Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Þorskaflinn fyrstu 10 mánuði ársins: 74.000 lestum minni en í fyrra ÞOR8KAFLI landsmanna var um síðustu mánaðamót rúmum 74.000 lestum minni en á sama tíma í fyrra. Þá höfðu veiðst rúmar 335.000 lestir en nú aðeins tæpar 261.000. Miðað við aflabrögð í haust eru litlar sem 0 INNLENT Flugvél nauðlenti: Tveir menn sluppu ómeiddir Egilætöðvin, 8. nóvember. LAUST fyrir klukkan 14.00 í dag nauðlenti lítil fjögurra sæta eins hreyfils flugvél af Cessna-gerð á svokölluðu Finnsstaðanesi, skammt frá norðurenda Egils- staðaflugvallar. Flugvélin, sem ber einkenn- isstafina TF-MUS og er í eigu flugklúbbs Egilsstaða, var að hefja sig til flugs, þegar vélin missti skyndilega afl og ákvað flugmaðurinn, Þórhallur Þor- steinsson, þá að nauðlenda. Með Þórhalli í vélinni var Halldór Bergsson og sluppu báðir ómeiddir, en flugvélin er mjög skemmd. — Ólafur. engar líkur á því að þorskaflinn í ár nái 300.000 lestum. Þorskaflinn í október nú varð 9.293 lestir á móti 14.640 eða rúmum 5.000 lestum minni samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands um aflabrögð landsmanna. Þorskafli báta í október nú var 3.252 lestir en 6.307 í fyrra eða nær helmingi minni nú. Þá var annar botnfiskafli báta nú rúmum 1.000 lestum minni en í sama mán- uði í fyrra og heildaraflinn tæpum 5.000 lestum minni. Þorskafli tog- ara í októbermánuði nú var 2.292 lestum minni en í fyrra, annar botnfiskafli 866 lestum minni og heildaraflinn 3.158 lestum minni. Fyrstu 10 mánuði ársins nú var þorskafli bátaflotans 52.222 lest- um minni en í fyrra, togaraflotans 21.792 lestum minni og aflinn því alls 74.014 lestum minni en í fyrra. Annar botnfiskafli er hins vegar um 10.000 lestum meiri nú. Heild- araflinn þessa mánuði var 584.219 lestir eða 71.806 lestum minni en í fyrra. Laxamýri: Ljósm. Mbl. Spb. Klaklaxinn kreistur NÚ STENDUR yfir sá tími í laxeldisstövunum þegar klaklax- inn er kreistur og klakið hefst. Mikils hreinlætis er gætt í sambandi við þetta verk og er meðfylgjandi mynd tekin hjá Norðurlaxi hf. að Laxamýri. Kristján á Hólmavaði er sá sem kreistir, en það verk hefur hann unnið frá því að starfsemin hófst. Aðstoðarmaður hans er Björn á Laxamýri og Bárður dýralæknir Guðmundsson horfir á og fylgist með því, að allt fari fram eftir hinum nákvæmu regl- um sem eftir er farið í sambandi við klakið. Stöðvarstjórinn, Halldór Davíð Benediktsson, má ekki koma þarna nærri og ekki inn í húsið þar sem kreist er. Dýraiæknirinn færir honum síð- an hrognin eftir að hann hefur sótthreinsað þau, til að fyrir- byggja alla sjúkdóma.' Tíu fyrirtæki hafa sagt upp 195 starfemönnum Borgarfjörður: Flugvél flaug á raflínu Klpppjárnsreykjum, 8. nóvember. LÍTIL flugvél af geröinni Cessna 150 flaug á raflínuna við bæinn Hellubæ í Hálsasveit í dag. Um klukkan 14.30 flaug flugvélin, sem er tveggja manna og eins hreyfils, á raflínu við Hellubæ í Hálsasveit í Borgarfirði. Slitnaði línan og brotnuðu tveir staurar. Flugmaðurinn gat lent vélinni og var hún ótrúlega lítið skemmd. Hreyfillinn boginn og vélarhlíf dælduð. Viðgerð var hafin strax á lfnunni. Fréttamaður náði ekki tali af flugmanninum. Flugvélin bar ein- kennisstafina TF-RPM. — Bernhard SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar í októbermánuði voru samtals 14.667 á landinu öllu, samkvæmt yfirliti vinnu- máladeildar félagsmálaráðuneytisins. Þetta svarar til þess að 676 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan raánuðinn, sem jafngildir 0,6% af áætluöum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. í septembermánuði sl. voru skráðir atvinnuleysisdagar 11.503 og hefur því fjölgað um 3.164 frá fyrri mánuði eða um 27,5%. í frétt félagsmálaráðuneytisins segir, að þessa aukningu á skráðu atvinnu- leysi megi aðallega rekja til þriggja svæða, Norðurlands vestra, Norður- lands eystra og Suðurlands. Þó hef- ur ennfremur orðið nokkur aukning á Vestfjörðum, Austurlandi og Reykjanesi. Aðeins á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi hefur skráðum at- vinnuleysisdögum fækkað frá fyrri mánuði. „Orsakir þess, að skráðum atvinnuleysisdögum hefur fjölgað milli mánaða, verða fyrst og fremst raktar til lengri eða skemmri stöðv- unar fiskvinnslu vegna hráefnis- skorts, sem ýmist stafar af lélegum aflabrögðum eða veiðiskip hafa stöðvast," segir í fréttinni. Fyrstu 10 mánuði yfirstandandi árs hafa í heild verið skráðir 233 þúsund atvinnuleysisdagar á móti rösklega 157 þúsund á sama tíma í fyrra og tæplega 200 þúsund á öllu síðasta ári. f októbermánuði bárust tilkynn- ingar frá 10 fyrirtækjum um upp- sagnir og taka þær til 195 starfs- manna. Þá eru ekki meðtaldar tímabundnar uppsagnir í frystihús- um enda eru slíkar uppsagnir ekki tilkynntar formlega til vinnumála- deildar. Ferskfiskur fluttur í gámum utan: Þetta er eina aðferðin sem eitthvert vit er í - fiskiskip eiga að veiða fisk, flutninga- skip að flytja hann, segir útflytjandi „SÍÐAN í júní erum við búnir að selja 200—300 tonn af ferskum fiski til út- landa, mest til Englands. Sá fiskur hefur allur verið fluttur í gámum og með flutningaskipum. Þetta hefur gef- ist mjög vel og ég er sannfærður um, að þetta er það, sem koma skal,“ sagði Pétur Kjartansson hjá fyrirtæk- inu P.Pétursson-Fiskafurðir hf., f samtali við blm. Morgunblaðsins. „Ég er viss um að þetta er eina flutningsaðferðin, sem eitthvað vit er í,“ sagði Pétur. „Ef menn setjast niður og reikna út hvað það kostar í rauninni að láta togara sigla með afla — ja, þá efast ég ekkert um að þeir færu að hugsa sig um tvisvar — enda eiga fiskiskip að veiða fisk, Ók með logandi heyfarm: Tók eftir því að fólk sem ég mætti horfði sérkennilega á bílinn minn „ÉG GLEYMDI að taka hitann af pallinum, en hann er upphitaður þannig að pústið blæs upp á pailinn til þess að halda honum heitum. Ég vissi ekkert af eldinum fyrr en í Svínahrauni, en þá hafði ég tekið eftir því að fólk í bílum sem ég mætti horfði sérkennilega á bflinn,“ sagöi Viðar Pálsson vörubílstjóri í spjalli við blm. Morgunblaðsins í gærkveldi. Ilann varð fyrir þeirri einkennilegu lífsreynslu að aka með skíðlogandi hcyfarm á vörubílspalli frá Svínahrauni og niður í Fjárborgir, á móts við Rauðhóla, en þar komst hann fyrst út af veginum til þess að sturta hinum eldfima farmi af. „Ég tók eftir því að það var farið að rjúka úr pallinum, svo ég stöðvaði bílinn og fór út. Ég sá að ekki þýddi að sturta þessu af þarna, svo ég flýtti mér niður í Fjárborgir. Hins vegar magn- aðist eldurinn skjótt og þeim mun meira sem ég ók hraðar, en þegar niður í Fjárborgir kom stóðu eldtungurnar út af pallin- um,“ sagði Viðar. „Þegar þangað kom tók ég böndin af pallinum og sturtaði draslinu af og brann heyið þarna til ösku og það var illt að standa og horfa á það. Bíllinn er bruna- tryggður, en hann skemmdist lítið eða ekkert, en málning sviðnaði af skjólborðunum," sagði Viðar. A bílnum voru 330 baggar af heyi og taldi Viðar að verðmæti þess væri nálægt 20 þúsund krónum. Hann bjóst við því að fá tjónið bætt hjá tryggingarfélagi þvi sem bíllinn er tryggður hjá. „Já, það er margt að varast!," sagði Viðar að lokum, en hann sakaði ekki í bruna þessum. Slökkviliðinu í Reykjavík var tilkynnt um eldsvoða þennan og kom það snarlega á staðinn á tveimur bílum. Tók það nærri fjórar klukkustundir að slökkva í heyinu. „Þetta tók svona lang- an tíma vegna þess að það þurfti að rífa hvern einasta bagga í sundur og bleyta í svo að segja hverri tuggu," sagði varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur, sem blm. Morgunblaðsins ræddi við í gærkvöldi. Þurfti að selflytja vatn á stað- inn og fóru bílarnir tveir alls fimm ferðir á milli. Megnið af heyinu er ónýtt. flutningaskip eiga að flytja hann.“ Hann sagði að fiskurinn væri sendur vikulega og færi magnið eft- ir ýmsu hverju sinni, svo sem gæft- um, hráefnisstöðu seljenda og fleiru. „Við fáum frá frystihúsum þegar hráefnið hentar þeim ekki, kúfa frá saltfisk- og skreiðarfram- leiðendum og toppa úr hraðfrysti- stöðvum," sagði Pétur. „Verðið hef- ur verið gott — gámafiskur er yfir- leitt seldur hærra verði í Englandi en bátafiskurinn. Það fer að sjálf- sögðu nokkuð eftir gæðum en það er ekki óalgengt að verðið sé 10% hærra fyrir gámafiskinn. Og ef framboð er mikið á fiskmörkuðum í t.d. Hull og Grimsby, þá selst gámafiskurinn yfirleitt fyrr. Fisk- urinn er yfirleitt ekki nema viku- gamall þegar hann fer á markað ytra — við sendum frá okkur á mið- vikudögum og varan er seld á mánudegi eða þriðjudegi. Það er yngri fiskur en Bretar eru vanir." Pétur Kjartansson sagði að fisk- urinn væri fluttur ísaður í 750 lítra kerum, sem væri heppilegri flutn- ingsmáti en t.d. frysti- eða kæli- gámar. „Þetta hefur gefist mjög vel, við fluttum til dæmis talsvert magn af fiski í miklum hitum í sumar og það gekk alveg prýðilega. Það er mikill áhugi á að halda þessu áfram í vetur enda eru birgðir frystihús- anna orðnar miklar og með þessu móti fæst greitt mun fyrr fyrir fiskinn." — Auk fyrirtækisins P. Pétursson-Fiskafurðir hf. flytja nokkur önnur fyrirtæki ferskan fisk á markað erlendis og nokkrir framleiðendur að auki, að sögn Pét- urs Kjartanssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.