Morgunblaðið - 15.02.1983, Síða 39

Morgunblaðið - 15.02.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 47 Ördeyða hjá trillukorlum á Akureyri: Tveir fiskar hafa komið á land frá 20. desember sl. „I>AÐ ER heilagur sannleikur, aö síðan 20. desember síðastliðinn hafa komið 2 fiskar á land af þessum 5 bátum. Það er búið að ofdrepa fiskinn. Ekki nokkur vafi á því,“ sagði einn af þeim fimm mönnum, sem stunda trilluútgerð frá Akureyri við tíðindamann Mbl., þegar hann heimsótti þá fimmmenninga í verbúðir þeirra í Sandgerðisbót í dag. Frá Akureyri eru gerðir út 5 bátar á línu og net eingöngu og hafa eigendur bátanna ekki aðra vinnu, útgerðin er þeirra lifibrauð. Algert aflaleysi hef- ur verið nú um nær tveggja mánaða skeið og má segja í tvennum skilningi, að afkoman sé ekki upp á marga fiska um þessar mundir. Bátar þessir eru af stærðinni tveggja og hálfs tonns til fimm tonna. Meðalbátsverð í dag mun vera um 500 þúsund krónur — með veiðarfærum — og verbúðir og rekstrarkostnaður í viðbót við það. Segja má að þessir fjár- munir, sem í útgerðinni liggja verið veiddur, hefði hann verið í átu hér inni á firðinum og þá hefði kannski eitthvað verið að hafa nú. Þá er því ekki að leyna, að við teljum selinn hér líka sökudólg. Mjög mikið er af sel í firðinum — óvenjulega mikið — og þarf ekki að efa að eitthvað þarf hann til matar,“ sagði einn fimmenninganna. Frá árinu 1979 til ársins 1982 hefur afli bátanna minnkað um helming. Aldrei áður hefur þó komið slík ördeyða sem nú og verði ekki breyting á má telja víst að þessi atvinnuvegur leggist niður á Akureyri. I Flotinn liggur allur inni í Sandgerðisbótinni. „Vonandi fáum við undanþágu frá fiskveiðibanni um páska.“ Trillu- karlar á Akureyri, talið frá vinstri: Valtýr Pálmason, Snorri Guðjónsson, Ægir Sæmundsson, Bergsteinn Garðarsson, Ingvi Árnason og Stefán Baldvinsson. Ljóxm. (MUrg gefi ekki mikið af sér, þegar árar eins og nú. Allir leggja þessir bátar afla sinn upp hjá fiskimóttöku KEA, og fer síðan meirihlutinn á matardiska Akureyringa. Nú undanfarið hefur KEA þurft að sækja fisk í búðirnar m.a. til Ólafsvíkur og Húsavíkur. Fiskimið bátanna liggja nær eingöngu innan Hjalteyrar á þessum árstíma og þar hefur engan fisk verið að fá, eins og áður segir. „Það er ekki vafi á því, að netaveiðar stóru bátanna frá stöðum út með firðinum á haustin hafa veruleg áhrif á fiskgengd í firðinum. I haust veiddu þeir þarna um 200 tonn af þorski og mjög mikið af ufsa. Ef þessi fiskur hefði ekki samtaii við bátaeigendur kom fram, að þeir telja að bæta mætti ástandið með því að undanskilja þessa smábáta fiskveiðibanninu í kringum páska, á því tímabili hefði a.m.k. fram að þessu verið góð- ur afli á þessum slóðum. En þá eru þessir bátar, líkt og stóru bátarnir og togararnir, reknir í land og fá ekki að veiða. Þess má að lokum geta, að allir þessir fimm útgerðar- menn hafa fram til þessa þurft að greiða af afla til atvinnu- leysistryggingasjóðs, en þegar grundvellinum er kippt undan afkomu þeirra, líkt og nú er, þá fá þeir engar bætur frá sjóðn- um, þar sem þeir eru ekki á laganna máli launþegar. — G.Berg. srno ’UH Opiö daglega frá 1—B e.h. Nóg bílastæöi. Tíöar strætisvagnaferöir. SAIMNI STQR- UTSÖLU MARKAÐUR ER í HUSGAGNAHÖLLINNI BÍLDSHÖFÐA VORUURVAL ALGJÖRUM SÉRFLOKKI □ Herra-, dömu-, unglinga- og barnafatnaöur. □ Hljómplötur, áteknar og óáteknar kassettur, videóspólur í glæsilegu úrvali. □ Efni, t.d. alullarefni, ullarblönduö efni, fataefni, popplínefni, rifflaö flauel, kápuefni, jakkaefni, bút- ar o.m.fl. □ Hljómtæki, bíltæki, vasatölvur, úr og alls konar heimilistæki. □ Herra-, dömu- og barnakuldaskór. □ íþrótta- og sportfatnaöur. □ Gjafavara, handklæöi o.m.fl.þ.h. □ Undirfatnaöur, náttfatnaöur o.fl. þess háttar. □ Postulínsvörur. □ Ungbarnafatnaöur. □ Á 2. hæö er svo mesta húsgagna úrval landsins. STEINAR — KARNABÆR — BELGJAGERÐIN — HLJÓMBÆR — HUMMEL — SKÓHÖLLIN — VERSL. FELL — VERSL. H0RNIÐ — 0LYMPÍA 0.FL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.