Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Þakkarávarp ÖUum þeim er sendu okkur dýrmætar gjafir, blóm og skeyti, þökkum við af alhug. Sérstaklega þökkum við fjölskyldu okkar, sem hélt okkur stórveislu í Kirkjubœ og safnaðarstjóm, presthjónum og kvenfélagi Óháða safnaðarins. Kærar kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Klara Tómasdóttir, Sigurdur G. Hafliðason, Háaleitisbraut 41. Kærar þakkir til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vinsemd og virðingu á sjötíu og fimm ára afmæli mínu 1. nóvember 1983. Hafliði Halldórsson. X SKYRTUR MELKA GOLWIN — er auðveld í þvotti og þarf J aö strauja. Bómullin er nefnileg^íönduðB meö 30% polyster.|^^m|^^ Efni í skyrtunni er serlega fallegtj smáköfiótt, og skyrtan er með^ „Taþ“-kraga. Fæst í öllum helstu I herrafataverslunumB landsins.mi / Iýmsar prentvörur! I TIL JÖLANNA I FRA OFFSETPRENTSMIÐJUNNI LITBRÁ JÓLAKORT 4 LISTAVERKAKORT EFTIR KJARVAL 3 VATNSLITAMYNDIR EFTIR JÖRUND PÁLSSON 3 LJÓSMYNDIR EFTIR RAFN HAFNFJÖRÐ 40 TEGUNDIR af öðrum mjög fallegum jólakortum, laus og i pökkum 5 og 10 stk. JÓLAPAPPÍR 5 FALLEGAR TEGUNDIR i Plast umbúöum (70x100 sm) takmarkaðar birgðir SMÁMYNDIR UPPHLEYPTAR BARNAMYDNIR í römmum (10,5x14,5 sm) eftir Mary May. VEGGSPJÖLD UPPHLEYPTAR LJÓSMYNDIR OG TEIKNINGAR í ýmsum stærðum (fyrir unga fólkið) PÚSLUSPIL 4F LÍMMIÐAR MEÐ MYNDUM EFTIR MARY MAY BÆKUR PHOTOS AND FACTS ABOUT ICELAND eftir Rafn Hafnfjörð HÓFADYNUR eftir Halldór Pétursson, dr. Kristján Eldjárn oq Andrés Björnsson EN HVAÐ ÞAÐ ER SKRÝTIÐ eftir Pál J. Árdal og Halldór Pétursson FÁANLEGTí FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM PRENTUM SÉR TEXTA INN Á KORT FYRIR FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGA D LITBRÁ hf. Æ HÖFÐATÚNI 12 * REYKJAVlK ★ SfMAR 22930 og 22865 I 7 Einurð, festa, sanngirni og drengskapur Forystugreinar Alþýðublaðs, Tímans og Þjóöviljans í gær og Dagblaösins Vísis í fyrradag fjalla allar um landsfund Sjálf- stæðisflokksins og kjör nýs flokksfor- manns, Þorsteins Pálssonar. Forystu- grein Tímans segir Þorstein hafa sýnt „einurð og festu“ í fyrri störfum sínum, „en jafnframt sanngirni og drengskap, sem varð til þess að hann ávann sér traust jafnt samherja sem andstæöinga". — „Flestir eru á einu máli um, aö tími einingar hafi tekið við af tíma sundrung- ar,“ segir í leiöara DV. — Alþýöublaöið og Þjóðviljinn setja upp sama hunds- hausinn, en milli lína má þó lesa bæði undrun yfir og viðurkenningu á vel heppnuðum landsfundi. Úr leiðara Dagblaðsins Vfeis „Flestir munu á einu máli um að tími einingar hafi tekið við af tíma sundrungar, áður en lands- fundurinn var haldinn ... Landsfundurinn nú stað- festi eininguna. I'að er rétt sem Geir Hallgríms- son sagði á fundinum: „SjálfsUeðisflokkurinn- hefur staðizt eldraun- ina“.“ Síðar í leiðara DV segir: „Þótt l>orsteinn Pálsson sé ungur að árum, er hann löngu þjóðkunnur. Hann er lögfræðingur að mennt og hóf snemma stjórn- málaafskipti í Sjálfstæðis- flokknum og stúdentapóli- tík. Hann starfaði sem blaðamaður við Morgun- blaðið, varð síðan ritstjóri Vísis og eftir það fram- kvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins. Hann vann sér einnig traust launþega með skýrum málfíutningi, þar sem hag- ur þjóðarinnar var settur ofar deilum hagsmunaað- ila ... Stuðningur al- mennings við Þorstein kom glöggt fram í próf- kjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi í janúar sl. og síðar í ágætri útkomu í þingkosningum.“ „Hæfileikar og áhrif til góðra verka“ f forystugrein Tímans í gær segir m.a.: „Það sætir ávallt tíðind- um, þegar skipt er um formann f stórum stjórn- málaflokki. Auk þess vissulega margt óvenjulegt við formannaskiptin í Sjálf- stæðisflokknum nú. Tími nánast sjálfkjörinna erfða- prinsa virðist liðinn undir lok; þess í stað bjóða menn sig hreinlega fram til þessa embættis i fyrsta sinn. Þá vekur hitt ekki síður at- hygli, að snögg kynslóða- skipti verða í formennsk- unni. Hinn nýi formaður er aðeins 36 ára að aldri og yngstur þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Þótt Imrsteinn Pálsson hafi ekki verið í farar- broddi í stjórnmálabarátt- unni fram að þessu, og sé því að ýmsu leyti óskrifað blað, þá hefur hann með störfum sínum á öðrum vettvangi sýnt ýmsa þá hæfileika, sem nú hafa lyft honum upp í æðstu valda- stöðu innan Sjálfstæðis- flokksins. Bæði sem rit- stjóri á Vísi og ekki síður sem framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands sýndi hann einurð og festu, en jafnframt sanngirni og drengskap, sem varð til þess, að hann ávann sér traust jafnt sam- herja sem andstæðinga. I>etta eru allt eiginleikar, sem mikið mun reyna á hjá Þorsteini nú, eftir að hann hefur tekið við forystu Sjálfstæðisflokksins — bæði í starfi innan flokks- ins og út á við í samstarfi við forystumenn annarra flokka og ýmissa hags- munaaðila í þjóðfélaginu. Keynslan ein mun sýna, hvernig hann veldur því hhitverki, en full ástæða er til að láta í Ijósi þá ósk, að hann muni beita hæfileik- um sínum og áhrifum til góðra verka fyrir land og þjóð.“ „Eftirskrift landsfundar: Miskunnar- Ieysi“ Leiðari Þjóðviljans í gær hófst á þessum orðum: „Það orð sem mest var notað á landsfundi Sjálf- stæðLsflokksins og verð- skuldar að verða eftirskrift hans var orðið miskunnar- leysi. Þegar Geir Hall- grímsson skilaði af sér „ofurmannlegri" tíu ára flokksforystu vitnaði hann til ummæla Bjarna Bene- diktssonar um misk- unnarleysið sem fælist í starfi formanns Sjálfstæð- Lsflokksins. Nýkjörinn formaður vitnaði einnig til miskunnarleysins í sinni fyrstu ræðu. Landsfundur SjálfstæðLsflokksins sner- ist meira um menn en mál- efni. Þó skein miskunnar- leysið víða í gegn og kom fram f viðbrögðum fund- armanna, sem að meiri- hluta til eru með einum eða öðrum hætti tengdir fyrírtækjarekstri í þjóðfé- laginu. MLskunnarleysið birtist í gífurlegum fagnað- arlátum, þegar minnst var á „blóðþyrsta villimenn á tirenada", sem Banda- ríkjastjórn værí að tukta tu. MLskunnarleysið var auðsætt, þegar fundar- menn brustu í hlátur er minnst var á launajöfnuö. Miskunnarleysið var einn- ig áberandi í daufum und- irtektum við þá sem töluðu gegn samningabanni, og var jafnvel talið að sá frambjóðenda, sem taldi að til greina kæmi að af- létta banninu, hefði goldið frjáLslyndLs síns.“ „Ihalds- flokkur“ Leiðari Alþýðublaðsins segir m.a.: „Hinn nýkjörni formað- ur SjálfstæðLsflokksins. Imrsteinn Pálsson, hefur verið talinn til hægri arms Dokksins. Menn minnast starfa hans hjá Vinnuveit- endasambandi fslands, en sem framkvæmdastjóri þeirra samtaka var hann orðlagður fyrir hörku í viðskiptum við samtök launafólks. Þorsteinn Pálsson er mörgum góðum kostum gæddur og Alþýðublaðið óskar honum til hamingju með hið nýja embætti. Það breytir þó ekki hinu, að tiL koma Þorsteins Pálssonar í stól formanns Sjálfstæðis- flokksins styrkir þau öfl í sessi, sem berjast fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn tileinki sér f auknum mæli stefnumið og vinnubrögð íhalds- flokka í Evrópu, s.s. eins og aðferðir breska íhalds- flokksins." Höfðabakka 9, í góðuskapi! Með íslenskri ilmolíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.