Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 17

Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 17 Ræningjar hirtu 3 tonn af gullstöngum í Lundúnum: Lögreglan ráðalítil og 3,5 milljónum dollara er heitið fyrir upplýsingar Lundúnum, 28. nóvember. AP. SÍÐUSTU fregnir hermdu, að breska lögregian væri engu nær í leit sinni að grímuklæddu bófunum sem rændu þremur tonnum af gullstöngum úr geymsluhúsi nærri Heathrow- flugvelli á laugardaginn. Nafntogaður lögregluforingi hjá Scotland Yard, Frank Cater, hefur verið settur yfirmaður rannsóknarinnar. Það er ekki einu sinni vitað með vissu hversu margir bófarn- ir voru, en sex verðir sem ekkert gátu aðhafst vegna vopnabúnað- ar bófanna sáu aðeins þrjá. Voru þeir allir grímuklæddir, en talið þó að allir væru hvítir á hörund og á aldrinum 30 til 40 ára. Bóf- arnir höfðu á brott með sér 6800 gullstangir, eða alls þrjú tonn að andvirði um 37 milljóna dollara, en það nemur 1,35 milljörðum ís- lenskra króna. Þá nældu þeir einnig í tvo kassa fulla af dem- öntum að andvirði 150.000 doll- ara. Ránið um helgina þykir líkjast óhugnanlega mikið ráni sem framið var í apríl á þessu ári, er 14 grímuklæddir og þrælvopnað- ir bófar sluppu með undraverðri leikni fram hjá öryggiskerfi tryggingarstofnunar í Lundún- um og rændu órekjanlegum pen- ingaseðlum að upphæð 7 millj- óna punda, eða 10,5 milljóna dollara. Var það mesta rán sög- unnar í Bretlandi þar sem reiðu- fé var annars vegar. Breska lög- reglan hefur til þessa ekki viljað fullyrða að sömu glæpamenn kunni að hafa verið að verki. Starfsmaður tryggingarstofn- unar í Lundúnum, sem tapað hefur gífurlega á ránum þessum, Robert Gordon, sagði í útvarps- viðtali í gær að hann væri þess fullviss að lögreglan vissi hverjir stæðu að baki, „en að vita og að sanna væri tvennt aðskilið í þessu sambandi". Gat Gordon þess að eigendur fjárins hefðu heitið mestu verðlaunum sem sögur fara af fyrir upplýsingar sem leitt gætu til lausnar máls- ins. Verðlaunaupphæðin nemur 3,5 milljónum dollara. Frétta- maður spurði Gordon hvort með upphæðinni væri ætlað að ginna undirheimaforingja til að leysa frá skjóðunni. Hann sagðist ekki reikna með slíku, því hér væri við óvenjulega bíræfinn flokk að etja og vafalaust óttuðust allir þeir um líf sitt sem eitthvað vissu um ránin. Lögreglan viðurkenndi í gærkvöldi að hún væri litlu nær Lögreglumenn fyrir utan ránsstaðinn. símamynd ap. um hverjir stæðu að baki eða hvar fjármunirnir væru niður- komnir, en Cater sagðist óttast að bófarnir hefðu þegar brætt gullið, eða þá tekist að lauma því úr landi. Hvatti Cater alla þá, sem kynnu að geta gefið upplýs- ingar, að gera svo fyrr en seinna. IVlynd þessi var tekin í Algeirsborg um helgina þegar Bendjedid Chadli Alsír- forseti heilsaði nokkrum palestínskum og líbönskum vinstrisinnum við komu þeirra til Alsír frá Al Ansar-fangabúðunum í Líbanon. Samveldislöndin: Gæzlulið til Grenada Panaji og Nyju Delhi. 28. nóv. AP. FITNDUM var fram haldið um helgina á ráðstefnu ríkja breska samveldisins. Meðal helztu mála, sem leiðtogar ríkj- anna afgreiddu um helgina, voru áskorun á leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að halda áfram af- vopnunarviðræðum, samþykkt um að koma á fót sérstöku gæsluliði ríkja Karíbahafs til að leysa af hólmi her- sveitir Bandaríkjanna á Grenada, og stuðningsyfirlýsing við tilraunir Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, til að fá kjarnorkuveldin fimm til að sættast á stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaupsins. í dag, mánudag, hófust svo umræður um yfirráð Suður-Afríku í Suðvestur-Afríku, eða Namibíu, sem Indira Gandhi, forsætisráðherra, nefn- ir „síðasta vígi nýlcndustcfnunnar". Alls sitja þessa ráðstefnu Bret- lands og fyrrum nýlendna þess leið- togar 41 ríkis. I áskoruninni á leiðtoga Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna segir meðal annars: „Á þessum hættutím- um álítum við nauðsynlegt að Sov- étríkin og Bandaríkin finni þá póli- tísku framtíð að þjóðir þeirra fái að búa saman í friði.“ Nokkur ágreiningur ríkti í um- ræðum um Grenada, og vildu sumir fulltrúanna samþykkja vítur á þau ríki Samveldisins, sem stóðu með Bandaríkjunum að innrásinni á Grenada, og þá einnig á Bandaríkin. Ekki voru víturnar samþykktar, að- eins stofnun gæzluliðsins með þátt- JÚGÓSLAVNESKI stórmeistarinn, Ljubomir Ljubojevic, tók forystuna á 22ja manna stórmótinu í lndónesíu með því að sigra kollega sinn, Jan Timman frá Hollandi, í elleftu umferð mótsins. llmferðin var tefld í Yogyak- arta á miðri eyjunni Jövu, en mótið er fært milli borga á nokkurra umferða fresti. Þátt í mótinu taka sextán stór- töku ellefu ríkja á Karíbahafi. Af þessum ellefu ríkjum áttu fimm að- ild að innrásinni. Á laugardag ræddu leiðtogarnir yfirlýsingu tyrkneskra Kýpurbúa um stofnun sjálfstæðs ríkis á eynni. Samþykkt var að fordæma þær að- gerðir, og var skipaður sérstakur „vinnuhópur" fulltrúa fimm ríkja til að vinna að lausn málsins. meistarar og sex Indónesar. Að loknum ellefu umferðum var staða efstu manna þessi: 1. Ljubojevic 8V2 v., 2.-3. Timman og Jusupov (Sov- étríkjunum) 8 v., 4. Portisch (Ungverjalandi) 7'/2 v., 5.-6. Torre (Filippse.vjum) og Henley (Banda- ríkjunum) 614 v., 7.-9. Andersson (Svíþjóð), Kurajica (Júgóslavíu) og Schmidt (Póllandi) 6 v. Indónesía: Stórmótið hálfnað Enn einn lætur lífið í átökum vélhjólaskúrka Samkomustaður „Stælgæjanna" í Skanderborg. Lögreglumaður með hluta þeirra tóla, sem tekin voru af einum vélhjólahópnum. Lögregla handtók 21 úr stríðandi hópum á S-Jótlandi Kaupmannahofn, 28. nóvember. AP. MEÐLIMUR úr hópi vélhjóla- skúrka, sem hafa fyrir sið að fara um í hópum og skeyta skapi sínu á öllu tiltæku, var myrtur um helgina í átökum á milli tveggja slíkra hópa í Skanderborg á Suður-Jótlandi. Annar stórslasaðist í átökunum er skot úr byssu hafnaði f auga hans. Með þessu morði hafa fjórir menn úr slíkum hópum látið lífið á tveim- ur mánuðum í Danmörku. Að sögn lögregluyfirvalda í Skanderborg, þar sem tveir hópar vélhjólaskúrka hafa haldið til um langt skeið, handtóku þau 21 meðlim hópanna tveggja snemma á laugardagsmorgun eftir að lík hins látna fannst um 200 metra frá samkomustað annars hópsins, sem nefnir sig „Stælgæjana". Hinn látni var 23 ára, en sá er slasaðist er tvítugur. Enginn hinna handteknu kvaðst hafa nokkra vitneskju um átökin á milli hópanna. Hins veg- ar bera íbúar í hverfinu skammt frá samkomustaðnum, „Hlöðu- bæ“ eins og hann var nefndur, því við, að þéir hafi heyrt ákafa byssuskothríð um nóttina, rétt eins og hleypt hefði verið af hríðskotabyssu. Telja þeir, sem til heyrðu, að a.m.k. 50 skotum hafi verið hleypt af. Engin hriðskotabyssa fannst aftur á móti í fórum þeirra, sem voru handteknir, en talsvert annarra vopna. Þá tilkynnti lögreglan á Sjá- landi um helgina, að hún hefði haft hendur í hári Rene Nödde- skov Ludvigsen, 21 árs gamals eftirlýsts glæpamanns úr einni vélhjólaklíkunni. „Ludwig“, eins og hann er kallaður í kunningja- hópi, hefur verið ákaft leitað í Danmörku undanfarna daga í kjölfar innrásar hans og nokk- urra úr hópnum í hús fyrrverandi hasssölumanns. Hann var skot- inn til bana og unnusta hans sví- virt. Morðin á meðlimum stríðandi vélhjólahópa eiga rætur sínar að rekja til alþjóðlegs fundar þeirra í Hróarskeldu í september. Þar myndaðist djúpstæður ágreini- ungur á milli nokkurra hópa vél- hjólaskúrka og hafa stöðugar væringar átt sér stað síðan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.