Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 35 KM-gjald hækkar um 6,25—7,14% 1. FEBRÚAR sl. tók nýtt KM-gjald, eða svokallað akstursgjald, gildi. Hækkun þess er á bilinu 6,25—7,14%. Almennt gjald, fyrstu 10.000 km, hækkar úr 4,70 krónum á km í 5,00 krónur, eða um 6,38%. Almenna gjaldið, miðað við 10—20.000 km, hækkar úr 4,20 krónum á km í 4,50 krónur, eða um 7,14%. Almenna gjaldið, umfram 20.000 km, hækkar úr 3,70 krónum á km í 3,95 krónur, Sérstakt gjald, fyrstu 10.000 km, hækkar úr 5,35 krónum á km í 5,70 krónur, eða um 6,54%. Sérstakt gjald, 10—20.000 km, hækkar úr 4,80 krónum á km í 5,10 krónur, eða um 6,25%. Sérstakt gjald yfir 20.000 km hækkar úr 4,20 krónum á km í 4,50 krónur, eða um 7,14%. eða um 6,76%. 1982: Þjóðarframleiðslan dróst saman um 3,5% VERG þjóðarframleiðsla á síðasta ári var samkvæmt spám um 30.099 millj- ónir króna, borið saman við 20.534 milljónir króna á árinu 1981. Aukning- in milli ára er því 46,58%. Hlutfallslega dróst þjóðarframleiðsla því saman um 3,5% á síðasta ári, en hún hafði aukizt um 1,7% á árinu 1981. Einkaneyzla á síðasta ári var sam- kvæmt spám um 20.660 milljónir króna, borið saman við 13.240 millj- ónir króna á árinu 1981. Aukningin milli ára er því 56,04%. Samneyzla á síðasta ári var um 3.830 milljónir króna, borið saman við 2.520 milljónir króna á árinu. Aukningin milli ára í samneyzlu er því 51,98%. Fjármunamyndun var á síðasta ári um 8.220 milljónir króna, borið saman við 5.549 milljónir króna á árinu 1981. Aukning milli ára er því 48,13%. Birgðabreytingar voru á síð- asta ári upp á um 525 milljónir króna, borið saman við 233 milljónir króna á árinu 1981. Aukningin þar á milli ára er því 125,32%. Inniend verðmætaráðstöfun sam- kvæmt framangreindu er því um 33.235 milljónir króna, borið saman við 21.542 milljónir króna á árinu 1981. Aukningin milli ára er þvi 54,28%. Útflutningur á vöru og þjónustu var að upphæð um 12.609 milljónir króna í fyrra, borið saman við 8.902 milljónir króna á árinu 1981. Aukn- ingin milli ára er því 41,64%. Innflutningur vöru og þjónustu var hins vegar upp á um 15.745 millj- ónir króna, borið saman við 9.910 milljónir króna á árinu 1981. Aukn- ingin milli ára er því 58,88%. Viðskiptajöfnuður var samkvæmt siðustu spám neikvæður um 3.136 milljónir króna, borið saman við 1.008 milljónir króna á árinu 1981. 1982: Um 189% tekju- aukning hjá GM Samdráttur varð eigi að síður í sölu TALSMADÚR bandaríska fyrirtæk- isins General Motors, GM, stærsta bflaframleiðenda heims, sagði á blaðamannafundi í síðustu viku, að tekjur fyrirtækisins hefðu vaxið um 189% á síðasta ári. Þá hefðu tekjur fyrirtækisins vaxið um 49% á fjórða ársfjórðingi 1982, þrátt fyrir minnk- andi sölu á síðasta ári. Tekjur GM á síðasta ári voru nettó liðlega 963 milljónir dollara, eða 3,09 dollarar á hlut, borið saman við 333 milljónir dollara á árinu 1981, eða um 1,07 dollarar á hlut. Heildarsala GM á síðasta ári var liðlega 60,02 milljarðar doll- ara, borið saman við um 62,70 milljarða dollara á árinu 1981. Tekjur GM á fjórða ársfjórð- ungi 1982 voru um 145 milljónir dollara, eða um 45 cent á hlut, bor- ið saman við 97 milljónir dollara á árinu 1981, eða um 31 cent á hlut. Heildarsala GM á fjórða ársfjórð- ungi var í fyrra 13,88 milljarðar dollara, borið saman við 15,55 milljarða dollara á sama tíma árið 1981. „Frá orðum til athafna“ — Yfirskrift 5. viðskiptaþings Verzlunarráðs íslands VIÐSKII’TAÞING Verzlunarráðs ís- lands, fimmta í röðinni, verður hald- ið á morgun, miðvikudag, í Kristal- sal Hótels Loftleiöa og hefst það klukkan 11.00. Yfirskrift þingsinsað þessu sinni verður: „Frá orðum til athafna'* og veröur fjallað um áætl- un um endurreisn íslenzks efna- hagslífs. Gestir þingins verða Matthías Johannessen, ritstjóri Morgun- blaðsins, sem flytur ávarp um at- hafnamenn, og Harris lávarður, framkvæmdastjóri „Institute of Economic Affairs" í London, sem flytur erindi um samkeppni í at- vinnulífi og stjórnmálum. Þingið hefst klukkan 11.15 með setningarræðu Ragnars S. Hall- dórssonar, formanns Verzlunar- ráðsins. Að loknum erindum gest- anna tveggja og hádegisverði, munu Ólafur B. Thors og Þórður Ásgeirsson hafa framsögu um skýrslu Verzlunarráðsins um endurreisn efnahagslífsins. Þá koma sjónarmið úr atvinnu- lífinu. Úr iðnaði koma sjónarmið Hauks Björnssonar og Sigurðar Kristinssonar. Úr landbúnaði kemur sjónarmið Inga Tryggva- sonar. Úr sjávarútvegi koma sjón- armið Hjalta Einarssonar og Ólafs B. Ólafssonar. Úr verzlun koma sjónarmið þeirra Einars Birnis og Gunnars Snorrasonar. í lokin verða almennar umræð- ur og ályktanir teknar til umfjöll- unar. Þingforseti verður Hjalti Geir Kristjánsson, fyrrverandi formaður Verzlunarráðs íslands. Finnsk vika í Reykjavík DAGANA ,!0. apríl nk. verð- ur finnsk vika haiuih i Reykjavík, þar sem m.a. verða kynntar finnskar útflutningsvörur. F- 0. trúi frá finnska sendiráðinu og u,- flutningssamtökum í Finnlandi I verða hér á landi 21.—25. febrúar ( nk. og verður þá hægt að fá nánari upplýsingar um viðskiptahlið finnsku vikunnar, fyrir þá sem áhuga hafa. Barnabók frá Venezúela HJÁ Máli og menningu er komin út barnabók sem heitir Gatan er fyrir alla og er upprunnin í Venesúela. Höfundur textans er kona að nafni Kurusa og Monika Doppert gerði myndirnar við textann. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. f frétt frá útgefanda segir um efni bókarinnar: „Gatan er fyrir alla er byggð á raunverulegum atburðum sem, gerðust í fátækrahverfinu San José de la Urbina í útjaðri borgar- innar Caracas. Börnin höfðu eng- an stað til að leika sér á og vildu fá leikvöll og lögðu ýmislegt á sig til að fá því framgengt. Þau hafa reyndar enn ekki fengið leikvöll- inn sinn, en eins og segir í inn- ganginum „þau eru enn að láta sig dreyma um hann og berjast fyrir honum.“ Bókin er 44 bls. að stærð og gef- in út í samvinnu við ICBS (Inter- national Children’s Book Service) í Kaupmannahöfn. Prentstofa G. Benediktssonar annaðist filmu- setningu. ERLENT NÁMSKEIÐ —Stjórnun og mannleg samskipti — Stór hluti af starfi stjórnandans felur í sér samningastörf og sölu hugmynda til samstarfsmanna sinna og viöskiptaaöila. Hæfileikar hans til þess aö hafa áhrif á, hvetja og fá aöra til aö skila sem bestum árangri eru aöalþættirnir sem ráöa því __ hvort sett markmið nást. Markmið námskeiösins er aö auka hæfni stjórnandans í samskiptum hans viö annaö fólk og — gera honum kleift aö ná fram markmiöum gegnum aöra. Á námskeiðinu verður fjallað um: — sustaining motivation and pro- ductivity, — persuasive influence and power as motivator, — ten steps to persuasive comm- unication, — managing conflict and change, — influencing meeting outcomes, — increasing your effectiveness as a manager and leder. Námskeið þetta er aatlaö öllum stjórn- endum sem hafa mannaforráð og bera ábyrgð á vinnu annarra. Leiöbeinandi námskeiðsins er Thomas Thiss. Hann hefur sl. 10 ár leiöbeint á námskeiöum fyrir mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Hann er sérfræöingur í þróun stjórnunar- fræða og starfar nú sem aöstoöarforstjóri fyrirtækisins Marketing Psychologists í Chicago. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 Leiöbeinandi: Thomas Thiss. Staöur: Krist- alssalur Hótels Loftleiöa. Tími: 10. og 11. mars. I elgarfargjöld kn 6.040 Söluskriístoiui ^KKar, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar um m.a. ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla. ^Luxemborg, paradís ferðmanns ins, í hjarta & Evrópu. /S/SÖ dýrir bílaleigubílar. Þægilegir^Sferðamöguleikar. Stutt að fara til Brússel, Parisar, Rómar eða Vínarborgar. Fallegt umhverfi.góðir gististaðirvið^allra hæU^S/S Frábær matur og þjónusta steikuri;áf ostar, vín og hlýlegt viðmót. Luxemborg er tilvalinn^staður fyrir þá sem vilja ferðast og ráða ferðatilhögun og tíma sínum sjálfir. Luxemborg er mið svæðis Luxemborg er mátulega stór fyrir þá sem vilja fara í stuttar skoðunarferðir í Luxemborg er að finna útibú frá helstu tískuverslunum Parisar og Brússel. Luxemborg er frábær staður /S/S Luxemborg, paradís ferðmannsins, i hjarta /S Evrópu^S^Ódýrir bílaleigubilar. Þægilegir^ ferðamöguleikar.>S>S Stutt að fara til Brússel.Parísar, Rómar eða Vínarborgar. Fallegt umhverfi,góðirgististaðirvið>Sallra hæfi^Frábær matur og þjónusta steikur.>Sostar, vin og hlýlegt viðmót. Luxemborg er tilvalinn^staður fyrir þá sem vilja ferðast og ráða ferðatilhögun og tíma sinum sjálfir. Luxemborg er miðsvæðis Luxemborg er mátulega stór fyrir /S þá sem vilja fara í stuttar skoðunarferðir /S i Luxemborg er að finna útibú frá helstu tískuverslu num Parisar og Brússel. Luxemborg er frábær staður fi* Luxemborg, paradís ferðmannsins, i hjarta ft Evrópu. /S Ódýrir bilaleigubílar. ÞægilegioSferðamöguleikar. Stutt að fara til Brússel, Parísar, Rómar eða Vínarborgar. Fallegt umhverfi.góðirgististaðir við^f allra hæh/S Frábær matur og þjónusta Staður fyrir þig og fjölskyldu þína. Fáðu upplýsingar hjá Flugleiðum eða ferðaskrifstofum um ferðirtil /S Luxemborgar. *miðað er við gengi 10.2. ‘83 FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.