Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
25
nargt var aö skoöa.
í Múlabæ
hannyrðir, svo eitthvað sé nefnt.
Daglega koma um 45 manns í
Múlabæ og er gert ráð fyrir að ein-
staklingar komi þangað í 4—6 mán-
uði í senn. Sá tími er þó teygjanleg-
ur að sögn forstöðumannsins, Guð-
jóns S. Brjánssonar, félagsráðgjafa.
Sagði hann Múlabæ vera mitt á
milli þess að vera þáttur í félags-
starfi eldri borgara og dagspítali og
hefði það fyrirkomulag gefið góða
raun.
í Múlabæ starfa, auk forstöðu-
manns, hjúkrunarfræðingur, mynd-
menntarkennari, snyrtisérfræðing-
ur og starfsstúlkur.
Grétar Grímsson og Magnús Garöars-
son viö nýju tækin, sem endurvinna
hita úr úrgangsloftinu og skila því aftur
að 75—80 hundraöshlutum inn í bygg-
inguna aftur sem hreinu lofti.
Ljósm. Mbl. — GBerg.
skólanum. Kerfi þetta nýtir um 75—80%
af þeim lofthita aftur sem um það er látið
fara, og annars staðar er látið fara óhindr-
að út i andrúmsloftið. Tekið skal fram, að
þetta kerfi dælir ekki loftinu tvívegis um
salarkynni, heldur nýtir það aðeins varm-
ann sem skilinn er frá notuðu loftinu, til
þess að hita upp ferskt loft, sem berst inn
beint að utan, þannig að öll mengun, sem
loftið tekur inn í sig inni í húsinu, rennur
beint út í andrúmsloftið.
GBerg.
ístir 60 daga
r 17 ára pilti
lið verðmætum
íð þúsunda króna
Notuöu stórvirk logskurðartæki
á peningaskápa í Isbirninum
Þeir brutust inn í ísbjörninn og
stálu liðlega 70 þúsund krónum, auk
minjapeninga. Þeir notuðu stórvirk
logskurðartæki og logskáru tvo pen-
ingaskápa og komust þannig að verð-
mætunum.
Lengi mætti halda áfram, en það
verður ekki gert hér. Afbrot sem tí-
unduð voru í ákærunni frá í apríl
voru framin á tímabilinu frá nóv-
ember 1982 til febrúar 1983. Dómur
féll í máli hans 20. september síðast-
liðinn. Honum var gert að sæta fang-
elsi í 6 mánuði, en fullnustu refsingar
frestað og látin niður falla að 2 árum
liðnum; það er hann hlaut skilorðs-
bundinn dóm. Það var í annað sinn,
sem piltur hlaut skilorðsbundinn
dóm. Þá var honum gert að greiða
um 70 þúsund krónur í skaðabætur.
En þrátt fyrir að dómsvaldið hafi
tekið vægilega á málum hans —
væntanlega í von um, að hann snéri
til betri vegar, þá hefur piltur haldið
áfram á afbrotabrautinni. Eftir dóm-
inn, sem féll 20. september, hefur
hann orðið uppvís að því að stela
skiptimiðavél frá SVR, raunar frá
öðrum þjófi. Hann braust inn í frí-
merkjaverslun og stal verðmætum
fyrir á milli 70 og 80 þúsund krónur
og olli miklum skemmdum. Hann
stal Volvo-bifreiðinni sem áður var
getið og póstpokunum á Hellu. Hann
braust inn á skrifstofu á Hverfisgötu
og stal peningum og bíllyklum, en var
stöðvaður af lögreglunni þegar hann
hugðist aka á brott. Hann braust inn
í bát við Grandagarð og stal 2 tal-
stöðum, haglabyssu og skotum og
slökkvitæki, allt þetta náðist.
Skömmu síðar var hann ásamt bróð-
ur sínum handtekinn. Þeir viður-
kenndu, bróðirinn var sendur í af-
plánun á eldri dómi — pilti var
sleppt. Hann fagnaði frelsinu með
því að brjótast inn í Hraðfrystistöð
Reykjavíkur. Vann þar miklar
skemmdir og stal peningum að upp-
hæð um 40 þúsund krónur. Þá var
hann handtekinn og úrskurðaður í 60
daga gæzluvarðhald, þó ungur sé.
Þá þótti ástæða til þess að stöðva
pilt — hann var úrskurðaður í langt
gæzluvarðhald á meðan mál hans eru
gerð upp, ef svo má að orði komast.
Hann á eftir að sitja af sér gæzlu-
varðhaldsvistina og sfðan væntanleg-
an dóm. Hvað veldur þessari afbrota-
hneigð? Sjálfur segist piltur fara með
alla peninga í spilakassa. Auðvitað er
það engin skýring á afbrotum pilts.
Hann er dæmigerður síbrotamaður
— hver er framtíð hans?
* *
Kristján Ragnarsson, formaður LIU:
Ber að taka fullt mark
á áliti fiskifræðinga
„ÉG TEL að taka beri fullt mark á áliti fískifræðinga og mögulegum
afrakstri fískistofnanna. Þetta álit mitt styð ég í Ijósi þeirrar reynslu,
sem viö höfum haft af þorskveiöunum á þessu ári,“ sagöi Kristján
Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, er Morgunblaðið innti
hann álits á tillögum fískifræðinga um 200 þúsund tonna þorskafla á
næsta ári.
„Það er eitthvað verulegt að
þegar við getum á þessu ári ekki
fiskað nema tvo þriðju af því, sem
veitt var árið 1981, en þá voru
þorskveiðar togaranna takmark-
aðar með 150 skrapdögum á hvern
þeirra. Ég tel að skrapdagakerfið
á þessari vertíð hafi ekki hindrað
þorskveiðar okkar að neinu leyti
og sama á við um bátaflotann. Á
vetrarvertíðinni nú var veiðitím-
inn ekki styttur eins og gert hefur
verið mörg undanfarin ár en samt
varð stórkostlegur samdráttur í
þorskafla bátanna.
Á landsfundi LÍÚ samþykktum
við að taka upp viðræður við
stjórnvöld um það með hvaða
hætti megi takmarka sóknina á
næsta ári til þess að stofninn verði
ekki ofveiddur. Út úr þessum við-
ræðum verður síðan að koma í ljós
hvað stjórnvöld treysta sér til
aflatakmarkana miðað við að-
stæður þjóðarbúsins í heild. Ég
vara við óskhyggju um að við get-
um tekið meiri afla en fiskifræð-
ingar leggja til,“ sagði Kristján
Ragnarsson.
Dr. Sigfús A. Schopka fiskifræðingur um gagnrýni
á 200 þúsund tonna tillögurnar:
Nákvæmari spár kalla
á eflingu rannsóknanna
„VIÐBRÖGÐ af þessu tagi hafa verið gegnumgangandi síðan við byrjuð-
um að gera tillögur um hámarksafla, eða allt síðan „svarta skýrslan“
svokallaða kom út. Ég skal verða fyrstur til að viðurkenna að niðurstöð-
ur rannsókna okkar mættu vera nákvæmari en þær eru, en til þess þarf
að efla rannsóknir mjög. Þróunin hefur hins vegar verið sú, að það er
frekar skorið niður til Hafrannsóknastofnunarinnar en hitt,“ sagði dr.
Sigfús A. Schopka, fískifræðingur, í samtali við blm. Morgunblaðsins
um þá gagnrýni, sem fram hefur komið á tillögur fískifræðinga um 200
þúsund tonna hámark þorskafla á næsta ári.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hefur m.a. sagt, að
mikið vanti í grundvöll vísinda-
manna og að vonandi séu þessar
tillögur eins vitlausar og aðrar,
sem frá fiskifræðingum hafi kom-
ið. Matthías Bjarnason, fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra, hefur
á sama hátt sagt að útilokað sé að
fara eftir nýjustu tillögum fiski-
fræðinga.
„Ef menn vilja fá nákvæmari
upplýsingar um ástand fiskstofn-
ana verður að veita meira fé til
rannsóknanna," sagði Sigfús
Schopka. „Fyrir þremur árum vor-
um við t.d. með fjögur rannsókn-
arskip en nú eru þau aðeins þrjú
og þó hafa verkefnin aukist. Það
er svo mikið í húfi fyrir þjóðar-
búið að hafa upplýsingar um
þorskstofninn sem gleggstar." Dr.
Sigfús sagði að af hálfu Hafrann-
sóknastofnunarinnar hefði marg-
sinnis komið fram, að starfsmenn
hennar teldu brýnt að endurskoða
spár um stofnstærðir vegna ým-
issa óvissuþátta, t.d. klaksins og
sóknarinnar á hverju ári. „Allar
okkar niðurstöður og spár eru
byggðar á ákveðnum forsendum.
Bregðist þær standast spárnar
ekki,“ sagði hann. „Það má líka
segja, að langtímaspár — 4—5 ár
fram í tímann — séu út í hött.
Fyrir þeim er ekki fræðilegur
grundvöllur, til þess er þekkingin
ekki nóg í dag, og þessvegna þurf-
um við stöðugt að endurskoða
niðurstöður okkar, eins og reyndar
er tekið fram í okkar skýrslum."
Sigfús Schopka sagði að ef farið
hefði verið að tillögum fiskifræð-
inga fyrir árið 1977 og síðan, á
meðan fiskiskipaflotinn var
minni, þá hefði væntanlega verið
hamlað gegn stækkun flotans „og
þá væri vandamálið ekki eins stórt
í dag. Matthías Bjarnason viður-
kennir það nú, að fiskiskipaflotinn
er of stór,“ sagði hann. „Stein-
grímur Hermannsson sagði í við-
tali við Morgunblaðið á föstudag,
að hann tæki meira mark á reynd-
um siómönnum en fiskifræðing-
um. I sama blaði var viðtal við
Guðjón Kristinsson, skipstjóra á
Páli Pálssyni ÍS, sem vitnar til
sögulegra staðreynda um þorsk-
afla og sveiflur i honum. Sagn-
fræðin getur oft verið ágæt þegar
verið er að spá fram í tímann en
það er samt varhugavert að
treysta um of á hana; það er ekki
hægt að bera saman ástandið í
dag og áður fyrr, meðal annars
vegna þess að loðnuveiði var ekki
stunduð hér áður fyrr. Áhrif
hruns loðnustofnsins á þorsk-
stofninn eru óþekkt og fleiri um-
hverfisþættir gætu líka breytt
ástandi þorskstofnsins, svo sem
veðurfar, eins og dæmið um stofn-
inn við Vestur-Grænland sannar
en hann hrundi vegna þess að
kuldi í sjónum var óvenju mikill.
Það er ekki hægt að notast ein-
göngu við sagnfræðina þótt það sé
kannski þægilegt. Við sveiflur í
náttúrunni getum við ekki ráðið
— við getum ekki gert annað en að
stjórna okkar veiðum," sagði dr.
Sigfús A. Schopka, fiskifræðingur.
Fækka þjónustustofnunum
áður en skipum verður lagt
- segir Halldór Ásgrímsson
„ÞAÐ ER ekki nægilegt að fækka skipum. Það mætti aö skaðlausu
fækka bankaútibúum og þjónustustofnunum, áður en nokkru skipi verð-
ur lagt. Það er mikilvægt að allur almenningur í landinu geri sér grein
fyrir þessari stöðu, því til sjávarútvegsins er því miður ekkert að sækja,
en þangað eru í reynd sótt þau verðmæti, sem standa undir eyðslu okkar
á þörfum og óþörfum stundum,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vcgsráðherra, meðal annars á aðalfundi LÍÚ.
Halldór fjallaði í erindi sínu um
þann vanda sem sjávarútvegurinn
á nú við að etja. Meðal annars
benti hann á að síhækkandi olíu-
verð íþyngdi útgerðinni stöðugt og
ekki væri fjarri að áætla að árleg
olíunotkun fiskiskipastólsins
næmi tæplega tvö þúsund milljón-
um króna. Halldór ræddi einnig
um möguleika á aflamarki við
þorskveiðar en taldi að erfitt gæti
orðið að komast að samkomulagi
um þau mál. Hann sagði að til
dæmis væri nánast útilokað að
unnt yrði að heimila loðnuskipum
netaveiðar í vetur.
Þá ræddi Halldór um hag-
kvæmni veiða og gæði afla og taldi
ekkert því til fyrirstöðu að rýmka
heimildir til dragnótaveiða, þann-
ig að stærri skip gætu stundað
þær, meðal annars í þeim tilgangi
að draga úr netaveiðum. Einnig
mætti taka upp dragnótaveiðar á
þeim svæðum þar sem möguleikar
væru til þess að nýta kolastofninn
betur. Þetta væri dýrmætur fiskur
en vannýttur þrátt fyrir það.