Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
31
Kristín Halldórsdóttir:
„Breytt verðmætamat
er ekki í sjónmáli“
það engin smávegis upphæð. Frá
því að ríkisstjórnin tók við völdum
hafa ýmsir skattar og tollar verið
alls lækkaðir á því stutta tímabili
um 600—700 millj. kr.
Af öllum sköttum fer það ekki
milli mála að tekjuskatturinn er
skatta ranglátastur. Hann er fyrst
og fremst launamannaskattur.
Tekjuskatturinn og aðrir beinir
skattar voru í sumar lækkaðir með
ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar,
m.a. með því að barnabætur og
persónuafsláttur voru hækkaðir.
Þetta ieiddi til þess að tekjuskattur
einstaklinga hækkaði aðeins um
39,8% milli áranna 1982 og 1983, en
á því tímabili hækkuðu laun hins
vegar um 59%.
Svigrúm til algers afnáms tekju-
skattsins á almennum launatekjum
er hins vegar ekki fyrir hendi á
þessu ári, en hann þarf enn að
lækka verulega með auknum per-
sónuafslætti. Jafnframt því er nú
unnið að breytingum á skattstigan-
um sem tryggja eiga að verðbólgu-
hjöðnunin, sem vonandi heldur
áfram, leiði ekki sjálfkrafa til
skattaukningar. Svipaðar breyt-
ingar þarf vitanlega að gera við
álagningu útsvars. Þar dugar ekki
lengur að beita 12% skalanum. Það
þarf að lækka hann a.m.k. niður í
9% til þess að mæta minnkandi
verðbólgu og verðmeiri krónum,
tiltölulega hærri skattaútgjöldum
miðað við óbreytta krónutölu.
TVENNT ER MIKILVÆGT
Ég hef hér að framan reynt að
draga saman hverjir hafi verið
helstu ávinningarnir af þeim efna-
hagsráðstöfunum sem ríkisstjórnin
framkvæmdi fyrir fimm mánuðum.
Þótt tíminn sé ekki langur hafa
þeir verið verulegir og batamerkin
eru óræk. Á hinn bóginn væri fá-
sinna að neita því að þessar ráð-
stafanir hafa haft í för með sér
verulega kjaraskerðingu fyrir
launþega þessa lands. Og það er sá
vandi sem nú er við að glíma. Sú
skerðing ráðstöfunartekna nemur
nú 13—18%. f því sambandi er þó
rétt að hafa í huga að á síðustu
tveimur árum minnkuðu þjóðar-
tekjurnar um 11% á mann. Öllum
er ljóst að á milli kaupmáttar
ráðstöfunartekna og þjóðartekna
verður ekki til lengdar skilið og sú
er líka hér raunin á.
En þótt almenn kjaraskerðing
hafi verið óhjákvæmileg eins og
málum var komið, verða menn þó á
næstunni að reyna að ná samstöðu
um tvennt. í fyrsta lagi að í kjölfar
þessarar kjaraskerðingar hefjist
uppbygging íslensks atvinnulífs á
nýjum grunni og eftir nýjum leið-
um, því að ný verðmætasköpun er
forsenda bættra lífskjara. Það er
hlutverk ríkisstjórnarinnar að
leiða þennan þátt efnahagsaðgerð-
anna, sem ekki síður er mikilvægur
en sá fyrsti. Ný fjárfestingar-
stefna, aðhald, sparnaður hjá rík-
inu og uppstokkun núverandi kerfis
skipta þar miklu, en ekki þó síður
fullt samráð og samvinna við
verkalýðshreyfinguna í landinu og
samtök vinnuveitenda um nýja at-
vinnustefnu.
Hitt atriðið sem leysa þarf úr á
næstunni er á hvern hátt unnt er
að bæta kjör þeirra sem lægst eru
launaðir í þjóðfélaginu og harðast
hafa því orðið fyrir barðinu á kaup-
máttarminnkuninni sem hér hefur
átt sér stað. Undan því verkefni
verður ekki vikist. Vandinn er þá
sá að tryggja slíka lífskjarabót án
þess að aðrir hópar fylgi þegar í
stað í kjölfarið og ný verðbólgu-
holskefla ríði yfir eins og dæmin
hafa sýnt að átt hefur sér stað fyrr
á árum. I því efni gæti lækkun og
afnám beinna skatta algjörlega á
lágtekjum vegið þungt á metunum.
„ÓYNDISÚRRÆÐI“
í þessum umræðum hefur það
ekki farið fram hjá neinum að
meginbroddur gagnrýninnar á
efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar hefur beinst að afnámi samn-
ingsréttarins um fimm mánaða
skeið, frá 1. sept. þegar samningar
voru lausir, eftir að þeim hafði ver-
ið sagt upp af launþegahreyfing-
unni, til 1. febr. nk. Aðrir þættir
aðgerðanna hafa lítilli gagnrýni
sætt miðað við þetta atriði. Ég vil
taka undir það sjónarmið að afnám
samningsréttarins var óyndisúr-
ræði, þótt sú aðgerð væri talin
óhjákvæmileg meðan fyrstu áhrif
efnahagsaðgerðanna voru að koma
fram. Eins og ég sagði áðan hafa
þær aðgerðir leitt nú þegar til mik-
ils árangurs. Og þess vegna eru
viðhorfin í launa- og kjaramálum
nú allt önnur en þau voru í upphafi
tímabilsins.
Það er skoðun mín þess vegna að
það komi fyllilega til greina að af-
nema bannið við samningum við
afgreiðslu þessara bráðabirgðalaga
frá Alþingi. Grundvallarreglan á
að vera og hlýtur að vera sú að
aðilar vinnumarkaðarins búi við
frjálsan samningsrétt sín á milli. í
ljósi þess sýnist fyllilega koma til
greina nú að heimila frjálsa samn-
inga um kaup og kjör svo vinnu-
veitendur og launþegar geti þegar í
stað sest niður við samningaborðið
og hafið umfjöllun um þessi mál.
Forsenda þess og grundvöllur er
vitanlega sá að slíkir samningar
verði ekki nýir sólstöðusamningar
sem leiði nýja verðbólguholskeflu
yfir þjóðfélagið. Sú hætta er að
sjálfsögðu alltaf fyrir hendi. En ég
hygg að launþegahreyfingunni í
landinu sé nú ljóst að slíkir samn-
ingar þjóna engum tilgangi og feli
ekki í sér neina kjarabót nema um
örskamman tíma. Þessi breyting á
bráðabirgðalögum mundi skapa
grundvöll sátta og samvinnu við
samtök launafólks í landinu við
lausn þess mikla efnahagsvanda
sem enn steðjar að. Eftir slíkum
sáttum hefur verkalýðshreyfingin
þegar óskað. Fram hjá því mikil-
væga atriði er ekki skynsamlegt að
líta við endanlega afgreiðslu þessa
máls hér í deildinni.
„Verðum að opna
augun fyrir kjör-
um láglaunafólks“
Þingsíða Mbl. birti sl. miðviku-
dag kafla úr ræðu Kristínar Hall-
dórsdóttur, þingmanns Samtaka
um kvennalista, sem hún flutti við
fjárlagaumræðu. Fylgdi kaflanum
að þetta væri hennar fyrsta þing-
ræða, „jómfrúrræða“, sem ekki er
rétt. Fyrsta þingræða hennar var
flutt nokkru fyrr, í umræðu um
stefnuræðu forsætisráðherra.
í þeirri ræðu sagði hún m.a.:
„Við verðum að opna augu
allra fyrir kjörum lágtekjufólks.
Fyrsta skrefið á þeirri leið væri
að lögfesta frumvarp okkar
kvennanna i N.d. um endurmat
á störfum láglaunahópa.
Markmið þeirra laga er að fá
fram hlutlausa rannsókn og
endurmat á störfum og kjörum
láglaunahópa svo og úttekt á
hlut þeirra í tekjuskiptingu og
launakjörum í þjóðfélaginu.
Aum erum við og illa sett ef við
teljumst ekki hafa efni á fram-
kvæmd slíkra laga.
Eins og vænta mátti hafa um-
ræður hér í kvöld að mestu snú-
ist um efnahagsmál. Stefnuræða
forsætisráðherra gaf naumast
tilefni til annars. í stefnuyfir-
lýsingunni, sem birt var eftir
Pétur Sigurðsson (S), Guðmundur
J. Guðmundsson (Abl.), Guðmundur
Einarsson (BJ), Jóhanna Sigurðar-
dóttir (A) og Ólafur Þ. Þórðarson (F)
hafa flutt frumvarp til breytinga á
tekjustofnum sveitarfélaga, sem fela
það í sér, að fasteignagjöld a'
sumarbústöðum, sem aðeins eru not-
aðir skammtíma ár hvert, verði V* af
fasteignagjöldum í kaupstöðum.
í greinargerð með frumvarpinu
stendur m.a.:
„Mikill fjöldi forustumanna ým-
issa félagasamtaka hefur óskað
Kristín Halldórsdóttir.
myndun ríkisstjórnarinnar í
vor, fór lítið fyrir öðrum málum.
Efnahagsmálin höfðu forgang.
Hvenær hafa þau annars ekki
haft forgang? Félagsmál og
menntamál, heilbrigðis- og
tryggingamál voru afgreidd í
einni stuttri setningu. Mörgum
blöskraði, en kenndu um tíma-
skorti. Því miður er stefnan í
bessum málaflokkum litlu skýr-
, v mörkuð í stefnuræðu forsæt-
is.áðherra þó setningar séu ögn
fleiri. Helst er einhverja stefnu-
mörkun að finna i húsnæðis-
málum, enda komst ríkisstjórn-
in ekki hjá því þegar húsbyggj-
endur og húsnæðiskaupendur
risu upp í sumar og kröfðust
þess að staðið yrði við kosninga-
eftir því við þingmenn, að þeir
endurskoði þau ákvæði laga um
tekjustofna sveitarfélaga sem
fjalla um fasteignagjöld af sumar-
bústöðum.
Með vaxandi þéttbýlismyndun
fer stöðugt vaxandi þörf almenn-
ings til útivistar í óspilltri nátt-
úru.
Af þeim sökum hafa fjölmargir
kaupstaðarbúar komið sér upp
sumarbústöðum á undanförnum
loforðin. En ég sakna þess að
ekki eru í sjónmáli nein áform
um aukinn stuðning við bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis á félags-
legum grunni. Okkur er brýn
nauðsyn á breyttri stefnu í hús-
næðismálum. Séreignarstefnan
er ekki öllum fær. Fólk verður
að geta valið um það í reynd
hvort það leigir, kaupir notað
húsnæði eða byggir sjálft. Við
verðum að afnema þá ómannúð-
legu kvöð að menn séu neyddir
til að eyða bestu árum ævinnar
við að koma þaki yfir höfuðið.
Við höfum séð allt of mörg
dæmi þess hver áhrif sú stefna
getur haft á einstaklinga og
fjölskyldulíf.
Og það er fleira sem ég sakna
úr stefnuræðu forsætisráðherra.
Jafnréttismál kynjanna voru
þar ekki til umfjöllunar. Erlend-
ir blaðamenn hafa meiri áhuga
á framgangi þeirra mála hér á
landi en hæstvirt ríkisstjórn.
Hvergi er fjallað um réttindi
heimavinnandi húsmæðra. Þær
eru bara til fyrir kosningar.
Dagvistarmál virðast ekki
minnsta áhyggjuefni þessarar
ríkisstjórnar á sama tíma og
foreldrum er gert ókleift að vera
heima hjá börnum sínum. Á um-
hverfismál er ekki minnst.
Breytt verðmætamat er ekki í
sjónmáli hjá þessari ríkisstjórn
Forgangsröðin er enn sú sama.“
árum og eyða þar orlofi sínu og
helgum yfir sumartímann. Nýting
þessara eigna er hins vegar það
lítil samanborið við heimili
manna að fráleitt er að leggja á
þær samsvarandi fasteignagjöld
og íbúðarhúsnæði í þéttbýli. Með
hliðsjón af því, að notkunartími
þessara eigna er vart meiri en 3
mánuðir á ári og í flestum tilvik-
um styttri, þykir eðlilegt að fast-
eignagjöld af þessum eignum séu
aðeins V* af fasteignagjöldum af
fasteignum í kaupstöðum."
Fasteignagjöld af sumarbústöðum:
Verði fjórðungur af
skatti „heilsárshúsa“
hólm við vandann. Þessir stjórn-
arflokkar geta talað um kerfis-
breytingar, en þeir eru ófærir um
að framkvæma þær. Þeir eru kerf-
ið. Þessir gömlu flokkar voru
árangursríkt tæki í baráttu við
einveldi, en eftir að einveldin
hurfu úr sögunni hafa flokkarnir
með sínum harðskeyttu valdaklík-
um orðið að hindrunum á leið til
frelsis. Sumir þeirra hafa meira
að segja orðið að nokkurs konar
goðheimum. Það er auglýst eftir
Súpermann til forustu í Sjálfstæð-
isflokknum. Hvaða vit er í því að
kerfisflokkar og kerfiskarlar ráði
atvinnufyrirtækjum, ráði banka-
stjórnum, ráði verkalýðsfélögum,
ráði lánasjóðum, ráði fjölmiðlum
og ráði launum frjálsra manna?
Fólk á að ráða sínum málum í
frjálsum samningum sjálft. Fólk
er lifandi og í því er kraftur til
nýsköpunar. Kerfisflokkar eru
dauð fyrirbæri og draga þrótt úr
áhuga fólks. Framsóknarflokkur-
inn er getulaus, hann er kolflækt-
ur í viðamesta milliliðakerfi
landsins og menn tala opinskátt
um að Samband ísl. samvinnufé-
laga eigi orðið Framsóknarflokk-
inn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
alltaf talað hátt um frelsi og lýð-
réttindi, en síðan þvælst fyrir
flestu því er til frjálslyndis horfði,
sbr. jafn lítilfjörlegt málefni eins
og opnunartíma sölubúða.
í sjónvarpsviðtali nú á dögunum
hélt forsætisráðherra því fram, að
þjóðin hefði kosið þessa ríkis-
stjórn. Það er mikill misskilning-
ur. Ríkisstjórn er málamiðlun, til-
raunastarfsemi, eins og Geir Hall-
grímsson lýsti hér áðan. Stefna
hennar er samsuða úr því versta í
stefnu Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks og skiptir þar
mestu máli að hvor flokkurinn
haldi sínu. Þjóðin kaus þing, en
flokkarnir kusu ráðherrana. Ef
skoðað er kjörfylgi ráðherra, þá
kemur í ljós að í þessari ríkis-
stjórn er bara einn ráðherra, sem
hefur færri atkvæði á bak við sig
en hæstv. forsætisráðherra. Vita
menn hve mörg atkvæði Stein-
grímur Hermannsson hefur á bak
við sig? Jú, Steingrímur Her-
mannsson varð forsætisráðherra í
krafti 1510 atkvæða almennra
kjósenda ásamt 23 atkvæðum úr
þingflokki sjálfstæðismanna. Alls
eru þetta 1533 atkvæði.
Það er enginn furða þótt hann
sé hógvær í bílamálum."
Guörún Agnarsdóttir:
„Laus ákvædi um ráðstöf-
un hagnaðar Seðlabanka"
Guðrún Agnarsdóttir.
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) sagði
í þingræðu um tillögu til stöðvunar
á byggingu Seðlabankahúss m.a.:
„Mig langar til að segja nokkur
orð til að styðja þessa tillögu. Það
kemur dálítið spánskt fyrir sjónir
þegar þeir litlu peningar, sem
virðast vera til eru notaðir til
þess að byggja yfir peninga sem
ekki eru til. Slíkt mundi tæpast
réttlæta nokkuð annað en að
þetta væri gróðurhús þar sem
ætti að rækta peninga. En þó að
viðskiptaráðherra hafi verið að
fjalla um lög þar sem er vikið að
samstarfsnefnd um opinberar
framkvæmdir, þá fannst mér ég
samt ekki fá svar við því sem ég
ætlaði einmitt að spyrja hann að.
Hvers vegna heyrir ráðstöfun
hagnaðar Seðlabankans til bygg-
ingaframkvæmda ekki undir
samstarfsnefnd um opinberar
framkvæmdir, samkvæmt þeirri
skilgreiningu sem okkur var gef-
in áðan?
Og ég verð að segja það, að þeg-
ar ég las lög Seðlabanka þá kom
mér það afskaplega mikið á
óvart, hversu laus ákvæðin eru
um ráðstöfun hagnaðar. Það eina
sem átti að fara í einhverja þjóð-
þrifaframkvæmdir var örlítil
hlutfallstala til vísindasjóðs.
Svo er náttúrlega annað mál í
sambandi við þessa byggingu,
hún þarf ekki endilega að hýsa
Seðlabankann, þó henni verði
lokið."