Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 25 rður að setja fram leiðir til lausnar u VERZLUNARRÁÐ íslands efndi til fjölsóttrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í gær undir heitinu Frá orðum til athafna, viðskipta- þing 83. Gestir ráðstefnunnar voru forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Harris lávarður af High Cross, framkvæmdastjóri Institute of Economic Affairs og Matthías Johannessen ritstjóri. Ragnar S. Halldórsson formaður VÍ setti viðskiptaþingið, en þing- forseti var Hjalti Geir Krist- jánsson forstjóri. Meginefni viðskiptaþingsins var kynning og umræða um skýrslu sem Verzlun- arráðið hefur látið vinna um þann vanda sem við er að glíma í efnahagsmálum landsins og leiðir til lausnar og endurreisnar efna- hagslífsins. Framsögu um skýrslu VÍ höfðu Ólafur B. Thors forstjóri og Þórður Ásgeirsson forstjóri. Þá fluttu erindi fulltrúar hinna ýmsu greina og kynntu sjónarmið sín úr atvinnulífinu með tilliti til skýrslu VÍ. Af hálfu iðnaðar töl- uðu Haukur Björnsson fram- kvæmdastjóri og Sigurður Krist- insson forseti LI. Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda talaði af hálfu landbúnað- ar, Hjalti Einarsson formaður Sambands fiskvinnslustöðva af hálfu sjávarútvegs og einnig ólaf- ur B. Ólafsson forstjóri og af hálfu verzlunar fluttu erindi þeir Einar Birnir fyrrverandi formað- ur FÍS og Gunnar Snorrason formaður KÍ. Að lokinni setningarræðu flutti annar gestur þingsins, Matthías Johannessen ritstjóri, ræðu um íslenzka framkvæmdamenn og brautryðjendur í atvinnuupp- byggingu landsmanna. Þá flutti Harris lávarður erindi um sam- keppni í atvinnulífi og stjórnmál- um. Einnig svaraði lávarðurinn fjölda fyrirspurna og sló hann oft á létta strengi í málflutningi sín- um. Verzlunarráð íslands kynnti á viðskiptaþingi viðamiklar tillögur um endurreisn í efnahags- og at- vinnumálum landsins og er þar fjallað um frjálst markaðshag- kerfi, frjálsa verðmyndun, gildi sparnaðar, fríverzlun, takmörkun opinberra umsvifa, aukinn rétt neytenda, hagkvæmari fjármögn- un mennta-, heilbrigðis-, og tryggingamála, alhliða atvinnu- uppbyggingu og fleira, en sam- kvæmt hugmyndum Verzlunar- ráðsmanna telja þeir unnt að koma verðbólgunni a.m.k. niður í 40% á þessu ári. ) „Þegar við metum stjórn effna- hagsmála sumstu árin ætti okkur að vera ljóst að þa(i úrræði, sem til þessa hefur venið beitt, duga ekki til lausnar. Vandinn er stærri en svo. Einungis með kerf- isbreytingu og snöggu átaki, líkt og 1960, þar sem samræmdum og heildstæðum aðgerðum er beitt náum við árangri. Þar tillögur, sem við leggjum hér fram eru þess eðlis," sagði Ragnar S. Hall- dórsson. „Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni. Margar þeirra hafa verið reyndar erlendis með góðum árangri. Það sem er nýtt við þær er, hvernig þær eru settar fram hér sem samræmd lausn sniðin af innlendum aðstæðum og þeim vanda sem hrannast hefur upp. Með samræmdum aðgerðum er lagt til að vinna á verðbólgunni með fyrirfram yfirlýstum lækk- unum á óbeinum sköttum og sam- svarandi lækkun opinberra út- gjalda. Sjálfvirk tengsl verðlags og launa eru rofin, en sparnaður efldur til að draga úr eftirspurn. Frjáls verðmyndun lækkar vöruverð, þar sem hún stuðlar að aukinni samkeppni og hagræð- ingu. Jafnframt eru fyrirtækjum opnaðar leiðir til að treysta fjár- hagsstöðu sína og takast á við ný verkefni. Það eykur framboð á vöru og þjónustu og eftirspurn eftir vinnuafli, sem dregur úr hættunni á að hjöðnun verðbólgu fylgi atvinnuleysi." I lok viðskiptaþings í gær var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Viðskiptaþing Verzlunarráðs ís- lands árið 1983 fagnar því frum- kvæði sem stjórn VÍ hefur átt um þá áætlun um alhliða aðgerðir í efnahagsmálum, sem hér hefur verið til umræðu undir dagskrár- heitinu: „Frá orðum til athafna" og lýsir stuðningi við þá megin- stefnu sem áætlunin felur í sér. Þingið telur þó þörf á því með hliðsjón af athugasemdum, sem fram hafa komið í umræðum, að fela stjórn ráðsins að efna til samstarfs milli samtaka atvinnu- lífsins til að yfirfara þessar til- lögur og vinna fyllri útskýringar á samhengi þeirra og áhrifum. Að þessari vinnu lokinni verði efnt til sérstakrar stefnuskrárráð- stefnu í byrjun apríl nk. sem gangi frá endanlegum tillögum til birtingar. korðum, U inga í banka og tekur lán, án þess að framleiðslan aukist að sama skapi. Með vísitölukerfi þegar verðbólgan sr innbyggð í líf fólks og þegar fólk bindur vonir við verðbólguna, þá örv- ar hún ekki efnahagslífið, en færir á hinn bóginn allt úr skorðum, skrum- jkælir og eyðileggur. Efnahagslífið á íslandi væri blómlegra ef verðlag væri stöðugra, allir hljóta að sjá það, á því er enginn vafi. Ef pólitíkusar halda öðru fram eru það látalæti. Verðbólgunni fylgir neikvæð þróun, svo margir ókostir sem skaða. 128 sinnum minna verð- gildi í 10% verðbólgu Öll mín skólaár kostaði það sömu upphæð að póstleggja bréf, sama gilti um fargjöld, stöðugleiki var ráðandi afl og fólk gat lifað án spennu óvissunnar og rótleysisins í þeim efnum. Eitt af því sem ég hef reynt að sýna fram á í sambandi við verðbólg- una er það hvernig hún étur upp allt gildismat. 10% verðbólga á 70 ára ævi manns þýðir það að verðgildi minnkar 128 sinnum á þessu tíma- bili, í staðinn fyrir eina krónu þarftu 128 krónur. Ef um 70% verðbólgu er að ræða verður þetta að stjarnfræði- legum upphæðum, milljóna króna mun. Með 10% verðbólgu í Bretlandi verður pundið 100 sinnum minna á starfsævi minni, fellur úr einu pundi í eitt pens.“ Fólk er farið að skilja Ég spurði Harris lávarð að því hvað ylli því að útlit væri fyrir að Thatcher héldi velli sem forsætis- ráðherra í væntanlegum kosningum þrátt fyrir það að þá yrðu atvinnu- lausir í Bretlandi líklega um 3 millj- ónir manna. „Fólk er orðið svo hrætt við verð- bólguna og það er farið að skilja að hún getur ekki gengið, allt fer úr skorðum og jafnvel í launagreiðslum fyrir sömu störf er ekki lengur neitt samræmi, yfirboð eru sífelld og und- irboð, og tortryggni er sáð, eilífum kritum og ósætti milli manna í sam- félagi sem á að vera mannlegt. Stjórn Thatchers hefur náð árangri og það er uppörvandi, verið er að snúa hjólunum við þótt atvinnuleys- ið sé mikið ennþá, skynsemin er látin ráða. Almenningur og stjórnmála- menn segja nú: Úr því að hún getur það, hljóta fleiri að geta snúið dæm- inu við til jákvæðra tilþrifa." — á.j. Séð yfir hluta af ráð- stefnusalnum þar sem viðskiptaþing ’83 var haldið í gær. Við háborðið sitja, frá vinstri: Matthías Johannessen ritstjóri, Harris lávarður, forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, Hjalti Geir Kristjánsson þingforseti, Árni Árnason fram- kvæmdastjóri VÍ og í ræðustól er formaöur VÍ, Ragnar S. Halldórsson, að setja viðskiptaþingið. Skattheimtan og hvar eru nýju atvinnutækifærin? „I'RÁTT fyrir erfiðleika í efnahagslífinu og minnkandi hagvöxt á síðustu árum, heldur opinberi geirinn áfram að þenj- ast út,“ segir í efnahagsstefnu Verzlun- arráðs íslands, sem samþykkt var í gær á viðskiptaþingi. f stefnunni er birt línurit, sem sýn- ir, að nýjustu atvinnutækifærin eru hjá hinu opinbera. Síðan segir: „Opinberir aðilar láta sig ekki lengur aðeins varða nauðsynleg stjórnsýslu- og þjónustustörf, heldur er þátttaka í HVAR ERU NÝJU ATVINNUTÆKIFÆRIN? áhættusömum atvinnurekstri í vax- andi mæli komin í hendur ríkisvalds- ins. Eftirfarandi línurit sýnir fjölgun mannafla, sem vinnur í þjónustu ríkisins og fjölgun mannafla, sem vinnur í þágu atvinnuveganna frá 1963 til 1980. Fjöldi þeirra, sem unnu hjá báðum þessum aðilum, er settur 100 árið 1963. Síðan segir í stefnu Verzlunarráðs- ins, að þjóðarframleiðsla hafi á árinu 1982 minnkað um 4,5% og muni minnka um 4,0% 1983. Áhrif við- skiptakjarabreytinga hafi 1982 verið neikvæð um 0,5% og um hið sama verði hún neikvæð 1983. Þetta þýði að þjóðartekjur á mann hafi minnkað 1982 um 5,0% og muni á árinu 1983 minnka um 4,5%. Síðan segir: „Rang- ar fjárfestingar á liðnum árum koma nú fram í minnkandi hagvexti og al- varlegum samdrætti í framleiðslu og tekjum landsmanna." Afskipti hins opinbera af frjálsri atvinnustarfsemi hafa einnig aukizt. Skattheimtan hef- ur komizt á áður óþekkt stig. Útgjöld ríkisins vaxa, stofnanir þess stækka og fyrirtækjum þess fjölgar. Ríkis- umsvifin eru síðan til viðbótar niður- greidd með erlendum og innlendum lánum.“ Niðurstöðurnar koma berleg- ast í ljós á þessari mynd, sem sýnir hlut ríkisins í hverjum 100 krónum, þ.e.a.s., hvað hið opinbera tekur til sín af 100 krónum á fjórum árum, 1950, 1960, 1970 og 1980. HEILDARSKATTHEIMTA (Skattar tll ríkis og sveitarfélaga í hluttalli við þjóðartekjur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.