Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 23 Lögreglumenn leita sönnunargagna I bakgarði við hús Nilsens í gær. Nilsen fyrir rétti í dag: Enn finnast líkams- leifar í bakgarðinum Lundúnum, 16. febrúar. Al\ DENNIS Andrew Nilsen, sem grunaður er um fjöldamorð, kom í dag fyrir rétt í tæpa mínútu og var gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til á föstudag. Nilsen var handjárnaður við tvo lögregluþjóna þegar hann kom fyrir réttinn í dag og kvað já við þegar Elizabeth Killip dómari spurði hann hvort hann skildi úrskurðinn. Nilsen var handtekinn í síð- ustu viku eftir að lögreglan fann líkamsleifar þriggja manna í holræsi við heimili hans í norð- urhluta Lundúna. Einungis hefur tekist að bera kennsl á lík eins manns til þessa, en hann hét Stephen Neil Sin- clair og var tvítugur að aldri. Nilsen hefur þegar verið kærður fyrir morð á honum, en áætlað er að það hafi átt sér stað í kringum 1. febrúar. Ronald Moss, lögmaður Nil- sens, kvaddi sér hljóðs fyrir rétt- inum í dag og sagði að skjólstæð- ingur sinn hefði beðið sig að koma því á framfæri að hann hefði til þessa fengið góða með- ferð hjá lögreglunni og hefði engar kvartanir fram að færa. Þrjátíu lögreglunemar aðstoð- uðu Scotland Yard við leit í dag, en leitað er líkamsleifa þrettán eða fjórtán manna. Mikið af beinum fannst í bakgarðinum í dag ásamt fatnaði. Líkamsrækt m JSB Dömur athugið Hýtt námskeið hefst 21. febrúar ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. . . ★ 50 min. æfingakerfi meö musik. ★ Morgun-, dag-og kvöldtímar. J • ★ Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. ★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk. ★ Almennir framhalds- og lokaöir flokkar. Fyrir þær sem eru í megrun 3ja vikna kúrar. Tímar fjórum sinnum í viku. j Mataræöi, vigtun, mæling. Jf M ÍH Verið brúnar og hraustar allt árið. Sólbekkirnir eru í Bolholti. Ath.: Einnig ný Ijós í Suöurveri. Sauna og góö búnings- og baðaðstaða á báöum stööum. ' * _* M Stuttir hádegistímar í Bolholti. 25 mín. æfingatími — 15 mín. Ijós. Kennsla fer fram á báöum stööum. f* INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMUM 83730, SUÐURVER OG 36645, BOLHOLT. Líkamsrækt JSB, Nú getur þú eignast XEROX 2300 Sat á syni sínum þar til hann lést San Josó, (alifornia, 16. febrúar. Al\ VKKJANDI níutíu kílóa þungrar konu, sem hefur verið ákærð fyrir að hafa orðið níu ára gömlum syni sínum að bana með því að sitja ofan á honum í tvo klukkutíma, segir að hún hafi að öllum líkindum gert þetta samkvæmt ráði sálfræðings. Betty Mentry, sem er 45 ára göm- ul, mun koma fyrir rétt í þessari viku vegna ákærunnar, en hún var með athæfinu að refsa syni sínum, Steve, fyrir að stela 6 centum og fyrir að leika sér að eldspýtum, segir í heimildum lögreglunnar. Þar segir einnig að hún hafi fengið ráðlegg- ingar í þessum efnum frá ráðgjafa- stofu hverfisins þar sem hún býr og henni sagt að „nota þyngd sína“ til að halda aftur af syninum. Lögmaður hennar mun byggja vörn sína á því að hún hafi fengið ráðleggingar um þetta hjá sérfróð- um mönnum og hafi ekki vitað betur og mun hún þegar hafa hafið milljón dollara skaðabótamál á hendur ráð- leggingaþjónustu hverfisins. Talsmaður ráðleggingaþjónust- unnar segir útilokað að hún hafi þegið þetta ráð hjá þeim. Jafnrétti hjá Adam og Evu í garðinum Eden Los Anjfelcs, 16. febrúar. Al\ KKNNARI við bihlíuskóla í Los Angeles, K. David Freeman art nafni, heldur því fram, art jafnrétti hafi ríkt í samhúrt Adams og Kvu, en hún ekki verirt undirgefin hjálparhella eins og látið er liggja art í Camla testamentinu. Segir kennarinn þennan misskilning hafa komist á kreik vegna rangtúlkunar á þýðingu úr hehresku í öndverrtu. Þessi skoðun Freemans kemur fram í nýjasta hefti tímarits er fjall- ar um trúarbrögð til forna. Skoðun sína byggir Freeman á túlkun sinni á Fyrstu Mósebók 2:18. Aldraður sérfæðingur í Gamla testamentinu telur, að Freeman hafi mikið til síns máls og segir skoðun hans fyllilega þess virði, að henni sé gaumur gef- inn. „Konunni var í upphafi ekki ætlað það hlutverk að vera hjálparhella mannsins," segir Freeman. „Henni var ætlað að vera félagi hans og jafningi." ljósritunarvél verð aðeins kr. 74.550. (Ámeðan birgðir endast) Tekur 10 gæðaljósrit á mínútu. Fyrsta Ijósrit eftir 6,5 sek. Seleníumtromla, engir masterar. Hljóðlát, auðveld í notkun. * • XEROX ending, XEROX gæði, XEROX-þjónusta NÓN HF. XEROX UMBOÐIÐ Síðumula 6, S:84209 - 84295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.