Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 37 Minning: Guðjón Magnússon Ytri-Njarðvík Svo hversdagslegt sem það er að heilsast og kveðjast, getur svo far- ið að manni vefjist tunga um tönn, þegar ljóst er, að þetta er allra síðasta kveðjan, sú kveðja, sem á að sýna sem flestar minningar um hinn brottflutta, sem nú er fluttur á vit hins óþekkta. Við slíka kveðju fyllumst við stundum angurblíðum trega, eftir- sjá, hinir nánustu harmi lostnir vegna missisins, náinn ástvinur horfinn á braut fyrir fullt og allt, missir hans skilur eftir skarð í lífi okkar, stundum svo stórt, að okkur finnst það verði aldrei bætt í þessari tilveru. — Tíminn einn rennir óminni yfir sárin, segir Laxness ein- hversstaðar — eilífðin sannar hitt, hvort þau gróa. Þessar og þvílíkar hugrenningar koma mér í hug, þegar ég hyggst bera á torg mína allra síðustu kveðju tl kunningja míns Guðjóns Magnússonar, sem andaðist þann 6. þ.m. og var jarðsettur frá Njarðvíkurkirkju þann 12. þ.m. Leiðir okkar láu fyrst saman fyrir rúmum 20 árum, er hann sótti um starf sem húsvörður við Barnaskóla Njarðvíkur. Áður en hann hlaut það starf hafði ég eitt sinn tekið í hönd hans, handtakið þétt en þó milt, sálgreining hans i einu andartaki, sem ekki brást síðar. Ég var þess strax fullviss, að með tilkomu Guðjóns að skólanum hafði ég fengið starfsmann, sem ekki einungis mátti treysta og var starfi sínu vaxinn, heldur einnig félaga í daglegri umgengni, sem hollt var að hafa skipti við í amstri daganna. Við unnum sam- an um það bil áratug, ég átti að heita yfirmaður hans, en ekki var það með öllu ótítt að mér fannst sem við ættum að skipta um hlut- verk: ég áttiað vera undirmaður- inn. Hann hafði nefnilega til að bera þá eiginleika, sem mig skorti hvað mest: umburðarlyndi og sálar- jafnvægi, þótt eitthvað gengi úr- skeiðis í daglegu starfi. Hann var meira en húsvörður fyrir mig og ég leyfi mér einnig að fullyrða fyrir alla aðra starfsmenn skólans og nemendurna. Þegar orka mín var hvað minnst til að sinna daglegum skyldustörf- um, skeði það ósjaldan að honum tókst með glettni sinni og gaman- semi um menn og málefni að endurrreisa mig til starfs. Ég minnist setningar eins og þessarar: Jæja, er það nú svona andskoti erfitt! Og í augnakrókun- um biikaði á þá einstöku glettni, sem hann var svo ríkur af. Og þá gat honum tekist að miðla mér ekki aðeins þeirri einföldu stað- reynd að maður er manns gaman, heldur einnig þeim vísdómi al- þýðumannsins, sem hafinn er yfir allan skólalærdóm, að það sem manni finnst e.t.v. óyfirstíganlegt, er hégómi einn og hjóm. Húsvörður. Orðið segir ekki annað en það, að hlutaðeigandi eigi einfaldlega að gæta síns húss, sjá um að allt sé í því lagi, sem nauðsynlegt er til þess að starf- semi hússins geti gengið eðlilega. En húsvörður barna- og ungl- ingaskóla getur verið annað og meira en starfsheiti hans bendir til. Hann getur verið leiðtogi í um- gengnismenningu ekki síður en kennari. Og þar stóð Guðjón fyrir sínu. Ég held það hafi verið einskonar óskráð samkomulag bara okkar á milli að opna skólahúsið alllöngu áður en kennsla hófst, sérstaklega, ef veður var illt. Komið gat fyrir að allt að hundrað nemendur væru komnir inn í anddyri og ganga skólans áður en kennsla hófst. Og stundvísi brást aldrei hjá hús- verði. Ekki minnist ég þess að þá hafi nokkru sinni komið til hrindinga eða pústra nemenda á þessum tíma, þótt ekki væri yfir þeim staðið með reiddan eða ógnandi hnefa, heldur með glettni, gam- ansemi og skírskotun til hins besta í fari hvers og eins, þungar undiröldur alvöru. Ég játa hreinskilnislega að þar átti Guð- jón húsvörður meiri hlutdeild að en ég. Og því er það, að ég kveð hann með einna mestum söknuði þeirra manna, sem ég hef átt einhver samskipti við á lífsleiðinni. Og Guðjón var meira en hús- vörður, hann var þúsundþjala- smiður skólans. Hvort sem biluð var saumavél hjá handavinnu- kennara, sýningarvél eða stóll og hvaðeina, sem úr lagi fór, þá var alltaf spurt: Hvar er Guðjón? Og málið var leyst. Skipti þá ekki máli, hvort um var að ræða ein- hver tæknileg atriði eða bara sú einfalda staðreynd að fyrir kom að skólastjóri fann ekki gleraugun sin! Fyrir allt þetta vil ég fyrir hönd allra þáverandi starfsmanna skól- ans þakka alveg sérstaklega. Ekki mun það samt hafa staðið í erind- isbréfi hans (ef nokkurt var) að honum bæri skylda til þessara starfa. En hann tilheyrði þeirri kynslóð, sem reiknar ekki allt í mínútum og aurum. Frumhugsun Guðjóns var fyrst og fremst sú að leysa hvers manns vanda, eftir því, sem í hans valdi stóð, án tillits til þess hvort það taldist „skylda" eða ekki. Sumir, jafnvel margir, hafa þá lífstrú, að þegar við kveðjum þennan heim og göngum á vit hins ókunna, þá séum við að sjálfsögðu vanbúin þeim umskiptum. Hin nýja tilvera reyndist villugjörn, kannski áttum við okkur ekki á því, hvernig komið er, hugrenn- ingar okkar og þrár eru enn bundnar við fortilveruna og okkur kvað ganga miður vel að fóta okkur á hinum nýja jarðvegi, kannski höfum við ekki gert nógu góða „forretningu" fyrir eilífðina eins og meistari Þórbergur hefði orðað það. En séum við heppin eða höfum til þess unnið að öðlast hand- leiðslu og aðstoð þeirra, sem þroskaðri eru en við sjálf, má svo^ vera að til liðs við okkur komi framliðnir vinir eða ættingjar, sem dvalið hafa það lengi í hinum nýju og fullkomnari heimkynnum að þeir skilja erfitt sálarástand okkar hinna nýkomnu og eru til þess fúsir að leiðbeina okkur á hinni ókunnu strönd. Mér er þessi trú ekki ógeðþekk. Og fari nú svo, að það dragist enn um sinn að ég gisti næsta tilverustig og hann kunningi minn, hann Guðjón Magnússon hafi þar með haft for- skot fram yfir mig í skilningi á hinni nýju tilveru á öðrum hnetti eða hvar það nú er, þá gæti ég vel hugsað mér að hann væri þess fús að koma til móts við mig, hrösulan óvita á hinu nýja tilverustigi, heilsa mér með sínu alkunna glettnisbrosi og hlýju augnaráði og segja: Jæja, þá hittumst við hér. Og þá er ég kominn í var! Sigurjón Ketilsson Eggert Þ. Briem lœknir — Kveðja Það skal ekki efað að fjöl- brautaskólakerfi hefur sína kosti. Ég tel það þó gæfu mína að hafa gengið í menntaskóla með bekkja- kerfi þar sem árgangurinn hefur nám samtímis og lýkur prófi sam- tímis og er ekki stærri en það að fólk þekkist innbyrðis. Við Eggert Briem fylgdumst að í fjögur ár í skóla en sátum ekki í sama bekk. Við vissum hvor af öðrum og umgengumst en áttum aðra skólafélaga nánari úr bekkj- um okkar og hverfum. Hálfum öðrum áratugi síðar, árið 1971, lágu leiðir okkar saman á ný, hann þá héraðslæknir á Hofsósi, en ég nýfluttur að Hólum í Hjaltadal. Og þá var eins og við hefðum alla tíð þekkst náið. Við litum inn hvor hjá öðrum og hann lét vel af sín- um hag og bar hlýjan hug til íbúa Hofsóslæknishéraðs, en samt stefndi hann að því að flytja til Dalvíkur. Þá voru breytingar á skipulagi heilbrigðismála í Skaga- firði á döfinni og ætlunin að lækn- ar í héraðinu skyldu allir hafa að- setur á Sauðárkróki, en móttaka sjúklinga yrði á Hofsósi eftir sem áður. Á Dalvík freistaði líka að þar var heilsugæslustöð í upp- siglingu og Eggert sótti stranga með teikningum og breyddi út fyrir mér og hlakkaði til að sjá þá stöð rísa. Vorið 1972 flutti svo Eggert með fjölskyldu sína yfir Tröllaskagann til Dah íkur og við sáumst ekki eins oft og við gerðum meðan við vorum samtíða í Skagafirði, en tíðindi spurðust og mér bárust fregnir af vinsældum Eggerts, viðbragðsflýti þegar læknisköll komu, miklum önnum sem hann rækti samviskusamlega og hlýrri og aðlaðandi framkomu. Menn gerðu sér jafnvel gaman af að segja sögu af Hríseyingum sem áttu til læknis að sækja til Dalvík- ur en þar í eyjunni var heilbrigðis- ástand löngum gott. Eggert Briem hafði þar hins vegar móttöku og þá brá svo við að allt fylltist og kunnu menn ekki aðra betri skýr- ingu á þessu „hruni" í heilsufari Hríseyinga en að nýi læknirinn drægi svona að. Og heilsugæslustöðin reis og annir Eggerts héldust. Stundum mátti hann bæta við sig Ólafs- fjarðarhéraði, þegar læknislaust var þar. Þegar Múlinn lokaðist varð að ávísa lyf símleiðis. Þeirra gætti um tíma á Ólafsfirði Ingi- björg Einarsdóttir frá Runnum í Reykholtsdal. Mér er minnisstætt með hvílíkri hrifningu hún sagði mér frá viðskiptum sínum við Eggert. Einu sinni sjúkdóms- greindu þau í sameiningu botn- langakast í símanum og sjúkling- urinn var sendur í skyndi sjóleiðis eða flugleiðis til Akureyrar. Svo kom vágesturinn, krabba- meinið, og okkur sem þekktum Eggert setti hljóða. Hvernig færi þetta? Þessi „rúlletta", sem okkur öllum er gert að taka þátt í í lífinu um heilsu okkar, hún hafði valið Eggert að fórnarlambi, en ekki mig eða þig í þetta sinn. Oft er hægt að bjóða dauðann velkom- inn, þegar ellikröm eða mikil and- leg fötlun er annars vegar, en hér var dauðinn svo ótímabær sem hugsast gat og þó endaði það með því að við hugsuðum: Megi dauða- stríð Eggerts senn taka enda. f allri viðkynningu kom Eggert fram sem sá er þjónustu veitir, hógvær, hlédrægur og ótilætlun- arsamur. Að baki þessarar fram- komu bjó hins vegar sterkur vilji hans sem fór þær brautir sem hann vissi hæfa sér best. Ég veit varla hvar hægt er að tala um hjarta Reykjavíkur frekar en þar sem Eggert ólst upp á vest- urbakka Tjarnarinnar þar sem Briemarnir hösluðu sér völl um og eftir síðustu aldamót eins og vel er sagt frá í ævisögu Sigurðar Briem póstmeistara. Að Eggert stóðu kjarnaættir, annars vegar Briemsætt, sem „synger slet men betaler godt“ eins og kráareigand- inn danski sagði, og hins vegar dugmiklir verslunarmenn og brautryðjandi í afurðaverslun ís- lendinga þar sem var afi hans, Garðar Gíslason. Þessar ættir fundu eins og aðrar viðnám krafta sinna í þéttbýlinu. Eggert Briem átti ekki „stóru sveifluna" föður síns, Gunnlaugs Briem ráðuneytisstjóra, sem hann notaði þegar hann barði í borðið ef hann þurfti að segja við ágenga frekjudalla: Hingað og ekki lengra. Eggert kaus sér völl þar sem hennar þurfti ekki við, annars vegar sem hinn þjónandi líknari og hins vegar í dreifbýli þar sem menn eru ekki hver fyrir öðrum heldur þurfa hver á öðrum að halda. Mér finnst það engin tilvilj- un að Eggert settist að á tiltölu- lega fámennum stað. Ég held að hann hafi fundið slíkt umhverfi hæfa sér, þar sem starfið og per- sónulegt líf renna út i eitt. Fornsögur okkar kenndu að það væri við hæfi að menn létu sér ekki bregða við váleg tíðindi. Það hefur alla tíð síðan þótt hreysti- legt að bregða hvorki við sár né bana. Um leið og ég flyt aðstand- endum Eggerts dýpstu samúðar- kveðjur mínar og fjölskyldu minn- ar vil ég láta í ljósi að nú er mörg- um brugðið og djúpur harmur er kveðinn við fráfall Eggerts, bæði sunnan og norðan heiða, í lækn- ishéraði hans, og meðal félaga hans og vina syðra. En minningin lifir. Matthías Eggertsson Aðalbjörg Óladóttir Minningarorð Hinn 6. nóvember sl. andaðist í Landspítalanum, langamma okk- ar, Aðalbjörg Óladóttir, Ljósheim- um 20 í Reykjavík. Hún var fædd þ. 14. maí 1896 að Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá. Hún var dótt- ir hjónanna Steinunnar Jónsdótt- ur og Óla Hallgrímssonar, en þau eignuðust ellefu börn sem öll eru látin nema Svanhvít sem dvelur á Dvalarheimilinu v/Dalbraut. Að- albjörg var barn að aldri, þegar foreldrar hennar fluttu búferlum til Seyðisfjarðar. Ung fór hún úr foreldrahúsum og fluttist þá til Hnífsdals, þar sem tvær eldri systur hennar voru búsettar. í Hnífsdal kynntist hún fyrri manni sínum, Jóni Jóhannessyni sjó- manni og eignuðust þau sex börn, Jóhannes sem lést árið 1974, Margréti, Steinunni, Jens, Guð- rúnu og Unni Svövu. Aðalbjörg varð fyrir því mikla áfalli að missa mann sinn þ. 15. sept. 1927, er hann fórst í aftaka- veðri með vélbátnum Eggert Ólafssyni. Þá stóð hún ein uppi með barna- hópinn, það elsta níu ára og það yngsta sex mánaða. Guðrún systir Aðalbjargar tók þá í fóstur yngsta barnið, Unni Svövu, og ól hana upp. Árið eftir að Aðalbjörg missti mann sinn flutti hún til ísafjarðar með tvö elstu börnin og það næstyngsta en tvö urðu eftir hjá góðu vinafólki í Hnífsdal. Á tsafirði vann hún hörðum höndum til að sjá börnum sínum farborða. Aðalbjörg varð þeirrar miklu hamingju aðnjótandi meðan hún dvaldi á ísafirði, að kynnast seinni manni sínum, Jóni Magnússyni frá Króki á ísafirði. Þau gengu í hjónaband þ. 28. september 1929. Þau eignuðust saman eina dóttur, Maggý Elísu. Jón var stjúpbörnum sínum alla tíð sem hin besti faðir. Aðalbjörg og Jón stofnuðu heimili fyrst á Hrannarstíg 10 á ísafirði og bjuggu þar þangað til þau fluttu suður og bjuggu fyrsta árið í Hafnarfirði þar sem þau settu á stofn efnalaug. Eftir árið fluttu þau til Reykjavíkur og settu á stofn Fatapressunina Uðafoss og ráku hana í 35 ár, en Jón lést í ágúst 1962. Barnabörn Aðalbjarg- ar eru nú 16 en barnabarnabörnin eru 30. Um leið og við þökkum lang- ömmu samfylgdina, biðjum við góðan guð að varðveita minningu hennar. Jónína, Jói, Magga og íris. + Innilegustu þakkir tyrir auösýnda samúö og hluttekningu við and- lát og útför, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Dútnahólum 2. Sigríóur Vigfúsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.