Morgunblaðið - 17.02.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.02.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Birgir ísleifur Gunnarsson: Brýn nauðsyn að taka málið úr höndum iðnaðarráðherra Óhugsandi að hægt sé að fara klaufalegar að en hann gerir Nóta Hjörleifs til þingfréttamanna Þessi handritaða nóta, sem iðnaóarráðherra sendi þingfréttamönnum í gær, á að sýna tap íslendinga af endurskoðuðum samningum við Álusuisse, sem þáverandi iðnaðarráðherra (núverandi forsætisráðherra) stóð fyrir 1975. Þeir samningar hafa, að sögn Hjörleifs, fært okkur rúmlega 17,5 milljón dollara í hærra raforkuverði 1975—1980 en haft af okkur rúmlega 17,5 milljón dollara í lægra framleiðslugjaldi á sama tíma. Nettó-tap að dómi Hjörleifs um 1,7 milljón dollara. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) beindi í gær nokkrum fyrirspurn- um til fjármála-, iðnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra vegna einhliða endurmats framleiðslugjalds ÍSAL, sem tveir fyrrnefndu ráð- herrarnir stóðu fyrir. Birgir sagði efnislega að skylt væri að standa saman um þá kröfu, að ÍSAL skil- aði réttum gögnum, varðandi út- reikning framleiðslugjalds, og stæði skil á réttmætum sköttum, samkvæmt samningum. Deilumál um skattgjöld ÍSAL mátti og átti hinsvegar að setja í gjörðardóm, eins og Alusuisse bauð upp á í bréfi síðla liðins árs, og samning- ar milli þess og íslenzka ríkisins standa til. Mergurinn málsins er hinsvegar sá, að rangar áherzlur í vinnulagi ráðherrans hafa komið í veg fyrir að árangur næðist í stærsta atriði íslenzkrar hags- munagæzlu í samskiptum við Alu- suisse, það er að ná fram hækkun raforkuverðs. Alusuisse sendir stjórnvöldum bréf, 10. nóvember sl., sem opnar nýja leið til árangurs, ef nýtt hefði verið. Þar er boðið upp á íslenzkan gjörðardóm í öðrum þætti skatt- deilunnar og annan gjörðardóm í hinum, skipaðan einum fulltrúa frá hvorum aðila og þeim þriðja er báðir samþykki, ásamt viðræðum um hækkað orkuverð, með hlið- sjón af orkuverði í V-Evrópu og Ameríku og samkeppnisstöðu ÍS- AL. Ennfremur stækkun álvers og nýjan eignaraðila. Þrátt fyrir vilja mikils meirihluta þings og þjóðar sem og meirihluta ráðherra að nýta það lag, er þarna gafst, gripu fjármálaráðherra og iðnaðarráð- herra til einhliða endurmats skatta. Ráðherra kom í veg fyrir samningaviðræður, á grundvelli þessa boðs, og spillti síðan öllu andrúmslofti samninga, með ein- hliða skattendurskoðun. Er hér var komið sögu sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, alþingis- maður, sig úr álviðræðunefnd, til að mótmæla vinnubrögðum iðnað- arráðherra. Birgir spurði Ragnar og Hjör- leif, hvort ríkisstjórnin í heild hefði fallizt á gerðir þeirra, og Steingrím, hvort hann hefði vitað fyrirfram eða sé samþykkur fram- ferði meðráðherra sinna í þessu efni. Svör Ragnars og Hjörleifs Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, sagði fjármálaráðuneyt- ið hafa tekið ákvörðun um endur- matið á framleiðslugjaldinu, og farið þar að fyrri fordæmum. Mót- aðilinn getur vísað þessu endur- mati í gjörðardóm, ef hann kýs. Engin formleg viðbrögð hafa enn komið fram. Hér var farið að ábendingu álviðræðunefndar. Rétt er hjá Birgi ísleifi að orkuverðið vegur þyngra en skattgjaldið en þar eru þó engir smápeningar á ferð. Skattinneign ÍSAL er nú úr sögunni en í stað hennar komin inneign upp á 35 m.kr. Hjörleifur Guttormsson, orkur- áðherra, fór hörðum orðum um þá, er beindu brandi sínum að sér en ekki álhringnum, sem færi með arðinn af orkulindum okkar. Hann sagði íslendinga þurfa að stilla saman strengi sína, fylkja liði gegn mótaðilum. Hann snupraði Birgi ísleif, Steingrím Her- mannsson og Guðmund G. Þórar- insson, sem hann taldi varga í vé- um heimasamstöðu. Ennfremur Guðmund Bjarnason (F), sem sagt hefði í Degi, að iðnaðarráðherra hafi haldið illa á samningamálum við Alusuisse og hindrað það lengi að fram næðist það orkuverð, sem nýta hefði mátt til að jafna orku- verð í landinu. Slikt tal væri óvinafagnaður. Þá gagnrýndi Hjörleifur endur- skoðaðan samning, sem gerður var 1975 (þáverandi iðnaðarráðherra Gunnar Thoroddsen). Þar hefði heldur betur verið samið af sér. Samningurinn frá 1975 hefði að vísu leitt til rúmlega 15,8 milljóna dollara hærra orkuverðs á tíma- bilinu 1975—1980, en hinsvegar til 17,5 m.kr. lægra framleiðslugjalds á sama tíma. Nettótap af þessum samningi hefði því leitt til 1,7 milljón dollara taps fyrir íslend- inga (sjá nótu frá ráðherra hér á síðunni). Alusuisse gefin tækifæri til dráttar Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra, sagði þessi mál hafa verið, framan af, í höndum sérstakrar álviðræðunefndar, sem og ráðherranefndar. Þetta hafi síðar breytzt. Iðnaðarráðherra hafi kosið að hafa þetta mál hjá sér einum. Ráðherranefndin hafi síðan dagað uppi á vormánuðum 1981. Steingrímur taldi eðlilegt, að safnað hafi verið upplýsingum, m.a. um erlenda endurskoðun; til að byggja á íslenzka kröfugerð. Hinsvegar harma ég að Alusuisse hafa verið gefin alltof mörg tæki- færi, m.a. með ógætilegum orðum eins og ásökunum um „sviksam- legt athæfi", til að draga orku- verðssamninga á langinn, og þannig að halda hinu lága orku- verði árum saman. Þetta vóru mistök. Tilboð um gerðardóma og viðræður um hækkun orkuverðs, sem fékkst í nóvember sl., átti að nýta. Það var og hyggilegt að ræða um stækkun og endurnýjun ál- versins, sem er úrelt orðið og nú rekið með tapi, gera það sam- keppnishæft. Það er þó vinnustað- ur 700 íslendinga, og ég veit ekki hvern veg skal við bregða, ef því yrði lokað. Þess vegna lagði ég til þá málsmeðferð í ríkisstjórn að skipa nýja ráðherranefnd og nýja álviðræðunefnd, sem þingflokkar og Landsvirkjun, söluaðili orkunn- ar, eigi fulltrúa í. Ríkisstjórnin hafði ekki fjallað um viðbrögð af þessu tagi. Og mér var með öllu ókunnugt um þau fyrirfram. Gaf ekki krónu í ríkissjóðinn Kjartan Jóhannsson (A) sagði hinn upphaflega samning við Alu- suisse traustan í öllum megin- atriðum. Skattakröfur okkar nú byggjast á þeim ákvæðum, sem sá samningur geymir. Bókhalds- færsla Ragnars og Hjörleifs gefur hinsvegar ekki eina krónu í ríkis- sjóð! Þær eru raunar þegar greiddar um svokallaða skattinn- eign. Eftir tilboð það, sem barst frá Alusuisse 10. nóvember, var hins- vegar ekki rétt að grípa til ein- hliða ákvarðana af því tagi sem gert var, heldur knýja fram við- ræður um kjarnaatriðið: hækkun orkuverðs. Það hefði ekkert glat- ast þó einhliða aðgerðir hefðu ver- ið geymdar til næstu áramóta, enda kröfufyrning miðuð við ára- mót. Allar gjörðir ráðherra sýnast og fyrst og fremst leikir í heima- skák hans í ríkisstjórninni og innanlandspólitíkinni. Daginn eftir að Steingrímur Hermannsson leggur fram tillögu í ríkisstjórn um ákveðin vinnu- brögð í þessu máli láta ráðherrar Alþýðubandalags skríða til skarar um gagnstætt vinnulag. Sá mót- leikur kann að vera fyrst og fremst gegn samráðherrum og til að byggja upp áróðursstöðu. Fjög- urra ára ferill ráðherra hefur hinsvegar engan árangur gefið í þessu umrædda máli. Mesta tapið, sem við höfum orðið fyrir í álmál- um, er núllárangur hans varðandi orkuverðið, vegna rangra vinnu- bragða. Kjartan sagðist hafa verið sér- fræðilegur ráðgjafi, er unnið var að endurskoðun samnings 1975 og þá komið á framfæri viðvörunum varðandi nýjar reglur um fram- leiðslugjald ísal. Gagnrýni Hjör- leifs, hörð gagnrýni á hendur for- sætisráðherra, sem var iðnaðar- ráðherra 1975, og kæmi þessi at- laga að honum í kjölfar vísitölu- frumvarps og utanfarár stjórnar oddvitans. Einangrað „sameiningartákn“! Guðmundur G. Þórarinsson (F) sagði iðnaðarráðherra tala mjög um samheldni íslendinga, nauð- syn þess að stilla saman strengi landsmanna. Þrír stjórnmála- flokkar, mikill meirihluti þings og þjóðar er sammála um vinnu- brögð, sem ráðherra hunzar. Mei- rihluti ráðherra, 7 af 10, er sama sinnis. Hjörleifur gengur þvert á tillögu formanns Framsóknar- flokksjns í ríkisstjórn, sem spegl- ar vilja meirihluta stjórnarinnar. Er þetta að stuðla að einingu? Er þetta að stilla saman strengi landsmanna? Hjörleifur vill túlka sjálfan sig sem sameiningartákn í þessu máli. Hann er þá „einangrað sameiningartákn" og dýrt að auki! Með bréfi 10. nóvember sl. er boðið upp á samningsmöguleika, sem sjálfgefið var að láta reyna á. En Hjörleifur sagði nei. Hann vildi halda áfram einleik sínum. Hann kallar meirihluta þings og þjóðar og meðráðherra handbendi erlends auðhrings, en sjálfan sig „sameiningartákn", en hann „still- ir strengi sína“ gegn meirihlutan- um. Eftir að hafa setið í álviðræðu- AFLEIÐING lögbanns verdlagsyfir- valda á fargjaldahækkun Strætisvagna Keykjavíkur er sú, að þeir sem nota vagnana að staðaldri og kaupa því af- sláttarkort, greiða nú 10% hærri far- gjöld en þeir hefðu gert, ef ekki hefði verið sett lögbann á 45,4% fargjalda- hækkun borgarstjórnar í janúar síð- astliðnum. Munurinn er enn meiri ef litið er til fargjalda barna, en nú greiða börn 49,7% hærra gjald en þau hefðu gert, ef lögbann hefði ekki verið sett. Þetta sýna útreikningar sem Mbl. er kunnugt um að gerðir hafa verið á veg- um borgaryfirvalda. Samkvæmt útreikningum þessum liggur munurinn í því, að eftir 25% hækkun fargjaida strætisvagnanna eru ekki seld afsláttarkort, en þegar borgin hækkaði fargjöldin í janúar voru afsláttarkort seld. Þá var al- mennt fargjald fullorðinna 12 krón- ur, en hvert afsláttarfargjald 9,09 krónur. Þegar lögbann var sett á þessa hækkun, voru afsláttarmiðar teknir nefnd, sem ráðherra sniðgekk, í 2 ár, sagði ég mig úr henni, sagði GGÞ efnislega. Vinnubrögð hans skaða okkur en skila engum árangri. Ég komst að þeirri niður- stöðu að annað hvort gæti ráð- herra ekki eða vildi ekki semja, nema hvort tveggja komi til. Guðmundur sagði iðnaðarráð- herra hafa rangfært flesta hluti í þessu máli, beinlínis sagt ítrekað ósatt, og enginn íslenzkur ráð- herra, hvorki fyrr né síðar, hefði verið uppvís að ósannindum í sama mæli og hann. Álviðræðu- nefnd taldi rétt að láta reyna á samningstilboð Alusuisse frá í nóvember sl., en rangt að grípa til einhliða skattendurmats fyrr en sýnt væri, hvort þessar viðræður leiddu til jákvæðs árangurs um það kjarnaatriði að ná fram hækkun orkuverðs. Ráðherrar Al- þýðubandalags halda hinu gagn- stæða fram. Óbreytt ástand í verðlagningu orkuverðs til álvers- ins, þ.e. stefna Hjörleifs, kostar okkur milljón dollara á mánuði hverjum. úr sölu og gilti þá eitt fargjald, 8 krónur hvert far með SVR. Fyrir skömmu hækkuðu fargjöldin um 25%, í 10 krónur hvert fargjald, og afsláttarkort ekki seld frekar en fyrr, þannig að nú borga farþegar 10 krónur fyrir farið, en hefðu borgað 9,09 krónur fyrir farið, sé miðað við verð hvers afsláttarmiða. Munurinn þar á milli er 10%. Sé litið til barnafargjalda, hefði hvert fargjald orðið 1,67 krónur, miðað við verð á afsláttarmiðum, en er nú 2,50 krónur. Munurinn er því 49,7%, eða meiri en fargjaldahækk- un SVR í janúar nam. Ef fargjöldin fyrir janúarhækkun- ina og eftir síðustu hækkun eru bor- in saman, þá hafa þau hækkað úr 6,25 krónum (afsláttarfargjald) í 10 krónur, sem er 60% hækkun, en eins og áður gat eru afsláttarmiðar ekki seldir nú. Með sömu reikniaðferð hafa barnafargjöld hækkað úr 1,14 krónum (afsláttarfargjald) í 2,50 krónur. Fyrstu umræðu um vísitölufrumvarpið lauk ekki í gær: Jóhanna Sigurðardótt- ir andvíg frumvarpinu FYRSTA UMRÆÐA um vísitölufrumvarpið, frumvarp til laga um við- miðunarkerfi fyrir laun, hélt áfram í neðri deild Alþingis í gær, en lauk ekki og sagði forseti deildarinnar, Sverrir Hermannsson, að málið yrði í fyrsta lagi tekið á ný á dagskrá á mánudag. í umræðunum í gær kom það og væri það brot á stjórnarsátt- fram hjá Jóhönnu Sigurðardótt- ur (A), að hún teldi hæpið og óráð að samþykkja vísitölu- frúmvarpið og lýsti hún and- stöðu sinni við það. Sagði hún að það tryggði ekki að undanfar- andi fórnir launþega skiluðu þeim árangri sem til væri ætl- ast. Tómas Ármason (F), við- skiptaráðherra, sagði við um- ræðurnar að kjarni stjórnar- samstarfsins hefði verið að hefta verðbólguna, en nú hefði Al- þýðubandalagið skorist úr leik málanum. Sagði hann að stjórnarsamstarfinu hefði verið erfitt að fá Alþýðubandalagið til að fallast á aðgerðir til að draga úr verðbólgu. Þá nefndi Tómas að ef frumvarpið næði fram að ganga, þá myndi það leiða til lækkunar verðbólgu um 5—6% á árinu, en rýrnun kaupmáttar yrði ekki meiri en 0,5—1,0%. Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra sagðist, vona að málið fengi þinglega meðferð og ætti greiðan gang í gegnum þingið. U tandagskrárumræða um álmálið Farþegar SVR greiða 10% hærra fargjald vegna lögbannsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.