Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983
21
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
Malcolm Fraser: krókur á móti bragði.
Bob Hawke: vinsælastur
Nýi maðurinn og Malcolm Fraser
MALCOLM FRASER forsætisráðherra boðaði nýlega til kosninga í Ástr-
alíu, 5. marz, aðeins þremur tímum eftir að leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, Bill Hayden, sagði af sér eftir þrýsting frá áhrifamestu mönnum
flokksins, sem hafa gagnrýnt hann fyrir slaka frammistöðu. Fraser vildi
nota upplausn í Verkamannaflokknum og afsögn Haydens kom honum í
opna skjöldu. Verkamannaflokkurinn sneri svo taflinu við með því að
velja Bob Hawke, vinsælasta stjórnmálamann Ástralíu samkvæmt skoð-
anakönnunum og hálfgerðan kraftaverkamann í augum flokksmanna,
leiðtoga flokksins í stað Haydens, 29 dögum áður en kosningarnar fara
fram.
Stjórn Frasers hefur verið
við völd síðan 1975 og
Verkamannaflokkurinn þarf að-
eins 1,3% fylgisaukningu í 11
kjördæmum til að fella hana.
Flokkur hans, Frjálslyndi flokk-
urinn, hefur 73 þingsæti, en
Verkamannaflokkurinn 52. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum í nóv-
ember hafði Verkamannaflokk-
urinn 9% meira fylgi, en for-
skotið hefur minnkað í 4%.
Þetta vildi Fraser notfæra, en
val Hawkes setur strik í reikn-
inginn og úrslitin geta orðið
tvísýn. Þó telja flestir að Fraser
haldi velli.
Fraser er sigurvegari þrennra
síðustu kosninga. Hann er 53 ára
gamall landeigandi og virðist
hafa náð sér eftir taugaaðgerð,
sem hann gekkst undir fyrir
þremur mánuðum. Hann er
raunsær stjórnmálamaður og
nýtur virðingar fyrir stjórnvizku
og skapfestu. En almenningi
hefur fundizt hann kuldalegur
og fráhrindandi, þótt hann hafi
reynt að sýnast mannlegri. Póli-
tískar tímasetningar hans hafa
þótt meistaralegar og hann hef-
ur oft komið vinstrisinnuðum
andstæðingum sínum að óvör-
um, nú síðast með því að banna
krikkettliði frá Vestur-Indíum,
sem er á keppnisferðalagi í
Suður-Afríku, að koma til Astr-
alíu.
Ástralíumenn eru íhaldssam-
ir, þótt þeir séu ákafamenn, og
Frjálslyndi flokkurinn hefur
verið talinn hinn eðlilegi stjórn-
arflokkur síðan á dögum Menzi-
es. En mikið rót kemst á áströlsk
stjórnmál með vissu millibili,
síðast þegar Gough Whitlam var
forsætisráðherra, og nú virðist
nýtt umrótaskeið framundan.
Því hefur jafnvel verið haldið
fram að þjóðareinkenni Ástral-
íumanna hafi breytzt í tíð Whit-
lams og margir hafi ekki ennþá
náð sér eftir martröðina sem
fylgdi þeirri ákvörðun hans að
víkja Sir John Kerr úr embætti
landstjóra.
Verkamannaflokkurinn hefur
tapað tvívegis undir stjórn
Haydens, sem er raunsær
stjórnmálamaður en litlaus.
Hann var gagnrýndur fyrir að
geta ekki fært sér í nyt aukinn
samdrátt, vaxandi atvinnuleysi
og nokkur hneykslismál, sem
skóku undirstöður ríkisstjórnar
Frasers í fyrrahaust. Nú þegar
Hawke er tekinn við, er búizt við
að nýtt líf færist í stjórnmála-
baráttuna. Hawke er jafnaldri
Frasers, sonur meþódistaprests
frá Perth og er sagður hafa
stefnt að því að verða leiðtogi
Verkamannaflokksins og forsæt-
isráðherra síðan. Hann hóf störf
í verkalýðshreyfingunni að
loknu námi í Oxford, þar sem
hann var Rhodes-styrkþegi.
Hawke- var kosinn forseti
verkalýðssambandsins 1970.
Hann þótti snjall sáttasemjari
og eiga auðvelt með að setja
niður vinnudeilur með góðu sam-
starfi við báða aðila, þótt Fraser
segi annað í kosningabarattunni.
Fraser segir að verkföll hafi
aldrei verið eins almenn og í tíð
Hawkes, sem hafi verið fangi
róttækra afla í hreyfingunni.
Hawke stendur til hægri í flokki
sínum, eins og Fraser í sínum
flokki, og var eindreginn stuðn-
ingsmaður ísraelsmanna og
studdi úranvinnslu í Ástralíu.
Hann var ekki kosinn á þing fyrr
en 1980 og hann hefur verið tals-
maður flokks síns í atvinnumál-
um.
Hawke er raunsær og rökviss,
mælskur og stórorður og nýtur
sín vel í sjónvarpi og á opinber-
um fundum, þar sem enginn
stendur honum á sporði. Vin-
sældir hans hafa stöðugt aukizt,
þrátt fyrir drykkjuskap, svæsn-
ar árásir á samherja og mót-
herja og tilfinningasemi á opin-
berum vettvangi. Hann segir
alltaf skoðun sína án þess að
hika eða hugsa um afleiðingarn-
ar og í fyrra lá við að hann væri
rekinn af þingi fyrir að kalla
þingmann lygara. Fréttaritari
Observers segir að hann hafi
aldrei reynt að fela galla sína:
hann játaði eitt sinn í viðtali að
hann drykki stundum meira en
góðu hófi gegndi, í annað skipti
féll hann saman og grét frammi
fyrir alþjóð og í samtali við
ævisöguhöfund sinn viðurkenndi
hann að kvennafar hefði næst-
um því lagt hjónaband sitt í
rúst.
Gallarnir hafa ekki dregið úr
vinsældum hans, heldur þvert á
móti. Hann höfðar til réttsýni og
réttlætiskenndar Ástralíu-
manna, sem kunna vel að meta
hreinskilni hans og heiðarleika,
ekki sízt kvenþjóðin. Tilraunir
hans til að bæta sig eru frægar
og þjóðin hefur tekið hann í sátt.
Um hann hefur verið sagt:
„Eitthvað verður að gerast til að
sameina þessa þjóð: allir hata
alla og það er hræðilegt á sama
tíma og við fljótum sofandi að
feigðarósi. Kannski er eitthvað
trúarlegt við málflutning hans,
en þegar hann talar hlusta allir.
Hann sameinar fólk."
Hawke bakaði sér óvild
áhrifamikilla vinstrisinna með
hófsamri afstöðu sinni í stjórn-
málum og verkalýðsmálum og
því tók það hann tíu ár að að
komast á þing. Vinstrisinnar
komu einnig í veg fyrir tilraun
hans í júlí í fyrra til að verða
kjörinn flokksleiðtogi í stað
Haydens. Hawke skorti aðeins
fimm atkvæði og hann lofaði að
reyna ekki aftur fyrr en eftir
nýjar kosningar. Við þetta hefur
hann staðið, þótt hann hafi síðan
unnið að því að tjaldabaki að fá
stöðuna. Fylgi Haydens hefur
minnkað stöðugt á þessum tíma
og síðustu vikur hans í leiðtoga-
embætti sögðu nánustu banda-
menn hans efast um að flokkur-
inn gæti sigrað undir hans
stjórn. Flokkurinn sá loks ekki
annað ráð en að leita til Hawke,
eina leiðtogans sem getur ógnað
Fraser.
Ákvörðun Frasers kom ekki á
óvart, þar sem hann hafði ekki
viljað vísa á bug orðrómi um
kosningar og ákveðið var að
dæla milljónum dollara í efna-
hagslífið. Með því að efna til
nýrra kosninga, átta mánuðum
áður en kjörtímabili lauk, kveðst
hann vilja fá nýjan stuðning frá
kjósendum við harða efna-
hagsstefnu, sem eigi að forða
Ástralíu frá alvarlegustu áhrif-
um samdráttarins í heiminum.
Verkalýðsfélögin reyni með
stuðningi Verkamannaflokksins
að eyðileggja kaupstöðvun, sem
hefur verið í gildi síðan í fyrra-
haust og er liður í baráttu gegn
vaxandi atvinnuleysi, 11,5%
verðbólgu, halla á ríkisfjárlög-
um og vaxtahækkunum. Með því
að kalla Hawke fanga róttækra
verkalýðsleiðtoga reynir Fraser
að kenna honum um verkföll og
annan vanda í efnahagsmálum.
Hawke kveðst munu vinna að
þjóðarviðreisn og þjóðarsáttum
og hefur svarað ásökunum Fras-
ers með því að reyna að stilla til
friðar á vinnumarkaðnum. Hon-
um tókst að fá starfsmenn olíu-
iðnaðarins til að aflýsa verkfalli,
sem þeir höfðu lagt út í þrátt
fyrir kaupstöðvunina og gat haft
lamandi áhrif. Fleiri verkföll eru
ekki í uppsiglingu og vinnufriður
hefur verið tryggður meðan á
kosningabaráttunni stendur.
Kosningabaráttan verður líklega
hörð og persónuleg. Fraser er
harður baráttumaður, en Hawke
á eftir að sanna hvað í honum
býr.
kr. 89
kr. 79
kr. 49
kr. 59
kr. 99
kr. 99
kr. 79
kr. 89
kr. 99
kr. 99
kr. 99
kr. 99
kr. 99
kr. 99
kr. 99
kr. 99
kr. 79
kr 99
kr. 129
kr. 129
kr. 69
kr. 69
kr. 89
kr. 99
kr. 99
kr. 99
kr. 149
kr. 69
kr. 89
kr. 199
kr. 99
kr. 99
kr. 59
kr. 149
kr. 149
kr. 129
kr. 149
kr. 89
kr. 129
kr. 149
kr. 149
kr. 129
kr. 149
kr. 199
kr. 199
kr. 129
kr. 89
kr. 89
kr. 79
kr. 49
kr. 69
kr. 89
kr. 129
kr. 89
kr. 25
kr. 99
kr. 149
kr. 79
kr. 69
kr. 59
kr. 129
kr. 79
kr. 99
kr. 129
kr. 169
kr. 89
HLJOMPIÖTU
OG KASSETTU-
MARKAÐUK
Listinn hér að neðan sýnir aðeins brotabrot af hinu
stórgóða úrvali platna og kassetta sem finna má á
markaðnum í Húsgagnahöllinni Bíldshöfða. Póst-
kröfusíminn 84074 er ætlaður þeim sem búa úti á
landi og komast því ekki til að skoöa úrvaliö með
eigin augum. Það þarf enginn að missa af þessu
happatækifæri. Hringiö eða komiö strax í dag.
□ Spilverk þjóðanna — Sturla "s.
□ Spilverk þjóðanna — ísland
□ Þokkabót — Bætiflákar
□ Þú og ég — Ljúfa líf
□ Þú og ég — Aðeins eitt líf 'a.
□ Laddi — Deió S.
□ Dúmbó og Steini — Glaumbær
□ Dúmbó og Steini — Dömufrí a.
□ Mike Oldfield — Tubular Bells
□ Mike Oldfield — Platinum
□ Mike Oldfield — Five miles out is.
□ Blondie — Best of Blondie
□ Blondie — The Hunter
□ Gillan — Magic "g.
□ Van Halen — Diver Down ta.
□ B.A. Robertson — R&B.A. £5.
□ Imagination — In the heat of the night fs,
□ Robert Plant — Pictures at eleven
□ Goombay Dance Band — Tropical DreamS'S.
□ UB40 - UB 44 rs-
□ Emil í Kattholti — Ævintýri Emils
□ Haraldur í Skrýplalandi
□ Pétur og Úlfurinn M/Bessa Bjarnasyni \&
□ Snúður og Snældurnar — Komdu kisa mín
□ Söngævintýrið Hans og Gréta/Rauðhetta
□ Söngævintýrið Eldfærin
□ í ævintýraleik — Tumi þumall/Jói og baunagr.
□ Hattur og Fattur — komnir á kreik s.
□ Leo Sayer — World Radio ösi
□ Leo Sayer — Bestu kveðjur
□ Human League — Dare
□ O.M.D. — Architecture and Morality
□ Fun Boy Three — FB3 ^
□ AC/DC — Highway to Hell
□ AC/DC — Back in Black
□ Fleetwood Mac — Rumours
□ Fleetwood Mac — Mirage
□ Madness — 7
□ Madness — Complete
□ Madness — Rise and Fall
□ Don Henley — I can’t stand still
□ Donna Summer — Donna Summer
□ Chicago — 16
□ Partý — Ymsir flytjendur
□ Sprengiefni — Ýmsir flytjendur s,
□ í blíðu og striðu — Ýmsir (nýrómantík) ^
□ Glymskrattinn — Ýmsir flytjendur 'S.
□ Á fullu — Ýmsir flytjendur
□ Beint í mark — Ýmsir flytjendur (2LP)
□ Gæðapopp — Ýmsir flytjendur "a.
□ Skallapopp — Ýmsir flytjendur
□ Bubbi Morthens — ísbjarnarblús
□ Bubbi Morthens — Plágan s,
□ Utangarðsmenn — Geislavirkir
□ Utangarðsmenn — 45 rpm
□ Egó — Breyttir tímar w.
□ Egó — í mynd ÍS.
□ Jakob Magnússon — Horft í roðann
□ Jakob Magnússon — Special Treatment 3.
□ Jakob Magnússon — Jack Magnet ^
□ Jakob Magnússon — Tvær systur
□ Haukur Morthens — Lítið brölt
□ Yazoo — Upstairs at Eric’s ^
□ Foreigner — 4
□ Rod Stewart — Absolutely Live (21p) ’S.
□ Huey Lewis — Picture This
Opið frá kl. 13.00 til 18.00 í dag og frá kl. 13.00 til 19.00
á morgun föstudag. Einnig opið á laugardag frá kl.
10.00.
póstkröfuslmi:
slaÍAor