Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 15
MOK(U)NHIjAI)II), KIMMTUDACUK 17. KKKKriAK l!)K:t 15 Utflutningsmiðstöð iðnaðarins: Verðmæti iðnað- arútflutnings jókst um nær 50% EINS og fram hefur komið í fréttum minnkaði heildarútflutningur lands- manna um 19 af hundraði að magni til, en um 30% aukning átti sér stað hvað verðmæti snertir, segir í fréttatilkynningu frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Útflutningur iðnaðarvara var næstum sá sami og árið áður, eða mínus 3% miðað við árið 1981. Hins vegar jókst útflutningur iðn- aðarvara að verði til um 50 af hundraði. Útflutningur áls og álmelmis dróst saman um 3% en aftur á móti jókst útflutningur á kísil- járni um 31%. Heildarútflutningur á ullarvör- um nam 1.487,4 tonnum, en hafði numið 1.574,5 tonnum árið áður. Samdrátturinn, 6%, stafar fyrst og fremst af samdrætti í sölu í Þýskalandi og Kanada. Útflutningur skinnavara dróst saman um 19% og munar þar mest um minnkandi sölu til Pól- lands og Svíþjóðar. 90% verðmætaaukning var á út- flutningi á vörum til sjávarútvegs. Munar þar mest um aukna sölu á umbúðum utan um fiskafurðir, svo og vélum og tækjum ætluðum fiskiðnaði. Útflutningur á niðurlögðum sjávarafurðum jókst allverulega milli ára, eða 70% að magni til og 147% að verði til. Sömuleiðis var mikil aukning á sölu kísilgúrs, eða 26% aukning að magni til og 106% að verði til. Reyðarfjörður: Atvinnuástand batnar Keydarfirdi, 11. Tebrúar. VINNA hófst hjá frystihúsi KHB 27. janúar eftir langt hlé. 30 manns voru hér atvinnulausir þar til vinna hófst að nýju. Mest var um atvinnuleysi hjá konum. Nú eru aðeins 3 konur og 2 karlmenn á atvinnuleysisskrá. Besta veður hefur verið alla vik- Annars þarf ekki að kvarta hér út una og hitinn komist í átta stig. af veðri, því að við höfum lítið Reyðfirðingar sjá nú sólina aftur fundið fyrir vetrarveðrum það og glaðnar þá yfir mannskapnum. sem af er. Gréta LITGREINING MEÐ CROSFIELD 5 40 LASER LYKILLINN AD VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF. HLJOMBÆR HUÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 ÚTSÖLUSTAÐIR: Portið. Akranesi — KFBorgf. Borgarnesi — Stálbúðin, Seyðislirði — Skógar, Egilsstöðum — Djúpið, Djúpavogi — Verls. Inga. Hellissandi — Patróna. Patreksfirði — Seria. Isafirði — Hornbær, Hornatirði — KF. Rang. Hvolsvelll — MM, Selfossi — Sig. Pálmason, Hvammstanga — Álfhóll, Siglufirði — Cesar. Akureyri — Eyjabær, Vestmannaeyjum — Rafeindavirklnn. Grindavík — Radfóver, Húsavik — Paloma, Vopnafirði — Ennco, Neskaupsstað — Fataval. Keflavik í tilefni af því að Innréttingahúsið hefur nú selt um 500 HTH eldhúsinnréttingar hafa verk- smiðjurnar ákveðið að veita sérstakan afslátt allt að 20% á næstu 100 eldhúsinnréttingum sem pantaðar eru hjá okkur. Hringið og biðjið um heimsendan Abækling innréttinga- husiö Háteigsvegi 3 105 Reykjavík Verslun sími 27344 Fimmtud: Opið tii kl. 22 í kvöld NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.