Morgunblaðið - 15.02.1983, Side 18

Morgunblaðið - 15.02.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 Sendill á vélhjóli Viö óskum eftir aö ráöa sendil á vélhjóli í hálft starf í vetur, sem gæti oröiö fullt starf í sumar. Nánari upp- lýsingar veitir Erna hjá okkur. Frjálst framtak hf. Ármúla 18 sími 82300 Bladburöarfólk óskast! Úthverfi Hjallavegur fH*V9unMaMfe x 5^eifen_ ^ Smiðjuvegi 6 - Simi 44544 Meira en þú geturímyndad þér! Moshe Arens — nýi varnarmálaráðherra Israel: Talinn róiegri og yfir- vegaðri en Ariel Sharon Tel Aviv, 14. rebrúar. Al*. HINN NÝI varnarmálarádherra ísrael, Moshe Arens, þykir vera af allt öðru sauðahúsi en fyrirrennari hans, Ariel Sharon. Hann mun bera með sér meiri yfirvegun og festu í ráðherrastólnum heldur en hinn frakki og áræðni Sharon. í stöðunni er það mál manna að það geti ekki annað en verið til bóta. Arens fæddist í Litháen og fluttist með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þegar hann var 14 ára gamall. Hann ólst síðan upp í Philadelfíu. Hann nam verkfræði í tækniháskólum bæði i Massa- chusetts og Kaliforníu, síðast nam hann flugtæknifræði og er stolt- astur af vinnu sinni við hönnun eldflauga fyrir ísraelska herinn. Hann var áhangandi hægri sinn- aðra flokka gyðinga allt frá ungl- ingsárum og árið 1973 steypti hann sér út í stjórnmálin, gekk í Herut-flokkinn, sem er kjarni Likud-flokksins. Frami hans var skjótur. Þegar Ezer Weizman sagði af sér embætti varnarmálaráðherra árið 1980, ætlaði Begin í fyrstu að gera Arens að eftirmanni hans, en féll frá því þar sem Arens var andvígur friðarsamkomulagi Eg- yptalands og ísrael. Arens taldi fsraela vera að gefa of mikið eftir, en hefur nýlega lýst yfir að allt hafi farið vel og hann sé stuðning- ismaður friðarbanda landanna. Þess í stað gerðist Arens sendi- herra fsraels í Washington og hann lýkur starfi sínu þar innan skamms. Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur um að Arens eigi eftir að reynast erfiður við- fangs, en ísraelsk blöð hafa gefið í skyn að allur slíkur ótti sé út í bláinn. Hann sé að vísu harðlínu- maður og stefna hans komi til með að vera mjög í anda Sharons. En hann er ekki jafn ör og mun ólík- legri en Sharon til að fá næstum alla upp á móti sér. Reyndar hefur hann oftar en einu sinni beitt sér fyrir málamiðlunum sem hafa verið Bandaríkjamönnum að skapi. Til dæmis var það ekki sist fyrir hans áhrif að fsraelar hættu við að gera innrás í Vestur-Beirút síðastliðið sumar. Hann stakk einnig upp á því að landnám ísra- Eitt hundrað drepnir í fjöldamorðum í Assam New York, 14. íebrúar. AP. BANDARÍSKA tímaritið Newsweek segir að um 500 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í Matabeland í Zimbabwe síðustu þrjár vikurnar. Blaðið hefur eftir Joshua Nkomo, leiðtoga Matabele-flokksins, að daglega berist fregnir af frekari morðum, „hundruð líka liggja rotnandi úti á víðavangi, villidýrum og hræfuglum til mikillar ánægju,“ sagði Nkomo. Það eru hersveitir hallar undir forsætisráðherrann Robert Mugabe, sem staðið hafa að hryðjuverkunum, en hann sendi hina alræmdu 5. her- deild sína inn í Matabeland í kjölfar margra mannrána og fyrirsáta sem stuðningsmenn Nkomo stóðu fyrir. Fréttamaður Newsweek, Holger Jensen, laumaðist inn í Matabeland þrátt fyrir bann stjórnvalda og var þar tjáð að hermennirnir hafi hreinlega gengið berserksgang og „Þetta er orðið með öllu óbæri- legt,“ segir heimilisfaðirinn Tommy Engström. „Kötturinn hefur haldið vöku fyrir okkur á hverri einustu nóttu í 6 vikur og þetta getur ekki gengið lengur," bætir hann við armæðulegur. Búið er að þaulkanna loftræstistokka hússins, en án árangurs. Síminn hefur bókstaflega verið rauðglóandi á heimili Engström frá því af þessu fréttist. Allir eru reiðu- búnir að ráðleggja fjölskyldunni hvernig finna eiga kattarkvölina, en myrt alla 20—45 ára gamla karl- menn sem þeir náðu til, auk þess sem þeir nauðguðu og myrtu fjölda kvenna. Frásagnirnar voru hræði- legar, fórnarlömbin valin gersam- lega af handahófi og ýmist skotin til bana eða stungin með byssustingj- um, yfirleitt að ættingjum ásjáandi. Þess voru jafnvel dæmi að ættingjar væru píndir til að dansa á gröfum ættingja sinna. Að sögn sjónarvotta sögðu hermennirnir: „Svona förum við með uppreisnarseggi." ekkert gengur. Talið er, að kisi hafi lokast inni undir hlaða af vinnupallatimbri við húsið er hann leitaði þar skjóls í snjókomu. Útgönguleiðin hafi síðan lokast. Líklegast er talið, að kötturinn hafi haldið lífi með því að sleikja klakahelluna undir staflanum, en dýrafræðingar eru ekki ginkeyptir fyrir þeirri skýringu. Telja þeir að útilokað sé að kötturinn lifi í sex vikur án nokkurs matar, nema hann eigi nú aðeins átta líf eftir. Veður víða um heim Akureyri 2 skýjað Amsterdam +1 heiöskirt Aþena 17 heiðskírt Barcelona 7 léttskýjað Berlín +2 skýjað Brussel 0 skýjað Chicago 5 skýjað Dublin 8 rigning Feneyjar 6 heiðskírt Frankfurt 1 heiðskírt Faereyjar 7 súld Genf 1 skýjað Helsinkí +4 heiðskírt Hong Kong 15 skýjað Jerúsalem 15 skýjað Johannesarborg 28 skýjað Kaupmannahöfn +1 heiöskírt Kairó 22 heiðskírt Las Palmas 18 léttskýjað Lissabon 9 skýjað London 2 skýjað Los Angeles 18 heiðskírf Madrid 3 heiðskfrt Mallorca 9 skýjað Malaga 8 rígning Mexikóborg 18 heiöskírt Miami 24 akýjað Moskva -4 skýjaö Nýja Delhí 21 heiðekírt New York 4 heiðskfrt Ósló 0 skýjað París 0 skýjað Peking 2 heiðskirt Reykjavík 2 úrk. f grend Rio de Janeiro 33 skýjað Rómaborg 13 rigning San Francisco 15 heiðskírt Stokkhólmur -2 heiðskfrt Tel Aviv 18 skýjað Tókýó 8 heiöskírt Vancouver 11 rigning Vínarborg 2 heiöskirt * „()sýnilegur“ köttur veldur heilabrotum: Hefur haldið vöku fyr- ir íbúunum í sex vikur Slokkhólmi, 14. fcbrúar. Al*. AI> ÞVÍ er virðist ósýnilegur köttur hefur í sex vikur gert fjölskyldu í bænum Faggeby f Dalarna í Mið-Svíþjóó lífið leitt með sífelldu mjálmi jafnt dag sem nótt. Hefur kattarins verið leitað dyrum og dyngjum, en ekki fundist. Tíu skíðamenn farast á Ítalíu Kóm, 14. febrúar. Al’. TÍll manns fórust, er þrír kláfar með skíðafólk um borð fóru út af sporinu í fjalllendi Norður-Ítalíu á sunnudag og hröpuðu 50 metra niður bratta fjallshlíðina fyrir neðan. Er talið, að hvassir sviptivindar hafi valdið slys- inu, sem gerðist á mjög vinsælu skíðasva-ði á landama-rum Ítalíu, Krakklands og Sviss. Þetta er versta slys af þessu tagi á Ítalíu frá því að 42 manns fórust í svipuðu slysi í Alpe di Cermis í marz 1976. Mynd þessi sýnir björgunarmenn á slysstað við einn kláfanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.