Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 27 Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri: Björn Jósef Arnviðar- son endurkjörinn formaður Akureyri, 10. febrúar. AÐALFUNDUR fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri var haldinn sl. miðvikudagskvöld. Hall- dór Blöndal, alþingismaður, mætti á fundinn og flutti greinargott og stór- fróðlegt erindi um stjórnmálavið- horfið og þingstörfin að undan- förnu. Um 70 manns sátu fundinn. Er það óvenju mikill fjöldi og ber Ijósan vott um þann áhuga, sem nú virðist í kjördæminu hjá sjálfstæðis- fólki. Einnig vakti athygli, hve mik- ið var af nýjum meðlimum, enda hefur fjölgun í félögum sjálfstæðis- fólks á Akureyri verið mikil undan- farið. Formaður fulltrúaráðsins var endurkjörinn Björn Jósef Arnvið- arson og meðstjórnendur með honum Halldór Rafnsson og Freyja Jónsdóttir. Varamenn í stjórn: Steingrímur Gunnarsson og Margrét Yngvadóttir. Einnig eiga formenn sjálfstæðisfélag- anna setu í stjórninni, en þeir eru: frá Sjálfstæðisfélagi Akureyrar Stefán Sigtryggsson, frá Sjálf- stæðiskvennafélaginu Vörn Karó- lína Guðmundsdóttir, frá Verði, FUS, Tómas Gunnarsson, og frá Málfundafélaginu Sleipni Einar J. Hafberg. í kjördæmisráð hlutu kosningu: Hrefna Jakobsdóttir, Vilhelm Þorsteinsson, Stefán Stefánsson, Guðfinna Thorlacius og Ólafur Benediktsson. Varamenn í kjör- dæmisráð: Alfred Almarsson, Eiríkur Sveinsson, Jakob Krist- insson, Gunnlaugur Fr. Jóhanns- son og Knútur Karlsson. Sigurður Hannesson, formaður kjördæmisráðs sjálfstæðisfélag- anna í Norðurlandskjördæmi eystra, ræddi á fundinum um ný- afstaðið prófkjör og kom m.a. fram í máli hans, að þeir sjö sem þátt tóku í prófkjörinu hafa allir lýst yfir að þeir taki því sæti sem úrslit prófkjörsins segja til um, verði þess óskað. Mikill einhugur og baráttuhug- ur er í sjálfstæðismönnum í kjör- dæminu, og stefnan er sett á þrjá þingmenn í næstu kosningum. G.Berg. Tónleikar í MH í kvöld TÓNLEIKAR verða haldnir í kvöld á vegum Tónlistarfélags Menntaskólans í Hamrahlíð og hefjast þeir klukkan 20.30 á Miklagarði. Hljómsveitirnar Þeyr, Von- brigði og fleiri koma fram og leika. Silfurgrárri FIAT-bifreið stolið Bifreiðinni R-34327, sem er FIAT 127, árg. 1975, silfurgrá að lit, var stolið aðfaranótt þriðju- dags frá Krummahólum 6 í Reykjavík. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir bílsins eða hvar hann er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita. Frá aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. Ljósmynd Bcrg. Þvottavélin ALDA sem þvær og þurrkar UMBOÐSMENN REYKJAVlK: Vörumarkaöurinn hf., AKRANES: Þóróur Hjálmsson, BORGARNES. Kf. Borgfiróinga, GRUNDARFJORÐUR: Guóni Hallgrlmsson, STYKKISHÖLMUR: Húsió, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúó Jónasar Þórs, FLATEYRI: Greipur Guðbjartsson, ISAFJÖROUR: Straumur hf., BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson, BLÖNDUÓS: Kf. Húnvetninga, SAUÐARKRÓKUR: Radlo og sjónvarpsþjónustan SIGLUFJÖRÐUR: Gestur Fanndal, ÓLAFSFJÖRÐUR: Raftækjavinnustofan, AKUREYRI: Akurvlk hf., HÚSAVÍK: Grlmur og Árni, KÓPASKER: Kf. N-Þingeyinga, ÞÓRSHÖFN: Kf. Langnesinga, VOPNAFJÖRÐUR: Kf. Vopnfirðinga, EGILSSTAÐIR: Kf. Hóróasbúa, SEYOISFJÖROUR: Stálbúóin, REYÐARFJÖROUR: Kf. Héraósbúa, ESKIFJÖROUR: Pöntunarfólag Eskfiróinga FASKRÚÐSFJÖRÐUR: Verzl. Merkúr, HÖFN: K.A.S.K., ViK: Kf. Skaftfellinga, ÞYKKVIBÆR: Fr. Frióriksson, HELLA: Mosfell sf., SELFOSS: G.Á. Böóvarsson, VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf., GRINDAVlK Verzl. Báran, KEFLAVlK: Stapafell hf., SAMVDMOBAKKIMr opnariýtÆúlíbú. aArtúnshöföa Samvimiubankinn hefur opnað nýtt útibú að Höfðabakka 9 til hagræðis fyrir alla þá sem búa og starfa á Ártúnshöfða í Árbæjarhverfi og Mosfellssveit. Útibúið er til húsa í miðálmu að Höfðabakka 9. Ingileif, Kristbjörg og Guðrún Yrsa, sjá um afgreiðsluna að Höfðabakka. Þær veita þér aðstoð við öll þín bankaviðskipti, bæði fljótt og vel. Verið veLkomin í heimsókn Samvinnubankinn Utibúið að Höfðabakka 9 Símar 82020 og 82021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.