Morgunblaðið - 20.12.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
29
skólanum
n í senn voru haldin utan húss og innan.
r skólans er nokkuð þröngur var brugðið á það ráð
en að nemendur hafí verið ánægðir með jólatréð á
Nýjar stafsetningarreglur í iðnaðarráðuneyti:
Þurfum að ryðja subbuskap
út úr íslenzkri réttritun
- segir iðnaðarrádherra sem fyr-
irskipað hefur ritun z á ný og vill
stóran staf í iðnaðarráðuneyti
„JÁ, ÉG prófarkalas skýrsluna á
sunnudegi heima hjá mér. Þetta var
samt sem áður ekki nógu vel unnið,
til dæmis er iðnaöarráöuneytið á káp-
unni með litlum staf, en hana las ég
ekki yfír. Og svo verður mönnum á
að breyta ekki neyslu í neyzlu með z.
Það sjá það allir lifandi menn að það
getur ekki gengið að skrifa neyzlu án
z,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnað-
arráðherra, en hann hefur gefið út þá
tilskipun (iðnaðarráðuneytinu, að öll
bréf og skjöl sem frá honum fara
skuli rituð með z, þar sem það á við,
samkvæmt stafsetningarreglum sem
giltu um ritun z. Einnig fylgir tilskip-
un ráðherrans, að hér eftir skuli
notaður stór stafur í iðnaðarráðu-
neyti. Til að framfylgja tilskipuninni
las iðnaðarráðherra sjálfur próförk af
nýútkominni skýrslu sinni til Alþingis
um starfsemi fyrirtækja sem heyra
undir ráðuneyti hans.
Sverrir var spurður, hvort þessi
tilskipun stríddi ekki gegn reglum
settum af menntamálaráðherra ár-
ið 1973, en .þær fólu m.a. í sér að
hætta skyldi að kenna ritun z í
skólum, einnig skyldi hætt að rita z
í embættisplöggum í stjórnsýslu.
Sverrir svaraði: „Þetta eru manna-
setningar ofan úr ráðuneyti. Ég
ætla að hafa þetta svona og því ræð
ég. Þannig verður þetta í mínum
bréfum og í mínu ráðuneyti og
hana nú.“
— Verða starfsmenn ráðuneyt-
isins þá ráðnir með því skilyrði að
þeir hafi lært þær reglur sem giltu
um ritun z?
„Það er nú ekki víst að ég fari svo
strangt í það, en það getur verið að
ég athugi það. En varðandi þetta
mál þá þurfum við að fara að ryðja
burt þessun subbuskap sem við-
gengst í íslenzkri réttritun. Ég er
tilbúinn til málamiðlunar varðandi
z-una. Ég hef tilbúna málamiðlun,
sem ég ætla að leggja fyrir
menntamálaráðherra bráðlega."
Varðandi ritun stórs stafs í iðn-
aðarráðuneyti sagði iðnaðarráð-
herra: „Mér finnst það stórhlægi-
legt að í lögum um stjórnarráðið er
byrjað á forsætisráðuneytinu. Það
er með stórum staf af því að það er
fyrst á eftir tvípunkti, og síðan er
það ætíð skrifað með stórum staf.
En hin ráðuneytin, niður úr, eru
með litlum og þess vegna rituð með
litlum staf. Halda menn að það sé
nokkuð vit í þessu? Ég á nú
kannski miklu erfiðara með að
sætta mig við að menntamálaráðu-
neytið skuli vera með litlum staf
heldur en iðnaðarráðuneytið," en ég
vil hafa hvort tveggja með stórum.
Þetta er alveg eins og Alþingi, þar
erum við með stóran staf og Hag-
stofan. Er ekki Fiskveiðasjóður
með stórum staf? Ég segi ekki
fleira. Ef sjálf ráðuneytin eiga ekki
að vera með stórum staf, þá anza
ég því ekki.“
Sverrir Hermannsson sagði að
lokum: „Mér er ógurlega mikið
niðri fyrir út af íslenzku máli og
hér þurfa menn að fara að taka til
höndunum og nota fjölmiðlana,
eins og ég fékk samþykkta þings-
ályktun um í tvígang hér á árun-
um. Það á að nota þessa tröllauknu
fjölmiðla til að kenna mönnum
framsögn og framburð, sem er eitt
aðalmálið. Þetta gengur ekki leng-
ur. Nú ætla ég, þegar hægist um í
þinghléinu, að ræða við mína góðu
vinkonu, Ragnhildi Helgadóttur,
um þessi mál. Ég veit að hún hefur
einnig gífurlegan áhuga á þessu."
Steingrímur Hermannsson vegna ummæla Stefáns Valgeirssonar:
Treysti honum ákaflega vel,
eins og kannski tug annarra
,JÁ, það stendur, en ég hef enga
heimild til að lofa starfínu. Ég treysti
bonum ákaflega vel eins og kannski
tug annarra manna,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins, er blm. Mbl. spurði hann
álits á þeim ummælum Stefáns
Valgeirssonar alþingismanns, að
Steingrímur hefði tjáð sér þann 20.
október 1982, að hann treysti engum
eins vel og honum til að gegna stöðu
bankastjóra Búnaðarbankans.
Steingrímur var þá spurður af
hverju hann hefði mælt með
Hannesi Pálssyni fyrir hönd
Framsóknarflokksins, fyrst rétt
væri að hann hefði tjáð Stefáni
Valgeirssyni að hann treysti eng-
um betur en honum til þess að
gegna stöðunni. Hann svaraði: „Já,
ég mælti með Hannesi af þeim
ástæðum sem ég hef áður nefnt. í
fyrsta lagi treysti ég honum líka
fullkomlega til að fara með starfið
og þar að auki hefur hann lang-
samlega lengstan starfsaldur.
Hann fer og með stöðu aðstoðar-
bankastjóra og á siðferðilega, að
mínu mati, langmestan rétt til
þess.
Varðandi samtal það sem fór á
milli Steingríms og Stefáns Val-
geirssonar og Stefán vitnaði til í
viðtali við Mbl. sagði forsætis-
ráðherra ennfremur: „Það er rétt
að ég sagði Stefáni að ég treysti
honum fullkomlega til þess, en það
fór nú miklu fleira á milli okkar en
þetta. Ég hef ekki fyrir sið að vera
að fleipra með í dagblöðin það sem
fer á milli tveggja manna í við-
kvæmum málum. Það fór miklu
meira á milli okkar heldur en
þetta, og hann hefur ekki getið
þess.“ Steingrímur sagðist síðan
ekki ætla að ræða þetta mál nánar.
Tollskr.nr. Texti Áætlað cif- verð 1983 Þús. kr. Áætlað smásöluvirði 1983 Þús. kr. Hlutur ríkissjóðs % Hlutur rfkissjóðs Pús. kr.
090400 Pipar, allrahanda 1 383 5 898 48,2 2 841
200204 Niðursoðnar baunir 2 038 8 336 46,4 3 865
200206 Rauðkál 1 523 6 217 46.4 2 885
330606 Rakkrem, háreyðingarkrem 1 713 8 102 47.6 3 855
330608 Varalitur 2 338 11 041 47,6 5 256
340503 Skóáburður 1 254 5 227 51,5 2 692
340509 Annað ræstiduft 634 2 650 51,3 1 359
482139 Serviéttur, borðdúkar 4 850 19 340 49,6 9 597
691000 Hreinlætistæki úr leir 12 576 45 566 53,3 24 290
845982 Hreinlætistæki 62 226 53,5 121
851520 Litasjónvarp 21 520 74 277 53,2 39 527
960104 Tannburstar 2 710 10 259 42,0 4 310
970601 Skíði, skíðastafir 6 240 16 488 38,3 6 319
970602 Skautar 268 736 37,8 277
980300 Sjálfblekungar 7 632 30 184 43,1 13 071
980500 Blýantar 4 042 16 089 43,1 6 941
Samtals 70 783 260 658 48,8 127 206
Helft smásöluverðs til ríkissjóðs. Starfsmcnn fjármálaráðuneytis unnu, að beiðni fjárhags og viðskiptanefndar efri deildar
Alþingis, úttekt á vörum, sem valdar vóru úr mörgum vörutegundum, til að fá sýnishorn af vægi rfkisskatta í almennu vöruverði. í
Ijós kom, eins og meðfylgjandi tafla sýnir, að hluti ríkissjóðs er nálægt helmingur smásöluverðs.
lokið framsögu minni. En þar sem
svo vill til að aðeins ein brtt. er flutt
við þetta frv. og ég er flutningsmað-
ur hennar, þá lít ég svo á að ekkert
sé við það að athuga að ég geri nú
einnig grein fyrir brtt. minni, vona
ég að engir af hv. þm. hafi neitt við
það að athuga.
Ég skal ekki halda hér neina
langa eða mikla ræðu um þetta mál
þó af mörgu sé að taka, það vita víst
allir að ég tel mjög brýnt að neyslu-
skattar verði lækkaðir, ég veit raun-
ar að allir þ.á m. mundu æskja þess
að það væri hægt. Ég tel að þetta
væri hægt, en aðrir telja, að svo sé
ekki að sinni, en öll eru þessi mál nú
í athugun hjá hæstv. fjmrh. og rík-
isstj. Hæstv. ráðh. hefur lýst því yf-
ir að hann muni á þriggja mánaða
fresti láta gera úttekt á fjárhag rík-
issjóðsins og brtt. mín nú er þess
efnis að framlengja vörugjaldið
óbreytt um fjögurra mánaða skeið,
því að þá gæfist einn mánuður eftir
slíka úttekt til þess að athuga hvort
unnt væri að lækka þetta gjald að
einhverju leyti. Ég skal ekkert segja
að það þurfi endilega sérstaklega að
lækka þetta gjald, það heitir að vísu
sérstakt tímabundið vörugjald, og
ég var víst einn þeirra sem upphaf-
lega greiddi atkv. með þessu gjaldi.
Það er nú að verða tíu ára, verður
það á næsta ári, og hefur heldur
hækkað en hitt.
En ljóst er að ef okkur á að auðn-
ast að ná verðbólgu niður, þá verður
ríkið að einhverju leyti að koma til
móts við fólkið, ríkið verður að
slaka á klónni og þá er það einmitt á
þessum vörutegundum, þessum
brýnu nauðsynjavörum. Því flestar
þær vörur sem falla undir þessa háu
tolla eru mjög brýnar nauðsynja-
vörur, en ástæðan til þess að að þær
eru tollaðar svona mikið er sú að
þær voru ekki í gamla vísitölu-
grunninum, og allar ríkisstj. hafa
keppst við að falsa vísitöluna, reyna
að halda launum niðri með því að
falsa vísitöluna, en auðvitað hefur
það komið í bakið á öllum ríkisstj.
þó að það gerði það kannski ekki
alveg fyrstu mánuðina eftir að föls-
unin fór fram. Ég held að heilbrigð-
ast og eðlilegast sé að koma hreint
til dyranna, segja fólki hvernig
hlutirnir standa og nota ekki toila
og neysluskatta til þess að leggja á
vörur sem ekki reiknast inn í vísi-
tölu, til þess að telja fólki trú um að
kjör þess séu betri heldur en þau
raunverulega eru, því að pyngjan
talar jú sínu máli.
Ég held raunar líka að það sé
vafasöm staðhæfing að ríkissjóður
geti ekki þolað tekjumissi í þessu
formi, að lækka neysluskatta, því ég
fæ ekki betur séð en að útgjöld
ríkisins mundu lækka álíka og tekj-
urnar ef tekst með því að lækka
gjöldin að sætta fólk við minni
kauphækkanir og halda genginu
stöðugra en ella, því að útgjöld
ríkisins eru ekkert annað þegar upp
er staðið, eða nánast ekkert annað,
en vinnulaunagreiðslur beinar og
óbeinar og gjaldeyrisnotkun. Svona
er nú dæmið einfalt ef horft er fram
hjá ýmsum hagfræðikenningum,
sem gengið hafa sér meira og minna
til húðar. Ég teldi þess vegna ekki
neitt áhættusamt að lækka þennan
skatt eða einhverja aðra neyslu-
skatta og gera það mjög verulega og
hressilega.
En aðrir menn eru á annarri
skoðun og við því er ekkert að segja.
Við fáum nú svigrúm til að ræða
þessi mál, og munum nota það
svigrúm, væntanlega allra flokka
menn, til þess að finna betri grund-
völl næst þegar um þessi mál verður
rætt. Ég er raunar þeirrar skoðunar
líka og leyfi mér að láta það koma
hér fram, án þess að ég ætli að fara
að stofna hér til langra umræðna og
sist illdeilna, þá er ég þeirrar skoð-
unaf að í neyðarástandi, kreppu-
ástandi, sé algerlega heimilt og
raunar mjög eðlilegt að reka ríkis-
sjóð með halla, ef fjárins er aflað
innanlands. Raunar ráku Banda-
ríkjamenn styrjaldarrekstur í
heimsstyrjöldinni og Víetnamstríð-
ið mjög mikið með skuldabréfaút-
gáfu, innanlands auðvitað, eins og
það er nú arðvænlegur atvinnuveg-
ur að stunda styrjaldir. Og hvað um
það þótt að við tækjum einhver lán
hjá sjálfum okkur til þess að losna
úr þeim vanda sem við nú erum í, en
út í þetta ætla ég sem sagt ekki
lengra að fara nú því að aðrir halda
því fram að þetta sé of mikil ein-
földun mála.
En ég legg sem sagt til að þetta
gjald verði einungis framlengt í
fjóra mánuði vegna þess að það ger-
ir það að verkum að við verðum
fljótari að vinna, en við vitum að
eftir þessa fjóra mánuði eða innan
þessara fjögurra mánaða, verður að
gera einhverjar breytingar.
Ég endurtek þakkir mínar til
samnefndarmanna minna og hæstv.
fjmrh. fyrir mjög mikil og góð störf
og það er áreiðanlegt að þessi störf
verða til þess að öll þessi mál verða
tekin til athugunar og það veit ég
raunar að hæstv. ráðh. ætlar sér.