Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Menntaskólinn og nágrenni hans um 1899. „Það er fram sem vér stefiium en hugsum til baka“ Siguröur Sigurösson frá Arnarholti í kveðju til Framtíöarinnar Framtíðin 100 ára Nú er 100 ára afmæli Framtíðarinnar og heimsótti blm. Mbl. stjórn félagsins til að forvitnast um núverandi starfshætti hins aldna félags, og hvað gera á til hátíðabrigða. Stjórnin hefur aðsetur í „Kompu“, sem staðsett er í kjallara nýja skólahússins Casa Nova. Stjórnin er skipuð fimm mönnum og er Helga Guðrún Johnson forseti. Er það í annaö sinn í langri sögu félagsins að kona gegnir því embætti. Önnur sæti stjórnar skipa þau Guðrún Helga Sigurðardóttir, Magnús Gottfreðsson, Þórir Hallgrímsson og Karl Th. Birgisson. „Núverandi starfsemi er þannig aö innan Framtíðarinnar, sem er sjálfstætt félag utan skólafélagsins, eru fjögur félög, vísindafélag, skákfélag, bridgefélag og róðrafélag. Stjórn Fram- tíðarinnar hefur með þeim yfirumsjón og fjárhagsleg tengsl. Aðalstarfsemi Framtíðarinnar er að halda málfundi og sitthvað sem þeim tengist. í vetur hafa verið haldnir almennir málfundir þar sem frummælendur eru fengnir og síðan er orðið gefið laust. Eru það oft menn úr pólitíkinn: sem hefja umræður. Þá eru rabbfundir sem eru mun óformlegri og mætti eiginlega kalla hringborðsumræö- ur þar sem einhver fróður maður er fenginn til að fræða eða taka þátt í umræöum um eitthvert mál. Þá heldur Framtíðin mælskunámskeið og höfum við þá oftast fengið einhvern til að aðstoða okkur við það. Árleg mælskukeþpni er haldin þar sem keppt er um titilinn orator scholae. Aðrar mælskukeppnir eru líka háðar bæöi milli bekkjardeilda og við aðra skóla. Það er til dæmis árleg keppni við Verslunarskólann og er þar í húfi farandbikar. Þá heldur Framtíðin skemmtikvöld, og síðast en ekki síst heldur hún árshátíö sem hefst snemma dags með skemmtun í Háskólabíói og svo er dansleikur um kvöldið. Blað Framtíðarinnar, Skinfaxi, kemur út árlega og að þessu sinni verður gefið út veglegt afmælisrit. í þeirri viku sem afmæli Framtíðarinnar er verður dagskrá á vegum hennar á hverju kvöldi og verður árshátíðin haldin í þeirri viku. Meðal annars er fyrirhugað að hafa mælskukeppni gamalla forseta Framtíðarinnar sem gæti orðið mjög spennandi. Mundi líklegast veröa keppt um titilinn orator presidentum ... (eða hvernig beygist þetta nú aftur á latínu?).“ Málfundafélag- ið Framtíðin er nú með allra elstu félögum á íslandi og skipar veglegan sess í félagsmálasögu íslendinga. Framtíöin hefur í gegnum árin fóstrað fjölmarga af áhrifamönnum þjóðarinnar og hafa stjórnmálamenn, skáld, rithöfundar og fræði- menn áratugum saman birt sín fyrstu ritverk í blöðum Framtíðarinnar. Hún hefur stuðlað að þroska félagsmanna sinna með ýmsum hætti enda munu margir hafa átt sínar bestu stundir á skólatímanum í Framtíðinni. Málfundafélag Lærða skólans í Reykja- vík, Framtíðin var stofnað 15. febrúar 1883. Tildrög voru þau að tvö eldri félög Ingólfur og Bandamannafélagið voru samein- uð. Á fyrsta aðalfundi élagsins voru ný lög samin og Valtýr Guð- mundsson kjörinn forseti. Markmið starfs Framtíðarinnar var bæði að veita piltum tækifæri og hvatningu til ritstarfa og að þjálfa þá í ræðumennsku og rök- rænni hugsun. Miklum hluta funda var varið í að lesa upp úr verkum félagsmanna og voru veitt verðlaun fyrir bestu ritsmíðarnar. Umræðufundir voru þó nokkrir og rædd þar ýmis innanskólamál svo sem skólareglugerðin og trúar- ástand í skólanum. En eftir því sem lengra líður fara umræðuefn- in að snúast meira að landsmálum og er árið 1903 t.d. rætt um stjórn- arskrármálið og þegnskylduvinnu og tveim árum síðar er „social- isme“ á dagskrá. Af öðru starfi Framtíðarinnar má geta um bréfaskriftir við er- lend skólafélög sem stóðu þar með miklum blóma. 50 aura sekt við fjarvistum Lengi framan af var skyldu- mæting á fundi Framtíðarinnar og fór drjúgur tími í að skrá fjar- vistir af mikilli nákvæmni. Varð- aði það 50 aura sekt ef félagsmenn voru fjarverandi án leyfis tvo fundi í röð. 1887 er hafið að gefa út Skin- faxa, handskrifað blað þar sem helst var að finna greinar um ým- is efni og var með því ætlunin að koma á jafnvægi milli ritgerða og Ijóða. Ljóðin voru skráð í sérstakt ljóðakver, fyrst Urði, þá Stella Nova, Kolbrúnu og síðan Huldu. Mörg bekkjarblöð voru í gangi og stundum fjögur í einu. Þau voru lesin á fundum framtíðarinn- ar og áttu sinn þátt í að setja svip á félagslífið. Deilur milll rektors og nemenda Um aldamótii verða þáttaskil í starfi Framtíðarinnar. Þannig var að 1904 bar 17. janúar, 54 ára af- mæli „pereatsins", upp á sunnu- dag. Um þær mundir voru miklar deilur í skólanum milli rgktors sem var Björn M. Ólsen og nem- enda, mun hann hafa óttast að upp úr syði þennan dag og aflýsti því sunnudagsbænum, og hafa þær aldrei verið teknar upp síðan. Þetta var hættulegt áfall fyrir Framtíðina þar sem fundartími félagsins var ávallt eftir þessar bænir. Þar sem menn voru skyld- ugir til að mæta til þeirra stuðl- uðu þær að mjög góðri fundarsókn í Framtíðinni enda fór fljótlega eftir þetta að bera á því að fund- arsókn varð stopulli. Annað sem gerðist á þessu ári var að ný skólareglugerð gekk í gildi með róttækum breytingum. Hinn Lærði skóli varð Hinn al- menni menntaskóli og honum skipt í gagnfræðadeild og lær- dómsdeild. Lærdómsdeildarmenn fengu þá flugu í höfuðið að neðribekkingar sem enga latínu lærðu væru ekki tækir í félag eins og Framtíðina og með lagabreytingum 1907 var hún gerð að félagi lærdómsdeildar Núverandi stjórn Framtíðarinnar skipa talið f.v. Guðrún H. Sigurðardóttir, eingöngu. Miklar deilur risu um Magnús Gottfreðsson, Helga Johnsson forseti, Þórir Hallgrímsson, Karl Th. þetta mál og árið 1909 var stofnað Birgisson. Mynd mw./ Emíiía. fyrsta málfundafélag gagnfræða- deildar. Mikill rígur var á milli félaganna og varð þessi skipting að deilumáli næstu árin. „Þarna fengu menn eitthvað ærlegt að rífast um“ — Kristján Albertsson rithöf- undur sem er elsti núlifandi for- seti félagsins átti mikinn þátt í þessum deilum og segir svo frá: „Ég kem í lærdómsdeild 1914 og geng í Framtíðina. Þar læt ég verða mitt fyrsta verk að flytja tillögu um nauðsyn þess að Fram- tíðin verði félag alls skólans. Ég flutti þetta í löngu máli eins og um stjórnarskrárbreytingu væri að ræða og var þetta rætt af hita en fellt tvö ár í röð. Það má segja að þarna hafi menn fengið eitthvað ærlegt að rífast um. Á þessum tíma var Framtíðin lifandi og fjörugt félag. Ég var kjörinn forseti þess 1916 og var mótframbjóðandi minn Stefán Jó- hann Stefánsson seinna forsætis- ráðherra. Ég lenti skömmu síðar í deilu við ritara vegna bókunar á lærðu sem ég hélt um spiritisma, ég reiddist fundarmönnum og sagði af mér ... en var endurkos- inn eftir nokkra daga. Ég man að ég hélt stefnuskrárræðu að lokn- um kosningum þar sem ég lýsti hlutverki Framtíðarinnar, ég taldi það eins nauðsynlegt hverri ann- arri námsgrein að menntamenn og verðandi forystumenn þjóðarinn- ar þjóðlífsins ... eins og við vor- um taldir því á þeim tíma voru það forréttindi að vera í mennta- skóla ... temdu sér snemma list hins talaða orðs. Yrðu því færastir að flytja mál sitt í heyranda hljóði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.