Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 47 Helgi gengur í Þór • Helgi Bentsson. HELGI Bentsson, knattspyrnu- maður úr Breiðabliki, skrifaöi undir félagaskipti í gærkvöldi og gekk í Þór Akureyri. Helgi sem veriö hefur einn af betri framlínu- mönnum Breiðabliks síðastliðin tvö keppnistímabil mætti á sína fyrstu æfingu hjá Þór í gærkvöldi á Akureyri. Bætist liði Þórs þarna góður liðsstyrkur fyrir næsta keppnistímabil. Þá er Þorsteinn Ólafsson markvöröur farinn að æfa með liðinu, en hann leikur í fyrsta sinn meö Þór næsta keppnistímabil. Björn Árnason þjálfari liðsins stjórnaöi æfing- unni í gær, og mun Björn sem er búsettur í Reykjavík bregða sér norður af og til á næstunni til þess að koma æfingum hjá liðinu i gang. SH/ÞR. • Brian Stein hjá Luton hefur verið iðinn við að skora í vetur og leikiö vel fyrir lið sitt Luton. Enska knattspyrnan: Þeir eru markahæstir EFTIRTALDIR knattspyrnumenn John Deehan, Norwich 10 eru nú markahæstir í 1. deild Gary Rowell, Sunderland 10 ensku knattspyrnunnar. Rush, Paul Walsh, Luton 10 Liverpool leiöir hópinn en síöan Gordon Cowans, Ast. Villa 9 kemur Brian Stein, Luton: Jim Melrose, Coventry 9 lan Rush, Liverpool 20 Bryan Robson, Manch. Utd. 9 Brian Stein, Luton 15 lan Wallace, Nott. For. 9 Luther Blisset, Watford 14 Steve Whitten, Coventry 9 Kenny Dalglish, Liverpool 14 Tony Woodcock, Arsenal 9 Bob Latchford, Swansea 13 Gary Shaw, Aston Villa 8 John Wark, Ipswich 12 Alan Brazil, Ipswich 8 Davíd Cross, Manch. City 11 Danny Wilson, Nott. For. 8 Peter White, Aston Villa 11 Danny Wallace, Southampt. 8 Evrópumet í stangarstökki Sovétmaðurínn Alexander Obizhayev setti nýtt Evrópumet í stangarstökki innanhúss um síö- ustu helgi á móti sem fram fór í Moskvu. Stökk hann 5,74 metra. Gamla metið átti Frakkinn Thierry Vigneron, var þaö 5,70 metrar. Annar í stangarstökks- keppninni varð heimsmethafinn utanhúss, Sovétmaðurinn Vla- dimar Polyakov, hann stökk 5,73 metra. Heimsmet hans utanhúss er 5,81 metri, sett í Tblisi árið 1981. Þá stökk sovéska stúlkan Tam- ara Bykova 1,98 metra í hástökki og er þaö besti árangur innanhúss í heiminum þaö sem af er árinu. Á sama móti var sett heimsmet í 2 km hindrunarhlaupi innanhúss. Sergei Yepishin hljóp vegalengd- ina á 5:23,89 mín. Gamla metiö átti Bretinn Dennis Coates, var þaö 5:24,60 mín. ÍSÍ fær 50% hækkun á f járlögum Á FJÁRLÖGUM fyrir árið 1983 fær ÍSÍ kr. 6 milljónir, sem er 50% hækkun frá fjárlagafrumvarpinu 1982. Þetta er nokkru minni hækkun en ÍSÍ fór fram á, en sótt var um kr. 7,2 milljónir. Engu að síöur má ÍSÍ vel viö una, því að þessi hækkun er meiri en almennt gerist á fjárlög- unum hjá öðrum aðilum milli ára. Er óhætt aö segja, að ÍSÍ hafi notið velvilja og skilnings ríkisstjórnar og Alþíngis síöustu ár, sem sést bezt á því, aö framlög Alþingis tii ÍSÍ frá 1980 hafa hækkaö um tæplega 430%. Verulegur hluti þessarar fjárveitingar rennur til styrktar sér- samböndum og héraðssamböndum innan ISÍ. • Skíðakóngurinn sænski Ingemar Stenmark fagnaði um síðustu helgi sínum 70. sigri í heimsbikarkeppninni á skíðum. Er sá árangur Stenmarks meö ólíkindum góöur og telja sérfræðingar Stenmark vera besta skíðamann sem fram hefur komiö fyrr og síðar. Heimsbikarinn á skíöum: Keppt i heimabæ skíðakóngsins AP. — Todtinau — V-Þýzkalandi: EFTIR vikutíma eöa nánar tiltekið 23. febrúar næstkomandi fer heimsbikarkeppnin á skíðum fram í fæöingarbæ Stenmarks, sænska skíðakóngsins. Sten- mark er í mjög góðri æfingu um þessar mundir og sýndi þaö best með glæsilegum sigrum sínum í svigi og stórsvigi um síöustu helgi en þá sigraði hann í báöum þessum greinum. „Ég verö aö sigra í keppninni í Tárnaby ef ég á aö eiga nokkra möguleika á aö endurheimta heimsbikarinn," sagöi Stenmark viö fréttamann AP. „Keppnin í fæöingarbæ mínum er mér mjög mikilvæg í alla staöi og margra hluta vegna," sagöi Stenmark. Helstu keppinautar Stenmarks í sviginu og stórsviginu veröa Bandaríkjamennirnir Phil og Steve Mahre. Þá má búast viö því aö Júgóslavinn Bojan Krizaj blandi sér í baráttuna. Búist er viö miklum fjölda áhorfenda í næstu viku þeg- ar keppt veröur í Tárnaby, og víst er aö Stenmark veröur ákaft fagn- aö af löndum sínum. En þaö er ekki bara Stenmark sem hefur gert það gott í vetur í heimsbikar- keppninni. Svíar eiga tvo aöra topp skíðamenn, þá Stig Strand, og Bengt Fjellberg. Hafa þeir kom- iö mjög á óvart meö góöri frammi- stööu sinni. Stig Strand er æsku- vinur Stenmarks, fæddur í Tárna- by. Holland tapaði 1—0 SPÁNVERJAR sigruðu Hollend- inga, 1—0, í Evrópukeppni lands- liða í Sevilla í gærkvöldi. Fimmtíu þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum sem fram fór á Sanchez Pizjuan-leikvanginum. Spánverjar sóttu mun meira í öllum fyrri hálfleiknum en gekk illa aö komast í gegn um mjög sterka vörn hollenska liðsins. Hollenska liðið lék stíft maöur á mann og fengu spönsku leikmennirnir litiö svigrúm til aö athafna sig. Undir lok fyrri hálfleiksins sóttu Spán- verjar mjög og á 44. mínútu felldi hollenski markvöröurinn Schrijvers Carrasco í dauöafæri og dæmd var vítaspyrna. Úr henni skoraöi svo Senor eina mark leiksins. Hol- lendingar áttu hættulegar skyndi- sóknir í fyrri hálfleiknum en tókst ekki aö nýta þær nægilega vel. Spánverjar áttu tvö hættuleg tæki- færi í fyrri hálfleiknum en þau runnu út í sandinn. í síöari hálfleik geröu Hollend- ingar allt hvaö þeir gátu til þess aö jafna metin en þaö tókst ekki. Spánverjar spiluöu meö sjö menn í vörninni, og lögöu ofurkapp á aö halda báöum stigunum í leiknum. Besta tækifæri Hollands átti van der Gijp á 58. mínútut en Arcon- ada, besti maöur spánska liösins, varöi mjög vel. Eftir þennan leik er Spánn meö forystuna í riðlinum, hefur 5 stig, eftir 3 leiki. Þá kemur Holland meö 5 stig eftir 4 leiki, frland hefur 3 stig eftir 3 leiki, Malta 2 stig eftir 2 leiki og ísland rekur svo lestina meö 1 stig eftir 4 leiki. Liöin sem léku í gær voru þann- ig skipuö: Holland — Schrijvers, Wijnstek- ers, Krol, Spelbos, Hovenkamp, Metgod, van der Gijp, van der Kerput, Schoenaker, Boeve, Kool- hof. Spánn: — Arconada, Juan Jose, Camacho, Maceda, Goic- eche, Gordillo, Marcos, Victor, Sarabia, Senor, Carrasco. Styrkir ISÍ ÍÞRÓTTASAMBAND íslands veitir á hverju ári útbreiöslu- styrki til hinna ýmsu héraðs- sambanda. Á árinu 1982 nam sú upphæð krónum 640 þús- undum. íþróttabandalag Reykjavíkur hlaut hæstan styrk á síöasta ári, krónur 175.700. íþróttabandalag Hafnarfjarðar hlaut næst- hæstan styrk, krónur 67.470. En hér á eftir fer listinn yfir héraðssamböndin. Héraðssambönd: UMSK 36.010.- UMSB 16.650,- HSH 10.540,- UDN 8.330,- HHF 10.070,- HVÍ 9.060,- HSS 9.300,- USVH 14.150,- USAH 13.270,- UMSS 9.210.- UMSE 13.360,- HSÞ 15.880.- UNÞ 7.360,- UÍA 15.070.- USÚ 9.230.- USVS 10.000,- HSK 18.120,- ÍS 22.180,- ÍBK 18.990.- ÍBH 67.470,- ÍA 14.990,- ÍBÍ 12.880,- ÍBS 16.170,- UÍÓ 9.080,- ÍBV 20.210.- ÍBA 55.720,- ÍBR 176.700,- Samtals 640.000,- Af sérsamböndum innan ÍSÍ hlaut Knattspyrnusam- bandiö hæstan styrk, krónur 171.958 krónur. Handknatt- leikssambandiö hlaut 142.585 krónur og Frjáls- íþróttasam band ið hlaut 132.448 krónur. En hér aö neöan er listinn yflr sérsam- böndin og þá upphæö sem þau hlutu í styrk frá iSi. Styrkupphæö: BLÍ 68.027.- BSÍ 84.246.- BTÍ 66.189,- FRÍ 132.448,- FSÍ 71.653,- GLÍ 47.834.- GSÍ 66.050,- HSÍ 142.585.- JSÍ 56.016,- KKÍ 96.168.- KSÍ 171.958.- LSÍ 60.749.- SÍL 54.533.- SKÍ 145.353,- SSÍ 89.372,- STI 46.819,- Samtals 1.400.000.- Stórt tap HOLLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu 21 árs og yngri tók heldur betur í rassinn á Spánverjum í gærdag er liöin léku í Evrópu- keppninni í knattspyrnu í Utrecht í Hollandi. Hið unga lið Hollands sígraði meö fimm mörkum gegn engu. í hálfleik var staðan 4:0. Hollendingar yfirspiluðu Spán- verjana strax frá fyrstu mínútu leiksins og fóru á kostum. Lék liöið stífan sóknarleik og uppskar eins og það sáði. Ronald Koeman skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu. Marco Van Basten skor- aöi annað markið af 20 metra færi á 35. mínútu og var það fallegaata mark leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði svo Wim Kieft þriöja markiö og á síöustu mín- útu hálfleiksins bætti Geert Kruis fjórða markinu við með því aö skora beint úr aukaspyrnu. Fimmta mark Hollands kom svo úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.