Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 39 fólk í fréttum „ s. ; * Christiane F. vill fá að vera í friði + Christiane F. eða Christiane Felscherinow eins og hún heitir réttu nafni er nú orðin tvítug og laus undan ofurvaldi eiturlyfjanna. Hún er hins vegar orðin þreytt á frægðinni, sem bókin „Dýragarðs- börnin" og kvikmyndin færðu henni og vill nú fara að lifa sínu eigin lífi. Að undanförnu hefur Christiane búið í Hamborg ásamt vini sínum, Alexander, tveimur hundum og einu marsvíni. Hún gerði það fyrir vin sinn að leika í kvikmynd, sem enginn skilur og enginn vil kaupa, og einnig hefur hún sungið inn á plötu, sem fengið hefur svipaðar viðtökur. Christiane er alveg sama um það. Þau Alexander eru nú á förum til Berlínar þar sem þau ætla að kaupa sér hús og bíl og leggja stund á hundarækt. Christiane segist vera búin að fá nóg af því að vera einhvers konar tákn fyrir endurreista eiturlyfja- neytendur. Eiturnautnin sé miklu ægilegri en nokkur venjulegur maður fái skilið. Heróín hafi þau áhrif, að menn gleymi stað og stund og öllum sínum áhyggjum en endirinn sé hins vegar oftast nær aðeins einn: alger eyðilegging manneskjunnar og dauði. Christi- ane komst lífs af úr þessum hild- arleik og vill nú fá að vera í friði. Börnin hans Reagans fara sínar eigin leiðir + Börnin hans Ronald Reagans, Bandaríkjaforseta, fara sínar eig- in leiðir og ekki alltaf þær, sem pabbi þeirra vildi helst. Sonurinn, Ronald Reagan yngri, sem er 24 ára gamall, lifir nú á atvinnuleysisstyrk eftir að hann missti vinnuna hjá Joffrey-ball- ettflokkinum og segist ekki kunna við að taka við peningum frá föður sínum. — Hinir dansararnir hlaupa ekki bara heim til pabba og mömmu þótt á móti blási og hvers vegna skyldi ég þá gera það, er haft eftir honum. Systir hans, Patti, 30 ára gömul, hefur lengi reynt að feta í fótspor föður síns sem leikari, en aldrei komist með tærnar þar sem hann hafði hælana og þóttu þeir þó ekki vera mjög framarlega. Nú hefur hún vent sínu kvæði í kross og er orðin rokksöngkona, foreldrum sínum til sárrar gremju. Og ekki nóg með það. Hún er athafnasöm innan friðarhreyfingarinnar og hefur farið í margar göngur og stórar gegn kjarnorkuvopnum. Elsta dóttir Reagans, Maureen, sem stendur á fertugu og hann átti með fyrri konu sinni, Jane Wyman, er hins vegar á kafi í póli- tíkinni, repúblikani að vísu en afar róttæk í skoðunum. Hún er mikil jafnréttiskona og berst ákaft fyrir frjálsum fóstureyðingum. Mau- reen lék hugur á að vera öldunga- deildarþingmaður fyrir Kali- forníu, en þegar pabbi hennar var spurður hvort hann héldi að hún myndi gefa kost á sér svaraði hann: „Ég vona svo sannarlega að hún geri það ekki.“ Ronald Reagan hefur fengið að reyna það, að stundum er auðveld- ara að stjórna heilu ríki en að hafa hemil á sínum eigin börnum. Karen Carpenter svelti sig íhel + Bandaríska söngkonan Karen Carpenter, sem lést nú fyrir skömmu aðeins 32 ára að aldri, svelti sig í hel. Hún hafði ekkert látið ofan í sig í langan tíma og höfðu tilraunir sálfræðinga til að hjálpa henni engan árangur borið. Hún var í heimsókn hjá foreldrum sínum, þegar hún féll niður og var henni umsvifalaust ekið á sjúkra- hús. Þar fékk hún hjartaáfall og komst aldrei til meðvitundar. „Karen Carpenter var orðin mjög veikburða vegna þess, að hún COSPER 9196 (fpi« Þau á neöri hæðinni eru enn aö kvarta. hafði neitað að nærast á fastri fæðu í marga mánuði. Hjarta hennar þoldi ekki álagið," sagði talsmaður sjúkrahússins þar sem hún lést. Karen Carpenter, sem ásamt bróður sínum, Richard, myndaði söngdúettinn „The Carpenters", var stúlka, sem svo sannarlega virtist hafa öll trompin á hendi. Hún var góð söngkona, rakaði saman peningum, ferðaðist mikið og naut velgengninnar. Fyrir þremur árum giftist hún 41 árs gömlum fasteignasala og hagfræðingi, Tom Burris að nafni, og þótti brúðkaup þeirra mikill viðburður, sem meira en 500 gestir sóttu, þar á meðal ýmsir nánustu ráðgjafar Reagans forseta. Hjónabandið stóð aðeins í hálft annað ár. Karen lagði sönginn að mestu á hilluna þegar hún giftist til að geta helgað sig manninum sínum en raunin varð sú, að hún var alein langtímum saman. Skilnaðurinn fékk mjög á Kar- en, sem brást við honum með því að loka sig inni og hætta að borða. Hún vó þá 58 kíló en ekki nema 39 þegar hún lést. NÝTT! Sambyggður hverfisteinn með hjóli til blautslípunar og hjóli úr gúmmíbundnum ál-ögnum til brýningar. 24322. Hljóðlátur iðnaöarmót- or 200W, 220v, 50 HZ, einfasa, snýst 70 snún- inga á mín. Laust vatnsílát. Sérstök stýring ffyrir sporjárn o.þ.h. Verd kr. 2.970.- Laugavegi 29 Símar 24320 — 24321 IWIttKi Ánanaustum Sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.