Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Til 2010 eða
2015?
Eftir að Þorsteinn Páls-
son, 36 ára, hefur tekið
við formennsku í Sjálfstæðis-
flokknum er Steingrímur
Hermannsson, forsætisráð-
herra og formaður Fram-
sóknarflokksins, elsti flokks-
formaðurinn og þó ekki nema
55 ára gamall. Geir Hall-
grímsson ákvað að segja af
sér formennsku á besta aldri,
57 ára, og eiga kraftar hans
því eftir að nýtast lengi enn.
Kjartan Jóhannsson, formað-
ur Alþýðuflokksins, er 43 ára,
Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins, 39 ára,
Guðmundur Einarsson, for-
maður þingflokks Bandalags
jafnaðarmanna, 35 ára, og
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir, oddviti Samtaka um
kvennalista, er 31 árs.
Þessar staðreyndir eru ekki
rifjaðar hér upp vegna van-
trúar á að ungir forystumenn
geti skilað jafn góðu verki í
stjórnmálum og hinir sem
eldri eru. í Sjálfstæðisflokkn-
um hefur það til dæmis við-
gengist um langan aldur að
ungum mönnum er treyst
fyrir forystuhlutverki á veg-
um flokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur. Hafa þeir ekki
brugðist því trausti eins og
sjá má á því hvernig staðið
hefur verið að stjórn höfuð-
borgarinnar fyrr og síðar og
gert er nú undir forystu Dav-
íðs Oddssonar, borgarstjóra,
sem er 35 ára. Og sé enn litið
til forystusveitar Sjálfstæðis-
flokksins má geta þess að
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri flokksins, er 32
ára.
íslendingar verða allra
þjóða elstir og hafa að meðal-
tali náð miðjum aldri um fer-
tugt. Það hefur verið sagt að
starfsaldur stjórnmála-
manna hafi styst ekki síst
vegna þess hve þeir endast
margir illa í fjölmiðlaljósinu.
Væri gengið til forystu í
stjórnmálaflokkum með
sama starfsöryggi og á hin-
um almenna vinnumarkaði
gætum við vænst þess að
hafa svipaða forystusveit í
stjórnmálaflokkunum og nú í
kringum 2010 og jafnvel til
2015.
Það er verðugt umhugsun-
arefni að velta því fyrir sér
að meirihluti þeirra sem nú
fara með forystu í íslenskum
stjórnmálaflokkum eru fædd-
ir um og eftir að ísland varð
lýðveldi. Þeir eru horfnir úr
virku stjórnmálastarfi sem
tóku þátt í að stofna lýðveldið
og næsta kynslóð þar á eftir,
lýðveldiskynslóðin, er að
víkja úr forystusveit stjórn-
málanna. Ekki er að fullu
reynt hvað þessi breyting á
þungamiðju valdsins í stjórn-
málaflokkunum hefur í för
með sér. Mestu skiptir að hún
leiði ekki til vandræða í sam-
skiptum flokkssystkina. Frá
því að lýðveldi var stofnað
1944 hefur sjaldan verið
meiri þörf á samhentri for-
ystusveit og einmitt nú.
Tvístring-
ur á þingi
egar ríkisstjórn Fram-
sóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks var mynduð í
maí síðastliðnum var um það
samið, að samningsréttur um
kaup og kjör skyldi afnuminn
í 8 mánuði. Framsóknarmenn
vildu að þessi tími yrði 2 ár
en féllust síðan á 8 mánuði.
Strax í stjórnarmyndunar-
viðræðunum var ljóst að hér
er um viðkvæmt atriði að
ræða en um það var samið á
milli stjórnarflokkanna.
Fréttir berast nú af alþingi
þess efnis að meðal þing-
manna Sjálfstæðisflokksins
séu að gerjast hugmyndir um
að stytta hið umsamda 8
mánaða tímabil sem rennur
út 1. febrúar næstkomandi.
Þingflokkur sjálfstæðis-
manna stóð að gerð stjórn-
arsáttmálans og samkomu-
laginu um hið viðkvæma at-
riði hans, tímabundið afnám
samningsréttarins. Á að líta
á óþolinmæðina meðal þing-
manna Sjálfstæðisflokksins
nú sem vantrú á stjórnar-
samstarfinu við Framsóknar-
flokkinn? NiðurStaðan á
landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins var sú að lýst er eindregn-
um stuðningi við ríkisstjórn-
ina. Það kæmi því mjög á
óvart ef annað væri upp á
teningnum innan þingflokks-
ins.
Morgunblaðið hefur oftar
en einu sinni bent á það frá
því að þessi ríkisstjórn var
mynduð að hún gæti ekki
unnið sigur á verðbólgunni
nema stjórnmálamennirnir
sýndu þor og þrek. Auðvelt er
að smíða hagfræðileg líkön
um hjöðnun verðbólgu, síðan
bíður stjórnmálamannanna
það þrekvirki að leiða sam-
einaða þjóð í gegnum brim-
rótið. Tvístringur í stuðn-
ingsliði ríkisstjórnarinnar
gerir henni ókleift að ná settu
marki.
„ÞAÐ ER misjafnt hversu oft menn
koma hingað, sumir á degi hverjum
aðrir sjaldnar, en ég held að þessi
starfsemi sé það sem koma skal. Þetta
er ómetanlegt fyrir okkur sem erum
einstæðingar, viljum búa á eigin heim-
ili en geta komið saman og rabbað eða
fondrað," sagði Gunnsteinn Jóhanns-
Akureyri, 31. október.
„ÞAÐ FER ekki á milli mála, að sparnaður
við þetta kerfi er mikill. Við teljum, að auka-
kostnaður við kaup á því og uppsetningu eigi
að sparast á innan við einu ári, þannig að í
framtíðinni sparast að okkar mati ca. 150
þúsund kr. á ári í hitunarkostnaði hússins,"
sögðu Magnús Garðarsson, fulltrúi bygg-
ingarnefndar nýja verkmenntaskólans á Ak-
ureyri, og Grétar Grímsson, verkfræðingur
hjá Verkfræðistofu Norðurlands, þegar tíð-
indamaður Mbl. ræddi við þá félaga um nýtt
kerfi, sem endurvinnur hita frá loftræstikerfi
í nýbyggingu skólans fyrir málmsmíðadeild.
son, þegar blm. spjallaði við hann
ásamt þeim Björgvini Friðrikssyni og
Þorsteini Löve á opnu húsi í Múlabæ
nýlega.
í Múlabæ er starfrækt þjónustu-
miðstöð fyrir aldraða og öryrkja,
sem tók til starfa í janúar sl. Þar er
boðið upp á ýmiskonar þjónustu
Kerfi þetta, sem er sænskt, endurvinnur
varma frá útblæstri loftræstikerfis, sem
annars er látinn fara beint út í andrúms-
loftið. Til þess er notaður svokallaður
varmanýtir, sem nýtir hita úr útblæstri
loftræstikerfisins, skilar honum aftur inn
á kerfið og blæs honum síðan stöðugt á
hringrás. Með þessu telja forstöðumenn
verkmenntaskólans, að sparist um 15 mín-
útulitrar af heitu vatni f byggingunni og
þannig munu tækin, sem kostuðu uppsett
ca. 130 þús. kr., sparast upp á einu ári.
Nýja húsið er 4440 rúmmetrar að stærð.
fimm daga vikunnar, m.a. sjúkra-
þjálfun og leikfimi, snyrtiaðstöðu,
matarþjónustu, hvíldarherbergi og
iðjuþjálfun. Á opnu húsi var haldin
sýning á margskonar munum sem
eldri borgarar hafa gert í iðjuþjálf-
uninni, en í henni felst leirvinna,
bókband, glermálun, tágavinna og
Athygli vekur, að engin ákvæði um slíka
varmanýtingu eru í bygingarreglugerðum
hér á landi, en á Norðurlöndunum eru skil-
yrði sett um slíka nýtingu, fari stærð kerf-
anna yfir ákveðna stærð. Reyndin mun
vera sú, að slík varmanýtingartæki eru
sett í allar stærðir slíkra kerfa, þannig að
Norðurlandabúar virðast þarna vera skrefi
á undan okkur íslendingum.
Hliðstætt kerfi mun vera í Oddeyrar-
skólanum á Akureyri og einnig í nýbygg-
ingu sjúkrahússins, nema þar er nýtt
vatnselement, sem ekki er í verkmennta-
Hæstiréttur staðfe
gæzluvarðhald yfii
A að baki sex ára afbrotaferil. Sto
og unnið skemmdarverk fyrir hundri
SÍÐASTLIÐINN lostudag var gæzlu-
varðhaldsúrskurður yfir 17 ára pilti,
sem kveðinn var upp í Sakadómi
Reykjavíkur, staðfestur í Hæstarétti,
en pilturinn hafði kært til Hæstarétt-
ar. Pilturinn var úrskurðaður í gæzlu-
varðhald til 21. desember samkvæmt
5. málsgrein 67. greinar laga um með-
ferð opinberra mála, en sú grein fjall-
ar um gæzluvarðhald við síbrotum.
Málið er sérstakt að því leyti að aldrei
hefur gæzluvarðhald verið kveðið upp
í jafnlangan tíma yfir jafnungum
manni — og þykir staðfesting Hæsta-
réttar því athyglisverð.
Þó piltur sé ungur að árum, þá á
hann langan afbrotaferil. Hann hef-
ur játað á sig yfir 50 innbrot og
valdið gífurlegu tjóni; tjóni sem
skiptir hundruðum þúsunda króna.
Hann hefur komið við sögu í stór-
þjófnuðum — stærstu málin á hend-
ur honum eru innbrotin í Tollvöru-
geymsluna fyrir tæpum tveimur ár-
um, þegar miklum verðmætum var
stolið, og póstþjófnaðurinn á Hvols-
velli, þegar tveimur póstpokum með
almennum bréfum og ábyrgðarbréf-
um var stolið. Nokkur bréf fundust
á víðavangi — hann hafði ásamt
bróður sínum tekið bréfin upp á
leiðinni frá Hvolsvelli til Selfoss og
kastað þeim þegar engir peningar
fundust í þeim. Einnig stálu þeir um
20 þúsund krónum og talsverðu
magni af tóbaki. Til verknaðarins
stálu þeir nýlegri Volvo bifreið og
stórskemmdu og er tjónið á bifreið-
inni metið á um 150 þúsund krónur.
Ellefu ára kom hann
fyrst við sögu
Ellefu ára kom pilturinn fyrst við
sögu Rannsóknarlögreglu rikisins
— árið 1977. Fyrsta kastið fjallaði
Barnaverndarnefnd um mál hans.
Hann hefur verið sendur á ungl-
ingaheimili, en það hefur lítt stoð-
að. Afbrotaferill hans er samfelld-
ur, oftast hefur hann verið í slag-
togi við eldri bróður sinn en einnig
hefur hann oft verið einn að verki.
f fyrra frestaði ríkissaksóknari
skilorðsbundið ákæru í 2 ár vegna
auðgunarbrota. Þá hafði hann að
baki tugi innbrota. En hann hélt
áfram á afbrotabrautinni og fyrsta
ákæra á hendur honum var gefin út
25. janúar í ár fyrir að stela 2
orlofsávísunum að upphæð tæplega
10 þúsund krónur og falsa umboð til
þess að leysa þær út.
Byssukúlan hafnaði í dyra-
staf skammt frá
fullorðnum manni
Afram héldu afbrotin og í febrúar
var hann handtekinn og úrskurðað-
ur í gæzlu til 30. marz; Þann 17.
marz var gefin út ákæra á hendur
pilti fyrir að hafa stolið riffli og
skotið úr honum í dyrum á heimili
sínu þannig að kúlan fór inn um
glugga á næsta húsi og hafnaði í
dyrastaf, skammt frá fullorðnum
manni.
Aðeins rúmum mánuði síðar var
gefin út önnur ákæran á hendur
honum og bróður hans í 3 liðum
fyrir samtals 22 afbrot. Listinn er
langur og hreint ótrúlegur; nefna
má innbrot í hafnarböðin; þar stálu
þeir 110 pökkum af vindlingum,
píputóbaki, rafhlöðum, kveikjurum
og 3 kössum af verjum. Innbrot í
Bæjarútgerð Reykjavíkur, 2 hurðir
brotnar upp. Upp úr krafsinu höfðu
þeir 13 pakka af pylsum. Innbrot í
verslunina Steríó — þaðan stálu
þeir rúmum 6 þúsund krónum og 3
tékkum. Innbrot í J.B. Pétursson á
Vesturgötu. Þaðan stálu þeir marg-
víslegum verðmiklum verkfærum og
peningum að upphæð kr. 5.400. Inn-
brot á Melavöllinn. Þeir reyndu að
brjóta upp peningaskáp með raf-
drifnum skurðhníf, en hnífurinn
bræddi úr sér.
Rabbað saman f rólegheitum. F.v. Gunnsteinn Jóhannsson, Eins og sjá má kenndi margra grasa á sýningunni og i
Björgvin Friðriksson og Þorsteinn Löve. í glugganum má sjá verk
sem Gunnsteinn málaði á gler í iðjuþjálfuninni.
Litið inn á opið hús
Nýbygging Verkmenntaskólans á Akureyri:
Spara 15 mínútulítra af heitu vatni
— með nýju kerfi, sem endurvinnur hita frá loftræstikerfi