Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 22

Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Bretland: Pólskir flóttamenn fá landvistarleyfi liondon, 29. marz. AP. RÚMLEGA 30 Pólverjar, sem voru í orlofi og fóru með leynd í land af pólsku skemmtiferðaskipi er kom til London fyrir tveimur vikum, munu fá landvist- arleyfi í Bretlandi í eitt ár. Skýrðu brezk stjórnvöld frá þessu í dag. Það er talið ráða miklu um þessa ákvörðun brezkra stjórn- valda nú, að þau hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að láta flytja úr landi flóttamann frá Rúmeníu fyrir skömmu, en hann var settur með valdi um borð í rúmenska flugvél, sem flutti hann aftur til heimalands síns. Maður þessi, Papusoiu, var 19 ára gamall. Hon- um hafði verið smyglað inn í Bretland í apríl á síðasta ári, en þá hafði hann að baki sér 9 ára fangelsisvist í Rúmeníu fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að flýja land. William Whitelaw, innanríkis- ráðherra Bretlands, hefur sagt, að Pausoiu hafi ekki fullnægt ákvæð- um laga um pólitíska flóttamenn og tilgangur hans með landvist i Bretlandi hafi fyrst og fremst ver- ið að komast þangað, þar sem lífskjör væru betri en í heimalandi hans. Pólsku flóttamennirnir, sem fengið hafa landvistarleyfi í Bret- landi, eru úr hópi 390 farþega á pólska skipinu Stefan Batory, sem kom til hafnar í Tilbury við Tham- esfljótið fyrir austan London fyrir Frelsissveit- irnar herða enn róðurinn Islamahad, Pakistan. 29. mars. AP. AÐ SÖGN vestrænna diplómata hafa að minnsta kosti 32 látið iiTið í nokkr- um bardögum á milli stjórnarhersins og frelsissveita Afgana undanfarna daga. Samkvæmt fregnum frá Afgan- istan urðu meðlimir frelsissveit- anna 15 stjórnarhermönnum að bana í Haiderabad, skammt vestur af borginni Ghazni, þegar ráðist var á birgðaflutningalest. í kjölfar árásarinnar réðust frels- isveitirnar inn í borgina Ghanzi og handtóku þar 40 manns, sem gættu vopnabúrs stjórnarhersins. Þá var frá því skýrt, að tíu með- limir afganska kommúnistaflokks- ins hefðu fallið fyrir kúlum frels- issveitamanna dagana 4. og 5. mars sl. í Kandahar-héraði. Þá hafa frelsissveitirnar hert mjög baráttu sína gegn liðhlaupum og svikurum úr eigin röðum að und- anförnu og tekið nokkra menn að lífi fyrir uppljóstranir. tveimur vikum. Sumir flótta- mennirnir fóru með járnbrautar- lest til London, en aðrir létu sig hverfa í brezku höfuðborginni í kynnisferðum, sem farnar voru þangað af skipinu, og höfðu síðan samband við samtök pólskra flóttamanna í Bretlandi. Þrátt fyrir það að þessum pólsku flóttamönnum væri veitt landvistarleyfi í Bretlandi nú, þá hefur Whitelaw lýst því yfir, að þetta þýddi ekki, að verið væri að opna dyrnar fyrir ótakmarkaðri landvist flóttamanna frá Austur- Evrópu í Bretlandi. Veður víða um heim Akureyri 0 snjóól Amsterdam 8 heióskírt Aþena 21 heíóskírt Barcelona 16 léttskýjaó Bertín 7 skýjaó BrUssel 8 skýjaó Chicago 3 skýjaó Dublin 9 rigning Frankfurt 6 skýjaó Færeyjar 6 sjónól Helsinki 5 heióskirt Hong Kong 18 skýjaó Jerúsalem 19 heióskirt Jöhannesarborg 28 heióskirt Kaupmannahöfn 3 snjókoma Lissabon 16 skýjaó London 9 skýjaó Los Angeles 17 heióskírt Madrid 13 heióskirt Malaga 18 heióskfrt Mallorca 13 skýjaó Mexikóborg 25 heióskirt Miami 26 skýjaó Moskva 12 skýjaó Nýja Delhí 29 heióskfrt New York 13 skýjaó Osló 1 snjókoma París 9 skýjaó Peking 17 heióskfrt Perth 29 skýjaó Reykjavík 0 skýjað Rio de Janeiro 32 heióskfrt Rómaborg 13 skýjaó San Francisco 17 skýjaó Stokkhóimur 5 skýjaó Tel Avív 21 heióskfrt Tókýó 12 skýjað Vancouver 12 rigning Vínarborg 8 skýjaó Varnarkerfi í geimnum Mynd þessi sýnir hvernig listamaður nokkur hugsar sér varnarkerfi meó laser-geislum, sem beinir laser-geislum frá jörðu með nokkurs konar spegli á braut umhverris jörðu að aðvífandi eldflaug. Mikið fjaðrafok í Danmörku vegna dreifingar baráttusöngs á fundi: Vísuðu 30 manns úr ungliða- hreyfingu íhaldsflokksins Kaupmannahörn, 29. mars. AP. MIKIÐ fjaðrafok hefur orðið í Danmörku vegna dreifingar nokkurra með- lima ungliðahreyfingar danska íhaldsflokksins á baráttusöng, þar sem hvatt er til þess að ungir Danir klæðist svörtum stígvélum, slálhjálmum og græn- um einkennisbúningum og hefji herferð gegn „rauðliðunum“. Þrjátíu meðlimir ungliðahreyf- ingarinnar voru í dag reknir úr henni fyrir þetta uppátæki með þeim orðum, að slíkt yrði ekki liðið innan hreyfingarinnar. Paul Schluter, forsætisráðherra Dana, er formaður danska íhaldsflokks- ins. Talsmaður flokks forsætisráð- herrans, sem nýtur nú mikils fylg- is í Danmörku í kjölfar hægri- sveiflu á meðal ungra kjósenda, lýsti uppátæki ungliðanna sem illa innrættri „nostalgíu" og bað unga íhaldsmenn vinsamlegast að leggja slíkan barnaskap á hilluna. Anker Jörgensen, fyrrum for- sætisráðherra Dana og leiðtogi sósíaldemókrata, sagðist ekki geta ímyndað sér, að einhver alvara hefði verið á bak við uppátæki ungliðanna. Forystumenn hreyf- ingarinnar voru hins vegar ekki í neinum vafa og vísuðu 30-menn- ingunum á dyr. „Það kann vel að vera að ein- hverjar afsakanir kunni að vera bornar fram vegna þessa máls, en við líðum ekki neinar tilhneig- ingar í þá átt, sem fram kemur í umræddum söng,“ sagði Lars Poulsen, formaður ungliðahreyf- íngannnar. Forsprakki þeirra, sem stóðu að dreifingu söngsins, bar því við að hann hefði ekki einu sinni verið sunginn, heldur honum aðeins dreift til þess að lífga upp á and- rúmsloft sérstaks kynningarfund- ar, sem ungliðahreyfingin gekkst fyrir. „Þetta var allt gert í gamni," sagði hann. Erik Ninn-Hansen, dómsmála- ráðherra og einn framámanna fhaldsflokksins, var hins vegar ekki þeirrar skoðunar, að uppá- tækið væri fyndið á einn eða ann- an hátt. Lagði hann til að danska rannsóknarlögreglan tæki málið til meðferðar. Þeirri tillögu var hafnað af forystu ungliðahreyf- ingarinnar. Handtóku tvo bandaríska fréttamenn í E1 Salvador San Salvador, 28. mars. AP. Lögregluyfirvöld í San Salvador framlengdu í dag gæsluvarðhald bandaríska blaðamannsins TJ. Western í tengslum við grein, sem hann skrifaði um borgarastyrjöldina í landinu. Yfirvöld neita að segja „Augu og eyru KGB á S-Atlantshafi“ Nýjar uppljóstranir um njósnarann Dieter Gerhardt í Suður-Afríku Iiondon, 29. marz. AP. HÁTTSETTUR flotaforingi í Suður-Afríku, sem ákærður hefur verið fyrir njósnir í þágu Sovétríkj- anna, var „augu og eyru KGB á Suður-Atlantshafi“. Hefur brezka blaðið The Daily Mail þetta í dag eftir frönskum gagnnjósnara, sem ekki er nafngreindur. Samkvæmt frásögn hans á njósnarinn, Diéter Gerhardt, sem er 46 ára gamall, að hafa látið Sovétríkjunum í té leynd- armál varðandi herlið Breta í Falklandseyjastríðinu við Arg- entínumenn í fyrra. Gerhardt var handtekinn, eftir að sviss- nesk yfirvöld létu stjórnvöld í Suður-Afríku vita um, að kona Gerhardts, sem fædd er í Sviss, væri sovézkur njósnari. The Daily Mail heldur því fram, að Gerhardt hafi skýrt frá einstökum atriðum varðandi herfræðilegar áætlanir Breta í flughernaðinum í Falklands- eyjastríðinu. Þá hefur blaðið það eftir franska gagnnjósnaranum, að Gerhardt hafi verið næst- æðsti maður í flotastöðinni Sim- onstown í Suður-Afríku, sem reist var af Bretum, en þar er ein stærsta tölvumiðstöð varðandi ferðir herskipa og flugvéla á Suður-Atlantshafi. Gerhardt er fæddur í Þýzka- landi en gekk í flota Suður- Afríku 1952. Hann og kona hans, Ruth, sem er 41 árs, voru hand- tekin í Höfðaborg í júní sl. og ákærð fyrir njósnir. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa skýrt frá litlu einu varðandi þær njósnir, sem þau eru ákærð fyrir. nokkuð frekar um hvaða ákærur kynnu að bíða blaðamannsins. Western var handtekinn á laug- ardagsmorgun ásamt blaðakon- unni Joan Ambrose Newton, en hún er einnig bandarísk, þar sem þau voru í íbúð Western. Newton, sem er fædd í S-Afríku en er með bandarískan ríkisborgararétt, var sleppt að loknum yfirheyrslum, en er nú í stofufangelsi. Ýmsar eigur Western voru gerð- ar upptækar, einkum hlutir sem hann notar við vinnu sína, s.s. segulbönd, myndir og ýmis önnur skrifuð gögn. Vararæðismaður Bandaríkjanna í E1 Salvador hef- ur heimsótt Western nokkrum sinnum og segir ekkert ama að honum. Western hefur unnið sjálfstætt í E1 Salvador, en reglulega hafa birst pistlar frá honum í NBC-út- varpsstöðinni og útvarpsfrétta- þjónustu AP. Yfirvöld í E1 Salva- dor hafa ítrekað gagnrýnt erlenda fréttamenn harðlega og segja þá vilhalla vinstrisinnuðum skæru- liðum, sem berjast gegn stjórn- völdum. ERLENT „Ástæða til bjartsýni“ — sagði de Cuellar að lokn- um viðræðum í Moskvu Moskvu, 29. mars. AP. JAVIER Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að viðræður við sovéska ráðamenn um Afganistan veittu honum ástæðu til bjartsýni varðandi lausn þessa vanda- máls. De Cuellar sagði þetta á stuttum blaðamannafundi áður en hann yfirgaf Moskvu í dag og bætti því við að sovéskir ráðamenn hefðu sýnt tillögum sínum áhuga. Aðalritarinn, sem var í forsvari fyrir nefnd S.Þ. sem vann að lausn á málefnum Afganistan áður en hann tók við embætti sínu í janúar 1981, var spurður að því hvort hann hefði rætt við Andropov um kröfur um tafarlausan brottflutning sovéskra hermanna frá Afganistan. Hann svaraði því játandi, en neitaði að gefa nánar upp um viðræðurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.