Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 1

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 1
80SÍÐUR 257. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins TF-Rán. Kort af norðanverðum Vestfjörðum. Staðurinn þar sem brakið fannst er merkt með krossi. Þyrla Landhelgisgæzlunnar TF-Rán ferst í Jökulfjörðum: Fjögurra manna áhafiiar saknað FJÖGURRA manna áhafnar þyrlu Landhelgisgæzlunnar, TF-Ránar, var saknað í gærkvöldi. Þvrlan fór frá varðskipinu Óðni um ellefu- leytið í gærkvöldi, en þá var varð- skipið statt undan Höfðaströnd við Jökulfirði. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í samtali við blm. Mbl. í nótt, að þremur mínútum eftir að þyrlan fór frá varðskipinu í æfingaflug, hafi hcyrst frá henni örstutt kall og síðan ekkert meira. Um tvöleytið í nótt fannst brak úr TF-Rán um hálfa mílu undan landi á milli Veiðileysu- fjarðar og Lónafjarðar í Jökul- fjörðum. Enginn úr áhöfninn var þá fundinn. Það var línubátur- inn Orri sem kom fyrst að brak- inu en fleiri bátar voru á leið þangað þegar Mbl. fékk síðast fréttir í nótt. Björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík, Hnífsdal, ísafirði og Súðavík voru kallaðir út til leitar og skip frá þessum stöðum leituðu ásamt flugvélum frá varnarliðinu og flugmálastjórn. „Munum vinna aö friði Washington, 8. nóvember. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, lagði í dag upp í ferð til Japans og Suður-Kóreu og sagði við brottförina, að Bandaríkjamenn væru „áreiðanleg- ur bandamaður beggja þjóðanna" og myndu ásamt þeim vinna að friði og öryggi í þessum heimshluta. Upphaflega ætlaði Reagan að fara einnig til Filippseyja en hætti við vegna ólgunnar þar í kjölfar morðsins á Aquino, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. „Við munum vinna ötullega að þjóðanna, að aukinni samvinnu í nýju blómaskeiði í samskiptum efnahagsmálum, að friði og far- og öryggi“ sæld,“ sagði Reagan við stutta at- höfn í Hvíta húsinu áður en hann hélt af stað í ferðina. „Við lifum í hættulegum heimi," sagði Reagan ennfremur, „og ég mun leggja á það áherslu í ferðinni, að Banda- ríkjamenn eru áreiðanlegur bandamaður þessara þjóða, sem mun vinna að friði og öryggi í þessum heimshluta og um allan heim.“ Reagan mun koma til Tókýó á miðvikudagsmorgni (að ísl. tíma) en til Seoul í Suður-Kóreu fer hann á laugardag. Reagan mun m.a. ávarpa þjóðþing þjóðanna beggja og fara að vopnahléslín- unni, sem skilur Norður- og Suð- ur-K6reu. Arafat og menn hans í herkví í Tripoli-borg Beinil, Doh», Washington, 8. nóvember. AP. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsisfvlk- ingar Palestínumanna, kva-'it í dag reiðubúinn aö skipa mönnum sínura að hætta bardögum ef uppreisnar- menn innan samtakanna féllust á að hætta þeirri „slátrun“ á löndum sín- um, sem þeir hefðu staðið fyrir í sex daga. Assad, Sýrlandsforseti, hefur fallist á að veita viðtöku sendinefnd frá sex Persaflóaríkjum, sem vill ræða við hann um vopnahlé í Norður-Líbanon. „Ég mun gera allt, sem í mínu valdi stendur til að komast hjá blóðbaði. Við munum ekki berjast nema í sjálfsvörn og stríð eða frið- ur er undir andstæðingum okkar komið,“ sagði Arafat í dag á blaðamannafundi í Tripoli í Líb- anon og kvaðst hann tilbúinn til að skipa mönnum sínum að hætta bardögum ef uppreisnarmenn inn- an PLO og Sýrlendingar hættu þeirri „slátrun", sem þeir hefðu stundað síðustu sex dagana. Ara- fat og menn hans hafa nú búið um sig í gamla borgarhlutanum í Tripoli og geta ekkert flúið nema í sjóinn. Nefnd skipuð leiðtogum trúflokka og stjórnmálaflokka í Tripoli hefur skorað á Assad, Sýrlandsforseta, að hindra upp- reisnarmenn innan PLO í að ráð- ast inn í borgina og einnig hefur hún farið íraœ á það sama við Abu Mousa, foringja uppreisnar- mannanna. Hann mun hins vegar hafa sett það skilyrði, að annað- hvort komi Arafat sér á brott frá Tripoli eða hann verði tekinn fast- ur og dæmdur af byltingardóm- stóli. Leiðtogar sex Persaflóaríkja, sem verið hafa á fundi í Doha í Qatar, hafa sent nefnd á vit Assads, Sýrlandsforseta, til að biðja Arafat og mönnum hans griða og koma á vopnahléi í Norður-Líbanon. Kvaðst Assad í fyrstu ekki hafa tíma til að taka á móti henni vegna „mikilla anna“ en snerist síðan hugur. Talið er að Persaflóaríkin vilji tryggja, að Arafat komist frá Tripoli heill á húfi, annaðhvort með þyrlu eða egypsku skipi. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins hefur skorað á Sýrlandsstjórn að sýna „hófsemi og stillingu" en Sýrlendingar hafa hvatt allan herinn til vopna og bera við yfirvofandi árás Banda- ríkjamanna og ísraela. Segja þeir síðarnefndu ekki flugufót fyrir þeirri fullyrðingu. Arafat hét í gær á Pál páfa sér til fulltingis og í dag barst tilkynning frá Páfa- garði þar sem skorað var á deilu- aðila að seyast að samningaborði og „binda enda á stríðið milli Pal- estínumanna". Angóla: 150 fórust Belgrað, 8. nóvember. AP. ANGÓLSK farþegaflugvcl af gerð- inni Boeing 737 hrapaði í dag til jarðar strax eftir flugtak í Suður- Angóla og fórust allir, sem með henni voru, um 150 manns. Fréttamaður júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug hafði þessa frétt í dag eftir flugstjórn- armönnum í Luanda, höfuðborg Angóla, og sögðu þeir ennfremur, að allir um borð hefðu verið Ang- ólamenn. Vélin var að fara frá borginni Lubango í suðurhluta landsins og ferðinni heitið til Lu- anda þegar hún hrapaði eftir flugtak og skall til jarðar 900 metra frá brautarenda. Turgut Ozal Tyrkland: Ozal myndar stjórn Ankara, 8. nóvember. AP. KENAN EVREN, forseti Tyrklands, tók í dag á móti Turgut Ozal, sigurvegara í þingkosningunum, sem fram fóru í landinu á sunnudag. Sagði forsetinn, að hann myndi fela Ozal og Föðurlandsflokki hans að mynda næstu ríkis- stjórn. „Flokkur Ozals hefur áunnið sér rétt til þess að komast einn til valda í frjáls- um, lýðræðislegum kosning- um,“ sagði Evren á fundi með fréttamönnum í forsetahöll- inni í dag. „Það, sem við vild- um forðast, var samsteypu- stjórn og því marki hefur verið náð,“ sagði forsetinn ennfremur. Samkvæmt endanlegum niðurstöðum kosninganna fékk Föðurlandsflokkurinn 212 þingsæti af 400 á hinu nýkjörna þjóðþingi. Alþýðu- demókratar fengu 117 og Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn 71 þingsæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.