Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Hin kvenlega hugs- un í stjórnmálum — eftir Asgeir R. Helgason Er grundvallarmunur á hugsun- arhætti karla og kvenna? Er til einhver réttlæting fyrir því að flokka hugsun annarsvegar í fem- inin (þ.e. kvenlega) og hinsvegar maskulin (þ.e. karlmannlega)? Er réttlætanlegt að stofnað sé til pólitískra framboða, sem ein- göngu eru skipuð konum? Þessar spurningar verða megin- inntak þessarar greinar. Hvað á ég við með maskulin og feminin hugsunarhætti? Maskulin hugsunarháttur einkennist af blindri rökhugsun, þ.e. rökhugsun, sem tekin er úr samhengi sínu við tilfinningavíddina í manninum. Rökhugsun er í raun aðeins tæki til að framfylgja tilfinningalegum ákvörðunum. Það er t.a.m. tilfinn- ingaleg ákvörðun að vilja jafnrétti fremur en ójafnrétti. Það að mega ekki útrýma öllu lífi á jörðunni í kjarnorkubáli, er líka tilfinninga- leg ákvörðun, enda ekkert sem segir okkur að slíkt sé í rauninni rangt, nema þá trúarbrögð ýmis- konar, en þau eru tilfinningalegs eðlis. Það er hins vegar rökræn afleiðsla, þegar tekin er ákvörðun um aðferðir til þess að ná mark- miðum. T.d. því, að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld eða stuðla að sem mestu jafnrétti. Síðan geta tveir menn, sem báðir hafa tekið þá tilfinningalegu ákvörðun að vilja jafnrétti, rifist um það alla sína daga, hvort sé vænlegra til árangurs, leið Byltingasinnaðra kommúnista, leið sosialdemokrat- ans eða leið Frjálshyggjunnar. Eins er þessu farið með kjarn- orkuhættuna. Meirihluti mann- kyns hefur trúlega tekið afstöðu gegn gjöreyðingu, en menn greinir á um leiðir. Margir telja það væn- legustu leiðina að framleiða sem mest af kjarnorkuvopnum og trúa því, að ógunin bægi frá hættunni á raunverulegu stríði, en aðrir telja enga leið vænlega til árangurs aðra en þá, að eyðileggja öll kjarn- orkuvopn og álíta margir jafn- framt, að jafnrétti og efnahags- legur jöfnuður sé eina leiðin til þess að bægja frá allri styrjald- arhættu. Þannig eru þessi hugtök samofin. Samuel Cohen, maðurinn sem kallaður er faðir Nevtrónu- sprengjunnar, er dæmigerður full- trúi hinnar blindu rökhugsunar. Hann er stoltur af uppfinningum sínum. „Nevtrónusprengjan er ekki vond í sjálfri sér, heldur mennirnir sem henni beita," segir hann og heldur ótrauður áfram sínu striki. Aðspurður segist Cohen trúa því, að stríð sé óumflýjanlegt og í þessu stríði verði nevtrónu- sprengjan notuð. Hann segist trúa á friðinn, vera friðarsinni, en trúir því jafnframt að maðurinn sé í eðli sínu vondur og því sé stríð óumflýjanlegt. Cohen vinnur að því að framleiða gjöreyðingar- vopn, sem hann er viss um að verði notuð. Hann er ekki fulltrúi þeirra, sem trúa því að fullkomn- ari vopn skapi meira öryggi, en hann trúir á friðinn og er að eigin sögn friðarsinni. Hvernig geta slíkar þversagnir rúmast í einum og sama manninum og hann samt verið heilbrigður a.m.k. miðað við viðurkenndar skilgreiningar geð- læknisfræðinnar. Svarið liggur í því, að rökhugsunin er slitin úr sambandi við tilfinningarnar, for- senda rökhugsunarinnar er ekki lengur fyrir hendi. Spurningunni um tilganginn, þ.e. hvers'vegna geri ég þetta, er ýtt til hliðar. Slík- ur einstaklingur er að hálfu leyti vél og að hálfu leyti maður. Ann- arsvegar fjölskyldumaðurinn, sem elskar og hinsvegar hinn kaldi, rökræni vísindamaður, sem upp- hugsar nýjar leiðir til þess að klekkja á andstæðingnum og vinna sjálfum sér frama á sviði sinnar vísindagreinar. Hugsun- arháttur Cohens er ekki eins dæmi. Hann er mjög algengur í nútíma samfélagi og fyrirfinnst í öllum greinum samfélagsins, en hættulegastur er hann á sviði stjórnmála og vísinda. Eins og að framan greinir, er það mín skoðun að slíkur hugsun- arháttur einkenni fyrst og fremst karla, þ.e. sé maskulin hugsun. Sumir fræðimenn hafa kallað þessa tegund hugsunar línulega hugsun og er hún að mínu viti slæm, a.m.k. með tilliti til fram- tíðar mannsins á jörðunni. Konan er í mun betri tengslum við hina tilfinningalegu vídd, en feminin hugsun, svokölluð hring- hugsun, er ekki gjaldgeng í valda- kerfi karlmannsins. Kannski er ástæðunnar fyrir því, að að konan er ekki eins tilfinningalega firrt, fyrst og fremst að leita í því, að hún gengur með börnin og er því í mjög nánu sambandi við sjálfan uppruna mannlegs lífs. Það skal Ásgeir R. Helgason „Konan stendur illa að vígi, þegar hún hyggst ryðja sér braut innan hins hefðbundna valdakerfis karlasamfélagsins. Hún er næsta vonlítil um að komast til áhrifa, nema hún tileinki sér hugsun- arhátt og hegðunarmunst- ur karlmannsins.“ latið ósagt, en eftir stendur að feminin hugsun er mun heil- steyptari og mannlegri en maskul- in hugsun. Ég tel að rekja megi uppruna maskulin hugsunar til samkeppn- innar fyrst og fremst. Við getnað er það ákveðið hvort maðurinn verður karl eða kona. Maðurinn hefur möguleika á því að vera hvort sem er, en erfðalega ákvarð- að hormónaferli ákvarðar hið end- anlega kyn, með því að örfa vöxt annars kynfræðakerfisins en draga úr vexti hins. Þannig hafa allir einstaklingar ófullkomin innri kynfæri síns gagnstæða kyns (þ.e. leifar svokallaðra Wulv- erian eða Múllerian ganga). Þetta hormónaferli er mjög viðkvæmt og fari það úr skorðum, geta kom- ið fram allskyns afbrigði einstakl- inga, sem hvorki er hægt að flokka sem karla eða konur fljótt á litið. í öllum slíkum tilfellum er um að ræða ófullkomna tilraun til að skapa karlmann, því að konan er í vissum skilningi frumkynið. Það er því strax á fósturstigi, sem karlmaðurinn þarf að berjast fyrir tilveru sinni og raunar fyrr, því sæðisfrumurnar berjast um réttinn til að sæða eggið, en sæðis- fruman geymir litninginn sem ræður því, hvort lífveran verður karl- eða kvenkyns. Karlmaðurinn er alinn upp í samkeppni. Leikir drengja eru ímynd samkeppninn- ar. Keppni í íþróttum og stríðs- leikjum, þar sem markmiðið er að beygja eða drepa andstæðinginn. Karlmaðurinn er stöðugt að keppa. Dæmigerðar samræður karlmanna eru smá skærur, þar sem markmiðið er að sigra and- stæðinginn, bera hærri hlut í sam- ræðunum. Ekki skal ég dæma um það, að hve miklu leyti hinn hegðunarlegi kynjamunur er til kominn vega uppeldishátta annarsvegar, en genatiskra þátta hinsvegar. Ljóst er, að nokkur munur er á lífeðlis- legri formgerð og starfsemi karla og kvenna. Vera kann að hegðun- armunurinn sé því að vissu marki lífeðlislega ákvarðaður, en það breytir því ekki, að fjöldi karl- manna, sem sýna mörg einkenni hinnar feminisku hugsunar, hefur aukist til mikilla muna á síðustu árum. Eins hafa fleiri konur en nokkru sinni fyrr tileinkað sér maskulin hegðunarmunstur. Þetta hefur þó aldrei verið athugað með tilliti til mannfjölda milli ára, énda slíkt næsta ómögulegt sökum ófullnægjandi upplýsinga og fljót- andi skilgreiningar á hugtökunum maskulin og feminin. Eftir stend- ur þó, að maskulin hugsun og at- ferli er ekki eingöngu bundið við karlmenn, né er feminin hugsun eingöngu bundin við konur. Hversu mikla áherslu menn vilja leggja á áhrif lífeðlislegra þátta versus umhverfis, er mjög breytilegt, en næsta víst má telja, að áhrif umhverfis, þ.e. uppeldi, fjölmiðlar, skóli og fleira, ráði hér miklu. Eftir sem áður er það stað- reynd, að feminin hugsun ein- kennir konuna sem hóp, en mask- ulin hugsun karlmanninn. Konan stendur illa að vígi, þeg- ar hún hyggst ryðja sér braut inn- an hins hefðbundna valdakerfis karlsamfélagsins. Hún er næsta vonlítil um að komast til áhrifa, nema hún tileinki sér hugsunar- hátt og hegðunarmunstur karl- mannsins. Þetta á ekki síst við um hina pólitísku flokka, og skiptir þá engu máli hvaða stjórnmálastefnu menn aðhyilast. Ef konan tekur ekki upp maskulin hegðunar- munstur og tekur þátt í bardaga- leikjum karlmannsins, eru henni allir vegir lokaðir. Þess vegna eru jafn fáar konur og raun ber vitni framarlega í hinum pólitísku flokkum eða á Alþingi í dag. Þær fáu sem þar eru, hafa annað hvort komist að vegna hræðslu hinna pólitísku afla við hópa á borð við Kvennaframboð, eða hafa tileink- að sér stríðsleiki karlmannsins, þar sem hugsunin um að sigra andstæðinginn, klekkja á mótaðil- anum í stjórnarandstöðu, vinna kappræðuna og tryggja eigin frama, situr í fyrirrúmi. Alþýðuflokkurinn í stjórnar- andstöðu getur prinsippsins vegna ekki samþykkt tillögur frá Fram- sókn eða öðrum stjórnarliðum og Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að vera á móti öllu því, sem stjórnin segir og gerir, þó þeir sjálfir beri upp samskonar tillögur þegar þeir eru í stjórn. Það sama má segja um stjórnarflokkana. Allir vilja eigna sér rósina í hnappagatinu, en vitrænar umræður vilja oft gleymast í stríðsæsingunni. Slík eru einkenni maskulin hugsunar, samkeppni og tor- tryggni. I þessum höndum hvílir sú ákvörðun, hvort stríð verði háð og friðarsinnar á borð við Samuel Cohen trúa á hið vonda í mannin- um, framleiða kjarnorkuvopn og trúa því að þau verði notuð. A meðan situr helmingur mann- kynsins, fulltrúar hinnar tilfinn- ingalegu víddar í manninum, lokaður inni á heimilum yfir pott- um og uppvaski. Þær fáu sem reyna að brjóta sér leið upp á toppinn, koma þangað meira og minna skemmdar og mótaðar af samkeppnismóral karlaveldisins, ef þær þá komast þangað á annað borð. Tilfinningarnar verða að kom- ast inn í valdakerfið og stjórnmál- in, konan þarf að hasla sér völl, án þess að glata að meira eða minna leyti sínum kvenlegu eiginleikum. Því miður held ég að rödd konunn- ar komist aldrei ómenguð upp í gegnum hina hefðbundnu leið flokkakerfisins, ekki eins og stendur a.m.k. Það er því að mínu áliti full þörf á sérframboði kvenna til Alþingis. Inni á Alþingi og í kosningabar- áttunni sjálfri, þurfa þær að vísu að standa frammi fyir stríðsleikj- um karlmannsins, en þær geta þá a.m.k. staðið saman sem hópur og ég hef trú á því, að þær verði ný og fersk rödd í hugmyndakreppuhús- inu við Austurvöll. VAIMET Þrautreyndar finnskar bátavélar 3—4 og 6 strokka 45-192 hestöfl og Ijósavélar 24-112 KW. Verö þann 15. febrúar: 2 cyl. 50 hö/2300 sn. meö gír- og skrúfubúnaði 114.800. 4 cyl. 80 hö/2200 sn. meö gír- og skrúfubúnaði 125.800. Ljósavélar 53 KVA 42 KW 237.700. Afgreiöslufrestur frá verksmiðju 6 vikur. ímifltf ff.F. VAIMET Reykjanesbraut 10. Sími 20720. 5CANIA I HÚSBYGGJENDUR«ATVINNUREKENDUR l TÆKNIMENN Danska fyrirtækið SUPERFOS GLASULD A/S og O JOHNSON & KAABER H/F efna til kynningarfundar í Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, fimmtudaginn 17. febrúar og föstudaginn 18. febrúar n.k. kl. 17.00 báða dagana. Kynnt verður eftirfarandi: 1. Efni til endureinangrunar eldri húsa. 2. Efni til hljóðeinangrunar. Superfos Glasuld A/S O. Johnson & Kaaber h.f. [3f3f3fc3fElf3fc]f3f3f3í3fclf3f3fc]f3f3f3f3íclf3fcl|clf3|cJ|cifclf3r3f3fcÍ Þú svalar lestrarþörf dagsins á^síöum Moggans|__

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.