Morgunblaðið - 20.12.1983, Síða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
„Verðbólguhraðinn vinnur ekki á
sama hátt með skattgreiðendum og áður
Borgarstjórn:
sagði Davíð Oddsson við umræður um fjárhagsáætlun
Þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1984 hafði verið lögð fram í borgarstjórn til fyrstu umræðu á
fimmtudag tóku borgarfulltrúar frá hverjum flokki til máls og héldu uppi gagnrýni á hana og það pólitíska val sem
þar væri byggt á, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins orðaði það.
Sigurjón Pétursson, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði
að þrátt fyrir að ráð væri gert
fyrir stórauknum tekjum borgar-
innar og álögum á borgarbúa væri
gert ráð fyrir miklum lántökum.
Launþegar í borginni yrðu 50%
lengur að vinna fyrir útsvarinu
sínu á næsta ári en að meðaltali sl.
8 ár. Hækkanir á þjónustugjöldum
væru miklar og nefndi hann m.a.
sem dæmi 80% hækkun á að-
gangseyri að sundlaugum borgar-
innar. Hækkanir væru víða langt
yfir verðhækkunum og greiðslu-
getu almennings. Varðandi rekstr-
arliði nefndi hann sérstaklega að
sama krónutala væri áætluð til
viðhalds á húsum borgarinnar og í
ár, en það væri með öllu óraun-
hæft. Ennfremur færi framlag
borgarinnar til stofnana fyrir
aidraða enn lækkandi samkvæmt
þessari áætlun.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarfulltrúi Kvennaframboðs-
ins, sagði að aukin skattpíning
sem felst í því að útsvör launa-
fólks hækka um rúm 40% á sama
tíma og ráðstöfunartekjur hækka
ekki nema um 20% einkenndi
þetta frumvarp að fjárhagsáætl-
un. Annað einkenni væri hækkun
þjónustugjalda og nefndi hún m.a.
dæmi um 100% hækkun á skír-
teinum Borgarbókasafnsins. Ein-
hverjir ættu eftir að finna fyrir
63,9% hækkun á fasteignagjöldum
samkvæmt frumvarpinu, en þá
hækkun mundi Kvennaframboðið
hins vegar styðja, þar sem fast-
eignagjöld væru mun réttlátari
skattur en útsvarið, því eignir sé
ekki hægt að fela eins og tekjur.
Mesta athygli vekti þó hversu
mikið fé fer í afborganir lána eða
9,1% af öllum tekjum borgarinn-
ar, en samkvæmt áætlun ársins
1983 var hlutfallið 4,48%. Við gerð
fjárhagsáætlunar færi fram
ákveðið val á því í hvað tekjunum
skuli varið og sl. ár hafi gatnagerð
verið forgangsverkefni og í ár
væru það afborganir af þeim
skuldum sem hún skapaði sem
hefðu fyrsta forgang.
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
sagði m.a. að fjárhagsáætlun fyrir
árið 1984 væri gerð við mjög
óvenjulegar aðstæður þar sem
verðbólgan væri á hraðri niður-
leið. Það væri lágmarkskrafa á
opinbera aðila að þeir íþyngdu
ekki fólki umfram brýna nauðsyn
með óhóflegri og ótímabærri
skattheimtu. Það vekti furðu að
tekjur borgarsjóðs í heild ættu að
hækka um 42%, en útgjöld aðeins
um 22,5%. Næstum allar gjalds-
krár þjónustufyrirtækja ættu líka
að stórhækka. Nefndi hann dæmi
um að vatnsveitan mundi hækka
tekjur sínar um 57% og hitaveitan
um 82%. Tölur eins og hækkun
fasteignagjalda um 63,9%,
aðstöðugjalda um 52% og framlag
stofnana og fyrirtækja um
144,6%, minntu á þann tíma þegar
verið var að berja saman fjár-
hagsáætlunum í 50—60% verð-
bólgu. Bar Kristján fram tillögur
til lækkunar á fasteignagjöldum
um tæp 20% og aðstöðugjöldum
um tæp 10%.
Sigurður E. Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins,
sagði frumvarpið að fjárhagsáætl-
un einkennast að því að allir
tekjumöguleikar væru notaðir til
hins ýtrasta. Greiðslubyrði borg-
aranna yrði aukin um 19,5%, þar
sem tekjur munu hækka um 42%
milli ára samtímis og rekstrar-
gjöldin hækki aðeins um 22,5%.
Skýringa á hækkunarstefnu
meirihlutans væri að leita í mjög
erfiðri stöðu borgarsjóðs um þess-
ar mundir, fyrst og fremst vegna
framkvæmdanna í Grafarvogi,
sem hefðu kostað stórfé umfram
þær tekjur, sem komið hafa í aðra
hönd og fyrirsjáanlegt er að komi.
Á meðan almenningur byggi við
stórskert kjör fengi ekki staðist að
álögur væru stórauknar. Borgar-
stjóri hefði rökstutt nauðsyn
hinna háu gjalda með því að sveit-
arfélög væru stórskuldug, en sú
röksemd gilti tæpast um Reykja-
vík.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði að borgarstjórnarmeirihlut-
inn fylgdi fram samræmdri stefnu
og vitnaði til kosningastefnu
sjálfstæðisflokksins 1982. Á síð-
asta ári hefði fasteignagjalda-
prósentan verið lækkuð um 15,8%
og í ár væri útsvarsprósentan
lækkuð úr 11,88% í 11 prósent.
Það yrði ekki vefengt, að óbreytt
álagningarhlutfall leiði til meiri
skattbyrði gjaldenda við minnk-
andi verðbólgu, meðan gjöld árs-
ins væru reiknuð af tekjum næst-
liðins árs. Verðbólguhraðinn ynni
ekki með skattgreiðendum á sama
hátt og verið hefði í óðaverðbólgu
liðinna ára. Hafa verður í huga að
þessi lækkun útsvarsins væri ekki
árbundin í huga meirihluta borg-
arstjórnar, heldur væri hér um
varanlega lækkun að ræða, sem
muni skila sér í beinhörðum pen-
ingum til almennings, þegar jafn-
vægi hefur komist á efnahagslíf
þjóðarinnar. í raun værj nú horfið
frá skattstefnu vinstri stjórnar í
Reykjavík. Áhrif kjaraskerðingar-
innar verða minni vegna lækkun-
ar útsvarsins í 11%. Þeir liðir í
frumvarpinu hækkuðu mest þar
sem borgin ein réði ekki ferðinni,
heldur borgin og ríkið í samein-
ingu. Fleiri þættir skiptu einnig
máli, t.d. hvað Bæjarútgerð
Reykjavíkur varðaði, þá hefðu
slæmar horfur um ástand fiski-
stofnanna þau áhrif m.a. að til-
kostnaður við útgerðina yrði svo
mikill á næsta ári miðað við
óbreyttan rekstur að það gerði það
að verkum að útilokað væri að
lækka útsvarið meira en gert væri.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn báru fram frávísun-
artillögu við tillögu Framsóknar-
flokksins um fasteignagjöld. Þar
sagði að borgarfuiltrúar Fram-
Mikligarður:
„Fyrirtækid getur ekki upp á sitt
eindæmi gengið frá útkeyrsluimi“
sagði Davfð Oddsson borgarstjóri við umræður f borgarstjórn
„Verslunin Mikligarður getur
ekki fremur en önnur fyrirtæki upp
á sitt eindæmi gengið frá þessari
útkeyrslu og beint umferð frá
verzluninni inn á þunga umferðar-
götu. Það eru borgaryfirvöld,
skipulagsnefnd, umferðarnefnd og
jafnvel hafnarstjórn vegna stað-
setningar stjórmarkaðarins sem
eru ákvörðunaraðilar í þessu máli.
Persónulega tel ég það vera út í
bláinn að heimila þessa útkeyrslu
vegna þungrar umferðar á Klepps-
veginum. Þarna var fyrir tenging til
bráðabirgða vegna framkvæmda
verktaka, en ekki er gert ráð fyrir
henni á skipulagi þessa svæðis, það
er aðeins gert ráð fyrir henni á
teikningum SÍS sem hvergi hafa
hlotið samþykki réttra yfirvalda,“
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri
við umræður í borgarstjórn á
fimmtudag um tillögu Öddu Báru
Sigfúsdóttur borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins og Kristjáns Bene-
diktssonar borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins um að vegatálm-
um á útkeyrslu frá verzluninni
Miklagarði yrði rutt úr vegi þegar í
stað. Atöldu þau þessa framkvæmd
borgarstjóra harðlega.
Adda Bára Sigfúsdóttir sagði
að engin umferðaróhöpp eða slys
hefðu orðið í umferð um tenging-
una, en verzlunin byði mjög gott
verð á vörum sínum og því væri
umferð við hana mjög mikil.
Hvers vegna vildi borgarstjóri þá
leggja stein í götu SÍS og KRON?
Og spyrði hún um það hvort
borgarstjóri ætlaði að halda
þessu „meiningarlausa stríði við
borgarbúa" áfram? Vitnaði Adda
Bára í bréf forráðamanna Mikla-
garðs til embættismanna borgar-
innar frá 7. nóvember sl., en þá
hafði malbikun vegarins þegar
farið fram. í bréfinu komu fram
þakkir þeirra fyrir skilning og
ábendingar af þeirra hálfu sem
fram hefðu komið á viðræðu-
fundi þeirra þó nokkru áður. Á
þeim fundi, sem m.a. gatnamála-
stjóri hefði setið, hefði verið rætt
um að beina umferð frá verzlun-
inni inn á Kleppsveg um um-
rædda tengingu.
Kristján Benediktsson sagði að
um malbikun vegarins hefði ver-
ið rætt við embættismenn borg-
arinnar og hefði sú ráðstöfun
ekki átt að koma borgaryfirvöld-
um á óvart. Það væri hlutverk
borgaryfirvalda að greiða fyrir
einstaklingum og fyrirtækjum en
ekki að leggja stein í götu þeirra,
en sú ákvörðun borgarstjóra að
loka veginum væri vanhugsuð og
jafnvel gerræðisleg.
Borgarstjóri vísaði á bug þeim
fullyrðingum að embættismenn
borgarinnar hefðu samþykkt
malbikunarframkvæmdir stór-
markaðarins á vegarspottanum
og kvaðst hann telja það óeðli-
legt að Adda Bára, sem setið
hefði í stjórn KRON, annars eig-
anda verzlunarinnar Miklagarðs,
tæki þetta mál upp í borgar-
stjórn og vitnaði þar jafnframt í
einhliða heimildir frá forráða-
mönnum fyrirtækisins.
Tillaga Öddu Báru og Krist-
jáns Benediktssonar hlaut at-
kvæði borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar-
flokksins en ekki annarra borg-
arfulltrúa og því ekki stuðning.
Á fundi borgarráðs á þriðju-
dag var þessu máli vísað til um-
sagnar umferðarnefndar og
skipulagsnefndar.
Borgarstjórn:
Fjárveitingar ríkisins til heilsugæzlu
í borginni aðeins 100 þúsund krónur
í JANÚAR sl. samþykkti borgarstjórn að komið yrði á kerfisbreytingu í
Reykjavík á sviði heilsuverndar og heimilislækninga í samræmi við lög um
heilbrigðisþjónustu frá 1978. Var undirbúningur þegar hafinn að breyting-
unni og var áætlað að hún yrði nú um áraraótin.
„Það er ekki um uppgjöf að
ræða hjá Heilbrigðisráði þótt það
horfist í augu við staðreyndir
eins og þær að engar stöður fyrir
lækna og hjúkrunarfræðinga
liggja fyrir eða hafa verið aug-
lýstar, talsmenn ríkisins hafa
talið skorta lagaheimild fyrir því
að ríkissjóður taki sjúkraliða við
heimahjúkrun á launaskrá og því
er óleyst hvernig standa skuli að
þessari þjónustu hér í borginni
eftir að ákvæði laga um heil-
brigðisþjónustu taka gildi og
þessi þjónusta flyst alfarið yfir á
heilsugæslustöðvarnar. Samning-
ar við lækna Tryggingastofnunar
ríkisins eru enn ekki gerðir og af
ríkisins hálfu hefur engin fyrir-
greiðsla átt sér stað þrátt fyrir
endurteknar áskoranir á grund-
velli þess að núverandi ástand í
heilbrigðisþjónustu utan sjúkra-
húsa er óviðunandi. Og fyrir ligg-
ur að fjárveitingar ríkisins til
heilsugæzlu í Reykjavík 1984
virðist ætla að slá öll lægðarmet,
en það endurspeglar e.t.v. aðild
Reykvíkinga að Alþingi íslend-
inga,“ sagði Katrín Fjeldsted,
borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins við umræður í borgar-
stjórn á fimmtudag um tillögu
Öddu Báru Sigfúsdóttur, borgar-
fulltrúa Alþýðubandalagsins, um
að kerfisbreyting á sviði heilsu-
verndar og heimilislækninga
komi til framkvæmda 1. apríl nk.
Sagði Katrín það með öllu
óraunhæft að miða við ákveðna
dagsetningu í þessu efni, þar sem
enn væri margt óljóst um endan-
lega framkvæmd breytingarinn-
ar.
Var heilbrigðisráði falið að
vinna áfram að kerfisbreyting-
unni og ná þeim áfanga á næsta
ári að viðurkenning fáist á starf-
semi heilsugæslustöðva í bráðab-
irgðahúsnæði í Domus Medica og
Þórsögu. Jafnframt að áfram
verði unnið að nýrri heilsugæslu-
stöð fyrir Breiðholt III. A þeim
heilsugæslustöðvum þar sem hús-
næði er þegar fyrir hendi verði
læknum fjölgað, en það eru
heilsugæslustöðvar Fossvogs,
Árbæjar og miðbæjar.
Skorað á þingmenn
Reykjavíkur
Borgarstjórn samþykkti þá til-
lögu Katrínar Fjeldsted í fram-
haldi af þessum umræðum að
beina því til þingmanna Reykja-
víkur og fjárveitinganefndar að
framlag ríkisins til uppbyggingar
heilsugæzlustöðva í borginni á
árinu 1984 verði hækkað, en það
er nú áætlað 100 þúsund krónur.
Borginni verði þannig gert kleift
að halda áfram við verkefni á því
sviði. Var það sérstaklega áréttað
að tillögur fjárveitinganefndar
leiði alls ekki til þess að borgin
geti staðið við lögbundnar skyld-
ur sínar um veitta heilbrigðis-
þjónustu.