Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 45 MUím'd, SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI FÖSTUDA Unnið aö slökkvistarfi í apa- og Ijónahúsi Sædýrasafnsins. ganga og því leikur í kringum máliö nokkur spenna. Krafa almennings er, að öryggi og líðan dýranna sé samkvæmt ströngum ákvæðum í reglugerð nr. 67/1971 um eftirlit og aðbúnað dýra, sem höfð eru til sýnis. Þarft væri, að sá sem annast hið opinbera eftirlit með sýningardýr- um Sædýrasafnsins, veiti almenn- ingi upplýsingar um líðan og að- búnað dýranna — og birti í því sambandi úrdrátt úr þeirri gerð- arbók, sem stjórn safnsins er skylt að færa samkvæmt áminnstri reglugerð um dýrahaldið." Kári Jónsson, Sauðárkróki, skrifar: „Fréttamat ríkisfjölmiðlanna, útvarpsog sjónvarps, er oft býsna undarlegt. Ahugi fréttastofu sjón- varpsins á sérframboði sjálfstæð- ismanna á Vestfjörðum hefurekki farið fram hjá neinum. Þar hefur hvert skref verið rækilega tíund- að. Á sama tíma og þetta gerist eiga sér stað mikil átök meðal framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi vestra, þar sem óánægðir flokksmenn hyggja á sérframboð. Ég minnist þesss ekki, að slíkt hafi hent áður hjá Framsókn, og hlýtur það því að teljast nokkur viðburður. Sér- framboð sjálfstæðismanna eru hins vegar ekki nýlunda eins og flestir vita. En fréttastofa sjón- varpsins sér enga ástæðu til að fylgjast grannt með gangi mála hjá framsóknarmönnum í Norður- landi vestra. Hvers eiga þeir að gjalda? Eru þeir ekki einnar messu virði, eða hvað? Virðast missa málið Síðastliðinn föstudag kom sjálf- ur forsætisráðherrann fram í fréttatíma sjónvarpsins og var mikið niðri fyrir, svo mikið að þingfreítamaðurinn varaðist eins og heitan eld að trufla gamla manninn í reiðilestrinum með óþarfa spurningum. Það er annars eftirtektarvert, hversu lítið fer ævinlega fyrir fréttamönnum sjónvarpsins, þegar þeir mæta á fund h:ns mikla manns. Það er sama hvort þeir fljúga tl Vest- mannaeyja til að spjalla við hann úti á götu eða keyra í ofboði upp í Borgarnes og ónáða hann á fræg- um hótelfundum stjórnarskrár- nefndar ellegar ræða við hann í sjónvarpssal, alltaf gerist það sama: Fréttamennirnir virðast missa málið. Það fer fyrir þeim eins og smjörklípu á heitri pönnu, þeir bráðna. Það væri til athugun- ar fyrir fréttastofu sjónvarpsins að reyna að hafa upp á manni til að senda á fund forsætisráðherra, sem treysti sér til að bera upp eins og tvær til þrjár spurningar og biðja um undanbragðalaus svör. Þessir hringdu . . Framsóknarmenn á Norðurlandi vestra: Eru þeir ekki einn- ar messu virði? Það er aldrei að vita nema maður- inn svaraði, og það teldist til nýj- unga í dagskrá sjónvarpsins, sem ekki er of mikið af. Klókindi eru allt sem þarf Annars hafði ég dálítð gaman af þessu eintali forsætisráðherra á föstudagskvöldið. Ég held að reiði hans hafi aðallega stafað af því, að hann taldi Geir og ólaf G. hafa fundið upp á þeirri ósvinnu að beita brögðum til að koma í veg fyrir framgang margfrægra bráðabirgðalaga. Það vekur óneit- anlega nokkra athygli, ef þeir góðu menn eru nú allt í einu farnir að beita klókindum í hinni póli- tísku refskák. Það hefðu þeir gjarnan mátt gera fyrr. En ég skil ákaflega vel, að dr. Gunnari sárni, að Geir og Ólafur skuli með þess- um hætti ráðast inn á sérsvið hans, því eins og allir vita eru það klókindi doktorsins, sem vakið hafa mesta aðdáun fólks og sá eig- inleiki hans sem það dásamar mest og verður tíðræddast um. Klókindi eru allt sem þarf.“ Þakkir til fjölbrauta- nemenda GS Garðbæingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig lang- ar til að þakka fjölbrautanemen- dum í Garðaskóla fyrir útvarpið þeirra. Þeir senda út part úr degi núna og ég óska þeim til hamingju með, hversu vel hefur tekist til hjá þeim það sem af er. Fyrirspurnir til kirkjuyfirvalda Jóhann Guömundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að bera fram nokkrar fyrirspurnir til kirkjuyfirvalda: a) Hefur kirkjan tekið siðferði- lega afstöðu til tæknifrjóvgunar kvenna? Kemur þessi aðgerð heim og saman við siðfræði kirkjunnar? Er ekki sú hætta fyrir hendi með þessu, að hálfsystkini eignist af- kvæmi saman án þess að hvort viti um annað? b) Hver er afstaða kirkjunnar gagnvart glasabörnunum svonefndu? c) Hver er afstaða kirkjunnar til þess að menn séu settir í eða tengdir við svokallað álhjarta? Mætti gjarnan ros í hnappagatið 4192—7828 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Eg ek alltaf sömu leið í vinnuna um eittleytið, um Langholtsveg og Holtaveg. Á mótum þessara gatna er vörður sem aðstoðar börnin við að komast yfir götuna. Mig langar til að koma á framfæri sérstöku þakk- læti til hans, fyrir það hve mikla alúð hann leggur í starf sitt. Mætti ekki gefa fleira fólki á svip- uðum aldri, þ.e.a.s. rosknu og þar yfir, tækifæri til að vinna þannig í þágu barna. Þetta starf minnir mig á þann sem sagði: Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkra er Guðs ríki. Eg vil gjarnan beina þeirri spurningu til foreldra og barnanna í Langholtshverfi, hvort þeir hafi veitt því athygli, af hve mikilli alúð í garð barnanna mað- urinn vinnur þetta starf? Hann mætti gjarnan fá rós í hnappagat- ið. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Bjarni og ég vorum þar báðir. Rétt væri: Við Bjarni vorum þar báðir. útsala Dömudeild: Herradeild: Kjólaefni, Undirföt, metravara, sokkar, handklæði skyrtur, diskaþurrkur. peysur. Allt selt fyrir ótrúlega lágt verð Egill 3acobsen Austurstræti 9 Alltaf á föstudögum S2P S\GGA V/öGA * ‘í/lVtRAW HVER STJORNAR Á ÞÍNU HEIMILI? — Sagt frá ýmsum vandræöum sem skapast ef börnin fara aö stjórna á heimilum. UNGLINGABÓLUR •- Sæmundur Kjartansson sérfræö- ingur í húösjúkdómum segir frá þeim kvilla og hvaö hægt er aö gera til úrbóta. KRABBAMEIN OG H JART AS JÚKDÓMAR — Svör viö spurningum lesenda. Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina Eó ER R9 LEITR W RÖDDUM i KÓR VERKFILÝDSIM?, LEYFÐU HEVRfl ÞiNR snf"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.