Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 19 bæði skipulega og áheyrilega og eins skemmtilega og kostur væri. Það var okkur metnaðar- mál að vera vel máli farnir. Eitt af því eftirminnilegra sem við gerðum var að senda Matthíasi Jochums- syni skeyti á áttræðisafmælisdag- inn hans, og var mikið þrefað um uppsetningu og orðalag. Við vildum alltaf taka þátt í þeim umræðum sem efst voru át baugi en ekki var mikill pólitískur æsingur í Framtíðinni á þessum árum. Þetta voru stríðsárin. Við buðum eitt sinn Ólafi Frið- rikssyni upprennandi alþýðufor- ingja á Framtíðarfund til að kynna stefnu sína. En áður en til fundarins kom voru bæjarstjórn- arkosningar í Reykjavík. Þótti mér Ólafur beita svo óþarfa kjafthætti í baráttunni að ég skrifaði honum bréf og sagði hon- um að vegna þessa gæti ég ekki veitt honum orðið í Framtíðinni ... auðvitað urðu þeir fáu sósíal- istar sem í félaginu voru uppvægir en eftir nokkrar deilur um þetta mál sættust allir. Það var ekki algengt á þessum árum að menn væru sósíalistar það var ekki fyrr en með þeim Þórbergi Þórðarsyni og Halldóri Laxness, þeir gerðu menn að sósí- alistablöðrurum. Seinna snerust þeir og gerðu þá grín að öllu sam- an. En starfið í Framtíðinni gerði það að maður vandist félagslífinu og því að koma fram. Þarna í skólapiltahópnum ríkti Kristján Albertsson, forseti 1916 Bernharður Guðmundss. forseti 1955 Einar Olgeirsson, forseti 1920 Einar Olgeirsson, forseti 1920 Vigfús Ásgeirsson, forseti 1966—’67 Ingibjörg Pálmadóttir, forseti 1949 Gunnar Steinn Pálsson, forseti 1971 Málfundafélag menntaskóla- kvenna hafði ekki lengi starfað þegar kom að stjórnarkjöri Fram- tíðarinnar. Við ætluðum með þessu að höggva aðeins í það karlaveldi sem ríkti í Framtíðinni og vekja at- hygli á okkur. Þegar ég hugsa um bakgrunn- inn á þessu framtaki okkar held ég að þær breytingar sem stríðið olli á stöðu kvenna hafi gert það að verkum að við stóðum þarna tví- stígandi með annan fótinn í for- tíðinni og hinn í framtíðinni. f kosningunum gerist ekkert annað en að við gjörsigrum og þeir strákar sem völdust sem með- stjórnendur neituðu að starfa með okkur. Þeir fóru í fýlu og þarna stóðum við einar uppi með stjórn félagsins alls ólærðar í ræðuhaldi og fundarsköpum. En nú var að duga eða drepast. Þetta stjórnarár okkar var fremur rólegt enda helstu ræðu- skörungar frá í fyrra nú útskrif- aðir. Þó voru haldnir heilmargir fundir og ýmis mál rædd, en allt stórtíðindalaust þar til kvöld eitt seinast í mars. Svo var að það sem efst var á baugi á þinginu var hvort ísland skyldi gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu og var þetta mikið rætt af almenningi. 30. mars boðum við svo venjulegan málfund í Framtíðinni og átti um- ræðuefnið að vera ástir í skóla. Þennan dag eins og kunnugt er var ákvörðun tekin í þinginu um NATO-málið. Mikill æsingur var í Björn M. Olsen við kennslu veturinn 1903—1904 en hann átti ævinlega í útistöðum við skólpilta. Hin dugmikla stjóm Ármanns Sveinssonar 1965. F.v. Vigfús Ásgeirsson, Ólafur S. Guðmundsson, Ármann Sveinsson forseti, Árni Lárusson, og Stef- án Friðfinnsson. góður andi og allur ágreiningur okkar í milli var beiskjulaus. Þetta voru sannkallaðir góðra vina fundir og var þetta þáttur í gleði minnar æsku.“ Vilhjálmur Þ. Gíslason tók við af Kristjáni og rann þá upp friðar- öld í Framtíðinni. Mikið var starf- að í svonefndum áhugaflokkum innan félagsins en þeir voru bókmenntaflokkur, náttúrufræði- flokkur, taflflokkur og söngflokk- ur. Þá var skólafélagsmálið aftur á dagskrá og klofnaði skólinn um andstæðar skoðanir. Þá var eitt af fjörugustu umræðuefnum þessa tíma sambandsmálið, það er sam- band íslands við Danmörku. Einn- ig var deilt um hvort ekki væri þörf á fleiri menntaskólum á land- inu svo meira jafnrétti væri til náms. Framtíðin klofnar Þau tíðindi verða árið 1919 að klofningur verður í Framtíðinni. Einar Olgeirsson var einn af þeim sem gengu úr Framtíðinni og segir u þetta: „Deilur risu á aðalfundi og gagnrýndum við stjórnina fyrir ringulreið í fjármálum undanfarin tvö starfsár. Einnig komum við með tillögu um að einn stjórnar- manna yrði víttur og rekinn úr fé- laginu fyrir árásir á einstaka fé- lagsmenn. Tólf menn skrifuðu undir og sögðust ganga úr félag- inu ef þetta yrði ekki samþykkt. Nú þetta var svo fellt og gengu 15 menn af fundi og fleiri fylgdu á eftir. Okkur fannst þetta súrt í broti þar sem við höfðum rifið upp starfið í félaginu og aukið hróður þess. Við vildum ekki vera utan- veltu og stofnuðum eigin félag sem við nefndum Einherjar. Tóm- as Guðmundsson skáld var for- maður félagsins en uppistaðan í félaginu var einmitt það sem eftir var í skóla af þeim fjórða bekk sem Tómas orti um, 16 skáld í sama bekk þau voru að vísu ekki nema fjórtán en Tómas hafði þau sextán rímsins vegna. Þessi sundrung í tvö málfundafélög stóð ekki lengi, okkur fannst sem það spillti kröftum félaganna að vera í tvennu lagi og 1920 voru þau sam- einuð, og kom það í minn hlut að vera forseti Framtíðairnnar. Eitt af því athyglisverðasta sem við gerðum var að semja tillögur að breyttum kennsluháttum í skólanum. Var stofnuð nefnd til að fylgja þessu eftir og átti ég sæti í henni. Við sendum tillögur okkar menntamálanefnd sem þá hafði í bígerð að breyta lögum um menntaskólann. Við kynntum til- lögur okkar víða en rektor og kennarar tóku harkalega á málinu og gengu meira að segja svo langt að reka einn nefndarmannna úr skólanum. Ekki báru tillögur okkar og bar- átta ávöxt að sinni. Skólinn var fullur af pólitík á þessum árum og við mjög pólitísk- ir. Á fundum Framtíðarinnar var þó megináhersla lögð á upplestur úr ritgerðum og ljóðum, en í fimmta og sjötta bekk gafst okkur góður tími til að lesa og skrifa þar sem þeir tveir bekkir voru mun léttari en þeir fyrri. Ég man að ég las alveg geysilega mikið um öll þjóðfélagsmál. Á næstu árum breytist hlutfall- ið milli upplestarfunda og um- ræðufunda smátt og smátt, og eft- ir því sem starfið beindist meira að ræðumennsku og málfunda- haldi fór stjórnmálaumræða og flokkadrættir hennar vegna vax- andi innan félagsins. Allt fram til 1930 eru heima- stjórnarmenn — íhaldsmenn — sjálfstæðismenn öflugastir í stjórnmálaumræðu félagsins, þó bar nokkuð á jafnaðarmönnum um 1920 og framsóknarmenn voru alltaf nokkrir í skólanum." Pólitískar öfgar Pólitískar deilur í Framtíðinni náðu hámarki á fjórða áratugn- um. Ár eftir ár var forseti valinn í harðvítugu uppgjöri hægri manna og vinstri manna. Halldór Jak- obsson var forseti 1934 og segir svo frá: Á þessum árum 1934—35—36 var pólitíkin hvað mest áberandi í skólanum. Þjóð- ernisstefnan var að koma upp í Þýzkalandi og höfðu margir í skól- anum aðhyllst stefnu þessa. Og um tíma voru í skólanum tveir bekkir sem frægt varð, annar var alkommúnískur en hinn að- hylltist alfarið þjóðernis- stefnuna." Eins og nærri má geta var heitt í kolunum á Framtíðarfundum þessi ár og fór svo í forsetatíð Birgis Kjaran að upp úr sauð, myndað var stórpólitískt samband kommúnista og krata gegn honum og lýst á hann vantrausti. Það var samþykkt og í stað hans var kjör- inn Lárus Pálsson seinna leikari. Næstu ár var grimmt smalað við hverjar kosningar en um 1939 fór svo að dofna yfir pólitíkinni og stóð svo til 1943 en þá voru teknar upp á ný pólitískar kosningar. Margt annað var gert á vegum Framtíðarinnar en að ræða þjóð- mál, haldin voru kaffivöld og skemmtanir, og einnig studdi Framtíðin stofnun annara félaga innan skólans. Kvennainnrás Árið 1949 fjölgaði mikið félög- um Framtíðarinnar enda hafði þá verið lagt niður málfundafélag gagnfræðadeildar svo aðeins eitt málfundafélag var nú starfandi innan skólans. Þetta ár gerist sá merkisatburður að konur gera innrás í félagið og taka yfir stjórn þess. Ingibjörg Pálmadóttir var kjörin forseti og segir hún frá því hvernig þetta gerðist. „Þannig var að við stúlkurnar ákváðum að stofna sér málfunda- félag fyrir okkur því að ef svo ólíklega vildi til að einhver okkar þorði að standa upp á fundum Framtíðarinnar var málflutning- ur okkar tættur í sundur. Við ætl- uðum því að fá þarna næði til að æfa okkur og voru fremstar í flokki Ragnhildur Helgadóttir, nú alþingismaður, og Vigdís Finn- bogadóttir, nú forseti íslands. Þetta félag sem við kölluðum fólki og endaði með uppþoti á Austurvelli og var gerður aðsúgur að Alþingishúsinu. Lögreglan sá ekki annað ráð en að dreifa fólk- inu með táragasi. Á fund okkar um kvöldið mætir mikill fjöldi félaga og flestir bólgnir eftir táragas sem sýnir að þeir hafa ekki verið mjög fjarri átökunum á Austurvelli. Þóra Gústafsdóttir flytur svo framsögu um ástir í skóla eins og fyrirhugað hafði verið en umræður snerust fljótlega að atburðum dagsins. Sló í brýnu milli andstæðinga um þetta mál, og mitt í öllu kemur svo fram vantrauststillaga á stjórn okkar og var hún felld. Fundurinn stóð fram til miðnættis en þá bað Stefán púrtner menn út að ganga enda lá við handalögmálum." Listakosningar lagðar niður Á árunum upp úr 1950 voru jafnan háðar harðar pólitískar rimmur við stjórnarkjör Framtíð- arinnar. Var mönnum farið að þykja sem pólitíkin drægi úr krafti félagsins og segir nú Bern- harður Guðmundsson frá þessum tíma: „Nokkrir hugsjónamenn fengu sig lausa úr leikfimi hjá Valdimar og héldu fund á kaffi- stofunni að Laugavegi 11, en þar var ávallt mikil miðstöð fyrir menntaskólanema. Þar voru samdar tillögur að lagabreyting- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.