Morgunblaðið - 20.12.1983, Page 22

Morgunblaðið - 20.12.1983, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 SIEMENS — vegna gæðanna Vönduð ryksuga með still- anlegum sogkratti, 1000 watta mótor. sjáltmndreginni snúru og frábærum fylgl- hlutum. Siemens - SUPER — öflug og fiölhæf. Sex af sjö sjávarútvegsnefndarmönnum: SMITH & NORLAND HF., NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Neöstaleiti Miöbær I Freyjugata 28—49 Vesturbær Faxaskjól Einarsnes Garöastræti Nýlendugata Úthverfi Ártúnsholt Kvótakerfí verði reynt í eitt ár“ 99 varp landhelgi Islands (veidikvóta), sem miklar deilur hafa staðið um í neðri deild Alþingis, var afgreitt til efri deildar sl. laugardag, eftir mikið málþóf, sem m.a. stóð fram á næst- liðinn laugardagsmorgunn. Sex af sjö nefndarmönnum sjávarútvegsnefnd- ar neðri deildar (Friðrik Sophusson (S), Garðar Sigurðsson (Abl.), Gunn- ar G. Schram (S), llalldór Blöndal (S), Ingvar Gíslason (F) og Stefán Guðmundsson (F)) mæltu með sam- þykkt frumvarpsins, með tilvísan til greinargerðar, en einn nefndarmað- ur, Guðmundur Einarsson (BJ), skil- aði séráliti og stóð að breytingartil- lögu við frumvarpið, sera ekki náði fram að ganga. Þingmenn Aiþýðu- bandalags, aðrir en Garðar Sigurðs- son, tóku afstöðu gegn frumvarpinu í löngum ræðum. Garðar Sigurðsson gre'ddi hinsvegar atkvæði gegn öll- um breytingartillögum samflokks- manna sinna og annarra en með öll- um frumvarpsgreinunum. í nefndaráliti meirihlutans, stjórnarliða og Garðars Sigurðs- sonar, er vísað til skýrslu Haf- rannsóknastofnunar um ástand fiskstofna og hættu á „bráðri ofveiði þorsks og fleiri fiskteg- unda“ og nauðsynjar á hertri veiðistjórn þegar á næsta ári. Nefnd sem sjávarútvegsráðuneyti hafi skipað hafi m.a. bent á „svo- kallaðar kvótareglur sem ráð- herra fái heimild til að setja og sé ætlað að koma í staðinn fyrir skrapdagakerfi og þorskveiðistopp sem beitt hefur verið". Þá hafi fiskiþing mælt með slíku fyrir- komulagi „að því er varðar allar fisktegundir við ísland, þ.á m. þorsk". Þingnefndin hafi að auki rætt við fulltrúa hagsmunaaðila í fiskveiðum og fiskvinnslu. „Næst- um allir þeir, sem nefndin ræddi við, mæltu með samþykkt frum- varpsins. Fór það saman við álykt- un fiskiþings“, segir í greinargerð. „Nefndin er sammála um að kvótakerfi hafa ýmsa ókosti í för með sér sem stjórnunaraðferð I fiskveiðum. í ljósi þess, sem að framan er greint, og jafnframt þess, að ekki hefur verið bent á aðrar færari leiðir í þessu efni, telur nefndin rétt að kerfi þetta verði reyntt í eitt ár. Nefndar- menn leggja áherzlu á að endur- skoðun á fyrirkomulagi þessu fari fram tímanlega." „Nefndin leggur þunga áherzlu á að náið samráð verði haft við hagsmunaaðila um framkvæmd laganna, svo sem tekið er fram í greinargerð, og vill í því sambandi árétta sérstaklega að fulltrúar fiskverkunarfólks verði hafðir með í ráðum“. Einn nefndarmanna, Halldór Blöndal, gerði sérstaka bókun við afgreiðslu málsins. Guðmundur Einarsson (BJ) seg- ir m.a. í minnihlutaáliti „að nú- verandi stefna í sjávarútvegsmál- um þjóðarinnar hafi rekið upp á sker. Af viðtölum, sem nefndin hafi átt við ýmsa aðila í greininni, má glögglega ráða að erfiðleikarn- ir eru af ýmsum orsökum, þ.á m. vegna skorts á skipulagningu veiða og vinnslu vegna aflabrests. Það er mat allrar nefndarinnar, einnig minnihlutans, að nauösyn- legt sé að grípa til stórum róttæk- ari aðgerða við stjórn veiðanna heldur en gert hefur verið hingað til. Minnihlutinn álítur hinsvegar að Alþingi beri að hlutast til á beinan hátt um aðalatriðin í mörkun fiskveiðstefnunnnar, s.s. höfuðforsendur við skiptingu afla á skip, reglur um framsal kvóta o.þ.h. Á þann hátt telur minni- hlutinn að Alþingi gegni þeirri skyldu sinni að setja almennar reglur um nýtingu þeirrar sameig- inlegu auðlindar þjóðarinnar sem, sjávarfangið er. Það sé hinsvegar í verkahring ráðuneytis að útfæra þá stefnu". Sem fyrr er frá greint vóru breytingartillögur stjórnarand- stöðu felldar í neðri deild. Garðar Sigurðsson, fulltrúi Alþýðubanda- lags í fiskveiðinefnd þingdeildar- innar, stóð gegn öllum breyt- ingartillögum og studdi allar frumvarpsgreinar. Einstakir þing- menn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og verður vikið að því í sér- stakri þingfrétt. Miklar umræður urðu um málið í efri deild Alþingis í gærmorgun. Þar viðraði Þorvaldur G. Krist- jánsson (S) þá hugmynd, að fresta lokaafgreiðslu þess unz þing kæmi saman á ný í janúar. Verður nánar vikið að þeim umræðum síðar hér á þingsíðu. Matthías Bjarnason: Ekki önnur leið fær en að sam- þykkja frumvarpið MATTHÍAS BJARNASON, heil- brigðisráðherra, gerði svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu í atkvæða- greiðslu um stjórnarfrumvarp um „veiðar í fiskveiðilandhelgi fslands" (kvótakerfi): „í gildandi lögum um fiskveiði- landhelgi Islands eru miklar og víðtækar heimildir fyrir sjávarút- vegsráðherra, sem hafa æ síðan verið notaðar. Mér er ekki kappsmál að koma á kvótafyrir- komulagi, en eins og ástand og horfur eru, þá er nauðsynlegt að taka upp þetta ákvæði til eins árs. Ég hef verið ófáanlengur til þess að greiða atkvæði með frumvarpi, sem ætti að gilda lengur en nauð- synlegt er að þetta form verði tek- ið upp en með tilliti til marggef- inna yfirlýsinga sjávarútvegsráð- herra um það að hafa samráð við hagsmunasamtök í sjávarútvegi og myod S\öskaW , ’ ,c.,oSKAU> 1« á,da.t«“ Vilborg SSíTy—— Sjö skáld í myna vmar' GEW3MV® l B \ wM^ \ Vsrss K samráð við sjávarútvegsnefndir Alþingis, þá tel ég ekki aðra leið færa en að samþykkja þetta frum- varp og segi því já.“ MATTHÍAS Á. MATHIESEN, viðskiptaráðherra, vísaði til grein- argerðar heilbrigðisráðherra, er hann greiddi atkvæði. GUÐMUNDUR H. GARÐARS- SON (S) tók, einn þingmanna Sjálfstæðisflokks í neðri deild, af- stöðu gegn fiskveiðifrumvarpi stjórnarinnar. Hann gerði svo- hljóðandi grein fyrir atkvæði sínu: „Þar sem ekki liggja fyrir nauð- synleg frumgögn né fastmótaðar hugmyndir um hugsanlega út- færslu veiða í fiskveiðilandhelgi íslands, samkvæmt framlögðu frumvarpi, 143. mál, þrátt fyrir miklar umræður á Alþingi og ein- dregnar óskir margra háttv. al- þingismanna þar um og þar sem ekki liggur fyrir hvernig leysa skuli gífurleg, nú þegar óleyst, rekstrarvandamál útgerðarinnar, sem munu verða enn meiri við kvótakerfi í veiðum, get ég ekki á þessu stigi veitt þessu frumvarpi brautargengi og segi nei.“ PÉTUR SIGURÐSSON (S) gerði svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu, er hann greiddi atkvæði gegn breytingartillögu við frumvarpið: í fylgiskjali með frumvarpinu er þess getið og skýrt tekið fram að sjávarútvegsráðherra skipi nefnd eftir tilnefningu hagsmunaaðila til þess að fylgjast með framkvæmd kvótakerfis og fyrirhugað er að taka upp samkvæmt þessum lögum eða í kjölfar þeirra. í 1. gr. frum- varpsins segir, að það eigi að hafa samráð við sjávarútvegsnefndir Alþingis. Það er eitt af frumskil- yrðum sjávarútvegsnefnda Alþing- is aö kalla til þá hagsmunaaðila og hlusta á athugasemdir þeirra ef einhverjar eru. Ég tel því þessa til- lögu óþarfa og segi nei.“ ÓLAFUR G. EINARSSON (S) greiddi atkvæði gegn tillögu Al- þýðubandalags þess efnis að lýsa auðlindir innan fiskveiðilögsögu þjóðareign, með svohljóðandi greinargerð: „íslendingar hafa helgað sér landgrunnið allt með gögnum þess og gæðum. Tillagan er þvi óþörf. Ég segi nei.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.