Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 + Konan mín, móöir okkar og systir, GUÐRÚN INGIMARSDÓTTIR DE RIDDER, frá Laugarási, lést í Borgarspítalanum 15. þ.m. Útförin fer fram föstudaginn 18. febrúar kl. 11.30 frá nýju Foss- vogskapellunni. Fyrir hönd ættingja, Harry De Ridder, Ingimar De Ridder og systkini hinnar látnu. + Eiginkona mín, HULDA DANÍELSDÓTTIR, Melgeröi 7, Reykjavík, lést í Landspítalanum aö morgni 16. febrúar. Jónmundur Ólafsson. + Sonur okkar, HALLDÓR SÆVAR KRISTJÁNSSON, er látinn. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Fyrir hönd systkina og dóttur, Svandís Gísladóttir, Kristján Gíslason. + Móöir okkar og tengdamóöir, RÓSA KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Vopnafiröi, Sunnubraut 6, Akranesi, se»n lést þann 13. þessa mánaðar i Sjúkrahúsi Akraness, veröur iarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30 föstudaginn 18. fehrúar. Erna Gunnarsdóttir, Þóröur Ásmundur Júlíusson, Knútur Gunnarsson, Kristín Marinósdóttir, Ragnar Gunnarsson, Petra Jónsdóttir. + Eiginkona mín, LILJA BÓTHILDUR BJARNADÓTTIR, Oddabraut 13, Þorlákshöfn, sem lést þann 10. þ.m. veröur jarösungin frá Þorlákskirkju, Þor- lákshöfn, laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaö en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag fslands. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sveinn Sumarliöason. + BENEDIKT ÞÓRARINN EYJÓLFSSON frá Hólmavík, Hverfisgötu 43, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Elínborg Benediktsdóttir. + Eiginmaður minn, HERMANN GUDBRANDSSON, deildarstjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu, föstudaginn 18. þ.m. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag Islands og aðrar líknarstofnanir. Fyrir hönd aöstandenda. Oddný Þórarinsdóttir. Þórdís E. Stephen- sen - Minningarorð Fædd 16. apríl 1916 Dáin 9. febrúar 1983 í dag fer fram frá Laugarnes- kirkju útför frú Þórdísar E. Stephensen. Hún fæddist að Hvanneyri í Borgarfirði 16. apríl 1916 og bjó þar í æsku hjá foreldr- um sínum, Einari Jónssyni, sem var þar kennari og bústjóri um 13 ára skeið, og konu hans, Guð- björgu Kristjánsdóttur. Það mun hafa verið seint á 4. tug aldarinnar, sem hún sá fyrst eftirlifandi mann sinn, Guðbjart Stephensen, á Akranesi. Bæði voru þá kornung og glæsileg. Kynni þeirra leiddu til þess, að þau gengu í hjónaband í júní 1941. Bjuggu þau fyrst í nokkur ár við Skúlagötu hér í Reykjavík, en síð- ar reistu þau sér stórt og fallegt heimili að Rauðalæk 34. Það var á því heimili, sem mér auðnaðist að kynnast ungu hjón- unum best, og það get ég sagt með fullkominni hreinskilni, að ég minnist þess ekki að hafa fyrr eða síðar kynnst einlægara og fallegra sambandi milli hjóna. Ekki spillti það einlægninni og eindrægninni, þegar Þórdís yngri kom á heimilið, falleg og indæl stúlka, sem vann sér allra traust og hefur ætíð verið sér og sínum til sóma. Um 1950 fluttist ég frá Keflavík til Reykjavíkur. Á þeim árum fékkst ég jöfnum höndum við út- gerð og verslun. Einn þeirra manna, sem ég átti hvað nánast samstarf við á þeim árum, var Guðbjartur Stephensen, maður Þórdísar, og hefur hann æ síðan verið góður og traustur fjölskyldu- vinur. Það leiddi því af sjálfu sér, að ég átti oft erindi á heimili þeirra hjóna við Rauðalæk. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að vináttan hafi brátt verið orðin svo náin, að húsið þar hafi verið mér sem annað heimili. Það var ætíð gott að koma á heimili þeirra ágætu hjóna og dvelja þar með góðum vinum. Þar ríkti jafn- an glaðværð og heilbrigður andi. Heimilið var fallegt, vinalegt og bar svipmót traustra húsráðenda, enda húsfreyjan ekki síður sterk- ur persónuleiki en heimilisfaðir- inn og mjög listræn. Þannig liðu árin, eitt af öðru, og alltaf var gestrisni, glaðværð og virðuleiki í fyrirrúmi hjá þeim Þórdísi og Guðbjarti. En svo reið áfallið yfir. Fyrir rúmum fjórum árum barst heimil- isvinum og öðrum sú fregn, að frú Þórdís hefði lamast. Það var vin- um hennar mikil harmafregn. Ég vissi varla, hvað ég átti að gera, því að ég vildi muna þessa ágætu, listrænu konu, eins og ég hafði þekkt hana um langt árabil — al- úðlega, ötula, veitandi. Ég afréð loks að ræða þetta mál við eina bestu vinkonu Þórdísar, frú Sigríði Ástþórsdóttur, sem taldi mig hafa tekið rétta ákvörð- un. Þess vegna heimsótti ég hana aldrei á hinni löngu og ströngu legu hennar, en reyndi að hugsa þeim mun oftar til hennar, ef það mætti verða að einhverju gagni. Frú Þórdís var sárþjáð, þegar leið á veikindi hennar, jafnvel svo að hennar nánustu áttu erfitt með að horfa upp á kvöl hennar. En svo kom lækningin. Dauðinn, hið dimma orð, læknaði þrautir henn- ar. Orðið, sem táknar í rauninni það, sem við trúum, mörg okkar, að hafið sé nýtt tilverustig, áfram sé stefnt á þroskabrautinni og þýði því í rauninni ferðalag. Ég vona, að mér auðnist ein- hvern tíma í framtíðinni að mæta þeim vinkonum, Þórdísi og Sigríði, brosandi og glæsilegum, eins og ég sá þær svo oft, einhvers staðar úti í geimnum á fallegri jörð í fjar- lægu sólhverfi. Þessum fáu orðum fylgja inni- legar samúðarkveðjur frá okkur hjónunum og syni okkar, Ólafi Einari, og Þorbjörgu Jónsdóttur konu hans. Ólafur E. Einarsson Það er svo einkennilegt að þegar sorgin ber að dyrum setur okkur ætíð hljóð og þótt við hrópum þá berst rödd okkar ekki til baka eins og sá klefi sálarinnar sem hýsir sorgina sé með öllu veggjalaus nema þá rödd okkar berist lengra og hljómi í sal hinna framliðnu? Ég vona að rödd mín finni sam- hljóm þar sem hún Dísa er þessa stundina því við sem heimsóttum hana seinustu mánuðina á Reykjalund vorum aldrei alveg viss hvort hún heyrði til okkar. Þó mátti kenna bros þegar hún Þór- dís dóttir hennar sagði henni frá litlu drengjunum okkar eða hann Guðbjartur maðurinn hennaf strauk henni um hárið. Auðvitað getum við aldrei vitað með vissu hvort hún heyrði til okkar þar sem hún lá í fjötrum i því einskis- mannslandi þar sem hvorki guð né menn ná fótfestu, en einhver nafnlaus ómennsk þjáning ræður ríkjum. Það skiptir raunar engu máli hvað slíkt ástand er nefnt í læknisfræðiritum eða trúarbók- um, slík þjáning er handan hversdagslegrar orðræðu og sann- arlega er ábyrgð okkar sem eftir lifum mikil. Annars var allt með öðru og léttara svipmóti þegar við Þórdís hittumst fyrst á Rauðalæknum. Ég verðandi tengdasonurinn að sjálfsögðu tvístígandi og feiminn en hún Dísa bakaði í skyndi vöffl- ur og þegar ég gekk með baksturs- ilminn í vitunum um íbúðina sá ég í sjónhending hvern mann hún hafði að geyma. Veggir þaktir myndum máluðum af listamönn- um og borð og skápar hlaðið skrautmunum sem kórónuðu lita- samræmið og ekki nóg með það, + Einlægar þakkir fyrir sýnda samúö og hlýhug við lát og útför eiginkonu minnar, moour okkar og tengdamóöur, KRISTRÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR, Básenda 2. Engilbert Sigurðsson, Guðmundur Már Engilbertsson, Gunnar Valur Engilbertsson, Sigurður Haukur Engilbertsson, Þóra Engilbertsdóttir og Þráinn Finnbogason. + + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og hluttekningu viö and- Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö lát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa, og vinarhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns, fööur okkar. HALLDÓRS BALDURS KRISTINSSONAR, tengdaföður og afa, málarameistara, KRISTVINS KRISTINSSONAR, Siglufirói. Lambastekk 4. Björg Pálína Jóhannsdóttir, Sérstakar þakkir til verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir ómet- Kristinn Halldórsson, anlega aöstoö. Guömundur Ó. Halldórsson, Þórdís Eiríksdóttir og börn, Jóhann K. Halldórsson, tengdabörn og barnabörn. Linda S. Halldórsson, Björg Á. Kristinsdóttir. listamaður fenginn til að velja liti á veggfleti og jafnvel til að raða saman flísum á eldhúsgólf. Og mitt í þessari vin situr Þórdís — tíguleg þrátt fyrir sjúkdóminn og ber liti á léreft en ég ét mína vöfflu. Síðar sagði ég oft við Þórd- ísi að nú skyldum við halda sýn- ingu, kannski á Mokka eða Grens- ás eða á Landspítalanum og hún lifnaði öll við. Sannarlega var mér alvara því í litlu myndunum henn- ar Dísu býr meiri innileiki en mörgum þeirra verka sem hampað er í uppsiáttarritum um list. Ég vona lesandi góður — hvar sem þú ert staddur að þessi orð nái til þín, því ekki gat ég tjáð þessa hugsun meðan hún Dísa lifði. En draumurinn ljúfi varð aldrei að veruleika. Hin nafnlausa þján- ing náði heljartökum á líkama Þórdísar og hún hvarf smám sam- an inn til þess lands sem skapar- inn hefir aldrei ætlað mönnum til vistar. En hér var ekki aðeins við hina nafnlausu þjáningu að eiga heldur og eiðsvarna menn sem kvörtuðu ákaft um skort á legu- rými. Þannig hraktist Þórdís deild af deild, spítala af spítala þar til hún kom á Reykjalund. Þar tók við henni fólk sem sinnti svo óaðfinn- anlega þörfum hins hrjáða líkama að ekki verður betur gert. Þar sem ég þekki ekki þetta hjúkrunarfólk persónulega nema Björn Magn- ússon lækni vil ég bara taka undir hlýjar kveðjur þeirra sem næstir stóðu og vcna að alvaldið sjái aumur á okkur hinum sem stóðum hjá skilningsvana. Hún Þórdís og hann Guðbjartur taka vafalaust við hlýjum kveðjum frá Dísu. Sjaldan ef aldrei hef ég séð mann- eskjur taka skapadómi örlaganna af meiri karlmennsku. Þau bönd sem ykkur bundu eru í rauninni óslítanleg og því munu kveðjur þeirra enduróma í fjarlægum sal. Vafalaust er það herbergi fagur- lega búið og litir valdir af sönnum listamanni. Fyrir okkur sem eftir lifum er nóg að líta á myndirnar hennar Dísu til að sjá hvernig henni líður á nýja staðnum. Þar ljómar hver reitur og blóm brosa í túni rétt eins og að Rauðalæk 34. Ólafur M. Jóhannesson Við andlát Dísu móðursystur minnar, minnist ég sérstaklega þess hlýja kærleiks, áhuga og al- úðar sem hún ávallt sýndi mér sem barni, sér í lagi þegar ég komst á unglingsár og svo síðar þegar ég varð fullorðin. Heimili þeirra Dísu og Bjarts að Rauðalæk 34, áleit ég alltaf mitt annað heimili og var ég ætíð jafn velkomin þar. Ég minnist sér- staklega þeirrar notaiegu örygg- istilfinningar sem ég fann í návist þeirra. Heimili þeirra var fallegt, hlýlegt og notalegt og alltaf var mér tekið með opnum örmum. Við Dísa sátum oft heilu næt- urnar og röbbuðum saman, hlóg- um og spekuleruðum í ýmsu. Þess- ar stundir verða mér minnisstæð- ar alla tíð og þá sér í lagi sá kær- leikur sem ég fann streyma frá henni til mín. Ég vona að ég hafi getað endur- goldið mínar tilfinningar í hennar garð á einhvern hátt því þær voru sannarlega mjög djúpar og sterkar. Hér er mín hinsta kveðja til dásamlegrar frænku. s'gga. Derby, Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.