Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 35 Náttúrumeðul — sjálf- dæmi eða eftirlit? — eftir Reyni Eyjólfsson Enn tekur einn helsti talsmaður „heilsubótar- og hollefna" hér- lendis sér penna í hönd með grein- inni „Gamalt „náttúrulyf" — nýtt læknisfræðilegt „undraefni““, sem birtist í Mbl. 26. okt. 1983, bls. 45. Að þessu sinni fjallar hann aðal- lega um tvennt: Lækningamátt kvöldrósarolíunnar og afskipti yf- irvalda af innflutningi og dreif- ingu „vítamína og náttúrulegra lyfja“. Varðandi heitið kvöldrós (kvöld- vorrós) sýnist mér að enn eitt rangnefnið sé á ferðinni. Bæði i Stóru blómabók Fjölva (höf. F.A. Novak, þýð. Ingólfur Davíðsson, bókaútg. Fjölvi, Rvk. 1972, bls. 371) og í Garðagróðri (höf. Ingólf- ur Davíðsson og Ingimar óskars- son, 3. útg., ísafoldarprentsm., Rvk. 1981, bls. 324) eru tegundir af ættkvíslinni Oenothera kallaðar náttljós eða næturljós. Réttara heiti á olíunni virðist því vera náttljósaolía eða næturljósaolía. Aðalheimkynni þessara plantna, sem telja um.þ.b. 100 tegundir og eru sömu ættar og eyrarrósin ís- lenska, er N-Ameríka. Enska heit- ið Evening primrose er oft notað sem safnheiti um tegundir af um- ræddri ættkvísl, en þó einkum Oenothera biennis (tvíært nætur- ljós), sem er afar algeng í N-Am- eríku og víðar. Þessi pianta hefur talsvert verið notuð af vísinda- mönnum til erfðafræðirannsókna og O. lamarrkiana heitir væntan- lega í höfuðið á þeim umdeilda manni Jean-Baptiste Lamarck, sem fékkst við líffræðirannsóknir á áratugunum kringum 1800. Plöntur þessar eru þannig algeng- ar og vel þekktar. Efniviðurinn í olíuna er því auðfenginn. Eftir öll hasarskrif næturljósa- olíufrömuðanna í vor hélt ég eig- inlega að þeir hefðu litlu við að bæta — og þó. Sala olíunnar hefur víst dregist heilmikið saman upp á síðkastið og höfundi hefur því sennilega ekki fundist vanþörf á að halda áfram að tíunda ágæti hennar, almenningi til „upp- fræðslu og heilsubótar". Þó hafa aðal vígtennurnar verið dregnar úr „fræðslunni"; t.d. minnist greinarhöfundur nú ekki á lækn- ingamátt við krabbameini eða geðveiki. Samt eru þeir sjúkdóm- ar, sem nefndir eru í greininni, ærið alvarlegir margir hverjir. En röksemdirnar fyrir gagnsemi olí- unnar eru sem fyrr heldur létt- vægar og gagnrýnislitlar. Miklu rými er varið í erfiða sjúkdóms- sögu sænsks læknis, sem enn er ekki heill heilsu. Heimildin er vikublaðið „Hjemmet"! Það er vafalítið rétt að frum- byggjar N-Ameríku hafi um aldir notað olíuna sem húsráð við ýms- um kvillum, en eitthvað virðast samt eiginleikar hennar hafa legið í láginni þar til hinn „víðfrægi" dr. Horrobin kom henni á framfæri við sjúkdómum hrjáð mannkyn. Sem kunnugt er, er röksemda- færslan fyrir gagnsemi olíunnar aðallega sú, að gamma-línólensýra er talin forefni (milliefni) í flók- inni myndun prostaglandina í lík- amanum og þessi sýra fyrirfinnst í næturljósaolíunni í umtalsverðu magni. Hafa tölurnar allt að 9% gamma-línólensýra og 70% línól- ensýra verið nefndar. Mér þætti annars fróðlegt að vita hver af- gangurinn er. Plönturnar eru væntanlega ræktaðar til fram- leiðslu á olíunni, sem pressuð er úr fræjunum. Ef skordýraeitur eða önnur áþekk útrýmingarefni eru notuð til verndar plöntunum er ekki loku fyrir það skotið að olían mengist, því efni þessi eru al- mennt mjög fitusækin. Auk næturljósaolíunnar hefur verið sýnt fram á gamma-línól- ensýru í brjóstamjólk kvenna. Það sýnir þó, að mannskepnan (a.m.k. kvenþjóðin) á auðvelt með að mynda þessa sýru, jafnvel án að- stoðar olíunnar góðu! Fáir fræðimenn draga í efa, að prostaglandínrannsóknirnar séu meðal merkustu líffræðirann- sókna, sem gerðar hafa verið á sfð- ari árum og áratugum. Samt er mörgum spurningum enn ósvarað á þessu sviði og ennþá hafa sárafá nothæf lyf af prostaglandín- flokknum orðið til, hvað sem verð- ur. Að mínu mati hefur samhengið á milli meintra forefna (fjölómett- aðra fitusýra) og myndunar prostaglandína verið afskræmt gróflega í skrifum „olíutals- manna" um þessi mál. Enginn byggir hús úr hleðslusteini ein- göngu. Það sama á við þessar sýr- ur; fleira þarf að koma til. Þegar öllu er á botninn hvolft, tel ég því miður að ekki sé hægt að fullyrða meira um lækningamátt olíunnar en að hér séu hin svonefndu væntingaráhrif (plac- ebo effect) að verki, þ.e. að sjúkl- ingurinn nýtur þeirra áhrifa, sem hann væntir eða vonast til að lyfið veiti honum. Mikill sannleikur felst nefnilega í málshættinum um að trúin flytji fjöll. Er því full þörf á að fjallað sé gagnrýnið og hlutlægt um þessi efni. Þá víkur að hinum hluta grein- arinnar, þar sem talsmaðurinn talar um afskipti íslenskra yfir- valda af innflutningi „fæðubótar- og hollefna". Þessi hluti þykir mér vera vafasamur málflutningur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Áróður af þessu tagi hefur annars verið rekinn margoft áður, bæði í ræðu og riti af umræddum tals- manni, svo og öðrum. Megininn- takið í þessum málflutningi verð- ur ekki skilið á annan veg en að löggjafanum beri að heimila hömlulausan innflutning, dreif- ingu og notkun á „vítamínum og Reynir Eyjólfsson „Þegar öllu er á botn- inn hvolft, tel ég því miður að ekki sé hægt að fullyrða meira um lækningamátt olíunnar en að hér séu hin svonefndu væntingar- áhrif (placebo effect) að verki, þ.e. að sjúklingur- inn nýtur þeirra áhrifa, sem hann væntir eða vonast til að iyfið veiti honum.“ steinefnum, sem framleidd eru og seld til uppbótar okkar efnaskertu og menguðu fæðu“. Vart þarf að fjölyrða um, að þessu sjónarmiði hefur svo til ein- göngu verið haldið fram hérlendis af einstaklingum, sem ekki hafa lokið viðurkenndu námi í nær- ingarefnafræði, lyfjafræði né læknisfræði. Þeir eru því áhuga- menn, en einhverjir myndu e.t.v. takssamari í bændastétt til að standa sig en þeir sem síð- ur gætu staðið sig í sam- keppninni, mundu verða að finna sér annan starfsvett- vang og hverfa frá búskap. Við mundum losna við hið yf- irgripsmikla og stirða yfir- byggingarapparat, sem felst í Framleiðsluráði og hinum löngu lagaörmum þess. Við mundum losna við aðra eins vitleysu og þá, að eiga að banna sölu á jógúrt frá Húsa- vík fyrir sunnan. Frjálsum markaði landbúnaðarafurða mundi líka fylgja sá kostur, að verðlag þessara afurða mundi ekki endilega hækka eins ört og hefur verið. Sést það vel á samanburði verðs á fuglakjöti annars vegar og kindakjöti hins vegar. En þótt horfið yrði frá nú- verandi niðurgreiðslukerfi og verðmyndun í gegnum sex- mannanefnd, þá er ekki þar með sagt, að hverfa þyrfti frá öllum stuðningi við landbún- aðinn. Ef kjósendur og lög- gjafarvaldið óskuðu, þá væri vel hægt að hlda honum áfram engu að síður, enda munu þá að því hníga þau rök, að hann væri æskilegur á forsendum byggðajafnvægis eða jafnvægis milli atvinnu- greina. í því tilfelli yrði þá að gera sér grein fyrir, að slíkur stuðningur væri fyrst og fremst félagslegs eðlis,“ sagði Björn Matthíasson. Nýtt — eftirGunnar Finnbogason Máttu vera að því að lesa þetta? Ef þú gerir það færðu nokkuð til að hugsa um og tala um. Þessi orð varða atvinnu eða atvinnuleysi, öryggi eða öryggisleysi, það varð- ar ungan sem verður gamall. Nú um langan tíma hefur það verið svo að ríkisstarfsmenn hafa mátt hætta starfi þegar ákveðnum aldri hefur verið náð, þ.e. 65 ára eða við 95 ára regluna svonefndu, og hlotið þá eftirlaun, enda hafa þeir þá greitt iðgjöld í lífeyrissjóð. En þeir sem hætta strax á þessum aldri — missa þeir þá einskis? Jú, það er einmitt það, þeir fá greidd mest 64% af föstum launum — en ef þeir vinna áfram eftir að ið- gjaldagreiðsluskyldu lýkur geta menn bætt hag sinn um 2% á ári þar til taka lífeyris hefst, þ.e. að maðurinn sé hættur í starfi. Þess- ar reglur miða þess vegna að því að fá manninn til þess að halda áfram starfi, því að margir verða að meta það sem fæst með áfram- haldandi starfi. Má ekki breyta þessu? Tillagan er þessi: Ríkisstarfs- menn sem hætta störfum vegna aldurs hljóti þá strax full eftir- laun — sem sagt þau hækka ekki þótt unnin séu fleiri ár. Það er líka vandséð hvernig hægt er að bjóða manni að hætta starfi með 64% laun. Á maðurinn að borða minna — vera hálfnakinn eða hírast í köldu og dimmu húsi? í rauninni er þetta réttlætismál. Ef þessi regla verður framkvæmd skiptir upphæð eftirlauna ekki sjónarmið Gunnar Finnbogason máli — hún er jöfn þótt hætt sé t.d. 63 ára eða 70 ára. En þeir sem vilja vinna áfram, (eins og margir segja) fá þeirri löngun sinni full- nægt, það er ekkert tekið frá þeim sem áður var í reglum en hinir sem fara úr starfi sinna hugðar- efnum sínum og þurfa ekki að bera að kinnroða fyrir því að þeir hafi ekki eftirlaun til jafns við aðra. Er þetta ekki aðall velferð- arþjóðfélagsins? Er þetta ekki vert umhugsunar þegar ár aldr- aðra er liðið? Og þá er ótalið eitt mikilvægt atriði. Þessi ráðstöfun mun jafn- framt verða liður í baráttunni gegn atvinnuleysi. Það gerist þannig að fleiri menn munu hætta störfum að sínu leyti en nú gerist við 65 ára aldurinn. Ég er nefni- lega ekki sérlega trúaður á þau orð eldra fólks að það vilji endi- lega halda áfram starfi — bara til þess að vinna. Það mun væntan- lega sannast í þessu efni. Það er áreiðanlega mikilvægt þeim sem á sjötugs aldur komast að geta að- hæfst einhverju því sem veitir honum dægradvöl og ánægju áður en hrörnandi skeiði er náð. Sem sagt: Einstaklingurinn fær val um það að hætta eða halda áfram i starfi án þess að þurfa að meta hvers virði það er að hækka í eft- irlaunum. Og frá sjónarmiði þjóð- félagsins hlýtur spurningin að vera þessi: Hvort er betra að hafa tvítugan mann atvinnulausan (og þá á atvinnuleysisstyrk) eða sex- tugan mann á launum? Þetta er spurning sem erfitt er að svara, en það vita allir að tví- tugur, atvinnulaus maður leiðist oft til óhappaverka og verður óvinur þjóðfélagsins — en ætli sá sextugi verði það á sama hátt? Ef vofa atvinnuleysis leggst af fullum þunga yfir þjóðina — þá er hér önnur tillaga varðandi þetta mál: Ríkisstarfsmenn geta hætt á sama aldri og lög gera ráð fyrir nú og hafa þó rétt til að halda áfram vinnu til sjötugs. Þeir öðlast jafn- framt eftirlaunaréttinn. En það skal sett í lög að sá sem vinnur eftir 65 ára aldur lækkar í eftir- launum um sömu prósentutölu og hann hækkar nú á ári. Láttu þér ekki bregða þegar þú lest þetta. Þú munt sjálfsagt hugsa að hér sé eitthvað bogið við þennan mál- flutning. En þá skal ég upplýsa að þessi tilhögun eftirlaunagreiðslu er höfð í Frakklandi. Nú lyftist brúnin á þér — er það ekki? Gunnar Finnbogason er skóiastjóri Vörðuskóla. kalla þá fúskara, loddara, skottu- lækna eða eitthvað þaðan af verra. Eftirlit með þessum innflutningi á undanförnum árum hefur líka leitt í ljós, að það er fleira en „vítamín og steinefni" sem menn hafa reynt að flytja inn í þetta land. Þetta sést glöggt af skýrslu, sem tekin var saman á vegum Landlæknisembættisins og dreift var til fjölmiðla fyrr á þessu ári. Eru þar nefnd ýmis efni, sem ekki geta beint talist gæfuleg í þessu sambandi, svo sem blásýrusam- bönd, arsenik, flúoríð, ópíum, yohimbín og sterk vanabindandi hægðalyf auk margs annars í svip- uðum dúr. Allt sjálfsagt gert 1 „góðri trú“, en af lítilli þekkingu eða forsjá. Afar strangt opinbert eftirlit og stýring er viðhöfð með allri starf- semi varðandi eiginleg lyf hér á landi og í nálægum löndum. Þetta þykir og er sjálfsagt. Það sama verður því miður ekki sagt um eft- irlit með tilbúningi og dreifingu ails konar „fæðu- og heilsubótar- vara“, sem í besta falli er lítið og stundum ekkert. Að mínu mati skýtur hér ákaflega skökku við, því tilgangurinn með notkun þess- ara vara er nánast alltaf sá sami og þegar um hefðbundin lyf er að ræða, þ.e. að fyrirbyggja eða lækna sjúkdóma eða sjúkdóms- einkenni. Fremur en hitt finnst mér því full ástæða til að herða eftirlit með þessari starfsemi áður en slys hljótast af. T.d. er hætta á mengun þessara vara með sýklum, veirum, útrýmingareitri (skor- dýra- eða sniglaeitri) eða eitruð- um plöntum óumdeilanlega til staðar. Einu atriði í grein talsmannsins er ég alveg sammála. Það er að auka þurfi menntun lækna í nær- ingar(efna)fræði. Ég vil meira að segja bæta við: Og ( plöntuefna- fræði. Með því yrði umfjöllun um þetta málefni væntanlega hlut- lægari og ábyrgðarmeiri en sum skrif áhugamanna, sem birst hafa að undanförnu. Reynir Eyjóifsson er licentiat í náttúruefnafræði trá Lyfjafræði- háskólanum í Kaupmannahöfn og fyrrverandi starfsmaður Lyfjaettir- lits ríkisins. FRÓÐI og allir hinir grislingamir Fróði og hinir gríslingarnir ÚT ER komin hjá Iðunni bókin Fróði og allir hinir grislingamir, saga og myndir eftir danska höfundinn Ole Lund Kirkegaard. Bókin hefur undirtitilinn: Snar- geggjaður reyfari handa börnum og öðru skynsemdarfólki. Þetta er sjöunda bók höfundarins sem út kemur á íslensku. Þorvaldur Krist- insson þýddi. — Fróði var síðasta bók höfundar, en hann lést áður en henni var lokið. Fjölskylda hans samdi síðasta kaflann eftir frum- drögum höfundar. Um efni sögunnar segir á kápu- baki: „1 húsinu á horninu á Fróði heima. Hann er sjö ára og nýbyrjað- ur í skólanum. Hann á líka kærustu. Það er hún Stína. Svo gerast óttaleg- ir atburðir í nágrenninu. Þjófur á hlaupahjóli geysist um hverfið á kvöldin og hrellir íbúana. Þá taka grislingarnir í götunni til sinna ráða • • ■ og brátt kemur margt skrýtið í ljós.“ Fróði og allir hinir grislingarnir er 90 blaðsíður. Oddi prentaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.