Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Minning: Davíö G' Bjamason framkvæmdastjóri Ka'ddur 31. júlí 1940. Dáinn 30. október 1983. Vegna fráfalls vinar míns, Dav- íðs Bjarnasonar, finn ég mig knú- inn til að rita nokkur kveðjuorð. Kynni okkar Davíðs hófust er hann ók sendibifreið hér í borg. Vakti það fljótlega eftirtekt mína hversu minnisgóður og fljótur í ferðum hann var. öllu skilaði Davíð heilu í höfn, án þess að skrifa niður eða spyrja óþarfa spurninga. Síðar, er Davíð hafði sett á stofn sitt eigið fyrirtæki, falaðist hann eftir húsnæði hjá mér í Örfirisey, og var það auðsótt mál vegna fyrri kynna. Sú starfsgleði og lífsorka sem stafaði frá Davíð, varð okkur öll- um sem deildum með honum hús- næði uppörvun í dagsins önn, og verður um ókomin ár. Fyrir rúm- um tveimur árum kenndi Davíð þess sjúkdóms er varð honum að fjörtjóni. Ekki lagði Davíð samt árar í bát, fyrr en í fulla hnefana. Helsjúkur ræddi hann við mig ýmis framtíðaráform, og virtist kjarkur hans óbifanlegur til hinstu stundar. Ekki má gleyma því, að Davíð stóð ekki einn, eig- inkona hans og dætur hafa staðið við hlið hans í veikindunum og unnið að fyrirtækinu af slíkum dugnaði sem samhentri fjölskyldu er einni lagið. Innilegustu samúð- arkveðjur sendi ég ættingjum hins látna. Blessuð sé minning góðs drengs. Á.Þ.Ó. I dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Davíðs Guðmundar Bjarnasonar fram- kvæmdastjóra Plastpökkunar sf., en hann lézt í Landakotsspítala eftir langvinn og erfið veikindi að- eins 43 ára að aldri. Var banamein hans krabbamein. Davíð fæddist 31. júlí 1940 í Stykkishólmi. Voru foreldrar hans þau hjónin Bjarni Sigurður Jak- obsson verkamaður frá ísafirði, fæddur 20. júní 1899, en hann lézt 1973, og eftirlifandi kona hans, Kristín Brynhildur Davíðsdóttir frá Hraunhálsi í Helgafellssveit, fædd 14. júní 1908. Hófu þau bú- skap að Brekku í Stykkishólmi og sleit Davíð barnsskónum þar í stórum hópi systkina, en hann var fimmti í röð 9 barna þeirra hjóna. Eins og nærri má geta mun oft hafa verið þröngt í búi á þeim ár- um hjá stórri fjölskyldu. fbúðar- hús fjölskyldunnar var mjög lítið að fráslepptum nútímamæli- kvarða,' en með röggsemi og festu tókst þeim hjónum að koma öllum barnahópnum til vits og þroska og eru þau börnin öll hið mesta manndómsfólk. Varð Davíð jafnan tíðrætt um æskuheimili sitt og minntist fjölmargra atvika, þar sem gott hjartarúm foreldranna var dýrmætara rúmgóðum híbýl- um, enda varð fjölskyldan hin samrýndasta. Að skyldunámi loknu stundaði Davíð alla al- menna vinnu í Stykkishólmi. Þá, ólíkt því sem nú tíðkast, heyrði fremur til undantekninga, að unglingar í sjávarplássum úti á landsbyggðinni héldu í fram- haldsnám, heldur hófst brauð- stritið svo fljótt sem kostur var, til að létta undir með foreldrunum í lífsbaráttunni. Þetta, ásamt þvi að Davíð veiktist af berklum fljótlega upp úr fermingu, olli því, að um lengri skólagöngu varð ekki að ræða. Atti Davíð við þessi veik- indi sín að stríða hátt í tvö ár. Davíð kynntist eftirlifandi konu sinni, Tömu Sólbjörgu Vester- gaard, í Stykkishólmi 1959 og gift- ust þau 1962. Tama var fædd og uppalin í Færeyjum, nánar tiltek- ið í Lopra á Suðurey, dóttir hjón- anna Jens Sófusar Vestergaard, er lézt 1980, og Jensínu Maríu Vestergaard, fædd Brynjólfsdótt- ir, íslenzkrar konu, ættaðri af Snæfellsnesi. Er Tama næstyngst fjögurra systkina, og reyndist hún Davíð hin mesta ágætiskona. Eru börn þeirra: Súsanna, hjúkrunar- fræðingur, Sigríður Ása, er starf- ar við fyrirtæki föður síns, Kristín Brynhildur, viðskiptafræðinemi, er sömuleiðis starfar við fyrirtæki föður síns, og Bjarni Sigurður, á skólaskyldualdri. Eftir skamma búsetu í Stykkishólmi fluttust þau hjónin til Reykjavíkur 1963. Hóf Davíð akstur sendibifreiða og starfaði um þriggja ára skeið hjá Morgunblaðinu. Eignaðist hann eigin sendibifreið 1965 og hóf akstur hjá Sendibílastöðinni hf. Reyndist hann hinn traustasti starfskraftur. Var hann með af- brigðum vandvirkur, strangheið- arlegur, stundvís og áreiðanlegur, enda leið ekki á löngu, unz hann var kominn í gnægð fastra verk- efna. Var hann meira og minna í föstum akstri hjá ýmsum prentsmíðjum og bókböndum um áraraðir. Má þar nefna Prent- smiðjuna Odda, Bókfell og Eddu. Það að Davíð skyldi trúað fyrir jafn dýrmætri og viðkvæmri vöru sem bókum sýnir allvel það traust, er á hann var lagt. Var hann vissulega traustsins verður, enda leið ekki á löngu, unz Davíð hafði viðað að sér svo margvíslegum viðfangsefnum, að ein bifreið nægði engan veginn lengur, heldur þurfti hann að fjölga bifreiðunum. Eignaðist hann brátt heilan flota sendibifreiða og urðu þær flestar 4 talsins. Var hann aðallega í við- skiptum við bókaútgefendur, enda átti það traust og virðing, er hann skapaði sér þeirra á meðal, eftir að verða forsenda þeirrar vel- gengni, er hann síðar varð aðnjót- andi í rekstri eigin fyrirtækis. Á árinu 1978 hóf Davíð rekstur eigin fyrirtækis, Plastpökkunar sf. Var byrjað smátt og fyrirtækið starfrækt í eigin bílskúr að Ein- arsnesi 20, en þangað hafði fjöl- skyldan flutzt 1972. Var notazt við litla handstýrða pökkunarvél til að byrja með og aðallega pakkað inn bókum og tímaritum. Eigi leið á löngu, unz fyrirtækið var farið að dafna vel og blómstra í höndum Davíðs, og að ári liðnu var flutt í stærra húsnæði að Eyjaslóð 9. Hætti Davíð jafnframt afskiptum af sendibifreiðaakstri með öllu og einbeitti sér að fyrirtækinu óskiptur. Var vélum fjölgað og afköstin margfölduð og stendur fyrirtækið nú mjög traustum fótum. Stýrði Davíð fyrirtæki sínu af mikilli festu og ákveðni með heiðarleika, vandvirkni og áreiðanleika að leið- arljósi, enda endurtók sig sama sagan og fyrr, að hann ávann sér traust og virðingu viðskiptavina sinna. Er sorglegt til þess að hugsa, að Davíð skyldi ekki endast aldur til að uppskera til hlítar árangur erfiðis síns. Hitt er svo annað mál, að merki hans mun haldið á loft, Tama og börnin munu ekki láta bugast, heldur halda áfram með aðalsmerki Dav- íðs að leiðarljósi. Undirritaður kynntist Davíð fyrst fyrir tæpum átta árum. Var það er ég kynntist konu minni, May-Britt, en hún er dóttir Tömu, er hún eignaðist áður en kynni þeirra Davíðs hófust. Var enginn vafi á því að hér var stórhuga at- orkumaður á ferðinni. Komu mannkostir Davíðs fljótt í ljós. Yfirlýsingar hans stóðu sem stafir í bók. Hugsaði Davíð með afbrigð- um vel um fjölskyldu sína og venzlafólk. Hef ég aldrei í nokkr- um manni fundið slíkan öðling sem í Davíð. Var hann með af- brigðum greiðvikinn og gjafmild- ur og vildi hag vina sinna sem vænstan í hvívetna. Reyndist hann mér alveg einstaklega vel og sakna ég sáran allra samveru- stundanna, er við áttum jafnt inn- an lands sem erlendis. Fór á allan hátt hið bezta á með okkur og gengu aldrei styggðaryrði okkar á milli. Tengdafólki sínu í Færeyj- um var Davíð og einstaklega góður og umhyggjusamur, og margir urðu þeir bögglarnir, er hann sendi yfir hafið til að gleðja vini og kunningja, sem þar var fjöld- inn allur af. Urðu og ferðir Davíðs til Færeyja fjölmargar, enda kunni hann vel að meta menningu, lífshætti og gestrisni þessara nánu frænda vorra, og er hans vafalaust sárt saknað þar. Eigin- konu minni var hann alla tíð sem bezti faðir og um leið dóttur okkar sem afi, enda er söknuður beggja mikill. Davíð var maður vel gefinn, geðgóður og hressilegur í fram- komu, vinmargur og vinfastur, og á allan hátt hinn vænsti dreng- skaparmaður. Var hann djarfhuga maður, er þorði vel að framkvæma hlutina, án þess þó að leggja nokk- urn tíma í tvísýnu. Davíð var helj- armenni að burðum, andlitið góð- legt, en andlitsdrættirnir einbeitt- ir, án þess þó að vera hörkulegir. Hafði hann til að bera traustvekj- andi og ákveðinn persónuleika, lausan við alla frekju þó, var lát- laus í framkomu og aldrei reyndi hann að trana sér fram. Var hann hinn stakasti reglumaður í hví- vetna. Kom hann jafnan til dyr- anna eins og hann var klæddur, og allur hégómi var honum víðs fjarri. Þegar fyrirtæki hans var komið á traustan grunn, gætti hann sín vel á því að falla ekki í þann pytt, er tröllríður mörgu vænlegu fyrirtækinu, að fara að leika eða apa eftir fyrirmönnum, heldur vann hann sleitulaust og tvíefldist með aukinni velgengni. I viðskiptum var hann með afbrigð- um heiðarlegur, áreiðanlegur og framsýnn. Gat hann sér góðs orðs í viðskiptum sínum við erlenda að- ila, enda létu margir þeirra það óspart uppi við undirritaðan. Varð hann þar þjóð sinni til hins mesta sóma. Seinustu árin gekk Davíð ekki heill til skógar, en aldrei varð þó séð á honum að það háði honum á nokkurn hátt, því verk og afköst tala sínu máli. Fyrir tveimur ár- um varð hann að gangast undir erfiða læknisaðgerð. Náði hann sér það vel, að hann var farinn að starfa stuttu síðar. Að ári liðnu tóku veikindin sig upp að nýju, og fylgdi önnur aðgerð í kjölfarið, en ekki lét hann bugast og komst til starfa aftur. Var starfsþrek hans, lífskraftur og orka með slikum ólíkindum, að menn undruðust stórum. Þegar svo þriðja aðgerðin tók við sl. haust var alveg ljóst að hverju stefndi. Tók Davíð veikind- um sínum og örlögum með hinu mesta jafnaðargeði, æðruleysi og ró, og var aldrei kvartað einu orði. + Föðursystir mín, MARGRÉT TORFHILDUR JÓNSDÓTTIR, Sævangi 23, Hafnarfirði, andaðist 4. nóvember í St. Jósefsspitala Hafnarfirði. Veröur jarösungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. nóv- ember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Jón Kr. Gunnarsson. Bróöir minn, + GUDMUNDUR ÞORSTEINSSON frá Klafastööum, lést í sjúkrahúsi Akraness þann 7. nóvember. Kristmundur Þorsteinsson. t Konan mín, ÁSTRÓS VIGFÚSDÓTTIR, Sogavegi 84, er andaöist 5. þ.m. veröur jarösungin frá Bústaöakirkju föstudag- inn 11. þ.m. kl. 13.30. Hjörleifur Sigurösson, börn og barnabörn. + Systir okkar, GUDRUN SVEINBJÓRNSDÓTTIR frá Hámundarstööum, Vopnafiröi, síöast aö Droplaugarstööum í Reykjavík, lést aö morgni 8. nóvember. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Margrát Sveinbjörnsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir. + Hjartkær eiginmaöur minn, SIGÞÓR GUDMUNDUR GUÐMUNDSSON, Hofsvallagötu 21, Reykjavlk, andaöist á Hrafnistu 7. nóvember. Sigríður Jónsdóttir. + Sonur minn og bróöir okkar, KJARTAN ERLENDSSON, vélstjóri, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. nóv- ember kl. 13.30. Erlendur Jóhannsson, Jóhann Erlendsson, Höskuldur Erlendsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar- hug viö andlát og útför BJÖRNS SVEINSSONAR, Brávallagötu 48, Reykjavík, Ágústa Ingvarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför PÁLÍNU ADALBJARGAR PÁLSDÓTTUR, Ljótarstööum, Austur-Landeyjum. Ársæll Jóhannsson, börnin og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir til allra þeirra er vottuöu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og útför SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Ysta-Skála, Eyjafjöllum Guörún Gísladóttir og vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.