá listaverk
munu þó í þeim mæli vera al-
menningseign sem ljóð Sigurðar.
Nær allir íslendingar, sem komnir
eru til vits og ára, kunna meira og
minna af þeim og flestir hafa á
gleðistundum tekið einhvern þátt í
því að fara með þau.
Sigurður lauk doktorsprófi við
Stokkhólmsháskóla árið 1944 og
skömmu eftir síðari heimsstyrjöld
fluttu þau hjón, hann og kona
hans, Inga, sem er sænskrar ætt-
ar, búferlum til íslands. Án efa
hefir Sigurður gert sér það vel
ljóst, er hann ákvað að flytja
heim, að löng bið gæti orðið á því
að á Islandi fengi hann þá aðstöðu
til vísindaiðkana er viðunandi
mætti teljast fyrir mann með
hans hæfni. En tvennt hefir vafa-
laust ráðið þessari ákvörðun Sig-
urðar. { fyrsta lagi hin „ramma
taug, er rekka dregur föðurtúna
til“ og í öðru lagi það, hversu
áhugaverð íslenzk náttúra er frá
sjónarsviði þeirrar vísindagrein-
ar, er Sigurður hafði helgað sig.
Því miður varð og raunin sú, að
þess varð langt að bíða, að Sigurð-
ur ætti hér á landi kost á stöðu er
telja mætti við hans hæfi. Það var
fyrst árið 1968, þegar Sigurður var
kominn hátt á sextugsaldur, að
stofnað var prófessorsembætti við
Háskóla íslands í fræðigreinum
hans og hlaut hann það embætti
að sjálfsögðu. En fram að þeim
tíma var kennsla við mennta-
skóla og störf við Náttúrufræði-
stofnunina aðalstörf hans.
Mestu máli skipti þó, að ísland
og íslenzk náttúruvísindi fengu að
njóta starfskrafta Sigurðar, þótt
það kostaði sínar fórnir fyrir
hann. Ekki má hér gleyma þætti
Ingu, konu Sigurðar, og þeim fórn-
um sem það hefir kostað hana að
þau ákváðu að búa hér. Hún hefir
orðið að una hinu óblíða íslenzka
veðurfari, jafnvel á mælikvarða
þeirra er svo norðarlega búa á
hnettinum sem Svíar, og krappari
kjörum en þeim hjónum hefði
staðið til boða í heimalandi henn-
ar og víðar.
Það er enn höggvið stórt skarð í
hinn fámenna hóp Akureyrarstúd-
enta frá 1931. Það skarð verður
ekki fyllt, en minningin um hinn
ágæta og skemmtilega félaga lifir
í hugum okkar, sem áttum því láni
að fagna að kynnast honum í
þrengri hóp.
Frú Ingu, syni og dóttur þeirra
hjóna vottum við okkar dýpstu
samúð.
Ólafur Björnsson
I suddarigningu á vordegi 1947
bar fundum okkar Sigurðar Þór-
arinssonar fyrst saman. Ég var
staddur austur við Þjórsá er þar
staðnæmdist vörubíll, sem var að
koma austan af Rangárvöllum,
bílstjórinn þurfti að ná tali af ölvi
bónda, en ég lenti á tali við glað-
legan og viðmótsþýðan farþega
bílsins. Brátt áttaði ég mig á, að
hér var enginn annar á ferð en
jarðfræðingurinn dr. Sigurður
Þórarinsson, sem legið hafði lang-
dvölum á vorin og sumrin fyrir
stríð uppi á Hoffellsjökli. Annars
fannst mér ég þekkja hann einna
best af orðspori, sem latínuhest-
inn mikla frá M.A. Stúdentspróf
hafði hann tekið þar 1931, í nokk-
ur ár á eftir gengu sögur í skólan-
um um námsafrek hans og kunn-
áttu. Sumarið 1934 kannaði hann
vegsummerki eftir Dalvíkurjarð-
SJÁ EINNIG BLS. 34
Helgarfargjöld kn 5.940
Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrifstofumar veita allar
upplýsingar um m.a. ferðatílhögun, hótel og bílaleigubíla.
ÚTSALA
áöur kr. nú kr.
Háskólabolir, mynstraöir 160.- 60,-
Skíöahúfur, tvöfaldar 60.- 20.-
Danskar kápur 1.150.- 750.-
Danskir jakkar 890.- 495.-
Indverskir kjólar, margar geröir 880.- 440,-
Barna- og fulloröinssokkar 3 pör 90.- 50.-
Herrasloppar 960,- 560.-
Háskólabolir 187,- 87,-
Gallabuxur, barna 230,- 130.-
Barnaskyrtur 158,- 58,-
Danskir kuldaskór úr leöri, st. 35—47 1.030.- 530.-
Kanadísk cowboystígvél st. 39—45 Kvenkuldastígvél, rússkinn, 990,- 590.-
grá og vínrauö st. 30 — 39 680,- 395,-
Kveninniskór 150.- 50.-
Gúmmístígvél barna, blá, st. 28—32 Vandaöir leöurgötuskór 247.- 147,-
m. hrágúmmísólum 520,- 320.-
Leöurkuldastígvél, ítölsk, st. 35—40 580,- 380.-
ítalskar leöurmokkasíur herra 660.- 340.-
Karlmannaspariskór úr leöri 760,- 290,-
Karlmannainniskór úr leöri 250,- 170,-
Kventöflur úr leöri 195,- 130.-
DQMUS