Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Ritið „Landið og Landnáma“ — eftir Bárð Jakobsson LANDIÐ OG LANDNÁMA eftir Harald Matthíasson Þetta er mikið rit, 581 bls. í 2 bindum, svo vel útlítandi að full- vel sómir fallegum bókaskáp, en inntakið er ekki að því skapi heil- steypt. Þarna er um að ræða landa- fræði, byggða á einu af mörgum umdeildum handritum Landnámu, sem fremstu sagnfræðingar hafa ekki treyst sér til að ráða fram úr svo ótvírætt sé. Við hina hæpnu staðfræði Landnámu er bætt þjóð- sagnaminnum, munnmælum, sóknarlýsingum, jarðamati frá 18. öld, staðþekkingu höfundar, frá- sögnum nútímamanna, og er þó ekki allt talið. Má nærri geta að útkoman verður æði sundurleit. Leikmanni er óhægt að dæma um þetta rit í heild, því það er ekki okatækt á neinn almennan mæli- kvarða, nema þá þann, sem höf- undur segir sjálfur um tilurð rits- ins, þ.e. verklýsingu. Þessi bók er ekki skemmtileg aflestrar, enda er ritið fremur rutlkennt og vekur fleiri spurningar heldur en svarað er, og að auki sumstaðar villandi og beinlínis rangt. Um Hallvarð súganda segir að hann hafi numið „Súgandafjörð ok Skálavík til Stiga ok bjó þar.“ Síð- an segir að ekki sé vitað hvar Hallvarður bjó, en því bætt við, að hann virðist hafa búið í Skálavík þótt ekki sé það víst, en miðað við staðháttu líklegra að hann hafi búið í Súgandafirði. Er það skarplega athugað að Hallvarður hafi búið í landnámi sínu, og sennilega rétt. Bls. 231 segir: „Stigi er Stigahlíð." Þetta er vit- leysa. Stigi og Bolungarvíkuró- færa eru endahnúkar fjalls og hlíðar, en ekki hlíðin sjálf. Landnám Þuríðar sundafyllis og Steins sonar hennar er afmarkað og ótvirætt, Bolungavík milli Ófæru og Óshóla. Vafasamt er hvort ákveðin landamerki hafa verið á hinum óbyggilegum hlíð- um, Stigahlíð og óshlíð, fyrr en löngu eftir landnám, en rétt er það hjá höfundi að þarna ganga víða hamrar í sjó fram og gætu hafa verið landamerki. Um Kvíarmið segir að það sé út af Stigahlíð. Þetta er rangt og vill- andi. Miðið kemur ekki fram fyrr en komið er snertispöl út fyrir Stiga, og með sama hætti mætti t.d. segja að Halamið eða Græn- landshaf væru út af Stigahlíð. Skiptar eru skoðanir um byggð Þuríðar í Vatnsnesi. Eins og af- rennsli Syðradalsvatns er nú get- ur ekki hafa verið stórbýli þarna. Öðru gegnir hafi ós runnið úr vatninu norðvestanverðu út með fjallinu Erni, enda er þar forn ár- farvegur. Þá hefur Vatnsnes verið áfast austurlandinu og hið besta bæjarstæði. Þegar afrennsli vatnsins breytti um farveg vegna skriðufalla og sandfoks varð Vatnsnes kot og fór í eyði. Hér veltur á því hvernig til háttaði fyrir 11 öldum eða svo, en víst er að staðhættir í Bolungavík hafa mjög breyst frá upphafi byggðar. Helgi Hrólfsson, bls. 223, er hvergi til nema í frásögninni um Skutilsfjörð. Á öðrum stað er get- ið um syni Hrólfs í Gnúpufelli, og Helgi er ekki talinn þar með. I bókartexta segir að Helgi Hrólfs- son hafi „ekki numið fjörðinn all- an“. Þetta er heimildalaust. Texti Landnámu segir það eitt að Helgi hafi byggt í Skutilsfirði. Af rúm- lega 45 mönnum, sem bólfestu tóku á Vestfjarðakjálkanum frá Gilsfirði til Bitrufjarðar er Helgi eini maðurinn, sem ekki er sagður „nema land“. Landnáma segir það eitt að Helgi hafi leitað sér búsetu og byggt í Skutilsfirði, og þar hef- ur hann haft skamma dvöl. Nokkru síðar býr á Eyri skv. Gísla sögu Súrssonar Oddur Örlygsson. Annars er vafasamt að maður, sem ætlaði sér framtíðarbústað í Skutilsfirði hafi valið Eyri til bústaðar. Þetta var ekki og hefur aldrei verið nema meðaljörð, og var síðar talið rýrðarbrauð, enda náði það aldrei að verða nema tæplega hálft höfuðból og hlunn- indalaus jörð. Þórólfur brækir var landnáms- maður, bls. 224, og nam „sunnan Skutilsfjörð' ok Skálavík og bjó þar.“ Skálavík er Hnífsdalur og hefur Brækir numið dalinn og hluta af vesturströnd Skutils- fjarðar inn á Eyrarhlíð. Allur Hnífsdalur hefur verið mikil jörð, og þar er best útræði við utanvert ísafjarðardjúp, að frátekinni Bol- ungavík, enda sóttu menn þangað til róðra úr Skutilsfirði og víðar. Arnarnes skilur Skutilsfjörð og Álftafjörð. Það er ótækt að flytja landnám Þórólfs brækir til Álfta- fjarðar þar sem Landnámutextum ber saman um að Eyvindur kné og kona hans hafi numið Álftafjörð. Hér hefur fátt eitt verið nefnt frá litlu landssvæði, en fleira mætti telja þar, sem er eins og áður segir hæpið og villandi. Sunnléndingur sagði mér að hann væri ekki sáttur við meðferð þessa rits, Landið og Landnáma, á frásögn um landnám Ketilbjarnar gamla að Mosfelli í Árnessýslu, og norðanmaður hafði sitthvað að segja um landnám Helga magra í Eyjafirði. Raunar skal það viður- kennt að höfundur ritsins hefur oft marga fyrirvara, þetta eða hitt er „líklegt", „sennilegt" eða „svo virðist", en þar með eru lesendur í sömu eða meiri óvissu um land- nám heldur en þeir voru áður en bókin var lesin. Það segir í blaði, að Landið og Landnáma sé fyr fyrir þá, „sem unna fornum fræðum og stað- fræði.“ Ekki er hægt að fallast á þessa umsögn nema að því er frá- gang og útlit varðar. Bókin er ekki vísindaleg og frómt talað óhönd- ugleg milli spjalda. Báröur Jakobsson _________________________3J_ Umhleypinga- samt á Dalvík Dalvík, 8. febrúar. SKINNI hluta föstudags 4. febrúar brast á með norö-austan iöulausa stórhríö á Dalvík. Kvngdi niöur óhemju miklum snjó svo aliar götur bæjarins urðu kolófærar á skammri stund. Veöur þetta stóð stutt því á laugar- dag hægöi vind mjög og dró úr úr- komu. Skömmu fyrir þetta veður haföi verið lokið viö að hreinsa götur bæjarins og miklum snjó ekið í sjóinn þar sem ekki var lengur hægt að ryöja snjónum upp í snjófjöll milli húsa. Miklir skaflar mynduðust í óveðri þessu og bifreiðar fenntu í kaf og jafnvel þurfti að moka fólk út úr húsum. Leiðin á milli Akureyrar og Dalvíkur varð fljótt ófær og á föstudagskvöld var áætlunarbíll 3 tíma á leiðinni þessa 45 km vega- lengd. Samkvæmt snjóruðnings- áætlun Vegagerðar ríkisins fyrir þetta svæði var þessi samgönguleið ekki opnuð fyrr en á mánudag undir hádegi, svo þessi leið var ekki fær yfir helgina nema snjóbílum og snjósleðum og svo fuglinum fljúg- andi. í dag þriðjudag 8. febrúar hefur brugðið til betri tíðar með sunnan- átt og 9 stiga hita með þeim afleið- ingum að snjór minnkar nú ört og mikill krapaelgur er á götum bæj- arins. Fréllaritarar. Fródleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Utsölu- markaður mM í Kjörgaröi (kjallara) 15% aukaafsláttur á neðangreint verð á fatnaði til mánaðamóta. Barnaúlpur verö frá kr. 390. Dömuúlpur verö frá kr. 490. Herraúlpur verö frá kr. 490. Flauelsbuxur, stæöir 2—12, verö frá kr. 195. Flauelsbuxur, stæröir 26—40, kr. 295. Barnapeysur frá kr. 90. Fullorðinspeysur frá kr. 150. Vynilstígvél verö frá kr. 295. Sokkar, vettlingar, húfur og margt, margt fleira Skór á alla fjölskylduna — Mjög gott úrval ' - Skartgripir í miklu úrvali Sendum í póstkröfu sím 28640 Útsölumarkaðurinn í kjallara Kjörgarös. Gerið svo vel aö líta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.