Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 42

Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Jón Páll er annar „sterkasti maður heims" • Jón Páll Sigmarsson, ann- ar „sterkasti maður heims“. Árangur hans í þessari sér- stæðu keppni í Ástralíu er óneitanlega mjög skemmti- legur, en heimsfrægir krafta- jötnar voru þarna saman- komnir, og Bretinn Geoff Capes, sem sigraði, er at- vinnumaður í kraftaíþróttum. — hann var kjörinn vinsælasti keppandinn JÓN PÁLL Sigmarsson varð í öðru sæti í keppninni „Sterkasti maður heims“ sem haldin var í Christchurch í Ástralíu um helg- ina, og hann var kjörinn vinsæl- asti maður keppninnar. Glæsi- legur og skemmtilegur árangur hjá Jóni Páli. Það var Bretinn Geoff Capes sem sigraöi í keppninni, hlaut 49,5 stig, Jón Páll hlaut 38 stig, og Sim- on Wulfse frá Hollandi va.ð þriðji meö 37 stig. Wulfse þessi sigraöi í keppninni „Sterkasti maður Evr- ópu“ sem Jón Páll tók þátt í í Hol- landi fyrr í haust. Bandaríkjamaðurinn John Gamble varð fjórði, en hann er heimsmeistari í kraftlyftingum í sínum flokki, og hefur lyft mest 1030 kg í samanlögöu! Tom Magge frá Kanada, sem varð heimsmeistari í kraftlyftingum í sínum flokki í fyrra, varö fimmti. Meöal þeirra sem á eftir komu var Bandaríkjamaöurinn Doyle Kenadi. Hann á heimsmetiö í réttstööulyftu í sínum flokki: 420 kg- Jón Páll sigraöi i þremur grein- um, varö annar í tveimur greinum, þriöji í einni, fimmti í einni og síö- astur i einni grein. Keppnin tók tvo daga og var keppt i átta greinum. Meöal þrauta var aö beygja járnstöng án þess aö hún snerti líkamann, hlaup þar sem haldið er á 68 kg lóöum í hvorri hönd, aö toga 7.710 kg dráttarvel 30 metra, aö iyfta grjóti og að fullferma bíl í axlarhæð meö 100 kg sekkjum. Eins og áöur hefur komiö fram varö Jón Páll þriöji í keppninni „Sterkasti maöur Evrópu" í Hol- landi í haust og fyrir þann góöa árangur var honum boðið til Christchurch til keppninnar um helgina. Góö verölaun voru í boöi fyrir efstu sætin. llpróttirl • Þeir stóðu sig vel á mótinu, dönsku drengirnir Henrik Olsen, Morten Sandal og Frímann Ferdinandsson frá íslandi. Afmælismót Víkings: 120 keppendur á unglingamóti í badminton í Höllinni DAGANA 19. og 20. nóvember sl. var haldið veglegt afmælismót Badmintondeildar Víkings. Mótið fór fram í Laugardalshöll, og hófst kl. 13.00 á laugardeginum. Þátttakendur, sem voru 120 tals- ins, koma víða að af landínu. Mikiö líf og fjör ásamt keppnis- gleði ríkti báða dagana, enda saman komnir bestu badminton- keppendur í öllum unglinga- flokkunum. Þá vöktu mikla at- hygli tveir unglingar frá Dan- mörku, sem voru gesti mótsins. Það voru þeir Morten Sandal og Henrik Olsen. Morten er 16 ára, en Henrik 17 ára. Báöir eru þeir þekktir badmintonkeppendur í sínu heimalandi. Úrslit í öllum flokkum voru sem hér segir: HNOKKAR, einlidaleikur: Arnar Gunnlaugsaon ÍA, vann Bjarka Gunn- laugsson ÍA 10/0—11/5. HNOKKAR. tvíliöaleikur: Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugs- son ÍA unnu Einar Pálsson ÍA og Jón Þórdar- son ÍA í úrslitum 15/4 — 15/11. TÁTUR, einlióaleikur: Kristín Ólafsdóttir UFHÖ vann Jóhönnu Snorradóttur UFHÖ í úrslitum 11/6 — 11/9. TÁTUR, tvíliöaleikur: Jóhanna Snorradóttir UFHÖ og Sigurbjörg Skarphéóinsd. UFHÖ unnu Ingibjörgu Arn- Ijótsd. TBR og Kristínu Ólafsd. UFHÖ í úrslit- um 12/15 — 15/8 — 17/15. HNOKKAR — TÁTUR, tvenndarleikur: Ólafur Ásgeirsson UFHÖ og Kristín ólafsd. UFHÖ unnu Einar Pálsson ÍA og Maríu Gúst- afsd. ÍA í úrsl. 10/15 — 15/7 — 17/16. SVEINAR, einlióaleikur. Njáll Eysteinsson TBR vann Rósant Birgis- son ÍA í úrslitum 11/1 — 11/1. SVEINAR, tvílióaleikur: Karl Vióarsson ÍA og Siguróur Steindórsson ÍA unnu Jón Pétur Ziemsen TBR og Hauk Hauksson TBR í úrslitum 15/4 — 15/12. MEYJAR, einlióaleikur: María Guómundsd. ÍA vann Bertu Finn- bogad. ÍA í úrslitum 12/9 — 11/7. MEYJAR, tvílióaleikur: María Guómundsd. ÍA og Ágústa Andrés- dóttir ÍA unnu Bertu Finnbogad. og Guórúnu Eyjólfsd. ÍA í úrslitum 15/5 — 5/15 15/11. SVEINAR — MEYJAR tvenndarl.: Njall Eysteinsson TBR og Birna Petersen TBR unnu Maríu Guómundsd. ÍA og Rósant Birgisson ÍA í úrslitum 15/13 — 15/8. DRENGIR, einlióaleikur: Haraldur Hinriksson ÍA vann Bjarka Jóhann- esson ÍA í úrslitum 15/12 — 15/3. DRENGIR, tvílióaleikur: Haraldur Hinriksson ÍA og Bjarki Jóhannes- son ÍA unnu Leó Sigurósson TBR og Guó- mund Bjarnason TBR í úrslitum 15/5 — 4/15 — 15/7. TELPUR, einlióaleikur: Guórún Júlíusd. TBR vann GUÓrúnu S»- mundsd. Val í úrslitum 11/2 — 11/2. TELPUR, tvílióaleikur: Helga Þórisd. TBR og Guórún Júlíusd. TBR unnu Ásu Pálsd. ÍA og Guórúnu Gíslad. ÍA í úrslitum 15/5 — 15/3. DRENGIR — TELPUR tvenndarl.: Bjarki Jóhannesson ÍA og María Finnbogad. ÍA unnu Pétur Lentz og Guörúnu Júlíusd. TBR í úrslitum 6/15 — 15/12 —15/5. OPINN GESTAFLOKKUR: Einlióaleikur: Henrik Olsen, Danmörku, vann Morten Sandal Danmörku, í úrslitum 15/11 — 15/10. Tvílióaleikur: Benrik Olsen og Morten Sandal Danmörku unnu Pétur Hjálmtýsson TBR og Snorra Þ. Ingvarsson TBR í úrslitum 15/5 — 15/1. Þessi sérstaki gestaflokkur var settur vegna tilkomu Dananna, sem sýndu mjög sterkan leik. Þeir unnu alla sína leiki viö íslendinga, og kepptu því til úrslita. Firmakeppni Knattspyrnudeild Fylkis heldur firmakeppni dagana 2.—4. desember í Árbæjarskóla. 5 liö í riöli. Þátttökutilkynningar í síma 37922. Sveinbjörn og 81274 Valur. Njarðvíkingurinn Eðvarð Eö- varösson setti nýtt íslands- met í 200 m baksundi, synti vegalengdina á 2:13,88 mín. Kópavogs- hlaupið VÍÐAVANGSHLAUP veröur hald- iö í Kópavogi laugardaginn 3. desember og hefst það kl. 13.30. Keppt verður í tveim flokkum, karlaflokki (vegalengd ca. 7 km) og kvennaflokki (vegalengd ca. 3,5 km). Hlaupið er liður í víöa- vangshlaupakeöju FRÍ. Skráning á staðnum og öllum heimil þátt- taka, trimmarar eru sérstaklega boönir velkomnir. Þrjú íslandsmet: 28 einstaklingar komust á verðlaunapall Unglingameistaramót íslands í sundi fór fram í Sundhöll Reykja- víkur um síöustu helgi. Gífurleg þátttaka ungmenna var á mótinu sem fór í alla staöi mjög vel fram og heppnaöist eins og best verö- ur á kosið. Mikil gróska er nú í sundíþróttinni og mjög mikið af efnilegu sundfólki að koma fram. Þrjú íslandsmet voru sett á mót- inu. Njarövíkingurinn Eövarö Eö- varösson setti nýtt íslandsmet í 200 m baksundi, synti vegalengd- ina á 2:13,88 mín. Gamla metiö var 2:15,47 mín. Þetta var líka piltamet hjá Eövarö. Bryndís Ólafsdóttir setti nýtt is- landsmet í 100 m skriösundi stúlkna, synti á 1:00,90 mín. Þetta er þriðja met Bryndísar á skömm- um tíma. Verður þess nú varla langt aö bíöa aö hún syndi 100 m skriösund á innan við mínútu. Þá setti Guörún Fema Áaústs- dóttir nýtt islandsmet í 50 m skriö- sundi þegar hún synti fyrsta sprett í boðsundsveit Ægis í 4x50 m skriðsundi. Tími Guðrúnar Femu var 28,58 sek. Mjög góður tími. Gamla metið átti Guðrún sjálf, var það 28,69 sek. Þá voru sett 2 stúlknamet á mótinu, 4 piltamet, 3 telpnamet, 1 sveinamet og 2 meyjamet. Alls komust 28 einstaklingar á verð- launapall á mótinu og hefur það aldrei skeð áður á svona móti. Af góöum afrekum á mótinu má nefna telpnamet Bryndísar Ólafs- dóttur í 50 m flugsundi, 33,09 sek. Hugrún, systir Bryndísar, synti 100 m skriösund á 1:08,10 mín., sem er meyjamet. Vegna þrengsla veröur aö bíöa með að birta úrslit í einstökum greinum þar til á morgun. — ÞR • Bryndís Ólafsdóttir setti Islandsmat í 100 m skriösundi, þaö þriðja á skömmum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.