Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 e i QB? iiniwriai Pri»t 8ynd*c«u__________________Ll „ Bg Kef jpáb <X tUfínrYingunni ab þetta. e/gi eftir ab ver£>A larxQur dagciK' ást er... ... að A:owa henni að óvörum. TM Reg U.S Pat. Off.-all rlgtits remrved •1M2 Loe Angelee Tlmee SymMcate Við nennum ekki lengur að vera Næsti liður er hálftíma törn af skíði! snaldum! HÖGNI HREKKVÍSI Sædýrasafnid: Krafa almennings að um öryggi og líðan dýranna sé farið eftir reglugerð Þorsteinn Einarsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Eigi eru margir dagar liðnir frá því að eldur kom upp í húsakynn- um Sædýrasafnsins við Hafnar- fjörð. Ég hygg, að fleirum en mér hafi orðið bylt við, er eldurinn varpaði Ijósi á þá ömurlegu staðreynd að þarna eru í geymslu margs konar dýr, sem vart njóta bak við lokað- ar dyr safnsins betri aðhlynningar og eldis en var meðan dyr voru opnar almenningi og hann hryllti við óvistleikanum og líðan dýr- anna, svo að almenningsálitið krafðist lokunar. Stjórn safnsins lét í það skína, að lokunin stafaði af fjárskorti. Slíkt er yfirvarp, þar sem kunnugt er, að safnið hefur verið brjóst- mylkingur bæjar- og sveitarsjóða Reykjaneskjördæmis og ríkissjóðs um árabil. Allir þeir, sem fylgst hafa með rekstri safnsins frá upphafi hans og því miður orðið þess áskynja, að því hefur aldrei tekist að hreinsa sig af óvistleikanum, álitu, að lokunin boðaði betri að- hlynningu fyrir dýrin með því að þeim yrði ráðstafað eins og bú- smala þess búanda, sem er uppvís að illri meðferð dýra. Starf Slökkviliðs Hafnarfjarðar í Sædýrasafninu hér um daginn leiddi almenning í allan sannleika um, að í safninu eru hýst mörg dýr. Eftirgrennslan leiðir í ljós, að stjórn safnsins vinnur að því að fá leyfi stjórnvalda til þess að opna safnið að nýju og að æðstu valds- menn séu þeirri beiðni hlynntir, en beðið sé umsagnar dýravernd- unarráðs ríkisins, sem verið er að endurskipa. Heyrst hefur, að kunnáttumenn og stjórnvöld, sem málið varða og leggjast gegn leyf- isveitingunni, sé reynt að snið- Fyrirspurn til Getrauna: Flytja blaða- menn vinnings- höfunum gleði- tíðindin? Hef orðið fyrir vonbrigð- um með dönskuþættina „Tippari“ skrifar: „I dagblaðinu Tímanum í dag, 15. febrúar 1983, sé ég viðtal við ungan Vopnfirðing, sem hafði unnið 320 þúsund krónur í Get- raununum. í fréttaviðtalinu kemur fram, að það er blaða- maður Tímans, sem færir unga manninum hinar ánægjulegu fréttir. í þessu sambandi hefur vakn- að sú spurning í brjósti mér, hvort forráðamenn Getrauna gefi upp nöfn vinningshafa að þeim forspurðum. Geta menn ekki fengið að hafa það í friði, þótt þeir detti í lukkupottinn? Er ekki óeðlilegt að blaða- mönnum sé „sigað" á viðkom- andi án þess að kannað sé hvort þeir kæri sig um blaðaviðtöl með öllu því sem þeim getur fylgt í tilvikum sem þessum? Mér þætti vænt um ef for- svarsmenn Getrauna vildu svara þessu hér á síðum þínum, Vel- vakandi góður.“ Marta Gurtrún Daníelsdóttir, Erla Kristófersdóttir, Guðrún María Vöggsdóttir og Guðrún Anna Oddsdóttir skrifa: „Kæri Velvakandi. Okkur langaði til að koma á framfæri smá athugasemd. Um daginn vorum við og bekkj- arfélagar okkar úr 4. Ó.J. í Öldu- selsskóla að taka stafsetningar- próf og kom m.a. orðið maí fyrir í M.LN. skrifar: „Ég tek heilshugar undir það sem fram kemur í smágrein í Velvakanda 11. febrúar sl. undir yfirskriftinni „Einum of langt gengið", merkt L.Þ., en þar er fjallað um dönskukennsluþættina Hildi sem nú eru sýndir í sjón- varpinu. Það er óviðeigandi, að í kennslumynd sé sýnd vín- eða bjórdrykkja. Jafnvel þótt þess háttar gerist í raunveruleikanum, hefði átt að fella það niður í myndinni. Mátti í staðinn hafa kaffibolla eða gosflöskur. Aðskotahljóðin á bak við eru truflandi og gera óvönum erfitt fyrir með að heyra dönskuna og skilja. textanum. Okkur fannst mjög margir með það vitlaust og teljum að svo sé vegna þess að á mjólk- urfernunum sem við höfum með okkur í skólann er það skrifað m a j. Væri ekki hægt að breyta þessu og einnig hinum mánuðunum sem eru vitlaust skrifaðir? T.d. er des- ember skrifaður d e c. Með þökk fyrir birtinguna." Hver var annars tilgangurinn með þessum dönskuþáttum? Ég man ekki betur en frá upphafi væri talað um dönskukennslu í sjónvarpi. En ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Mér finnst þetta eng- in kennsla vera, heldur aðeins æf- ing í að reyna að skilja talaða málið, og þó aðeins fyrir þá sem nokkuð hafa lært í dönsku áður. En til þess að sú æfing kæmi að sem mestu gagni átti að útiloka aukahljóðin, svo sem músík og umferðarhávaða. Þættirnir eru skemmtilegir og íslenska stúlkan, sem leikur í þeim kemur mjög vel fram. En sem dönskukennsla eru þessir þættir lítils virði." Væri ekki hægt að breyta þessu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.