Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 17 Heimsókn til Pakistan eftir sr. Bernharð Guðmundsson - 4. grein: Aðhlynning Það er einn gluggi á kennslu- stofunni, sem er þéttsetin. Fremst sitja fjórar ungar konur með slæður fyrir andliti. — Hvílíkar kempur hljóta þessar stúlkur að vera. Að vera einar innan um alla þessa karla og ætla sér að vinna sem sjúkra- liðar á eigin spýtur mitt í bar- dögunum. Þetta er næstum óheyrt meðal múhameðstrúar- fólks. Dr. Rabbani sýnir okkur hvernig þriggja mánaða nám- skeið fyrir afganska sjúkraliða er framkvæmt. Hann var áður prófessor í skurðlækningum við háskólann í Kabúl en hafði flúið til Pakistan. Grannur, veiklu- legur maður, dökkeygður og undarleg glóð í augum hans. — Þetta er sjötti hópurinn. Hin starfa öll heima. Þau fá hjá okkur litla verkfæratösku og poka með lyfjum og fara svo yf- ir. ÖIl hafa þau lært fæðingar- hjálp og koma að miklu gagni enn í þorpunum við það. En þar sjást ekki karlar lengur að kalla, þeir eru í fangelsum, í skæru- hernum eða dánir. Fæðingum hlýtur að fækka. Það er svo mikils virði að geta sent þetta hjálparfólk heim. Fólkið í þorpunum er svo ótta- slegið. Sjúkraliðarnir okkar veita þeim von og uppörvun auk sjúkraþjónustunnar. Sama gildir auðvitað um skæruliðana, þeir mega ekki missa móðinn. Afsahani er sá eini í hópnum sem talar ensku. Hann hafði lært það mál við háskólann, áður en hann var settur í fangelsi fyrir að stofna til andstöðu við ríkisstjórnina í Afganistan. — Þegar ég slapp út eftir þrjú ár, vissi ég að ég varð að flýja. Pabbi minn er orðinn gamall, 45 ára, og getur ekki unnið lengur. Hann og yngri systkinin eru hér í öruggu skjóli þegar ég fer yfir landamærin aftur. Ég spurði Afsahani hvort hon- um hefði ekki mismælst, ég væri sjálfur 45 ára og ekki kominn í kör. — Hjá okkur er þetta hár ald- ur. Lífið er þannig. Samstarfsnefnd hjálparstofn- ana borgar kostnaðinn við nám- skeiðshaldið. Kirkjuhjálpin gef- ur þeim lyfin og verkfærakass- ana. Kjarkinn eiga þau nægan. — Segið öllum að við berj- umst þar til frelsi er fengið. Við teljum dagana þar til við getum farið að hjálpa til. Dr. Rabbani með nokkrum nemenda sinna. Brautryðjendur meðal afganskra kvenna. Stúlkurnar á námskeiði f sjúkrahjálp. Fundur um þátt- töku kvenna í stjórnmálum JAFNRETTISRÁÐ heldur fund um stjórnmálaþátttöku kvenna á íslandi á laugardag, 19. febrúar og hefst hann klukkan 9.30 og er áætlað að fundurinn standi til klukkan 17.30. Fundurinn er haldinn í Borgartúni 6, Reykjavík. A fundinum verður rætt um stöðu kvenna í stjórnmálum fyrr og nú, og reynt verður að svara spurningunni, hvers vegna fslend- ingar hafi ekki fylgt eftir þeirri þróun, sem orðið hefur á Norður- löndum í þátttöku kvenna í stjórn- málum. Þá verður rætt um kvennaframboðin, sérframboð kvenna innan stjórnmálaflokk- anna og kvótakerfi innan flokk- anna. FræÖslufund- ur um hús- næðismál KAUPÞING hf. gengst í dag fyrir fræðslufundi um þróun íbúðarverðs, fjármögnun íbúðarhúsnæðis og greiðslukjör að Hótel Loftleiðum, Kristalsal í dag og hefst fundurinn klukkan 20.30. Erindi flytja á fundinum: Stef- án Ingólfsson, verkfræðingur Fasteignamats ríkisins og Guð- laugur Stefánsson, hagfræðingur Landssambands iðnaðarmanna. Fjallað verður m.a. um fasteigna- markaðinn almennt og þróun íbúðarverðs, áhrifaþætti í verð- myndun, samanburð á þróun íbúð- arverðs annars verðlags og launa, fjármögnunarmöguleika, greiðslu- byrði, samanburð á hefðbundnum og verðtryggðum greiðslukjörum og hvenær rétt sé að kaupa. MMMHMMMIIHIIIMIMMMIMMMMIMIMMMMIMMHMIMMMMMMMMMIMMIMHMIIMMMMMMHMIIMMMI HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM : Landsliðið Pressan Síöasti leikur íslenzka landsliösins áöur en liöiö fer í B-keppnina í Hollandi í Laugardalshöll kl. 20.00 í kvöld. Auk þess koma og sjá landsliðiö í toppæfingu, þá styrkiö þiö liöiö meö því aö mæta. Stjörnulið Ómars Ragnarssonar með allar stór- stjörnurnar innanborðs leikur gegn liði íþrótta- fréttamanna. „Tvö lið sem aldrei hafa tapað leik sem heitið getur.“ Kaupið miða í happdrætti HSÍ, aöeins 1000 miðar útgefnir. Vinningar 10 sólar- landaferðir aö verðmæti 20.000 kr. hver með Samvinnuferðum-Landsýn. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMHMMMMMMMM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.