Morgunblaðið - 15.02.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 15.02.1983, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 fltagtiitMtifeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Mannaferðir í óbyggðum Nokkrir landverðir rituðu á síðasta ári grein í stúd- entablaðið Náttúruverk og gerðu þar úttekt á kynningu á Islandi og náttúruvernd. Mið- að við reynslu af landvörslu telja greinarhöfundar, að flestir landkynningarbækl- ingar hafi dregið upp „mjög brenglaða mynd af Islandi." Síðan er þetta rökstutt með dæmum og mælistika lögð á þá hópa ferðamanna sem hingað koma. Þar segir meðal annars: „Smyrilsfarþegar á eigin bílum eru líklegastir er- lendra ferðamanna til að valda náttúruspjöllum. Einnig er allur útflutningur náttúru- gripa og þá helst steina mun auðveldari með Smyrli en með flugi." Nú er rætt um að kaupa nýjan og stærri Smyril og í sumar byrjar Edda að sigla með farþega og bíla milli Is- lands og Evrópu. Mannaferðir í óbyggðum landsins munu því ekki minnka. Landverðirnir segja réttilega að það sé eink- um náttúra Islands sem dreg- ur ferðamenn hingað og síðan bæta þeir við: „Og það sem verra er: skipulag ferða um þessa sömu náttúrú er á ákaf- lega Iágu stigi." Síðan benda þeir á nauðsyn þess að nátt- úruverndarmenn séu hafðir með í ráðum og til eftirlits við gerð landkynningarbæklinga. Ástæðan fyrir því að vakið er máls á þessum almennu við- vörunarorðum landvarðanna er að nú hefur Náttúruvernd- arráð eindregið lagst gegn áformum um íslandsrall með þátttöku manna frá öðrum löndum undir stjórn Frakka sem hefur reynsíu af því að skipuleggja alþjóðaröll. Er fyrirhugað að þetta rall verði hér í sumar. Ráðið telur gróðri landsins stefnt í hættu með ralli af þessu tagi, aukaslóðum og bílförum stórfjölgi, tilmæli til annarra um að haida sig á merktum slóðum verði mark- lítil eftir „slíka stórflenginu hálendisins" eins og ráðið orðar það, ferðafólk verði fyrir mikilli truflun og ónæði, rall- akstur á friðlýstum svæðum sé óverjandi, slík rallkeppni sé í stuttu máli „í hrópandi mót- sögn við anda allrar Iandkynn- ingar, hún yrði risaskref aftur á bak í umgengni við landið." Ómar Ragnarsson, frétta- maður og rallkappi, ritaði grein hér í blaðið s.I. miðviku- dag þar sem hann svarar at- hugasemdum náttúruvernd- armanna og gagnrýni á rall- akstur á hálendinu. Hann tel- ur landgæslu áfátt í kringum ferðafólk en fleira komi auk þess til. Ómar segir meðal annars: „Það er rollurallið mikla. Um gervallar óbyggðir, hvar sem stingandi strá er enn að finna fara herskarar gangnamanna, á jeppum, tor- færutrukkum, dráttarvélum og hestum og elta uppi hundr- uð þúsunda fjár og tugi þús- unda hrossa til að koma þeim til byggða." Bendir ómar réttilega á að við smölun geti menn ekki fylgt merktum leið- um og fari því á fjallafarar- tækjum hvert sem þeir kom- ast. Segir hann að annað gildi um skipulagt rall, þar lúti menn ströngum aga og sé vís- að úr keppni fari þeir út af merktri leið. Ferðalög um hálendið aukast ár frá ári. Það er ómótmælanleg staðreynd að náttúran þolir illa þann ágang og hún verður hvorki vernduð fyrir skepnum né mönnum nema með skipulögðu átaki. Æskilegast er að þessari vernd sé haldið uppi með að- gæslu þeirra sem um hálendið fara. Til þess að auðvelda mönnum náttúrvernd þurfa að vera fyrir hendi einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar. Ferðamálafrömuðir og nátt- úruverndarmenn verða að taka höndum saman í þessu efni. Það er brýnna nú en áður vegna ferjuferðanna. Stuld á eggjum, steinum og náttúru- minjum verður að hefta með tiltækum ráðum. Við fram- kvæmd nauðsynlegs aðhalds og eftirlits er oft erfitt að finna meðalhófið. En með öllu er óviðunandi að þeir sem falið er að halda uppi landvörslu vari hvað eftir annað við ásókninni án þess að tilmæli þeirra um endurbætur séu metin af þeim sem falið hefur verið af almenningi að sinna náttúruvernd og landkynn- ingu. Hið mikla íslandsrall sem fyrirhugað er á sumri kom- anda verður nokkur prófsteinn á það hvernig til tekst með samvinnu ferðamálafrömuða, náttúruverndarmanna og þeirra sem vilja nýta íslenska náttúru með þessum sérkenni- lega hætti. Á að setja einhliða bann við slíkri uppákomu? Það sýnist Náttúruverndarráð vilja. Á að leyfa rallið einu sinni í tilraunaskyni? Það sýn- ist Ómar Ragnarsson vilja. Hver hefur síðasta orðið i málum sem þessum? Biskupinn yfir fslandi, herra Pétur Sigurgeirsson og frú Hulda Stefánsdóttir. Á milli þeirra má sjá tréskurðarmyndirnar. Þingeyrarkirkju færðar tréskurðarmyndir að gjöf: Eftirmyndir frummyndí hurfu úr kirkjunni umal ÞINGEYRARKIRKJU voru færðar að gjöf eftirmyndir af stytt- um postulana tólf og Krists, sem fjarlægðar voru úr kirkjunni um aldamótin, en eru nú á Þjóðminjasafni. Það er frú Hulda Stefánsdóttir, sem hefur staðið fyrir því að kirkjunni væru gefnir postuiarnir, eða að postularnir kæmust heim, eins og hún orðaði það í gær, þegar stytturnar voru formlega afhentar Þing- eyrarkirkju, að viðstaddri sóknarnefndinni að norðan, biskupn- um yfir íslandi, herra Pétri Sigurgeirssyni, og velunnurum. Forsaga málsins er sú, að því er fram kom í máli frú Huldu við þetta tækifæri, að fyrir um 60 ár- um, þegar hún kom að Þingeyrum og var þar við messu í fyrsta skipti, varð hún vör við að sóknar- fólkið saknaði gripa sem seldir höfðu verið úr kirkjunni um alda- mótin, en slíkt var algengt á þeim tíma. Það voru tréskurðarmyndir af Kristi og postulunum tólf, sem verið höfðu uppi á bita milli kórs og framkirkju. Jón Vídalín kon- súll hafði fest kaup á þeim og haft með sér til Skotlands að sögn, en 1908 voru þeir gefnir Þjóðminja- safninu, ásamt öðrum gripum í eigu Jóns Vídalíns og konu hans og eru þar á svonefndu Vídalíns- safni. Frú Hulda sagði, að þá þeg- ar hefði vaknað sú hugsun hjá henni, að gaman væri að koma postulunum heim aftur, þannig að nú væri því sextíu ára gamall draumur að rætast. Svo liðu árin og það var ekki fyrr en hún var komin yfir átt- rætt að hún hófst handa. Þá var hún beðin um að útvega altaris- dúk í Þingeyrarkirkju, þar sem sá sem var fyrir, var orðin slitinn. Hafði hún ekki getað fengið neinn til að sauma hann, svo að á end- anum hafði orðið úr að hún saum- aði hann sjálf. Þegar til tals kom að hún fengi borgun fyrir, samdi hún um, að borguninn yrði kostn- aðurinn við að smíða einn postula, en hún gæfi annan á móti. Þá hafði hún þegar kannað kostnað- inn við það, að smíða eftirmyndir af postulunum hjá Sveini Olafs- syni myndskera og reyndist hann vera 200 þúsund krónur á þeirra tíma mælikvarða, en sú upphæð hefur að sjálfsögðu hækkað tals- vert. Eitt leiddi af öðru, ótal margir hefðu lagt málefninu lið með rausnarlegum gjöfum, þar til nú væri svo komið, að tréskurð- armyndirnar af Kristi og postul- unum tólf væru tilbúnar. Þeir færu þó ekki strax norður til Þingeyra, því þær yrðu áður til sýnis á kirkjugripasýningu að Kjarvalsstöðum um páskana. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, þakkaði frú Huldu fyrir hennar framtak í þessu máli og minntist í því sam- bandi orða fyrsta skólameistar- ans á Möðruvöllum, svohljóðandi: „að einbeitt ástundun sigraði alla erfiðleika". Séra Pétur Ingjalds- son, fyrrverandi prófastúr í Húnavatnsprófastsdæmi, bar einnig fram þakkir. Baldur Edwins, sá sem málaði myndirnir, «g Sveinn Ólafsson, sem skar þær út, I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.