Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 39 Kjarnorkuvopn — og afstaða Sovétríkjanna — eftir Mikhail Streltsov sendiherra Þann 15. október var birt í blaði yðar grein eftir Birgi ísleif Gunn- arsson, alþingismann undir fyrir- sögninni: „Hvers vegna hafna Sov- étmenn öllum afvopnunartillög- um?“, þar sem ekki var komið að kjarna stefnu lands okkar varð- andi meðaldræg kjarnorkuvopn í Evrópu, þar sem því er kennt um það, að þetta vandamál hefur enn ekki verið leyst. í sama anda var blaðamannafundur J. Kelly, full- trúa bandaríska utanríkisráðu- neytisins, sem skýrt var frá í blaði yðar þann 21. október. í sambandi við þetta langar mig að segja les- endum blaðs yðar frá eftirfarandi: f fyrsta lagi er engin ástæða til að halda því fram, að Sovétríkin hafi einhverja yfirgnæfandi yfir- burði umfram NATO-löndin hvað varðar meðaldræg kjarnorkuvopn í Evrópu. Og það hefur enn einu sinni verið sýnt fram á það greini- lega á blaðamannafundi í Moskvu þann 14. september sl. af hálfu S.F. Akhromejev, varaformanns herforingjaráðs sovéska hersins. NATO-löndin hafa yfir að ráða í álfunni 857 burðarpöllum fyrir slík vopn, þar með taldar banda- rísku flugvélarnar af gerðinni F-lll og F-4 í Englandi og Vest- ur-Þýskalandi, A-6 og A-7-flugvél- I ar, sem bera kjarnorkuvopn um borð í flugmóðurskipum við strendur Evrópu — alls 650 ein- ingar. England hefur yfir að ráða 64 eldflaugum af gerðinni „Polaris A-T3K", Frakkland 98 eldflaugum og 44 „Mirage-4“-sprengjuþotum. I heild á NATO 162 eldflaugar á landi og á sjó og um 700 meðal- drægar flugvélar. Þær draga 1000—4500 km og það gerir þeim kleift að ná til skotmarka á land- svæði Sovétríkjanna, allt til Úral. Um borð í þeim eru yfir 3000 bandarískar, breskar og franskar hleðslur, tilbúnar til notkunar. Gegn kjarnorkuburðarpöllum NATO-landanna standa sovésku eldflaugarnar af gerðinni SS-20, SS-4 og meðaldrægar sprengju- flugvélar. Heildarmagnið er 938 einingar. Hlutfall heildarvopna- eignar Sovétríkjanna og NATO er nokkurn veginn jafnt, en magn eldflauga og flugvéla, sem bera kjarnorkuvopn er ekki jafnt: Sov- étríkin eiga fleiri eldflaugar, en aftur á móti 1,5 sinnum færri flugvélar. I öðru lagi verður að skoða, hvaða tillögur bandarískir aðilar setja fram í stað svokallaðra „málamiðlunarafbrigða" á viðræð- unum um takmörkun kjarnorku- vígbúnaðar í Evrópu, sem standa yfir í Genf og í hverju „sveigjan- leiki" þeirra er fólginn. Samkvæmt „Núll-lausninni“ áttu Sovétríkin „einfaldlega" að leggja niður allar meðaldrægar eldflaugar sínar, ekki aðeins á Vesturlöndum, heldur einnig í austri, en kjarnorkumáttur NATO í Evrópu átti að vera óhreyfður, annars hótuðu Bandaríkin því að setja upp 572 eldflaugar í Evrópu — 108 af gerðinni „Pershing-2“ og 464 langdrægar stýriflaugar. Það er ekki hægt annað en sjá, að slík „málamiðlun" krefst einhliða af- vopnunar Sovétríkjanna. Síðan kom „bráðabirgðalausn- in“ og samkvæmt henni áttu Sov- étríkin annars vegar að skera niður meðaldrægan kjarnorku- búnað sinn, þar að auki aftur í Evrópu og Asíu, en hins vegar að leggja blessun sína yfir uppsetn- ingu viss fjölda nýrra bandarískra eldflauga í Evrópu í viðbót við breskar og franskar eldflaugar, sem þar voru fyrir auk framvarð- arkerfa Bandaríkjanna. Og þessi „málamiðlun" þýddi í raun aukn- ingu kjarnorkuvígbúnaðar og röskun þess jafnvægis sem fyrir hendi var. Og að lokum kom nýlega fram „ný“ tillaga. Bandaríkjaforseti rakti grundvallaratriði hennar í ræðu hjá Sþ. Samkvæmt henni halda bandarískir aðilar sig eins og áður við uppsetningu, t.d. 450 meðaldrægra eldflauga sinna í stað 572 og samþykki Sovétríkin að fækka eldflaugum sínum um samsvarandi magn, eru þeir reiðu- búnir til að skoða það í hvaða samsetningu þeir setja upp „Pershing-2“-eldflaugar sínar og stýriflaugarnar. Þannig er hin „nýja“ afstaða Washington eins og nokkurs kon- ar sérstök „málamiðlunartillaga". Eins og fyrri tillögur miðar hún ekki að því að koma í veg fyrir uppsetningu nýrra eldflauga Bandaríkjanna í Evrópu, heldur að því að koma fyrir fleiri nýjum eldflaugum. Auk þess er um að ræða uppsetningu sama magns eldflauga og er í Evrópu- og Asíu- hluta Sovétríkjanna, þó að meðal- drægar eldflaugar í austurhéruð- um Sovétríkjanna beinist ekki gegn Evrópu og uppsetning þeirra eigi sér mikilvægar ástæður. Og auk þess neita bandarísku aðilarnir að telja meðaldræg kjarnorkuvopn bandamanna sinna í NATO — Englands og Frakk- lands með við gerð samkomulags í Genf og leitast vísvitandi við að ná yfirburðum. Samkvæmt hinni „nýju“ afstöðu lýsa Bandaríkin sig reiðubúin til að skoða það að flugvélarnar verði teknar með í samkomulagið, en áður voru þau á móti því án nokk- urrar ástæðu. En slíkur „sveigjan- leiki“ tekur með sér tvö skilyrði — Mikhail Streltsov Sovétríkin eiga að fallast á upp- setningu handarískra eldflauga í Evrópu og öðrum hlutum heims- ins og Bandaríkin að fá rétt til að ákveða hvaða flugvélar, sem bera kjarnorkuvopn, eiga að falla undir samkomulagið. Af því sem hér hefur verið sagt er augljóst, að bandarísku „mála- miðlunartillögurnar" ganga gegn reglunni um jöfnuð og jafnt ör- yggi bcggja aðila og sé henni ekki framfylgt er ekki hægt að ná sam- komulagi. Þess vegna er engin ástæða til að undrast „hinn ótrú- lega þráa“ Sovétríkjanna, sem andstæðingar þeirra tala um, þar sem land okkar og öll ríki Varsjár- bandalagsins geta ekki gengið að samkomulagi, sem þýðir að nú- gildandi jafnvægi raskast til þess að hægt verði að ná hernaðaryfir- burðum yfir þeim. í þriðja lagi þegja andstæðingar okkar einhverra hluta vegna um það, sem Sovétríkin leggja til fyrir sitt leyti á samningaviðræðunum í Genf. í þessu sambandi verður að muna, að Sovétríkin eru tilbúin til að fallast á hreina „núll-lausn“ — á það að öllum kjarnorkuvopnum í Evrópu verði útrýmt, bæði meðal- drægum og taktískum. Sovétríkin eru einnig reiðubúin til að fallast á lausn, sem er ekki eins róttæk, en gengur engu að síður langt — að hafnað verði uppsetningu hvers konar nýrra meðaldrægra kerfa í Evrópu og fækkað verði um u.þ.b. þriðjung öllum nýjum meðaldræg- um kerfum, sem þar eru. Eftir að búið væri að fækka hjá báðum aðilum eins og lagt hefur verið til, ættu báðir aðilar jafnan fjölda burðarpalla, þ.e. eldflaugar og flugvélar, svo og kjarnorku- hleðslur á þeim. Slík afstaða verð- ur til þess að andstæðingar okkar á Vesturlöndum hafa ekki ástæðu til að halda því fram, að Sovétrík- in leitist við að ná einhliða yfir- burðum, yfirburðum á sviði kjarn- orkuvopna í Evrópu. Afstaða okkar felur að lokum í sér að fari svo að náist samkomu- lag, sem báðir aðilar geta sætt sig við, þar sem gert væri ráð fyrir því að Bandaríkin hættu við að setja upp nýjar meðaldrægar eld- flaugar í Evrópu, mundu Sov- étríkin fækka meðaldrægum eld- flaugum sínum í Evrópuhluta Sov- étríkjanna niður í sama magn og Bretar og Frakkar eiga og eyði- leggja þær eldflaugar, sem teknar yrðu niður. Yrði fallist á þessa til- lögU, þá yrðu meðaldrægar eld- flaugar og kjarnaoddar á þeim færri í Evrópuhluta Sovétríkjanna heldur en árið 1976, þegar ekki var hafin uppsetning „SS-20“-eld- flauganna. En í Washington er ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að leita svo réttlátrar lausnar á vandanum. Sú umferð sem núna stendur yf- ir í viðræðunum í Genf er úrslita- umferð og það er komið undir Bandaríkjunum og NATO í heild, hvort verður um samkomulag að ræða eða ekki. „Ef bandarísku eldflaugarnar verða settar upp í Evrópu gegn vilja meiri hluta íbúa í löndum Vestur-Evrópu,“ sagði Júrí Andropov, „verður það óheillavænlegt skref í garð friðar- ins af hálfu leiðtoga Bandaríkj- anna og þeirra stjórnmálamanna í öðrum löndum NATO, sem starfa með þeim.“ Mikhail Streltsor er sendiherra Sovétríkjanna á íslandi. Anatoly Karpov í fimmta sinn í Skák Margeir Pétursson Anatoly Karpov, heimsmeistari í skák, vann fremur átakalítinn sig- ur á stórmótinu í Tilburg sem lauk í síðustu viku. Karpov vann þrjár skákir gerði átta jafntefli og tapaði engri og dugði sá árangur honum til sigurs á þessu öflugasta skák- móti ársins. Þetta er með lægsta hlutfalli sem Karpov hefur fengið í Tilburg, en hann hefur ávallt sigr- að þegar hann hefur verið með, eða alls fimm sinnum. Öryggi hans er þó eftirtektarvert en ekki þurfti hann að hafa sérlega mikið fyrir sigrinum. Hann vann tvo neðstu menn mótsins auk þess sem landi hans Polugajevsky lék illa af sér í jafnteflisstöðu gegn honum. Jafnteflishlutfallið á mótinu var mjög hátt, eða 65%, þrátt fyrir að mótshaldararnir hafi tekið upp nýtt verðlaunakerfi. Auk venjulegra veðlauna fengu meistararnir jafnvirði 9.500 ísl. króna fyrir hvern sigur, 4.000 fyrir jafntefli og 2.500 fyrir tap. Þetta dugði ekki fyllilega til að blása keppendum kapp í kinn og ætti næst að reyna fyrirkomulag það sem notað var á Reykjavík- urskákmótunum 1978 og 1980. Þá fengu keppendur meira fyrir tap en jafntefli og féll það í góð- an jarðveg hjá flestum. Sumir keppendur í Tilburg sigraði Tilburg sýndu þó mikinn baráttuvilja, svo sem Vaganjan sem er einn skemmtilegasti og baráttuglað- asti stórmeistarinn nú. Hann vann t.d. Spassky í 117 leikja skák sem tók mestallt mótið. Hollendingar voru óheppnir með sína menn. Að vísu sýndi Sosonko sitt venjulega öryggi en hinir áttu herfilega kafla í mót- inu sem eyðilagði möguleika þeirra. Timman tapaði þannig þremur skákum í röð um miðbik mótsins eftir ágæta byrjun. Hinn 23ja ára gamli John van der Wiel, nýjasti stórmeistari Hollands, átti erfiða daga því jafnteflisvélarnar sem sömdu innbyrðis jafntefli virtust flest- ar ætla að koma sér yfir 50% 1 1 3 s 1 s 9 10 11 12 /im fiöt> 'l KARPOV CSovttr) YYA iz •L 'k k \ 'k k iz 'k 1 1 ? 1. 1 LJUbOIEVÍCdú^óál) ’í y/A v/A Íz k % 1 ii iz 'k J i o (o/z 2-i. 3 PORTISCHCU^rjovfj 'k iz 1 /b iz 'Á •k \ iz k 'íz L i>-k 2-3. H VA&ANJPtí (SoAtr) Íz. k Íi É /z Íz 4 \ iz 0 0 \ (ú H-5. 5 SÖSONKO (NoWtxod) 'k 'k 'k 'k /w 7//< 0 k iz iz \ k 6 H-S. (o P0LUGAJEVSKY(Sovkt) o o li Íi 4 V/i /y/á iz 'íz -k 1 'k /z 5'k 6-8. ? 5 PASSKY(Soré-tríkj) ii Íi 0 iz iz '///. 'k 'k Íz /z i 5'k 6-8 8 UQfiNER (V-býtkal.) 'h Íi o 0 k iz iz Ý/y iz 'k \ 1 5/z 6-8. 9 ANDERSSON (Sríi>jó$) iz •fz iz iz 'iz iz iz 'k ///, VZÁ 'k 'Jz 0 5 H-1Q 1o TIMMAN (Hollaneli) iz 0 ii \ 0 o •k 'k 'iz 1 /z i 5 9-m 11 SEIRAWAN(BarJar) o 0 'k \ 0 iz iz O ii 'k i •k 11. 11 VAN DER WIEL(HdII) o \ 0 0 iz iz 0 o 1 Q. il 1 3k 12. mörkin með því að vinna hann. Van der Wiel byrjaði samt mjög vel, vann þá Ljubojevic og And- ersson og hafði 3tó vinning eftir sex umferðir. En þá brast stíflan og hann tapaði öllum skákum sínum eftir það, fimm að tölu. Jan Timman átti á hættu að verða neðstur áður en síðasta umferðin var tefld. En þá tók hann á sig rögg og vann Van der Wiel í glæsilegri skák: Hvítt: Van der Wiel Svart: Timman Spánski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. (M) — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 — W), 9. d4 Hér er 9. h3 algengara, en vinsældir 9. d4 hafa aukist upp á síðkastið. 9. — Bg4, 10. Be3 — exd4, 11. cxd4 — d5, 12. e5 — Re4, 13. h3 Á mótinu í Chicago um daginn lék Jón L. Árnason 13. Rbd2 gegn Englendingnum Hebden, en eftir 13. — Rxd2, 14. Dxd2 — Bxf3, 15. gxf3 - Bb4, 16. Dc2 - Ra5! náði svartur að jafna taflið. 13. — Bh5, 14. g4 — Bg6, 15. Rh2 - Bb4, 16. f3 Þessari skiptamunsfórn var fyrst beitt í vel þekktri skák á milli þeirra Pancenko og Torre í Sochi 1980. 16. — Bxel, 17. Dxel — Rg5, 18. Rc3 • b c d • f o h 18. — Re6! 1 áðurnefndri skák frá Sochi lék svartur 18. — Rb4, og fékk mjög slæma stöðu eftir 20. Dd2 - Rxh3+, 21. Kg2 19. Bxd5?! „Teórían" hefur velt þessari stöðu mikið fyir sér og telur 19. Hdl bezta leikinn. Þá vaknar sú spurning hvort Van der Wiel hafi ekki vitað þetta eða komist að annarri niðurstöðu sjálfur. 19. — Rcxd4, 20. Hdl — c5, 21. f4 — b4, 22. Bxa8 - bxc3, 23. Bg2? Nú gefst Timman færi á glæsi- legri fléttu, en eftir 23. bxc3 — Dxa8 — cxd4, verður hvííá kóngsstaðan óþægilega opin. 23. — cxb2, 24. f5 24. - Rxf5!! Svartur hefur efni á miklum fórnum því hann sér fram á að koma frípeðinu á b2 upp í borð. 25. Hxd8 — Hxd8, 26. Bg5 Örvænting, en 26. Bf2 — Re3!, og 26. Dbl — Hdl+!, 27. Dxdl — Rxe3, gáfu ekki ástæðu til mik- illa væntinga. 26. — Rxg5, 27. Dbl — Hb8, og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.