Morgunblaðið - 17.02.1983, Side 22

Morgunblaðið - 17.02.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 í stuttu máli Tólf farast í skógareldum Sydney, 16. febrúar. AP. AÐ MINNSTA kosti 12 manns eru talin hafa látið lífið í skógar- eldum, sem geisað hafa í suður- hluta Astralíu. Eldur braust út á mörgum stöðum á svipuðum tíma og varð ekki við neitt ráðið þar sem talsvert hvasst var á sumum svæðum. Mikill hiti er nú á þessum slóðum, víðast yfir 40 gráður á celsius og brakandi þurrkur. Neyðarástandi var lýst yfir í Hills-héraði við Adelaide, en vitað er um 11 manns, sem far- ist hafa þar. í Viktoríu-fylki hafði einn látist er eldur braust út á fjórum stöðum svo að segja samtímis. Yfir 40 íbúðarhús urðu eldtungunum að bráð í því héraði. Bandarískri vél rænt í Mexíkó — ræninginn gafst upp eftir fimm klukku- stunda þóf Nuevo Laredo, Mexíkó, 16. febr. Al*. MAÐUR vopnaður vélbyssu rændi í gær bandarískri flugvél með tuttugu farþega innanborðs, en lét alla farþegana lausa fimm klukkustundum síðar og gafst sjálfur upp. Flugræninginn mun hafa verið Irani sem kenndi Banda- ríkjunum um bágborið efna- hagsástand í heimalandi sínu og krafðist þess að vélin flygi til Kúbu. Sex fórust í þyrluslysi San Salvador, 16. febrúar. AP. SEX af sjö manns um borð létust þegar bandari.sk herþyrla af gerðinni Huey UH-10 í eigu stjórnarhersins í EI Salvador flækti spaðann í rafmagnslínum, hrapaði til jarðar og brann til ösku í El Salvador í morgun. Sendiráðin fá ekkert áfengi Kuwait, 16. febrúar. AP. ÞJÓÐÞINGIÐ í Kuwait sam- þykkti í gær að framlengja bann á áfengisinnflutning til erlendra sendiráða í landinu þrátt fyrir þá aðvörun ríkisstjórnarinnar, að áframhaldandi bann á áfengi gæti leitt til þess að sendiráðin hæfu bruggun á eigin víni innan sinna veggja. Tvær milljónir líflátnar án dóms og laga (áenf, 16. febrúar. AP. SAMKVÆMT skýrslu frá Sam- einuðu þjóðunum hafa meira en tvær milljónir manna verið tekn- ar af lífi víðs vegar um heim án dóms og laga á undanförnum 15 árum. Þau lönd, sem sérstaklega eru tilgreind í skýrslunni, eru ran, Suður-Afríka og þrjú Suður-Ameríkuríki. Skýrslan nær til 39 landa víðs vegar um heim þar sem sannað hefur verið, að mannréttindi hafa verið fótum troðin. Bretadrottning í Jamaica Ringston, Jamaica, 16. feb. Símamynd AP. Elísabet Bretadrottning kom í opinbera heimsókn til Jamaica í gær og var tekið geysilega vel. Jamaica-búar báru drottninguna á höndum sér, ekki síst hinn 6 ára gamli Andrew Seaga, sonur forsætisráðherra Jamaica, Edward Seaga. Hann sést hér afhenda drottningunni gjöf sem er ætluð ríkisarfanum í Bretlandi, William litla. Gjöfin er frá börnum Jamaica. Dauðsföllin í Assam nálgast þrjú hundruð Nýju Delhí, 16. febrúar. AP. FKEKARI átök brutust út í héraðinu Assam á Indlandi í dag og létust a.m.k. 15 manns lífið í þeim. Stjórnvöld undirbúa nú annan hluta kosninganna í héraðinu. Fregnir frá héraðinu herma, að átta manns hafi látið lífið er þeir voru brenndir inni af óaldarflokk- um í gær. í dag skutu lögreglu- menn þrjá vopnaða meðlimi hjálp- arsveita til bana og fregnir bárust af frekari dauðsföllum á víð og dreif um héraðið. Tala látinna í átökunum á þessum slóðum er nú komin upp í 298. Það er einkum hreyfing stúd- enta, sem hefur aðallega barist fyrir því, að fólk sniðgangi kosn- ingarnar. Innfæddir í héraðinu krefjast þess, að yfir ein milljón ólöglegra innflytjenda frá Bangla- desh verði svipt kjörgengi og vísað úr landi. Palestínumenn funda um friðartillögurnar Algeirsborg, 16. febrúar. AP. PALESTÍNSKA þjóðarráðið hóf í dag lokaðan fund þar sem ræða átti kröfur harðlínumanna þess eðlis að friðartillögum Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta yrði hafnað og hafnar verði að nýju hernaðaraðgerð- ir gegn ísrael. Heimildamenn innan PLO sögðu fréttamönnum að ráðið hefði verið kallað saman af harðlínumönnum sem aðsetur hafa á Sýrlandi til að hafna formlega friðartillögum Reagans og til undirbúnings undir nýja sókn gegn ísraelum. Hins vegar herma sömu heim- ildir að Yasser Arafat og stuðn- ingsmenn hans sem eru í miklum meirihluta séu ósammála harð- línumönnunum og vilji leita allra mögulegra leiða til að friður náist og komist verði að samkomulagi. Biðja EBE að beita þrýst- ingi á Norðmenn og Svía Kaupmannahöfn, 16. febrúar. AP. DÖNSK yfirvöld hafa farið þess á leit við stjórnarnefnd Efnahagsbanda- lagsins, að hún kanni hvað valdi því, að hvorki Norðmenn né Svíar hafi aflétt innflutningsbanni sínu á danskar landbúnaðarafurðir eftir að hættuástandi var formlega aflýst í vikubyrjun. Danski landbúnaðarráðherrann sagði, að hann vildi ekki vera með neinar ásakanir í garð frændþjóð- anna tveggja að svo stöddu, en sagðist ekki sjá neitt í vegi fyrir því, að Norðmenn og Svíar hæfu innflutning að nýju. Aðrar heimildir, þar á meðal frá fulltrúum bændasmtaka Dan- merkur, sögðu, að engin ástæða væri fyrir Dani að bíða með bein- ar ásakanir á hendur þessum þjóðum þar sem augljóst væri, að þær reyndu að færa sér ástandið í nyt til að vernda hagsmuni eigin bænda. Landbúnaðarráðherrann danski hefur þegar skrifað bréf til koll- ega sinna í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og farið þess á leit við þá, að þeir beiti sér fyrir því að innflutningshöft verði rofin sem allra fyrst. Venjan hefur verið sú í málum af þessu tagi, að Norð- menn og Finnar hafa fylgt for- dæmi Svía. Eintak af bréfinu fór einnig til stjórnarnefndar EBE, en í því var ofangreind ósk einnig innifalin. Gremja Dana beinist fyrst og fremst að Svíum, sem um eins árs skeið hafa haldið innflutnings- banni sínu á chrysantemum-blóm- um vegna hættu á óæskilegum skordýrum, sem eyðileggja munu gróður. Danir hafa margítrekað, að ekki hafi orðið vart þeirrar teg- undar skordýra, sem Svíar segjast hræðast. Hvorki Norðmenn né Svíar eru aðilar að EBE, en báðar þjóðir eru samningsbundnar til að fylgja settum reglum um innflutn- ing. Menn úr Bahai-söfnuði * dæmdir til dauða í Iran (ienf, 16. febrúar. AP. ÍRÖNSK yfirvöld hafa dæmt 22 meðlimi Bahai-trúarsafnaðarins til dauða í borginni Shiraz í suðurhluta landsins, segir í fregnum leiðtoga Bahai-safnaðarins í dag. Gerald Knight, sem er talsmað- ur alþjóðasambands Bahai-safn- aðarins, sagði að ekki hefði verið um að ræða neinar formlegar ákærur á hendur meðlimunum og sagði að dauðadómar þessir væru einungis framhald á blóðugum ofsóknum íranskra yfirvalda gegn söfnuðinum þar í landi. írönsk yfirvöld hafa ekki stað- fest fregnir þessar, en fordæmi eru fyrir því að írönsk yfirvöld hafi staðfest að lokum yfirlýs- ingar sem þessa frá Bahai-söfnuð- inum. Bahai-menn segja að 119 trúfé- lagar þeirra hafi verið teknir af lífi í fran frá því Khomeini korn til valda fyrir fjórum árum. Múhameðstrúarmenn í íran líta á trú Bahai-safnaðarins sem villu- trú, en talið er að u.þ.b. 300.000 íranir aðhyllist Bahai-trú. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlin Brtlssel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Færeyjar Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Mallorca Malaga Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Ósló París Pefcing Perth Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 7 léttskýjað 0 heiðskírt 14 heiðskírt 8 heiðskirt «4 skýjað 2 heiðskírt 30 rigning 5 heiðskirt 2 heiðskfrt 2 heiöskírt 5 skýjað 1 skýjað +1 heiöskirt 16 skýjað 13 skýjað 24 heiöskírt 0 heiðskírt 26 heiðskfrt 20 skýjað 9 skýjaö 3 skýjað 20 heiðskfrt 5 heiðskírt 12 lóttskýjað 14 léttskýjað 23 heiðskírt 21 skýjað +10 heiðskirt 24 heiðskirt 8 heíöskírt 2 heiðskfrt 5 heiðskírt 4 snjókoma 21 rigning 6 úrk. i grennd 38 heiðskírt 15 skýjað 16 skýjað +8 heiðskírt 29 heiðskírt 18 skýjað 12 heiöskirt 12 skýjaö +1 heiöskírt Myrti tvo lögreglumenn á flótta undan skattinum lleaton, Noröur-Dakóta, 16. febrúar. AP. LIÐ RÚMLEGA eitt hundraö her- manna umkringdi í dag bóndabæ, þar sem taliö er að banamaður tveggja bandarískra lögreglufor- ingja hafist viö. Maður þessi hefur neitaö að greiða skatta sína og lagt áherslu á þá afstöðu sína með morðunum á mönnunum tveimur. „Ef marka má þær fregnir, sem við höfum af manninum, er engin ástæða til að ætla annað en hann sé vel vopnum búinn og viti upp á hár hvernig nota á vopnin," sag-ði sá er aðgerðinni stjórnaði. Notuð voru gjallar- horn til að koma skilaboðum til mannsins og táragassprengjum síðan varpað að húsinu er ekkert svar barst. Leitin að morðingjanum, 63 ára gömlum manni, Gordon Kahl að nafni, beindist að þess- um tiltekna bóndabæ þegar rannsóknarmenn komu auga á nýleg spor í moldarflagi skammt frá bænum. Sporin lágu að bif- reið, sem stolið var eftir síðara morðið á sunnudag. Kahl þessi hefur sagt vinum og vanda- mönnum að hann láti ekki ná sér lifandi. Lögregluforingjarnir létu lífið á sunnudag er þeir reyndu að handtaka Kahl. í skothríðinni særði hann að auki einn lög- reglumann alvarlega og tvo lítilsháttar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.