Morgunblaðið - 17.02.1983, Side 24

Morgunblaðið - 17.02.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö. „Kosningar eru kjarabarátta“ Samningana í gildi". „Kosn- ingar eru kjarabarátta". Þetta vóru kjarnaatriði þess sáttmála sem Alþýðubandalagið gerði við kjósendur sína í tvennum þingkosningum, 1978 og 1979. Al- þýðubandalagið hefur og átt aðild að tvennum ríkisstjórnum síðan 1978. Það gekk undir söguleg reynslupróf í þeim báðum. Nú er það prófdómendanna, fólksins sem tók heit Svavars Gestssonar og frambjóðenda Alþýðubanda- lagsins hátíðleg, að kveða upp dóm sinn um orð og efndir — næst þeg- ar gengið verður að kjörborðinu. Alþýðubandalagið var vart komið inn fyrir dyrnar í stjórn- arráðinu er fyrsta kjaraskerðing þess reið yfir. Verðbætur á laun vóru skertar um rúmlega 8% 1. desember 1978. Á fyrri hluta árs- ins 1979 setti þáverandi vinstri stjórn lög um efnahagsaðgerðir, svokölluð Ólafslög, sem að megin- efni fólu í sér keðjuskerðingu verðbóta á laun. Samkvæmt þessum lögum vóru verðbætur á laun í landinu skert þrisvar sinnum 1979, fjórum sinn- um 1980, tvisvar sinnum 1981 og fjórum sinnum 1982. Ekki þótti Áiþýðubandalaginu þó nóg að gert. Það stóð að bráðabirgðalög- um, sem skertu verðbætur 7% til viðbótar 1. marz 1981, og endurtók leikinn með nýjum bráðabirgða- lögum, sem skertu verðbætur um 7,7% 1. desember sl. Þannig hefur Alþýðubandalagið staðið að 13 verðbótaskerðingum launa, samtals 50% skerðingu þeirra síðan 1978. Þannig setti það „samningana í gildi“. Þannig krýndi það kjörorð sitt: „kosn- ingar eru kjarabarátta". Kaupmáttur launa ræðst af fleiru en kauptaxta og verðbótum. Ráðstöfunartekjur fólks ráðast ekki síður af þeirri skattastefnu, sem ríkir í landinu hverju sinni. Skattar til ríkisins hafa hækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar um 3,1% af þjóðarframleiðslu, sem jafngildir 28.000 krónum á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Ríkisstjórnin hefur aðeins notað lítinn hluta af orkujöfnunargjaldi til að verðjafna húshitunarkostn- að í landinu, þann veg að þessi útgjaldaliður hefur skert ráðstöf- unartekjur fólks meir og verr víða um land en vera þurfti. Atvinnu- stigið, vinnuframboðið, hefur og mikil áhrif á ráðstöfunartekjur fólks. Því veika atvinnustigi, sem þjóðin býr við, er þar að auki hald- ið uppi með vaxandi erlendri skuldasöfnun, vegna taprekstrar fyrirtækja: í einkarekstri, í sam- vinnurekstri og opinberum rekstri. Þá hefur verðlagsþróunin ekki sízt áhrif á kaupmátt fólks. Ekki þarf að tíunda hvern veg ríkis- stjórnin hefur glutrað niður öllum verðbólguhemlum. { því efni er sök Alþýðubandalagsins sýnu mest. Stórhækkun vörugjalds á ýmsar helztu neyzluvörur fólks, gengis- þróun o.fl., sem ríkisstjórnin hef- ur hönd í bagga með, kemur og við kjarasögu almennings. Þannig hækkaði ríkisstjórnin nýlega vörugjald svo að hækkunin gefur á sex mánuðum fimm til sexfaldar þær tekjur, sem greiddar vóru út í láglaunabætur í desembermánuði sl., og hartnær tvöfalda þá fjár- hæð, sem greiða á í láglaunabætur árin 1982 og 1983. Framkvæmd láglaunabótanna var svo dæmi- saga um pólitískt vinnuvit, sem lengi verður frægt af endemum. Alþýðubandalagið tók fullan þátt í undirbúningi þess frum- varps um nýjan vísitölugrundvöll, sem það hljóp frá á tólftu stundu. „Alþýðubandalagsmenn áttu mik- inn þátt í undirbúningi nýja við- miðunarkerfisins", segir Stein- grímur Hermannsson. Svavar Gestsson vann í ráðherranefnd um málið fram á síðustu stundu. Þröstur Ólafsson, helzti sérfræð- ingur Alþýðubandalagsins í efna- hagsmálum, tók og fullan þátt í störfum vísitölunefndar. Sérálit hans fól einungis í sér minnihátt- ar frávik. í fyrsta lagi vildi hann flesta framkvæmd þriggja vísi- tölutímabilakerfis í stað fjögurra á ári þannig að gamla kerfið gilti 1. marz nk., en síðan yrði fiögurra mánaða kerfið tekið upp. I annan stað vildi hann taka upp fastan hlutfallslegan frádrátt í stað til- greindra frádráttarliða. Hann var sammála um vissan „leka“ í mæl- ingu verðlags en vildi hanna „lekakerfið" á annan veg. Alþýðubandalagið hefur nú kos- ið að sviðsetja dulítinn blekk- ingarþátt fyrir hrekklausan al- menning í tilefni aprílkosninga. Þess vegna neitar það hlutdeild að vísitölufrumvarpi forsætisráð- herra. Eftir þrettán kaupskerð- ingar, dustar það rykið af gamla slagorðinu: „kosningar eru kjara- barátta". Kveðja til MR ess er minnst hér í blaðinu í dag, að málfundafélag Menntaskólans í Reykjavík, Framtíðin, er hundrað ára. í til- efni af því vill Morgunblaðið senda þessum elsta menntaskóla landsins kveðju og heillaóskir. Hann hefur staðið af sér marga bylji og er rekinn af þeirri reisn sem sæmir sönnu menntasetri. í rótleysi samtíðarinnar er gott til þess að vita, að innan veggja Menntaskólans í Reykjavík ríkir lærdómsandi, þar sem virðingin fyrir því aö mennta sig í orðsins víðasta skilningi hefur ekki vikið fyrir duttlungum tískunnar, og ekki hefur verið slegið af náms- kröfunum nema síður sé. VIÐSKIPTAÞING ’83 „Atvinnulífið sjálft vc Fjölsótt viðskiptaþing ’83 fjallaði um tillögur í efnahags- og atvinnumálum landsins „Viðskiptaþingi er ætlað að marka stefnu verzlunarráðs íslands í þjóð- málum og taka til meðferðar þau mál- efni, sem hæst ber í atvinnulífinu hverju sinni. Um þessar mundir er okkur ofarlega í huga stefnuleysið sem einkennir stjórnmálin og það úrræða- leysi sem blasir við í efnahagsmálum. Flestum er nú að verða Ijóst, að endur- reisnar er þörf á báðum þessum svið- um. Svo mikilvæg mál getum við ekki látið afskiptalaus. Við þurfum að lýsa skoðunum okkar á stjórnmálunum og efnahagsmálunum eins og þau snerta atvinnulífið og leggja okkar af mörk- um til að losa það undan óþarfa af- skiptum stjórnmálamanna. Meðal stjórnmálamanna okkar nú um stundir er ekki að finna forystu eða nýjar hugmyndir, sem eru líklegar til að leysa þau vandamál og viðfangsefni sem við blasa í atvinnulífinu. Atvinnu- lífið sjálft verður því að setja fram Ieiðir til lausnar. Það er tilgangur þessa viðskiptaþings,“ sagði Ragnar S. Halldórsson formaður Verzlunarráðs Islands í ávarpi sínu við setningu við- skiptaþings ’83 í gær. „Verðbólgan færir allt úr sl skrumskælir og eyðileggur Rætt við Harris lávarð, einn af frumkvöðlum efnahagsstefnu Thatcher forsætisráðherra Bretlands BRETINN Harris lávarður flutti erindi á viðskiptaþingi Verzlunarráðs íslands í gær og fjaliaði um samkeppni í at- vinnulífi og stjórnmálum. Harris lá- varður er einn helzti baráttumaður hinnar nýju markaðshyggju og stofnun hans, Institute of Economic Affairs, sem hann er framkvæmdastjóri fyrir, átti veigamikinn þátt í þeirri við- horfsbreytingu í Bretlandi sem leiddi til kosningasigurs Margaret Thatchers og árangur þeirrar stefnu hefur nú bor- ið þann árangur að verðbólga í Bret- landi hefur stórlækkað. Morgunblaöið ræddi við Harris lávarð í gær á viðskiptaþingi ’83 og innti hann eftir viðhorfi almennings í Bretlandi til þróunar verðbólgu- og efnahagsmála þar. Matseðill eða kássa „Fólk hefur mikinn áhuga á þess- um málum, en veit ekki nógu mikið um þau þótt það sé nú að breytast," sagði Harris lávarður, „allir verzla þó og það hefur komið i ljós að konur eru betur á verði gagnvart þróun verðlagsmála, meira vakandi fyrir hugmyndum Thatchers í efnahags- málum, því þær fara meira um og bera saman verð á vörum. Thatcher nær vel til kvenna með heimilisleg- um ræðum þar sem h'ún ber saman atriði er varða fjármál heimilanna og hins vegar efnahag ríkisins. Það er mikilvægt að fólk beri hluti sam- an, skoði málin, og verji peningum sínum eins hagkvæmt og hægt er. Dagleg eyðsla fólks er að mörgu leyti hefðbundin og sama er að segja um ríkissjóð sem eyðir um það bil helm- ingi af tekjum fólks, en munurinn er sá að fólkið getur valið um notkun þeirra peninga sem það hefur ráð- stöfunarrétt yfir. Þessu má líkja við veitingastað þar sem fólk fær mat- seðil. Fleiri og fleiri fara nú út að borða á virkum dögum og þá er það spurningin hvort fólk vill velja af matseðli á mismunandi verði eða fá eina tegund af kássu fyrir ákveðið verð, rétt dagsins. Hvort vill fólk að markaðskerfið sé eins og matseðill sem býður upp á mismunandi verð, gæði og úrval rétta, eða eins og fyrir- komulagið þar sem einum rétti er úthlutað. Ríkisvaldið er í raun og veru þessi kássuréttur, sem menn verða að gera sér að góðu. Það er gott fyrir meðaltalsmanninn, en fólk er alls ekki gert fyrir þannig fyrir- komulag, engir tveir eru eins klædd- ir, skoðanir og smekkur eru mismun- andi og þótt ríkisvaldið verði að gera öllum jafnt undir höfði þá vill fólk hafa frelsi til þess að velja sjálft á markaðnum. Mín skoðun er sú að þjóðfélagið eigi að vera þannig byggt upp að ein- staklingurinn fái ráðið sem mestu, fái að velja sjálfur til orðs og æðis, fæðis og klæðis. Það er einstakling- urinn sem skiptir mestu máli. Fólk á að ráða meira eigin málum, ráðstöf- un eigin fjár, skipulagningu lífs- hlaupsins og svo framvegis. Þótt ein- staklingurinn hafi ef til vill ekki mikinn áhuga á efnahagsmálum, á að vera auðvelt að beina talinu að því sem meginmáli skiptir og þá skilur fólk röksemdirnar." Það er gott að treysta fólki „Bera stjórnmálamenn þá nógu mikið traust til fólks?" „Nei, það er vandamálið, það á að treysta fólki. Ef það er hæft til þess að velja á milli flokka og manna þá er það einnig hæft til þess að meta og vega almenna hluti í efnahags- málum. Það er gott að treysta fólk- inu, fólki þykir vænt um það og það á það skilið. Við frjálshyggjumenn berum meiri virðingu fyrir fólki en andstæðingar okkar. Þetta er af- staða sem á vaxandi fylgi að fagna og auknum skilningi." „Hvað finnst þér um verðbólgu og hlut hennar í þjóðarbúinu?" „í megindráttum er verðbólgan fjársvik og gróðabrall. Verðbólgan er hins vegar flóknari á íslandi en í Bretlandi vegna vísitölukerfisins hér. Það beinir athyglinni hins vegar að sérstöku atriði, dálítið tæknilegu. Verðbólgan getur örvað hagkerfið og aukið atvinnu, svo lengi sem verð- bólgan er ekki orðin fastur liður sem menn reikna með. Jafnskjótt og menn sjá að þeir hafa verðbólguna og geta farið að spila á hana, þá virk- ar hún ekki lengur örvandi á efna- hagslífið, eykur ekki atvinnu og dregur þar með úr afköstum fram- leiðslu og atvinnu, verðlagið hleypur upp, en þó verður aldrei nákvæmlega sama hækkun á allri vöru, upplausn Harris lávarður flytur erindi sitt á viðskiptaþingi í gær. I.jósmynd Mbl. KIIIÍ. og óvissa vaða uppi. Það er ekki hægt að setja laun allra og sparifé í vísi- tölubindingu og sparifé tapar raun- gildi sínu. Brask og svindl í skjóli ríkissjóðs Það er ríkissjóður sem færir pen- ingana á milli manna, úr einum vasa í annan, ekki endilega frá þeim ríku til þeirra fátæku, saklaust og dug- legt fólk, sem kann ekki að fjárfesta, tapar ekki hvað sízt. Þannig verður fólk fátækara og háðara ríkisvaldinu þar sem verðbólga ræður ferðinni. Þetta er óeðlilegt og óheiðarlegt og slíkar færslur á peningum eru svindl, brask sem stafar af því að ríkissjóður eyðir of miklu og á ein- hvern hátt verður að koma á strang- ari reglum í þessum efnum, lausn verðbólgunnar kallar á strangara eftirlit með peningakerfinu. Það er á valdi ríkissjóðs að leysa það vanda- mál. Verðbólgan kallar á meiri pen- inga í umferð en eðlilegt er, af því að ríkissjóður stendur ekki undir út- gjöldum sínum með skatttekjum. Út- gjöldin stafa af því að ríkið prentar peninga til að greiða með, sækir pen-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.