Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 5 Fölsuðu rússnesku gullpeningarnir: Eru þeir fyrstu sinnar tegundar, sem finnast Spurning er, hvort þeir sem keyptu þá á sínum tíma í góðri trú, eigi andvirði þeirra inni hjá ríkissjóði Fölsuöu rússnesku gullpeningarnir, sem eru í vörzlu Seðlabanka íslands og ríkissjóður geröi upptæka á sínum tíma. RANNSÓKN Koyal Mint í London á 10 rúblna gullpeningunum rússnesku, sem tundust í lest ms. Gullfoss á ár- inu 1961 bendir til þess aö þeir séu falsaöir. Um er að ræða 177 gullpen- inga, sem fundizt hafa og stendur á im að þeir séu slegnir 1903 og 1904. ófolsuðum gullpeningum af þessu tagi er 90% gull, en í þessum folsuðu er gullmagn um 70%. Þá eru þeir einnig örlítið stærri en ófalsaðir gull- peningar og léttari, þar eö gullmagnið í þeim er minna. Forsaga þessa máls er sú að hafnarverkamaður, sem var að vinna við losun á ms. Gullfossi og vann í lest skipsins, fann gullpen- ingana árið 1961 og höfðu þeir verið faldir í hitaveiturörum, sem flutt höfðu verið inn frá Leith og voru í eigu Hitaveitu Reykjavíkur. Verka- maðurinn, sem fann þá skilaði þeim ekki, heldur seldi nokkra þeirra og einhverjum hluta þeirra eða 47 pen- ingum var stolið frá honum af 14 ára strák. Hafnarverkamaðurinn var í undirrétti dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að skila ekki fund sín- um, en í Hæstarétti var dómurinn, sem var skilorðsbundinn lækkaður í 30 daga varðhald. Ríkissjóður lagði hald á peningana og hafa þeir síðan verið í vörzlu Seðlabanka íslands. Verkamaðurinn, sem fann pen- ingana á sínum tíma er nú látinn. f umsögn Royal Mint, sem Seðla- bankinn sendi 20 peninga til rann- sóknar kemur fram að ófalsaðir peningar vegi 8,6026 grömm að meðaltali og þvermál penings sé að meðaltali 22,70 mm. Hlutfall gulls er 9 á móti 1 af kopar. Eðlisþyngd málmsins í þeim er því 17,2. Munur- inn á þyngdinni er ekki mikill á fölsuðu og ófölsuðu peningunum, þótt hinir fölsuðu séu ívið léttari, Skoðanakönnun DV: Bandalag jafnað- armanna fékk 12,5% þeirra sem tóku afstöðu — hlutfall óákveðinna vex í skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna, sem fram fór um síðustu helgi, kemur fram að 42% þeirra 600 sem voru spurðir hvaða lista þeir mundu kjósa, ef þingkosningar færu fram nú, eru óráðnir. 11,2% vildu ekki svara. Niðurstöður urðu hvað varðar þá sem tóku afstöðu: Bandalag jafnað- armanna nýtur fylgis 12,1%, en það hefur ekki komið við sögu í skoðana- könnun DV fyrr. Sjálfstæðisflokkur fær nú 40,6%, en hafði 51,9% í könnun DV í október sl. Alþýðu- flokkur fær nú 5,7%, hafði 10,7%. Framsókn 22,1%, hafði 22,8%. Al- þýðubandalagið 13,9%, hafði 14,5%. I könnuninni nefndu 3,5% þeirra sem afstöðu tóku Kvennaframboð og 1,8% „Gunnarsframboð". I skoðanakönnuninni í október sl. voru 41,3% óákveðnir samanborið við 42% nú, 10,5% neituðu þá að svara, en 11,2% nú. Stúdentar MR 1958 undir- búa afmæli STÚDENTAR frá MR 1958 efna til fundar á Mímisbar, Hótel Sögu, i dag klukkan 17 til að undirbúa 25 ára stúdentsafmælið í vor. Afmæl- isstúdentar eru hvattir til að fjöl- menna, segir í frétt sem Mbl. hefur borizt. en þvermál þeirra er ívið meira eða rétt um 23 mm. Eðlisþynd málsins er því 14,12, sem tekur af allan vafa um að þeir séu falsaðir. Samkvæmt þessu getur gullinnihald þeirra því ekki verið meira en 7 hlutar á móti 1 hluta annars málms. Royal Mint tekur fram ýmis önn- ur sérkenni, t.d. er litur þeirra föls- uðu ekki nákvæmlega hinn sami og á ekta gullpeningum frá þessum tíma. Sagt er að ljóst sé að pen- ingarnir komi allir frá sama fram- leiðanda, en því miður geti Royal Mint ekki sagt til um uppruna þeirra. Sagt er að þessir 10 rúblna gullpeningar séu hinir fyrstu, sem Royal Mint fái til athugunar og jafnframt er upplýst að hin alþjóð- lega rannsóknarstofnun, sem rann- saki falsaða mynt og staðsett sé í London (International Bureau for the Supression of Counterfeit Coins in London) hafi ekki fyrr haft spurnir af peningum sem þessum. Ragnar Borg, sem um allmörg ár hefur séð um myntþætti í Morgun- blaðinu hefur nokkrum sinnum skrifað um þessa dularfullu rússn- esku mynt. Til fróðleiks skal hér gripið niður í myntþátt hans frá 29. marz 1981, sem bar fyrirsögnina „Rússagull". Ragnar Borg segir: „Margir hafa velt því fyrir sér, hvernig á því standi að hingað ber- ist svona margir gullpeningar og það rússneskir. Ég var lengi með þá kenningu í kollinum, að Lavrenti Beria eða arftaki hans sem yfir- maður rússnesku leynilögreglunnar hafi sent þessa peninga til félag- anna hér heima svona sem bygg- ingarstyrk, er þeir voru að byggja húsið Rúbluna að Laugavegi 18. Þetta getur ekki verið, þvf að pen- ingarnir eru faiskir. Margt má ef til vill segja um KGB, en að þeir sendi vinum sínum falsaða gullpeninga. Aldrei. Hvernig stendur þá á þess- um peningum? Því hefur verið haldið fram, að ég held að það sé ekkert vitlausari kenning en aðrar, að peningarnir hafi villzt hingað. Þeir komu um borð í Leith á Skot- landi með rörum sem Hitaveitan var að fá frá Englandi. Einhver hefur stungið peningapökkunum i rörin og ætlað að ná í þá seinna, en þá vo; u rörin horfin." Loks er að geta þess, að Ragnar Borg getur þess í áðurnefndum myntþætti sínum, að í dómi Hæsta- réttar, sem er nr. 1 frá 1963, segi að þeir sem þola hefðu mátt upptöku á peningum þeim, sem þeir höfðu keypt í góðri trú, bæði af þeim, sem fengið höfðu peningana hjá verka- manninum, sem fann þá um borð í Gullfossi eða keypt þá af honum fyrir 200 krónur — eða af þeim, sem stal peningunum frá honum, skuli hafa forgang að andvirði þeirra gullpeninga, sem lögreglan tók hjá þeim. Enginn þeirra mun enn hafa fengið uppgert andvirði þeirra. Þess má að lokum geta, að ekki hefur verið unnt að verðleggja þessa fölsuðu gullpeninga, fyrr en þá nú, þar sem ekki var vitað hvert gullinnihald þeirra var. Á konudaginn býöurðu henni ÚTSÝNARHÁTÍÐ KARNIVAL í BCCADWAy eða ríó? Dúndrandí fjör á frumlegustu skemmtun ársins! sunnudaginn 20. febrúar. ____ s. v: • • • • *'.. .• TT—“-----*---------1 :■■■ « ■ i L, Kl. 19.00—19.30 Kl. 19.30 Kjötkveöjuveizlan hefst meö blönduð- um kjötréttum, glóöarsteiktum á brasil- íska vísu á sviöi BROADWAY, meöan lúörasveit leikur fjöruga tónlist undir stjórn Birgis Sveinssonar, fararstjóra. Klæðnaður — frjáls, en fólk hvatt til að mæta í karnivalbúningum (grímubún- ingum) eða á annan hátt frum- lega klætt. Verðlaun veröa veitt fyrir skemmtilegasta karnival- búninginn. Fordrykkur handa öllum, ilmvötn og blóm handa henni í tilefni dags- ins. Ovenjuleg tízkusýning í Karnivalstíí — Módelsamtökin sýna vor- og sumartízkuna frá Quadro. Danssýning: Heiöar Ástvaldsson og Auöur Har- aldsdóttir, danskennari, fyrrv. Ungrú Útsýn, sýna suður-ameríska dansa. Dans: Hljómsveit Björgvins Halldórssonar og Diskótek Gísli Sveinn Loftsson. Kynnir: Þorgeir Ástvalds- son. Stjórnandi: Ingólfur Guöbrandsson. Brasilískir gestur frá flugfélaginu koma fram og veita hin glæsilegu verðlaun: Okeypis flugfar til Rió fyrir skemmtilegasta karnivalbúninginn. Aukaverðlaun Útsýnarferö til sólarlanda. Fegurðarsamkeppni: Leitin aö ungfrú og herra Útsýn 1983 heldur áfram og valin verður Karni- valdrottning 1983 úr hópi gesta. Bingó: Stórvinningar — spilaöar 3 umferöir um 3 Útsýnarferðir. Aðgöngumiöar og borðapantanir í Broadway frá kl. 9—5. ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.