Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Stjörnukvöld HSÍ í Laugardalshöllinni í kvöld: Tekst Pressuliðinu að sigra landsliðið? í KVÖLD klukkan 20.00 gengst Handknattleikssamband Isiands fyrir stjörnukvöldi í Laugardals- höllinni. Margt veröur á dagskrá en hæst ber viðureign landsliös- ins viö pressuliðið. Eins og skýrt hefur veriö frá er því mikill kostn- aöur samfara að taka þátt i B-keppninni í Hollandi og því hef- ur stjórn HSÍ ráöist í að halda stjörnukvöld í von um að hand- knattleiksaðdáendur styrki sam- bandið með því aö mæta í höllina í kvöld. Dagskráin í kvöld hefst á leik úrvalsliöa í 3. flokki karla. Því næst skemmta hinir landsþekktu Magn- ús Ólafsson og Þorgeir Ástvalds- son. Síðan leika tvö þekkt knatt- spyrnulið sem eiga þaö sameigin- legt aö hafa aldrei tapaö leik. Er þaö hiö heimsfræga stjörnulið Ómars Ragnarssonar, sem sagt er að sé í óvenju góðri æfingu um þessar mundir, og liö harösnúinna íþróttafréttamanna. Þá er komiö aö hápunkti kvölds- ins leik pressunnar gegn landsliö- inu. Þetta verður síöasti stórleikur landsliösins hér á landi áöur en liö- iö heldur utan til Hollands. Þess má geta aö síðast er pressulið og landsliö léku saman sigraöi press- an örugglega. En vonandi lætur landsliöiö þaö ekki endurtaka sig heldur sýnir fram á aö þaö er í góöri æfingu og vel undir B-keppnina búiö. Enda væri það nú saga til næsta bæjar aö liö sem búiö er að æfa saman í fleiri vikur og leika fjölmarga landsleiki færi aö tapa fyrir liði sem aldrei hefur leikiö saman. íþróttafréttamenn hafa valiö þressuliöiö. Liðið verður þannig skipaö: Markverðir: Jens Einarsson, KR Ólafur Benediktsson, Þrótti Aðrir leikmenn: Anders Dahl-Nielsen, KR Gunnar Gíslason, KR Hilmar Sigurgíslason, Víkingi Ingimar Haraldsson, Haukum Ólafur H. Jónsson, Þrótti Páll Björgvinsson, Víkingi Sigurður Gunnarsson, Víkingi Steinar Birgisson, Víkingi Viggó Sigurðsson, Víkingi Guðmundur Albertsson, KR í pressuliðinu leika tveir mjög leikreyndir landsliösmenn þeir Ólafur H. Jónsson sem leikiö hefur flesta landsleiki fyrir ísland, alls 138, og skoraö í þeim 312 mörk. Og fyrrum fyrirliöi danska lands- liösins Anders Dahl-Nielsen KR. Auk þess hafa allir leikmenn í pressuliöinu leikiö landsleik í handknattleik. Þaö má því án efa búast viö hörkuviöureign á milli þessara tveggja liöa. — ÞR. • Þannig kemur nýbygging ÍSÍ til með að líta út. íþróttahópar fá gistiaðstöðu í hinni nýju byggingu ÍSÍ í NÝÚTKOMNU fréttabréfi ÍSÍ má lesa eftirfarandi frétt um bygg- ingu ÍSÍ í Laugardalnum. Sl. haust hófust framkvæmdir við nýbyggingu ÍSÍ í Laugardal. Hér er um að ræða þriggja hæða hús og er grunnflötur þess 490 m2, en rúmmál 4.180 m3. Bygg- íngarmeistari að húsinu er Magn- ús Jensson. Er áætlað, að 1. áfanga, sem miðast við að steypa húsiö upp og gera það fokhelt, verði lokið fyrir næstu áramót. Enginn vafi er á þvi, aö hiö nýja húsnæöi á eftir aö gerbreyta allri aöstööu ÍSÍ til hins betra. Á 1. hæö verður upplýsingaþjónusta, auk gistiaöstööu, sem ætluö er íþrótta- hóþum utan af landsbyggðinni og erlendis frá. Veröur þar um að ræða 12 tveggja manna herbergi meö baði. Á 2. hæð verður m.a. kennslustofa, fyrirlestrarsalur, morgunveröarsalur, eldhús, geymslur og aöstaöa fyrir kennara og fræðslufulltrúa (Sí. Á 3. hæð veröur skrifstofa ÍSÍ meö tilheyr- andi aöstööu fyrir starfsmenn, fundarsalur ÍSÍ og annar fyrir Ólympíunefnd. Þessa tvo sali er síöan hægt aö sameina í einn, ef um stóra fundi er aö ræða. Þá er gert ráö fyrir, að á þessari hæö veröi komiö á fót íþróttaminja- safni. Lyfta er í húsinu. Gert er ráö fyrir, að hreyfihamlaðir eigi greiðan aögang um allt húsiö. I byggingarnefnd eru Gisli Hall- dórsson, Sveinn Björnsson og Þóröur Þorkelsson. Þess má geta, aö félagsheimilasjóöur hefur sam- þykkt að styrkja byggingu hússins. í þessu sama fréttabréfi er greint frá því, aö samið hefur veriö viö Gils Guðmundsson rithöfund aö undirbúa útgáfu afmælisrits vegna 75 ára afmælis ÍSÍ, árið 1987. Siðasta afmælisrit ÍSÍ kom út áriö 1962. Þá er sagt frá tveimur athyglis- verðum fréttum, sem lesa má hér á eftir. Á tólfta hundrað nýttu sér flugsamning á sl. ári Sem kunnugt er, geröu ÍSÍ og Flugleiðir samning um afslátt á ferðalögum íþróttafólks i milli- landaflugi. Tók samningurinn gildi um áramótin 1981—82. Nú liggja fyrir tölur um það hversu margt íþróttafólk nýtti sér þennan samn- ing, en samtals voru þaö 1.109. Þessi nýting verður að teljast góö, þegar það er haft í huga, aö tvö stærstu sérsamböndin innan ÍSÍ, þ.e. KSÍ og HSÍ, stóöu utan við samninginn. Fulltrúar flokkanna Sl. haust skrifaöi framkvæmda- stjórn ÍSÍ þingflokkum stjórnmála- flokkanna bréf og óskaöi eftir því, aö þeir tilnefndu fulltrúa af sinni hálfu til að vera tengiliöir viö ÍSÍ vegna samskipta ÍSI viö Alþingi. Þingflokkarnir brugöust skjótt viö þessari beiðni ÍSÍ og tilnefndu strax fulltrúa. Alþýöubandalagiö tilnefndi Skúla Alexandersson, Al- þýðuflokkurinn tilnefndi Eiö Guönason, Framsóknarflokkurinn tilnefndi Jóhann Einvarösson og Sjálfstæöisflokkurinn Matthías Á. Mathiesen. Gamlar myndir í eigu og vörzlu ÍSÍ eru ýmsar fágætar Ijósmyndir frá íþróttamót- um fyrri ára. Er nú fyrirhugað aö koma betra skipulagi á þetta safn. Vitað er, aö víða um land eiga menn í fórum sínum gamlar Ijós- myndir, sem tengjast íþróttum meö einum eöa öörum hætti. Áríð- andi er, að þessar myndir glatist ekki, því að þær geta haft sögulegt gildi. Þaö eru því tilmæli ÍSi til þeirra, sem kynnu aö hafa slíkar myndir undir höndum, aö hafa samband viö Hermann Guð- mundsson, framkvæmdastjóra ÍSÍ, í síma 83377. Áríöandi er aö öllum tiltækum upplýsingum varöandi þessar myndir sé haldið til haga. • Anders Dahl Niefsen leikur með pressulióinu í kvöld gegn landslið- inu. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann mætir íslenska landsliðinu. Spurningin er veröur hann enn einu sinni í sigurliði gegn íslensku landsliði? • Eyjólfur Bragason, handknattleiksmaður úr Stjörnunni, með viður- kenninguna sem hann hlaut með nafnbótinni „Iþróttamaður Garða- bæjar“. Eyjólfur Bragason kjörinn íþróttamaður Garðabæjar NÝLEGA fór fram kjör íþróttamanns Garöabæjar 1982. Sérstakt kjör- ráð skipað fimmtán mönnum frá ýmsum félagasamtökum í Garðabæ og fulltrúum bæjarstjórnar velur íþróttamann ársins hverju sinni. Kjör- ið fer fram á vegum Bræörafélags Garöakirkju, sem veitir veglegan bikar og aðrar viðurkenningar í sambandi við val íþróttamannsins. Að þessu sinni urðu úrslit þau, aö Eyjólfur Bragason handknattleiks- maður var kjörinn íþróttamaður Garðabæjar 1982. Eyjólfur hefur veriö leikmaöur meö Stjörnunni um árabil og náö góöum árangri meö liöi sínu, en liö Stjörnunnar hefur náö mjög góöum árangri undanfariö. Eyjólfur varö næsthæstur markaskorari á íslandsmótinu á þessum vetri og er aö ööru leyti vel aö sigri þessum kominn. Annar í rööinni varö hinn kunni markvöröur Brynjar Kvaran og i þriöja sæti Jóhann H. Ragnarsson, skákmaöur. Bræðrafélag Garöakirkju veitti einnig tvær viöurkenningar. Kristín Gísladóttir, fimleikakona, fékk sérstaka viöurkenningu fyrir prýöilegan árangur í íþrótt sinni og Sigurjón Vilhjálmsson, skátaforingi, fékk viöur- kenningu í þakkarskyni fyrir langt og farsælt forustustarf aö málefnum skáta í Garöabæ. Úrslit og afhending verðlauna fór fram í samkvæmi, sem efnt var til í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Formaöur kjörráös, Guðmundur Einarsson, stýrði samkvæminu og afhenti viðurkenningar ásamt formanni Bræörafélags- ins, Paul Jóhannssyni. Viö þetta tækifæri voru flutt ávörp og tóku m.a. til máls Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri, Helgi Hjálmsson formaöur sóknar- nefndar og Halldór Ólafsson bankastjóri, en Búnaöarbankinn í Garðabæ hefur margvíslega stutt íþróttastarfiö í bænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.