Morgunblaðið - 20.12.1983, Side 20

Morgunblaðið - 20.12.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Jfavguilllljtftife Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guómundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. 220 þúsund lestir af þorski Fiskifræðingar, stærð- fræðingar og hagfræð- ingar hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að há- marksafli á þorski skuli nema 220 þúsund lestum á árinu 1984. Þessi niðurstaða er nær tillögum Hafrann- sóknastofnunar en Þjóð- hagsstofnunar. í þjóðhags- áætlun fyrir 1984 sem lögð var fram í október var gert ráð fyrir um 300 þúsund lesta þorskafla á næsta ári. í tillögum fiskifræðinga sem kom nokkrum vikum seinna var mælt með 200 þúsund lesta ársafla af þorski. Sjávarútvegsráð- herra skipaði þá sérfræð- inganefnd til að reikna þetta dæmi aftur og niður- staða hennar liggur nú fyrir. í ár veiðast um 290 þús- und lestir af þorski og þykir flestum að árið hafi gefið af sér rýrar tekjur. Á næsta ári er þjóðarskútunni siglt inn í enn frekari efnahags- lægð með þessum aflatak- mörkunum sem ákveðnar eru að bestu yfirsýn sér- fræðinga. Þær skorður eru settar við sókn í aðra fisk- stofna að lítil breyting verð- ur á aflamagni frá því í ár nema helst á skarkola. í til- efni af þessum tillögum um hámarksafla sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ); „Hér er um svo gífurlega afla- minnkun að ræða, að mér finnst ekki ná neinni átt að viðhalda fullri spennu á fiskveiðiflotanum við að ná í þetta magn og því er til umræðu mjög róttæk stjórnun á þessu." í þessum orðum vísar Kristján Ragn- arsson til kvótakerfisins sem á að taka upp á næsta ári og bætir við: „Nú verða útgerðarmönnum ekki reiknaðar tekjur af ein- hverjum ímynduðum afla, heldur einhverju, sem er raunverulegt." Þegar þessi síðustu orð formanns LÍÚ eru íhuguð sjá menn ef til vill best þá byltingu sem er að verða í íslenska veiðiþjóðfélaginu með hinum þröngu afla- mörkum og upptöku kvóta- kerfisins. Nú verður afli reiknaður á hvert skip og þá geta menn séð það í árs- byrjun hvað þeir bera úr býtum á árinu og stjórnað rekstrinum í samræmi við það. Heppilegast væri auð- vitað að geta reiknað mark- aðsaðstæður út með sama hætti og hagað sókn, veið- um, vinnslu og verði í sam- ræmi við kröfur markaðar- ins á hverjum tíma. Kan- adamenn, okkar helstu keppinautar, stefna að því að koma upp slíkri veiði- og vinnslurás hjá sér að mark- aðurinn stjórni því í raun hvað og hvenær skipin veiða og koma með fiskinn að landi. En það eru ekki aðeins út- gerðarmenn sem geta í stór- um dráttum gert upp af- komu sína í ársbyrjun á grundvelli leyfilegs há- marksafla, kvótans og opinberrar verðákvörðunar á fiski. Sjómenn sjá það einnig fyrir hve hárra tekna þeir geta vænst — fyrir þá launþega sem búa við föst laun er það í sjálfu sér ekk- ert nýnæmi að sjá nokkurn veginn fyrir í ársbyrjun hve tekjurnar verða háar en fyrir sjómenn er það óvenjulegt. Hvaða afleið- ingar hefur þetta fyrir ís- lensku sjómannastéttina? Á þessu stigi er ógjörn- ingur að fullyrða nokkuð um það hvernig útgerðar- menn og sjómenn bregðast við þegar tekið verður til við að veiða 220 þúsund lesta þorskaflann samkvæmt kvótakerfinu. Er það sjálf- gefið að afkoman verði verri þegar til lengri tíma er lit- ið? Fæðingarhríðirnar verða erfiðar og sársauka- fullar, það er víst. En sýnir hin mikla aflatakmörkun ekki að þær aðferðir sem beitt hefur verið við stjórn- un fiskveiða hingað til duga alls ekki? Sýnir offjárfest- ingin í fiskiskipum ekki að í óefni var komið? Veiði- happdrættið var stundað eins og allir gætu fengið hæsta vinninginn. Það er stórt skref að hverfa frá happdrættiskerfinu í fisk- veiðum yfir í kvótakerfið. Árangur næst ekki frekar á þessu sviði en öðrum með einhliða yfirlýsingum og valdboði. Nauðsynlegt cr að standa þannig að fram- kvæmd aflatakmörkunar- innar og kvótakerfisins að tekið sé tillit til þess hve mikið er í húfi fyrir marga. En allir verða að gera sér ljóst að það er verið að þrengja þann stakk sem þjóðin verður að sníða sér ætli hún ekki að lifa áfram um efni fram. Kaþólska kirkjan: „Fiskur á föstudög- um“ tekinn upp á ný NÝ ÁKVÆÐI í kaþólskum kirkju- lögum, sem tóku gildi í nóvember síðastliðnum, banna kaþólikkum að neita kjöts á fostudögum, nema biskupastefna viðkomandi lands gefi þeim annan kost. f löndum, þar sem þessi ákvæði verða tekin upp óbreytt, munu þau þegar valda veru- legri og langvarandi söluaukningu á fiski, sérstaklega ferskum. Blaðið International Fishing News segir, að þetta geti aðeins verið góðar fréttir fyrir fiski- menn, sölusamtök og smásala, sem verzla með fisk, alls staðar þar sem ákvæði þessi verði tekin upp, sérstaklega í þeim löndum, þar sem stór hluti íbúa er kaþ- ólskrar trúar. Jafnvel þar sem kaþólskir séu í minnihluta muni áhrifa þessa gæta í öðrum trúar- hópum með auknu framboði á fiski til almennrar neyzlu. í mörg- um Evrópulöndum, þar sem sala á ferskum fiski hefur stöðugt farið minnkandi síðan kjötbannið á föstudögum var afnumið á sjöunda áratugnum, ættu þetta að vera langþráðar fréttir fyrir illa stadda fisksala. Það sé þó enn ekki ljóst hvaða lönd muni fylgja þessu ákvæði og hver muni leita annarra leiða til að verða við vilja Vatí- kansins. Blaðið segir ennfremur, að margir meðlimir kirkjunnar í Bretlandi séu á móti þessu ákvæði og hafi þarlendir biskupar nefnt ýmsar leiðir aðrar, sem til greina komi. Þó „fiskur á föstudögum", nái ekki fram að ganga í Bret- landi, séu miklar líkur á þvi, að ákvæðið nái fram að ganga í fjöl- mörgum öðrum Evrópulöndum, sérstaklega á Spáni, Portúgal, Frakklandi, Noregi, Danmörku og írlandi, þar sem fiskneyzla er þeg- ar talsverð. Litlu jólin í Vesturbæjar Þesssr myndir voru teknar á Litlu jólunum i Vesturbæjarskólanum við Öldugötu, sei Ekki er hægt að halda Litlu jólin án þess að jólatré sé til staðar og þar sem húsakostu að setja tréð upp á skólaióðinni og dansa þar í kringum það. Og ekki er annað að sjá skólalóðinni. Eyjólfur Konráð Jónsson: Hlutur ríkissjóðs helm ingur í smásöluverði Stjórnarliðar og Al- þýðubandalag fella til- lögu um að stytta gildis- tíma sérstaks vöru- gjalds í vöruverði EYJÓLFIIR Konráð Jónsson (S) fiutti tillögu til breytinga á stjórnarfrum- varpi um „sérstakt tímabundið vöni- gjald“, þann veg, að framlenging þess næði ekki til 31. desember 1984, eins og stjórnarfrumvarpið gerði ráð fyrir, heldur aðeins til 30. aprfl nk. Tillaga hans var felld í efri deild Alþingis, hlaut aðeins 6 atkvæði; hans sjálfs, þingmanna Bandalags jafnaðar- manna, Alþýðuflokks og Kvennalista. Alþýðubandalagið greiddi atkvæði með ríkisstjórninni í þessu máli. Eyjólfur Konráð Jónsson, sem er formaður fjárhags- og viðskipta- nefndar þingdeildarinnar, flutti framsögu í málinu, bæði fyrir þing- nefndina í heild og eigin tillögu, og sagði: Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar hefur rætt mál þetta mjög mikið og lengi. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir þar sem málið hefur verið tekið fyrir og aflað mik- illa gagna. Ég vil strax í upphafi taka það fram að okkur ber að þakka sérstaklega hæst. fjmrh. og starfsmönnum í fjmrn. og raunar líka starfsmönnum í Þjóðhagsstofn- un fyrir mjög mikla vinnu í sam- bandi við það að greiða fram úr þeirri flækju sem maður verður nú að segja að sé í tolla- og skattamál- um, þ.e. að því er varðar óbeina skatta. Það hefur komið æ glöggleg- ar í ljós þegar við höfum verið að kanna öll þessi skjöl hve háir í raun og veru neysluskattar eru hérlendis, mun hærri held ég heldur en fólk gerði sér áður grein fyrir, því að einn skatturinn leggst ofan á ann- an, og það kemur í ljós á fylgiskjali sem fylgir með nefndaráliti okkar að almennt er það svo að ríkið tekur um eina af hverjum tveim krónum sem menn kaupa þessar vörur fyrir. Ef húsmóðirin fer með 200 kr. út í búð þá fær hún vörur fyrir 100 kr. með álagningu kaupmannsins, en ríkið fær 100. Þetta er hin almenna regla. Við báðum starfsmenn fjár- málaráðuneytisins að finna ákveðn- ar vörutegundir, sem þeir völdu ým- ist einir eða í samráði við okkur, og reyna að gefa sem réttasta mynd af því hvernig þetta í heildina tekið liti út og niðurstaðan er sem sagt sú sem fram kemur í fskj. að það er mjög nálægt því að ríkið taki 50% af smásöluverðinu. Eins og ég áðan gat um. Ég held að það fari ekkert á milli mála að þetta kerfi þarf allt að skoða, og um það vorum við held ég öll sammála, að svo þyrfti að gera. Nú en sem sagt, n. leggur til að frv. verði samþykkt en einstakir nm. áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt. Ég hef hæstv. forseti,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.