Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 5

Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 5 Þröstur Þórhalls- son^Unglingameist- ari íslands í skák ÞRÖSTUR Þórhallsson, 14 ára gamall Reykvíkingur bar sigur úr býtum á Unglingameistaramóti ís- lands, 20 ára og yngri, sem haldið var um helgina. Hlaut hann 6 vinn- inga af 7 mögulegum, en tefldar voru sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. í 2.-5. sæti urðu Magnús Kjærnested, Reykjavík, Stefán Sigurjónsson, Reykjavík, Hall- dór G. Einarsson, Bolungarvík og Lárus Jóhannsson, Reykjavík, allir með 5 vinninga. Eins og fyrr sagði er Þröstur aðeins 14 ára og tiltölulega ný stjarna á skákhimni íslendinga, en hann varð skólameistari Reykjavíkur 1982. Til þess að sigra í keppninni varð Þröstur meðal annars að leggja að velli tvo skákmeistara í landsliðs- flokki, þá Halldór G. Einarsson og Arnór Björnsson. Keppendur fengu klukku- stundar umhugsunarfrest á fyrstu 30 leikina og síðan 20 mínútur til að klára skákina. Skákstjóri var Ólafur H. ólafs- son. Unglingameistarinn fer á al- Þröstur Þórhallsson, unglinga- meistari fslands 1983. þjóðlegt unglingameistaramót sem haldið verður í Noregi eða Svíþjóð um áramótin. Hjálmar Bjarnason fyrru. bankafulltrúi látinn Á MÁNUDAG var Hjálmar Bjarna- son, fyrrverandi bankafulltrúi í Reykjavík, bráðkvaddur. Hann fæddist í Keflavík 17. janúar 1900, en fluttist sama ár með foreldrum sínum til Reykja- víkur. Þar bjó hann til æviloka. Lauk gagnfræðaprófi 1917. Hóf störf 1. nóvember það ár í ís- landsbanka og starfaði þar til ársloka 1920. Síðar í skrifstofu Bergensku skipaafgreiðslunnar í Reykjavík uns hann réðst í þjón- ustu Útvegsbanka íslands 1. júlí 1931 og starfaði þar til ársloka 1962, að hann hætti störfum fyrir aldurssakir. Hjálmar Bjarnason var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Elísabet Jónsdóttir, ættuð úr Borgarfirði, en eftirlifandi kona hans er Ragnhildur Sóley Stein- grímsdóttir úr Reykjavík. Hjálmar Bjarnason Helgi Skúlason augnlæknir látinn LÁTINN er Helgi Skúlason augn- læknir á Akureyri. Helgi fæddist 22. júní árið 1892 og var hann því 91 árs að aldri er hann lést. Hann fæddist í Odda á Rangárvöllum, sonur hjón- anna Skúla Skúlasonar, síðar stjórn- arráðsritara, og Sigríðar Helgadótt- ur. Helgi varð stúdent I Reykjavík árið 1910 og lagði síðan stund á læknisfræði og lauk prófi árið 1915. Árið 1923 varð Helgi sérfræð- ingur í augnsjúkdómum, en þá hafði hann um hríð starfað að þeirri sérgrein. Hann varð hér- aðslæknir í Síðuhéraði frá 1. ágúst árið 1915, en því starfi gegndi hann til ársins 1919. Hann sinnti læknisstörfum í Reykjavík frá ár- inu 1921 til ársins 1927, en síðan á Akureyri. Hann var aukakennari í augnsjúkdómafræði við lækna- deild Háskóla Islands á tímabilinu 1923 til 1927. Helgi Skúlason kvæntist árið 1925 Köru Sigurðardóttur. Helgi Skúlason Starfslið heilsugæslustöðvarinnar. F.v. Sigríður Jak- obsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Sveinn Magnússon, lækn- ir, sem gegnir starfi Margrétar Georgsdóttur, yfirlækn- is, til áramóta, Brynja Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir, ritari, og Gísli Teits- son, framkvæmdastjóri stöðvarinnar. Heilsugæslustöð í húsakynnum Heilsuverndar- stöövar Reykjavíkur FJÓRÐA heilsugæslustöðin í Reykjavík var opnuð þann 13. ágúst sl. í húsakynnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavfkur við Egilssgötu. Er heilsugæslustöðin til húsa í stærsta hluta þess húsnæðis sem áður var berklavarnadeild Heilsuvernd- arstöðvarinnar. Þar er nú vinnuaðstaða fyrir 3—4 hjúkrunar- fræðinga og 4—5 lækna, auk rannsóknarstofu og aðstöðu til röntgenmyndatöku. Er starfssvæði stöðvarinnar afmarkað af Fríkirkjuvegi og Lækjargötu að vestan og Rauðarárstíg að austan. Heilsugæslustöðin verður opin daglega frá kl. 08.00—17.00, en ráðgert er að sem fyrst verði tekin upp vaktaþjónusta lækna fyrir íbúa svæðisins sem yrði þá frá kl. 17.00—23.00 á virkum dögum og frá kl. 08.00—23.00 um helgar. Á blaðamannafundi sem haldinn var nýlega kom fram í máli Gísla Teitssonar, framkvæmdastjóra heilsugæslu- stöðvarinnar, að með þessu fyrirkomulagi yrði leitast við að sömu starfsmenn stöðvarinnar sinntu sömu íbúum, bæði á heilsugæslustöðinni og í heimavitjunum. Sagði hann að ekki yrði síður lagt upp úr starfseminni varðandi almenna heilsuvernd, en þjónustu við þá fbúa sem leita þyrftu læknis vegna sjúkleika. Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar hefur verið ráðin Margrét Georgsdóttir, læknir, og hjúkrunarforstjóri Sig- ríður Jakobsdóttir, en ráðgert er að um næstu áramót verði stöðin fullmönnuð af læknum og hjúkrunarfræðing- um. Nu ceta allir fensid sér föt ★ Greiösluskilmálar ★ Af 6000 króna verzlun greiðist helmingur út og afgangur eftir samkomulagi m/vesti Verö kr. 5.100,-. |U|Æ| l &ia(í3il£ 5)|| lU'H Inl'slr (KH lr <ll K I Snorrabraut s. 13505 Glæsibæ s. 34350 Miðvangi s. 53300 Hamraborg s. 46200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.